Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 53 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Nefna má það sem vel er gert Magnús hringdi: „Það er upphaf þessa máls að Stöð 2 er oft að fjalla um það sem miður fer. íslensku flugfé- lögin hafa fengið vænan skammt af kvörtunum og umfjöllun um það sem ekki hefur þótt nógu gott. En það er rétt að nefna það líka sem vel er gert. Móðir mín öldruð var á ferð erlendis fyrir nokkru og lenti í því að farangurinn hennar kom ekki fram. Eins og nærri má geta hafði maður af þessu miklar áhyggjur og ekki bætti úr skák að hún talaði ekki orð í erlendum málum. En sem betur fer var íslenskur starfsmaður Flugleiða á staðnum og gat leyst úr henn- ar málum. Ég nefni þetta vegna umræðu um erlend flugfélög sem eru farin að fljúga til og frá Is- landi, bæði í áætlun og leigu- flugi. Það er mikilsvert að hafa íslensk flugfélög með íslensku- mælandi starfsmenn á erlendri grund, sem geta greitt götu far- þega. Ég kalla þetta góða þjón- ustu hjá Flugleiðum þar sem það eru ekki næri allir sem eru vel mæltir á erlendar tungur. Ég mun beina mínum viðskiptum til flugfélags sem hugar að þörfum íslendinga.“ Engin greiðasemi Hrafnhildur Halldórsdóttir- hringdi: „Ég get nú ekki orða bundist yfir því smáóhappi sem ég lenti í fyrir skömmu þegar umgjörðin á gleraugunum mínum sprakk. Ég, sem er gamall Kópavogsbúi, hugðist nýta mér þá þjónustu sem þar er og í vandræðagangi mínum bar ég upp erindi mitt í viðkomandi verslun. Það eina sem ég bað um var að þessu yrði tyllt saman til bráðabirgða, að sjálfsögðu gegn greiðslu. Við- mælandi minn tjáði mér hreint út að þetta væri vonlaust verk og hann gæti ekkert aðstoðað mig. Ég er hreint og beint móð- guð fyrir hönd Kópavogsbúa. Ég ætlaði aldrei að biðja hann að gera þannig við gleraugun að það sæist ekki að þau hefðu brotnað, ég var aðeins að koma í veg fyrir að ég keyrði niður fólk á leiðinni heim. Ég hljóp því út á bensínstöð, keypti eina túpu af Tonnataki og límdi brotið sjálf saman. En ég ætla aldrei inn í þessa gleraugnabúð aftur.“ Ulpur Fimm barnaúlpur, sem fund- ust í Laugadalsgarðinum í sum- ar, eru í óskilum. Upplýsingar í síma 38870. Páfagaukur Blár og hvítur páfagaukur tapaðist frá Sæbólsbraut fyrir skömmu. Vinsamlegast hringið í síma 44501 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Fund- arlaun. Hreinleg fískbúð Kona hringdi: „Mig langar að hrósa Fiskbúð- inni við Dunhaga 17. Þar er allt svo hreint og vel til haft að fisk- urinn og annað sem þarna er selt verður miklu lystilegri en ella. Hafi kaupmaðurinn þökk fyrir snyrtimennskuna.“ Gleraugu Gleraugu fundust við Skeiðar- vog. Upplýsingar í síma 37387. Páfagaukur Gulur og grænn páfagaukur flaug inn um glugga í Heiðar- gerði sl. laugardag. Upplýsingar í síma 34053. Grind Krómuð grind undan barna- vagni tapaðist við Hjaltabakka fyrir nokkru. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 75038. Fundarlaun. Regnhlíf Svört karlmanns regnhlíf var tekin úr fatageymslu á Rauða ljóninu við Eiðistprg laugardag- inn 1. september. Vinsamlegast skilið henni á sama stað. Með fyrirfram þakklæti. STEINAR HUMMEL BILDSHÖFÐI áhtúnsbrekka SUMARUTSOLUMARKAÐUR BÍLSHÖFÐA 10 VESTURLANDSVEGUfí STRAUMUR BILDSHOFÐA 10 Meö lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtækja hefur stórútsölumarkaöurinn svo sannarlega slegið í gegn og stendur undir nafni. LATIÐ EKKI Sportvörur alls konar Fatnaður PARTY Tískuvörur BOMBEY Barnafatnaöur SAUMALIST Alls konar efm SKÆÐI Skófatnaður Blóm og gjafavörur STUDI0 Fatnaður Kventískufatnaður SKÓVERSLUN FJOLSKYLDUNNAR ISkór ó alla fjölskylduna HAPP 1 ÚR HENDI SLEPPAT SONJA Fatnaður HENS0N Sportfatnaður KAREN Fatnaður FATABÆR Fatnaður I Hljómplötur - kasettur KARNABÆR Tískufatnaður herra og dömu Vinningstölur laugardaginn 22. sept. 1990 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.193.334 2. 2 272.349 3. 4af 5 128 7.340 4. 3af 5 4.713 465 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.869.097 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.