Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 Utanríkisráðherra í ræðu við opnun Allsherjarþings SÞ: Sérfræðingar kanni hættur vegna slysa við kjamakljúfa í sjó Hvetur til viðurkenningar á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagð} í ræðu við opnun 45. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær, að íslendingar myndu leggja til á þinginu að sérfræðingum á vegum SÞ verði falið að kanna þær hættur sem umhverfi hafsins kynni að stafa af slysum í tengslum við kjarriakljúfa í sjó. Þá hvatti utanríkisráðherra til þess að réttur Eystrasaltsríkjanna yrði viðurkenndur að fullu. Jón Baldvin sagði að vemdun hafsins gegn mengun af geisla- virkni, hefði ekki verið nægilega sinnt. Eftir Tsjernobylslysið hefði talsverðri athygli verið beint að kjamakljúfum á landi, en ekki væri hægt að loka augunum fyrir því að kjamakljúfar á skipum væru í raun og vem fijótandi kjamorkuver. Utanríkisráðherra sagði að vemd- un umhverfisins væri eitt brýnasta úrlausnarefnið sem Sameinuðu þjóð- irnar stæðu frammi fyrir, og fyrir ísland skipti það öllu máli. Brýnast væri, frá sjónarhóli íslendinga, að gera ráðstafanir sem dygðu til að koma í veg fyrir mengun hafsins, ekki síst frá landstöðvum og af völd- um geislavirkra úrgangsefna. Jón Baldvin fjallaði í ræðu sinni um þróun heimsmála og fagnaði þeim breytingum sem orðið hefðu í Evrópu. Hann sagði að þær hefðu orðið Sameinuðu þjóðunum að gagni og veitt stofnuninni aukið færi á að beita sér í þágu öryggis í heiminum í samræmi við stofnsáttmála sinn, sem um leið hefði styrkt almennt traust á þessum heimssamtökum. Hins vegar sýndu atburðir við Pers- aflóa að heimsfriðurinn væ'ri ótrygg- ur, og forsenda hans væri að hlýtt væri grundvallarreglum í samskipt- um þjóða, þar með fullveldi ríkja. Ráðherra sagði að þessar megin- reglur væru greyptar í lokaskjal Helsinkiráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, og nýgerðir samningar um sameiningu Þýska- lands gæfu vonir um langvarandi stöðugleika á meginlandi Evrópu. Hins vegar væri ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri arfleifð eftir- stríðsáranna, sem ennþá hefði staðið af sér umbreytingaröflin, og væri aðstaða Eystrasaltslandanna dæmi um það. Þau hefðu verið sjálfstæð ríki, sem hemám og innlimun breyttu engu um. Sagði utanríkis- ráðherra, að engin lausn væri á þessu vandamáli önnur, en að réttur Eystrasaltslýðveldanna til sjálfstæð- is væri viðurkenndur að fullu. Þá sagði hann að það væri íslendingum ánægjuefni, ef Eystrasaltslýðveld- unum yrði veíttur réttur til áheyrnar á ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. 1/EÐURHORFl JRÍDAG 25 SEPTEMBER W tLminf f l# 1 V/Ill 1 YFIRLIT í GÆR: Yfir C Irænlandi og hafinu norður og vestur af ís- ur. Um 500 km suðsuf Jaustur af Hvarfi er 1005 mb smélægð áleið SPÁ: Á morgun verð víðast léttskýjað. Híti jr hæg suðvestan- og vestanátt, þurrt og 7-13 stig. - \/PMinurwpiIR ft/ÆQTÍ/ núfíú* vtzuunnxjnrun /v/co / u t/nu/i. irnnnn fj/Sa Uiti «_1 1 suiu a öuour- og vesturidnui, en purrx noroausxanianu; stig suðvestanti! en 12-16 stig á Norður- og Austurlan di. HORFUR Á FIMMTUDAG: Vestan- og suðvestanstrekkii kúrum um allt vestanvert landið og við norðausturstr igur meðs- öndina, en léttskýjað á Austur- og Suðausturlandi. Lítið eitt kólna idi veður. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 1Qf Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur J~<^ Þrumuveður W tw/ 1 rl VEÐUR VÍÐA UM HEIM ki. ik:uu i gær hiti áú IbL flmð ve6t»r Akureyri 5 skýjað Reykjevtk 9 léttskýjað Bergen 10 skýjað Kaupmannjh Sfn vantar Nar3sarssua< ! 