Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Ragnheiður Jóhannesdóttir við minnismerkið. Björgunarsveitarmenn standa heiðursvörð. Salmonella í Skagafírði: Vísum þessum ummæl- um harkalega á bug - segir formaður heilbrigðisnefndar Grindavík: Minnisvarði sr. Odds V. Gíslasonar afhjúpaður Grindavík. „VIÐ hljótum að vísa þessum ummælum Birgis harkalega á bug, þar sem við höfum fengið það staðfest hjá Tilraunastöð- inni á Keldum að salmonella hafi aðeins fundist í innan við 10% sýna sem tekin hafa verið í Skagafírði, og það sé langt undir landsmeðaltali,“ segir Gsili Halldórsson, formaður heilbrigðisnefndar Skagaijarð- ar, en haft var eftir Birgi Þórð- arsyni hjá mengunarvörnum Hollustuverndar ríkisins í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag að ástand í frárennslismálum og sorpeyðingu í Skagafirði sé óviðunandi, og salmonella hefði fundist í tveimur þriðju hlutum sýna sem þar hefðu verið tekin. Gísli sagði að varðandi urðun á úrgangi frá sláturhúsunu, sem Birgir sagði að væri með þeim hætti að leitt gæti til þess að far- aldur kæmi upp, þá væri mokað yfír hann með ýtu jafnóðum og farið væri með hann á urðunar- stað. „Við vísum þessum ummæl- um því á bug og ætlumst til þess að Hollustuvemd komi með eitt- hvað bitastætt til að standa við Hnmamannahreppiir: Síðbúin hey- skaparlok Syðra-Langholti. UNDANFARNIR dagar hafa verið bjartir og fagrir á Suðurlandi. í uppsveitum Arnessýslu hafa þeir bændur sem enn áttu hey úti, en þeir voru allnokkrir, náð að ljúka heyskap. Sumt af þessu heyi var búið að liggja á túnunum í meira en mánuð og því orðið mjög hrak- ið og nær ónýtt fóður. Óhætt er að fullyrða að sú hey- skaparaðferð að pakka hálfþurru heyi í plastrúllur, en það hafa mjög margir bændur gert, hefur skipt sköpum um að hér hefur þó náðst mikið af góðu fóðri. En þetta er búið að vera með verstu óþurrka- sumram, þó fremur hlýtt og góð- viðrasamt. Kartöflubændur hafa einnig fagnað þessum síðustu góðviðris- dögum og hafa lokið uppskerustörf- um á góðri uppskeru. - Sig. Sigm. svona fullyrðingar, en það hefur ekki verið haft samráð við nokkum mann hér í héraðinu um þetta.“ Snorri Björn Sigurðsson bæjar- stjóri á Sauðárkróki sagði í sam- tali við Morgunblaðið að unnið væri að ýmsum úrbótum varðandi sorpeyðingu þar, en ætlunin væri að koma upp á urðun á öllu sorþi á einum stað, og stæðu viðræður Ályktun Alþýðusambands Aust- urlands er svohljóðandi: „19. þing ASA Iýsir yfír ánægju sinni með áform um Fljótsdalsvirkjun og væntir þess að orka frá virkjuninni muni um langa framtíð verða und- irstaða fjölbreyttara atvinnulífs á Austurlandi. Þingið telur það grundvallarat- riði að meginhluti orku virkjunar- innar komi til nýtingar á Austur- og Norðurlandi, af þeirri ástæðu ber að reisa væntanlegt álver, sem rætt er um við Atlantalhópinn, á Reyðarfirði. Komi ekki til þess að hagkvæmt þyki að reisa álver við Reyðarfjörð, þá ber að tryggja orku til þess með virkjunum utan Austurlands. Til að nýta orku Fljótsdalsvirkjunar ber þá a,ð leita annarra kosta sem betur falla að staðháttum austanlands. Þingið telur tímabært að taka skipulag orkumála til endurskoð- unar.