Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 13 Endurvekja sinfóníu- hljómsveit áhugamanna RÁÐGERT er að Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanua, sem starfaði á árunum 1976 til 1981, heQi á ný starfsemi. Garðar Cortes óperusöngvari stóð fyrir því á sínum tíma að stofna sveitina og stjórnaði henni lengst af en hljóð- færaleikarar voru um fímmtíu talsins. Nokkrir félagar sem tóku þátt í starfi sveitarinnar hafa nú ákveðið undir stjórn Ingvars Jónassonar lágfiðluleikara að endurvekja hljómsveitina og er ætlun þeirra að ná saman hljóðfæraleikurum á öll hljóðfæri sinfóníuhljómsveitar. Ráðgert er að hefja æfingar í næsta mánuði og að æft verði einu sinni í viku að kvöldi til. Þeir sem hafa lært á hljóðfæri og vilja halda við kunnáttu sinni geta haft sam- band við einhvern eftirtalinna aðila: Ingvar Jónasson, Grandavegi 47, Jakob Hallgrímsson, Aðálbóli við Starhaga, Leif Benediktsson, Brekkuseli 24 eða Pál Einarsson, Laufásvegi 26. Jón Páll leikurjóla- svein í Japan JÓN Páll Sigmarsson, aflrauna- maður og handhafí titilsins Sterkasti maður heims, leikur íslenskan jólasvein á myndbandi sem Islenska umboðsskrifstofan hyggst setja á markað í Japan í tengslum við Islandskynninguna sem þar fer fram 15.-20. nóvem- ber. Ráðgert er að Jón Páli haldi afl- raunasýningar í Japan í tengslum við íslandskynninguna auk þess sem sýnt verður úr myndbandinu í sjónvarpsstöðinni Sport Nippon News sem er í eigu japanskra aðila sem standa að íslandskynningunni. Bjarni Óskarsson hjá íslensku umboðsskrifstofunni sem hefur ný- lega tekið að sér umboðsmennsku fyrir Jón Pál, segir að á myndband- inu sýni íslenski jólasveinninn afl- raunir sem ekki eru á hvers manns færi. „Þetta er fyrst og fremst land- kynningarmynd með íslenska jóla- sveininum þar sem hann nærist á íslenskum afurðum og í því felst styrkur hans. Við ætlum að sýna fólki að íslenski jólasveinninn hafi nokkra sérstöðu meðal jólasveina í heiminum, hann sé sterkasti jóla- sveinn í heiminum. Síðan verður íslenskum fyrirtækjum gefinn kost- ur að styrkja Japansför Jóns Páls með því að auglýsa sínar vörur á myndbandinu," sagði Bjarni. „Jón Páll hefur tíundað ísland í erlendum fjölmiðlum í öðru hveiju orði án þess að fá nokkra greiðslu fyrir það og okkar verkefni er að sjá til þess að hann fari að fá ein- hveija aura fyrir þá landkynningu sem hann hefur stundað," sagði Bjarni. ■ DANSKI kvenguðfræðingur- inn Lone Fatum, lektor í nýjatesta- mentisfræðum við guðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla, held- ur almennan fyrirlestur við guð- fræðideild Háskóla íslands fimmtudaginn 27. september klukkan 10.15 í stofu V á 2. hæð í aðalbyggingu háskólans. Fyrir- lesturinn nefnist „Kvindeteologisk relevans for fortolkning af Ny testa- mente (túlkun Nýja testamentisins frá sjónarhorni kvennaguðfræði). Fyrirlesturinn verður haldinn á dönsku og er öllum heimill aðgang- ur. Það fylgir því sérstök fjölskyldustemmning að taka slátur Nú er slátursala SS í Starmýri 2 ✓ Asamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur verið helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í baráttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega næringar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. SS hefur nú opnað slátursölu í Starmýri 2. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til slátur- gerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, haframjöl, rús- ínur, saumagarn, nálar og frystipokar. Slátursala © í einu slátri eru: Sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og keppur, 1 kg mör og 750 gr blóð. í slátrið þarf síðan 1,5 kg af mjöli, sem gefur af sér 5-6 stóra sláturkeppi. Á ódýrari fæðu er tæpast kostur. í kaupbæti færðu svo ítarlegan leiðbeiningarpésa um síáturgerð. Slátursalan er opin kl. 13-19 þriðjudaga til fimmtudaga, 13-20 föstudaga og kl. 10-18 á laugardögum. LOKAÐÁMÁNUDÖGUM. Allt til sláturgerðar á einum stað. Slátursala SS í Starmýri 2, sími 30425 Athugið nýtt heimilisfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.