6 helðskírt Nuuk 3 léttskýjað Óslé 6 q alskýjað Þórshöfn 10 ÞlVJIjdU skýjað Algarve Amsterdam 23 13 iéttskýjað skúr Barcelona 24 skýjað Berlln Chicago 11 6 rignlng skýjað Feneyjar Franklurt 26 14 hólf8kýjað skýjað Qlasgow Hamborg 11 10 rigning rigning Las Palmas 27 téttskýjað Los Angeles Lúxemborg Madrid 18 11 n skýjað skýjað skýjað Malaga 27 skýjað Mallorca 26 úrkoma NewYork 12 sKyjao iéttskýjað Orlando 19 skýjað Róm 24 oKy|oO hélfskýjað Vín Washington 14 11 rigning iéttskýjað Winnipeg 7 léttskýjað Morgunblaðið/Júlíus Frá slysstað á Sóleyjargötu, Sólblinda olli árekstri MAÐUR slasaðist í hörðum árekstri á mótum Njarðargötu og SÓleyjargötu í gærmorgun. Ökumaður bíls á leið norður Njarðargötu ók í veg fyrir bíl á leið vestur Sóleyjargötu. Við árekstur- inn kastaðist sá bíll á stöðvunar- skyldumerki og stórskemmdist. Kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðs að klippa ökumanninn úr flakinu. Hann slasaðist á baki og síðu og var fluttur á sjúkrahús. Okumaður hins bílsins slasaðist minna. Hann kvaðst hafa blindast af sól og því ekki orðið var við bílinn fyrr en um seinan. íslenzka sjávarútvegssýningin: Færri gestir en betri íslenzku sjávarútvegssýningunni lauk síðastliðinn sunnudag. Alls voru skráðir tæplega 11.500 gestir, þar af rúmlega 400 erlendir. Patricia Foster, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir sýnendur hafa í flestum tilfellum hafa verið ánægða með sýninguna, þrátt fyrir færri gesti en í fyrra. Þeir hafi verið færri en betri. Bókanir í sýninguna 1993 eru þegar farnar að berast. Alls komu nálægt 16.000 gestir á sýninguna hér á landi 1987. Á World Fishing í Bella Center í fyrra komu um 12.000 gestir frá 71 þjóð- landi. Patricia segir, að lakari efna- hagur nú en 1987 hafi haft einhver áhrif á aðsókn gesta. Hins vegar hafi nú verið hærra hlutfall gesta beinlínis úr sjávarútveginum og væru margir sýnendur mjög ánægðir með gang mála. Jósafat Hinriksson segist ánægð- ur með sýninguna, hann hafi selt sem svari til 54 tonna af trollhlerum og eigi von á pöntunum upp á ann- að eins í kjölfar sýningarinnar. Margir aðrir náðu góðum árangri og almennt virðist ríkja ánægja með sýningua. Að sögn Patriciu gengur mjög vel að rýma sýningarsvæðið og seg- ist hún þess fullviss að allt verði komið út á þremur dögum. Tilboð í Hafþór RE: Frestur Ljósavíkur renn- ur út um míðja þessa viku „VIÐ vildum ekki taka tilboði Ljósavíkur í Hafþór, eins og það var, en gáfum fyrirtækinu frest fram í miðja þessa viku til að leggja fram tryggingar fyrir eft- irstöðvunum. Ljósavík býður 233 milljónir króna í Hafþór en við Dínamíti stolið úr skúr KASSA af dínamíti, sprengju- þræði og hvellhettum var stolið í innbroti í geymsluskúr bygginga- verktaka við Auðbrekku í Kópa- vogi aðfaranótt laugardagsins. Á sunnudag fundust 25 kíló af dínamíti undir veiðihúsi við Hval- eyrarvatn við Hafnarfjörð. Líkur eru taldar á að þar hafi verið um að ræða sprengieftnið sem stolið var í innbrotínu. Hvellhett- urnar og annað sem þaðan er sakn- að hefur ekki fundist. Rannsóknar- lögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. tökum ekki meira en 100 milljóna króna veð í skipinu,“ segir Krist- ján Skarphéðinsson hjá sjávarút- vegsráðuneytinu. Ljósavík hf. í Þorlákshöfn átti næsthæsta til- boðið í Hafþór RE, skip Hafrann- sóknastofnunar, og býður 40 milljóna króna útborgun. Rækjuvinnslan Dögun hf. á Sauð- árkróki er með þriðja hæsta tilboðið í Hafþór, eða 212 milljónir og býður 48 milljóna útborgun. Dögun á Röst SK, sem er með 515 tonna þorskkvóta og 229 tonna rækjukvóta en þorskkvótanum hefur verið breytt í rækjukvóta í hlutföll- unum frá 1:1 til 1:2, að sögn Ómars Þórs Gunnarssonar framkvæmda-' stjóra fyrirtækisins. Þá hefur Haförn ÁR lagt upp rækjuafla sinn hjá Dögun og um eitt þúsund tonn af rækju hafa verið unnin í fyrirtækinu á ári en um 30 manns starfa hjá því. Röst SK er 152 brúttórúmlestir og skipið var smíðað í Vestur-Þýska- landi árið 1960. Hafþór RE er 793 brúttórúmlestir og var smíðaður í Póllandi árið 1974. Skipið hefur 660 tonna rækjukvóta og 165 tonna þorskkvóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 216. tölublað (25.09.1990)
https://timarit.is/issue/123504

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

216. tölublað (25.09.1990)

Aðgerðir: