Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞIIIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 Sviss: Tíu ára umhugsunar frestur um kjaruorku ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. De Klerk í Bandaríkjunum Reuter Frederik W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, kom til Bandaríkjanna á sunnudag til viðræðna við þarlenda ráðamenn. 45 ár eru liðin síðan forseti Suður-Afríku kom til Bandaríkjanna. Við komuna sagðist de Klerk ekki hafa neinn kröfugerðarlista í farteskinu, „ég er kominn í vinaleit," sagði hann. Á sunnudag hitti de Klerk meðal annars James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Á myndinni er de Klerk lengst til vinstri, þá Pik Botha, utanríkisráðherra Suður- Afríku, Marika, eiginkona forsetans, og loks hjónin Susan og James Baker. De Klerk átti í gær viðræð- ur við George Bush Bandaríkjaforseta. Khrústsjov vitnar í Kastró: Vildi kjamorkuárás á Bandaríkin New York. Reuter. FÍDEL Kastró, forseti Kúbu, hvatti Níkíta Khrústsjov Sovétleiðtoga árið 1962 til þess að ráðast á Bandaríkin með kjarnorkuvopnum, að því er fram kemur í útdrætti úr segulbandsupptökum með endur- minningum Khrústsjovs sem birtist í tímaritinu Time á sunnudag. SVISSLENDINGAR felldu til- lögu um að kjarnorkuframleiðslu verði hætt í landinu í þjóðarat- kvæðagreiðslu á sunnudag en samþykktu að fresta gerð áætl- ana um frekari framleiðslu í 10 ár. Tæp 53% kjósenda voru hlynnt áframhaldandi rekstri vera sem þegar eru starfrækt ■ AUSTUR-BERLÍN - Til mik- illa óeirða hefur komið í 25 fangels- um í Austur-Þýskalandi undanfarna daga. Fangamir, sem flestir hlutu dóm sinn undir kommúnistastjórn, krefjast þess að þeir verði náðaðir 3. október þegar Þýskaland samein- ast. Manfred Walther, dómsmála- ráðherra landsins, hefur hafnað slíkum hugmyndum og segir að enginn hinna 4.250 fanga í landinu sé í haldi af pólitískum ástæðum. ■ BRUSSEL - Atvinnúmálaráð- herra Belgíu, Luc Van den Brande, spáir því að frá ársbyijun 1992 þegar ný lög um ferðafrelsi taka gildi í Sovétríkjunum muni 1-3 milljónir Sovétmanna koma árlega til Vestur-Evrópu í atvinnuleit. Ráð- herrann segir að þetta muni meðal annars leiða til þess að Tyrkir í Þýskalandi fari að hugsa sér til hreyfíngs og þá helst vestur á bóg- inn til Benelux-landanna. ■ AUSTUR-BERLÍN - Leiðtogi græningja í Austur-Þýskalandi, Henry G. Shramm, hefur viður- kennt að hafa unnið fyrir Stasi, öryggislögregluna illræmdu. Til stóð að Schramm yrði helsti fulltrúi austur-þýskra á lista græningja í kosningum 2. desember en nú hefur hann sagt af sér öllum trúnaðar- stöðum. en yfir 54% kjósenda vildu um- hugsunarfrest áður en ráðist yrði í aukna kjarnorkuframleiðslu. 71% kjósenda samþykktu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ný lög- gjöf sem á að stuðla að orku- sparnaði verði sett. Um 40% rafmagns f Sviss eru framleidd með kjarnorku. Þetta var í þriðja sinn sem þjóðin greiðir at- kvæði um friðsamlega nýtingu kjarnorkunnar. Andstæðingum hef- ur fjölgað og stuðningur meirihluta þjóðarinnar við frest sýnir hversu tvístígandi hún er varðandi þennan orkugjafa. Ríkisstjórnin og hægri flokkarnir voru andvígir tillögunni um frest. Breiðari vöruflutningabílar Tæp 53% kjósenda samþykktu nýja umferðarlöggjöf. Hún var umdeild þar sem 20 sm breiðari vöruflutningabílum verður leyft að aka um vegi landsins samkvæmt henni. Hámarksbreidd farartækja á svissneskum vegum var 2,3 metrar en verður nú 2,5 eins og í Evrópu- bandalagsríkjunum. Andstæðingar óttast að hætta á þröngum vegum aukist við þetta og Svisslendingar láti nágrannarík- in segja sér fyrir verkum. Sam- göngumálaráðherra segir að svo sé ekki. Hann segir að þessi tilhliðrun sýni að þjóðin sé ekki þvermóðsku- full og þetta styrki stöðu hennar f umferðardeilum við nágrannaþjóð- irnar. Þær hafa árangurslaust reynt að fá Svisslendinga til að hleypa 40 tonna vöruflutningabílum í gegnum landið allan sólarhringinn en hámarksþyngd á svissneskum vegum er 28 tonn og næturferðir eru bannaðar. í tímaritinu sagði að endurminn- ingarnar hefðu verið hljóðritaðar eftir að Khrústsjov hraktist frá völdum árið 1964, en fjölskylda hans hefði ekki talið stætt á að gefa þær út fyrr en nú, þar sem hann hefði verið harðorður í garð sovéska kerfisins og ýmissa valda- manna í frásögn sinni. Sovétleiðtoginn fyrrverandi kall- aði Kastró „ofsa“ og sagði að eftir að Bandarfkjamenn hefðu uppgötv- að að sovéskar eldflaugar voru á Kúbu, um 150 km frá ströndum lands síns, hefði Kastró lagt til að ráðist yrði að fyrra bragði á Banda- ríkin. Khrústsjov Iést árið 1971. Árið áður komu endurminningar eftir hann út á Vesturlöndum. ffMBSS S SAMBANDSINS VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66 SINGER * Beinn saumur * Zig-zag * Blindfalds saumur ★ Fjölspora zig-zag * M-saumur ★ Loksaumur * Fuglaspor ★ Styrktur beinn saumur Melodie 100 Model 5910 Melodie 100 saumavélarnar hafa upp á aö bjóöa 10 geröir af fallegum nytjasaumum og teygjusaumum auk nokkurra skrautsauma og svo auövitað loksaum. Þær eru meö sjálfvirkan hnappagatasaum sem saumar hnappagöt af öllum stærðum. ★ Hálfmáni ★ Tvöfalt zíg-zag Þú hefur e.t.v. gaman af að vita að rúmlega 2,5 milljón SINGER saumavélar eru nú framleiddar ór hvert - hinar fyrstu fyrir rúmum 135 árum. i þessu liggur skýringin á gæðum vélanna og sanngjörnu verði. FYRR EÐA SEINNA VELUR ÞÚ RICOH FAX acohf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.