“ Hrafnkell A. Jónsson var for- maður nefndar um orku- og iðnað- í því sambandi nú yfír við landeig- anda. Hann sagði að fyrir síðustu helgi hefði verið tekin í notkun ný frá- rennslislögn á Sauðárkróki, þar frárennsli frá sláturhúsum og frystihúsum hefði verið sameinað og leitt lengra út í sjó en áður hefði verið gert. „Þetta er nú kom- ið niður fyrir stórstraumsfjöruborð eins og almennt hefur verið miðað við, og held ég að það sé því orðið í nokkuð þokkalegu lagi.“ armál á þingi ASA og mælti fyrir tillögu að framanritaðri ályktun. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að sjónarmiðin bak við þessa ályktun væru þau, að ef orka frá virkjuninni verði nýtt suður á Keil- isnesi, þá væri verið að bjóða heim sömu hættunni og menn þekktu frá Suðurlandi, og stefndi í líka í Húnavatnssýslum, að þegar þenslutímabili virkjunarfram- kvæmda ljúki, standi byggðarlögin sem næst hafa verið framkvæmd- unum verr eftir en áður. „Þetta teljum við ákaflega óheppilega þró- un, ekki síst þegar hún kemur til viðbótar því að orka frá Fljótsdals- virkjun kemur ekki til með að verða undirstaða undir atvinnulífí á Austurlandi. Þess vegna er verið að benda á það að okkur þyki eðli- legt að álver utan Austfírðinga- fjórðungs sæki orku eitthvað ann- að. En það kom hins vegar mjög skýrt fram í umræðum á þinginu að menn samþykktu þessa ályktun STYTTA af sr. Oddi V. Gísla- syni var afhjúpuð í kirkjugarð- inum á Stað í Grindavík síðast- liðinn laugardag. Sr. Oddur var prestur í Grindavík og Höfnum 1878-1894 og var mikill forvíg- ismaður um slysavarnir og fræðslu í þeim efnum. Minnisvarðinn er gerður af listamanninum Gesti Þorgríms- syni, steyptur í brons og stendur á áletruðum steini. Hann er reistur að frumkvæði sóknarnefnda Grindavíkur og Hafna auk ætt- ingja sr. Odds og Slysavarnafélags íslands. Ragnheiður Jóhannesdóttir ekkja Odds Ólafssonar læknis að Reykjalundi afhjúpaði styttuna af sr. Oddi. Oddur Ólafsson var dótt- ursonur sr. Odds. Oddur beitti sér fyrir fræðslu- málum í Grindavík og var á undan sinni samtíð um nýjungar. Þá stofnaði Oddur bjargráðanefndir um land allt sem vora undanfarar slysavamadeilda sem vora stofn- aðar seinna. Við athöfnina tóku til máls Svavar Ámason, formaður sókn- arnefndar, og herra Ólafur Skúla- son biskup yfir íslandi, sem minnt- ust sr. Odds og starfa hans. Eftir athöfnina í Staðarkirkjugarði bauð bæjarstjóm Grindavíkur til kaffí- samsætis í félagsheimilinu Festi. Þar rakti Gunnar Tómasson vara- forseti Slysavarnafélags íslands æviferil Odds. Þar kom m.a. fram að hann fór ekki alltaf troðnar slóðir og var orðinn þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi. Fræg er sagan af Oddi þegar hann rændi brúði þó með þeim athugasemdum að þeir væra ekki tilbúnir til að leggj- ast gegn virkjunarframkvæmdun- um. Lang flestir töluðu á þá leið, að þrátt fyrir allt yrðu menn að taka við þessum kaleik, Fljótsdals- virkjun án álvers, ef það yrði niður- staðan, og ég held að það sé alveg ljóst að hluti þingfulltrúa hafði Bera Nordal segir að hér sé í raun um að ræða fyrstu yfírlitssýn- inguna á verkum Svavars Guðna- sonar. Árið 1960 hafí verið efnt til stórrar sýningar á verkum hans, en þá hafí hann staðið á hátindi ferils síns og átt eftir að