Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 34
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins; Morgunblaðið/Rúnar Þór íslandsbanki í nýtt húsnæði Kjarnaútibú Islandsbanka á Akureyri var opnað formlega í nýjum húsakynnum á neðstu hæð Alþýðu- hússins við Skipagötu í gær. Utibú bankans voru fjögur þar til að flutningum kom um helgina. Húsnæðið er um 600 fermetrar að stærð og hafa miklar breytingar verið gerðar, m.a. var inngangi breytt, en hann er á húsinu sunnanverðu. Þá hefur útibú bankans við Hrísalund verið stækkað. Mikið var um að vera við bankann í gær á opnunardeginum, sparibaukaparið Óskar og Emma stigu léttan dans við lúðrablástur og öll börn sem í bankann komu voru leyst út með stunda- skrám, límmiðum og góðgæti. Kjörnefnd falið að gera tillögu að framboðslista Eftírspum eftir hlutabréfum þrefalt meiri en framboðið Á fímmta hundrað manns vildu kaupa bréf ÓSKIR um kaup á nýjum hlutabréfum Útgerðarfélags Akur- eyringa voru mun meiri en sú hlutafjárupphæð sem til sölu var. Þegar frestur til áskriftar að nýjum hlutabréfum rann út á föstu- dagskvöld höfðu borist óskir um kaup að nafnvirði tæplega 64,3 milljónir króna, eða rúmlega 2,6-föId sú heildarQárhæð sem boðin var til sölu nú. A almennum markaði voru boðin út hlutabréf að lega 50 milljónir króna að nafn- virði, þannig að heildarhlutafé fyr- irtækisins verði 430 milljónir. Pét- ur sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um hvenær nýtt hlutafé yrði boðið á almennum markaði, það yrði skoðað í ljósi þeirrar þróunar sem yrði á næstu vikum á þessum vettvangi. Hann sagðist gera ráð fyrir að eitthvað af bréfum kæmi nú á markað og menn ætluðu að sjá hvert gengi þeirra yrði, en stefnt væri að því að bjóða út þær 50 milljónir sem heimild er fyrir fyrir næstu ára- mót. EA, sem gerður er út frá Gríms- ey, eyðilögðust í slæmu veðri sem gekk yfír í síðustu viku. Sandvík hf. gerir Kristínu út ásamt Dagnýju EA, en hún er á línu. Um er að ræða talsvert tjón fyrir fyrirtækið. Línubátum sem gerðir eru út héðan hefur gengið sæmilega þegar viðrað hefur til sjósóknar. Miklar ógæftir hafa þó verið allan þennan mánuð og lítið verið hægt að róa. í síðustu viku var veðrið sérstaklega slæmt þannig að enginn komst á sjó. Á meðan þetta leiðindaveður geisaði hélt allstór hópur Grímsey- inga á sjávarútvegssýninguna í Reykjavík. Bára Hlutaljárútboð Útgerðarfélags Akureyringa: SJÁLFSTÆÐISMENN á Norðurlandi eystra hafa ákveðið að efna ekki til prófkjörs við val á framboðslista flokksins til Alþingiskosninga á næsta ári. Kjörnefnd skipuð 29 mönnum mun gera tillögu að uppstillingu á lista flokksins og er stefnt að því að nefndin Ijúki störfum í næsta mánuði, en fyrsti fundur hennar verður um helgina. Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi eystra var haldinn á Akureyri á laugardag. Rætt var um framboðsmálin í kjör- dæminu og Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins, sem var gestur fundarins, hélt erindi. At- kvæðisrétt á fundinum höfðu 46 manns og var ákveðið með 39 at- kvæðum gegn 2 að fela kjörnefnd að gera tillögu um framboðslista. Fjórir sátu hjá. Sigurður Björnsson formaður kjördæmisráðs sagði að ráðið hefði hist í vor til að hefja umræður og undirbúning framboðsmála, en sér- stakt kjördæmisþing var haldið á Húsavík í júní sl. „Það var haldið til að ýta umræðunni af stað,“ sagði Sigurður. „Það er mjög eindregin skoðun kjördæmisráðsfulltrúanna að það eigi ekki að fara í prófkjör núna.“ Kjörnefnd er skipuð öllum for- mönnum sjálfstæðisfélaganna í kjör- dæminu, en þeir eru 21 talsins, þá sitja þar einnig 7 kjörnir fulltrúar frá kjördæmisráði auk formanns kjördæmisráðs, þannig að í nefnd- inni eiga sæti 29 aðilar. Sigurður sagði að engin tímamörk hefðu verið sett varðandi starf nefndarinnar, en ætlast til að hún hraði verkinu. Fyrsti fundur hennar verður haldinn um næstu helgi. „Við stefnum að því að ljúka uppstillingu í október," sagði Sigurður. ------------ Grímsey: Netin eyði- lögðust í slæmu veðri ^ Grímsey. ÖLL NET smábátsins Kristínar nafnvirði um 24,3 milljónir króna. Hátt á fímmta hundrað manns af öllu landinu skráðu sig fyrir hlutum í félaginu. Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna: Engin alvara að baki yfirlýsing um um álver á landsbyggðinni „AÐALFUNDUR kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Norður- landskjördæmi eystra lýsir áhyggjum sínum yfír því alvarlega ástandi sem skapast hefur í atvinnumálum fjórðungsins undir for- ystu rikissíjórnar Steingríms Hermannssonar. Atvinnuleysi er veru- legt og horfur á að það inuni fara vaxandi. Hinar dreifðu byggðir standa nú frammi fyrir meiri óvissu í atvinnumálum en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnin hefur brugðist þeirri skyldu sinni að marka nýja atvinnustefnu þegar afleiðingar samdráttar í landbún- aði og sjávarútvegi verða æ ljósari. Þýðingarmiklar atvinnugreinar standa hölium fæti, eins og skipasmíðaiðnaður og ullariðnaður og ekkert hefur verið gert til að mæta sérstökum erfíðleikum bátaút- gerðar,“ segir í stjórnmálaályktun aðalfundar kjördæmisráðs sjálf- stæðisfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra sem haldinn var á Akureyri á laugardag. Vegna þess hve margar óskir bárust um kaup á hlutabréfum verður að skerða umbeðnar fjár- hæðir um meira én helming og fær hver kaupandi í sinn hlut 37,75% af því sem hann bað um. Gengi hlutabréfanna er 3,0 og því er heildarfjárhæðin sem beðið var um tæpar 193 milljónir króna á söluverði. Hátt á fimmta hundr- að kaupendur skráðu sig fyrir hlutum og hafa þeim nú verið sendir gíróseðlar, sem greiða á Myndarleg gjöf færð FSA Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri hefur nýlega borist myndarleg gjöf, en samkvæmt erfðaskrá systranna Aðalbjarg- ar og Lilju Randversdætra arf- leiða þær Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri að eignum sínum að báðum látnum. Aðalbjörg lést 21. apríl 1989 og Lilja 9. september síðastliðinn. Helstu eignir búsins eru húseign að Munkaþverárstræti 26, banka- innstæður, hlutabréfaeign, auk innbúsmuna. í fréttatilkynningu frá FSA vegna gjafarinnar þakkar sjúkra- húsið þessa höfðinglegu gjöf. eigi síðar en 1. október. Aðalsölu- aðilar voru Kaupþing hf og Kaup- þing Norðurlands hf. Stjórn ÚA ákvað í júnímánuði að bjóða út nýtt hlutafé að nafn- virði 50 milljónir króna, hluthafar nýttu sér forkaupsrétt að nafn- virði rúmlega 25,7 milljónum króna og voru því boðin á almenn- um markaði hlutabréf að nafnvirði tæplega 24,3 milljónir. Hlutafé Útgerðarfélags Akureyringa er að loknu útboði rúmlega 379,4 millj- ónir króna. Pétur Bjarnason formaður stjórnar Útgerðarfélags Akur- eyringa sagði að menn væru ákaf- lega ánægðir með viðbrögð kaup- enda, en eftirspurnin hefði verið meir en tvöföld á við framboð bréf- anna. „Við erum mjög ánægð, þetta sýnir að fólk hefur trú á að fjárfesta í félaginu og þá væntan- lega í ljósi rekstrarafkomu síðustu ár. Ég tel þessi góðu viðbrögð sýna að fólk telji fjárfestingu í ÚA góða og þar muni fé þess ávaxtast vel,“ sagði Pétur. „Við erum líka ánægð með það hversu margir kaupendumir eru, en vel á fimmta hundrað manns skráðu sig fyrir hlutafé. Þessir kaupendur eru dreifðir um land allt, bæði til sjáv- ar og sveita, en vissulega eru flest- ir af Norðausturlandi.“ Stjóm ÚA hefur heimild til að bjóða út hlutabréf fyrir rétt rúm- „Einstakt tækifæri er nú til að veita nýjum krafti í atvinnulíf landshlutans með uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Þess vegna hefðu umræður um nýtt álver átt að beinast að því að það risi við Eyjafjörð. Nú bendir hins vegar allt til þess að þessum möguleikum hafi verið spillt með því verklagi sem iðnaðarráðherra hefur viðhaft í samningaviðræðum við Atlantal- hópinn. Nú er komið á daginn að engin alvara var á bak við yfirlýs- ingar ráðherra um að álver risi utan höfuðborgarsvæðisins. Aðal- fundur kjördæmisráðsins mótmæl- ir því harðlega að hinir erlendu aðilar skuli einir ákveða staðarval stóriðju, en það jafngildir því að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar láti útlendingum það eftir að móta byggðaþróun á íslandi," segir einnig í ályktuninni. 7 Þá segir ennfremur að í nútíma- þjóðfélagi kalli þjónustugreinar á mestan mannafla og kröftugri byggðastefnu verði ekki haldið nema skilyrði séu sköpuð fyrir öfluga þjónustustarfsemi á helstu vaxtarsvæðum landsbyggðarinnar.- Stofnun Háskólans á Akureyri hafi markað tímamót í byggðaþró- un og því leggi kjördæmisráð áherslu á að hröð uppbygging hans sé ein raunhæfasta leiðin til að treysta undirstöðu byggðar á Norðurlandi og harmar að ónógar íjárveitingar hamli starfi og upp- byggingu hans. í tengslum við skólann beri að efla Náttúrufræði- stofnun Norðurlands, aðra rann- sókna- og menningarstarfsemi og heilbrigðisþjónustu í fjórðungnum. Þá leggur ráðið einnig áherslu á nauðsyn þess að samgöngur inn- an ijórðungsins komist í viðunandi horf og öruggu vegasambandi verði komið á við Austurland, til að greiða fyrir gagnkvæmum við- skiptum og þjónustustarfsemi. Bættar samgöngur séu forsenda þess að hægt sé að nýta markaði fyrir ferskan sjávarafla og eldis- fisk, virkja fjölbreytta möguleika fjórðungsins í ferðaþjónustu og lengja ferðamannatímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.