mála í tvo áratugi. Á sýningunni sé mikið af verkum úr eigu safna í Danmörku, sem mörg hver hafí ekki áður ver- ið sýnd hér á landi. Auk þess hafí í tilefni af sýningunni verið gefín úr bók um Svavar og sé þar um sinni Önnu Vilhjálmsdóttur frá Kirkjuvogi f' Höfnum, á gamlárs- dag árið 1870 til að giftast henni. FÓ Ameríkudeild Elkem: Islendingur svæðisstjóri ÍSLENDINGURINN John Fenger hefur verið ráðinn svæð- issljóri norska fjölþjóðafyrirtæk- isins Elkem í Suður- og Norður Ameríku. John Fenger starfaði hjá Islenska járn- blendifélaginu á Grundartanga frá árinu 1975 til ársins 1981 en þá tók hann við deildarstjóra- John Fenger stöðu í aðalstöðv- um Elkem í Osló. Elkem á 30% í íslenska járnblendifélaginu. John Fenger sagði í samtali við Morgunblaðið að sér litist afar vel á starfíð sem hann tekur við 21. október næstkomandi. í því felst yfírumsjón með aðalstöðvum Elkem í Pittsburg og stjórnun uppbygging- ar á vegum fyrirtækisins í þessari heimsálfu. Hann sagði að mikil eftirspum væri nú eftir jámblendi í Japan og Evrópu og benti á að stefnt væri að aukinni uppbyggingu í Suður- Ameríku. ekki neina heimild til þess að gera samþykktir þar sem beinlínis væri lagst gegn virkjuninni. Öll umræðan markast af því að fólk er mjög ósátt við þá þróun sem virðist stefna í í sambandi við byggingu álversins, telur að í raun og vera séu freklega brotin mann- réttindi á Austfírðingum með þessu," sagði Hrafnkell A. Jóns- son. að ræða fyrstu bókina sem greini frá ferli hans. Elsta verkið af þeim fímm, sem Svavar hefur gefíð safninu, er frá árinu 1938 og hið yngsta frá árun- um 1975 til 1980. Bera Nordal segir að verkin spanni nær allan feril Svavars. Meðal verkanna séu tvö gömul verk, sem sýni vel þá breytingu á listsköpun Svavars, þegar hann var að færa sig út i abstraktlistina. 19. þing Alþýðusambands Austurlands: Grundvallaratriði að orka Fljótsdals- virkjunar verði nýtt á Austurlandi Alveri á Keilisnesi verði tryggð orka annars staðar frá ALÞÝÐUSAMBAND Austurlands samþykkti á nýafstöðnu þingi sínu ályktun, þar sem lýst er ánægju með áform um Fljótsdals- virkjun og jafníiramt að þingið telji það grundvallaratriði að ork- an frá virkjuninni verði nýtt á Austurlandi. Þess vegna beri að reisa væntanlegt álver á Reyðarfírði, verði álverið reist annars staðar beri að tryggja því orku annars staðar frá. Þingið taldi einnig skynsamlegt að taka skipulag orkumála í landinu til endur- skoðunar og var meðal annars rætt um að skipta upp Landsvirkj- un og stofna í hennar stað fjórðungsveitur í líkingu við Orkubú VestQarða, að sögn Hrafnkels A. Jónssonar, en hann mælti fyrir ályktuninni um orkumál. Listasafn íslands: Y firlitssýning á verkum Svavars Guðnasonar opnuð FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, opnaði á Iaugardaginn yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnasonar í Listasafni íslands. Á sýningunni er 161 verk, það elsta frá 1935 og það yngsta frá 1980. Við opnun sýningarinnar var greint frá því, að Svavar hefði gefið Listasafninu fimm verka sinna og segir Bera Nordal forstöðu- maður að þar sé um að ræða ómetanlega viðbót við listaverkaeign safnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.