Morgunblaðið - 25.09.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞIIIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
Sviss:
Tíu ára umhugsunar
frestur um kjaruorku
ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
De Klerk í Bandaríkjunum
Reuter
Frederik W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, kom til
Bandaríkjanna á sunnudag til viðræðna við þarlenda
ráðamenn. 45 ár eru liðin síðan forseti Suður-Afríku
kom til Bandaríkjanna. Við komuna sagðist de Klerk
ekki hafa neinn kröfugerðarlista í farteskinu, „ég
er kominn í vinaleit," sagði hann. Á sunnudag hitti
de Klerk meðal annars James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna. Á myndinni er de Klerk lengst
til vinstri, þá Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-
Afríku, Marika, eiginkona forsetans, og loks hjónin
Susan og James Baker. De Klerk átti í gær viðræð-
ur við George Bush Bandaríkjaforseta.
Khrústsjov vitnar í Kastró:
Vildi kjamorkuárás á Bandaríkin
New York. Reuter.
FÍDEL Kastró, forseti Kúbu, hvatti Níkíta Khrústsjov Sovétleiðtoga
árið 1962 til þess að ráðast á Bandaríkin með kjarnorkuvopnum,
að því er fram kemur í útdrætti úr segulbandsupptökum með endur-
minningum Khrústsjovs sem birtist í tímaritinu Time á sunnudag.
SVISSLENDINGAR felldu til-
lögu um að kjarnorkuframleiðslu
verði hætt í landinu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu á sunnudag en
samþykktu að fresta gerð áætl-
ana um frekari framleiðslu í 10
ár. Tæp 53% kjósenda voru
hlynnt áframhaldandi rekstri
vera sem þegar eru starfrækt
■ AUSTUR-BERLÍN - Til mik-
illa óeirða hefur komið í 25 fangels-
um í Austur-Þýskalandi undanfarna
daga. Fangamir, sem flestir hlutu
dóm sinn undir kommúnistastjórn,
krefjast þess að þeir verði náðaðir
3. október þegar Þýskaland samein-
ast. Manfred Walther, dómsmála-
ráðherra landsins, hefur hafnað
slíkum hugmyndum og segir að
enginn hinna 4.250 fanga í landinu
sé í haldi af pólitískum ástæðum.
■ BRUSSEL - Atvinnúmálaráð-
herra Belgíu, Luc Van den
Brande, spáir því að frá ársbyijun
1992 þegar ný lög um ferðafrelsi
taka gildi í Sovétríkjunum muni 1-3
milljónir Sovétmanna koma árlega
til Vestur-Evrópu í atvinnuleit. Ráð-
herrann segir að þetta muni meðal
annars leiða til þess að Tyrkir í
Þýskalandi fari að hugsa sér til
hreyfíngs og þá helst vestur á bóg-
inn til Benelux-landanna.
■ AUSTUR-BERLÍN - Leiðtogi
græningja í Austur-Þýskalandi,
Henry G. Shramm, hefur viður-
kennt að hafa unnið fyrir Stasi,
öryggislögregluna illræmdu. Til
stóð að Schramm yrði helsti fulltrúi
austur-þýskra á lista græningja í
kosningum 2. desember en nú hefur
hann sagt af sér öllum trúnaðar-
stöðum.
en yfir 54% kjósenda vildu um-
hugsunarfrest áður en ráðist yrði
í aukna kjarnorkuframleiðslu.
71% kjósenda samþykktu tillögu
ríkisstjórnarinnar um að ný lög-
gjöf sem á að stuðla að orku-
sparnaði verði sett.
Um 40% rafmagns f Sviss eru
framleidd með kjarnorku. Þetta var
í þriðja sinn sem þjóðin greiðir at-
kvæði um friðsamlega nýtingu
kjarnorkunnar. Andstæðingum hef-
ur fjölgað og stuðningur meirihluta
þjóðarinnar við frest sýnir hversu
tvístígandi hún er varðandi þennan
orkugjafa. Ríkisstjórnin og hægri
flokkarnir voru andvígir tillögunni
um frest.
Breiðari vöruflutningabílar
Tæp 53% kjósenda samþykktu
nýja umferðarlöggjöf. Hún var
umdeild þar sem 20 sm breiðari
vöruflutningabílum verður leyft að
aka um vegi landsins samkvæmt
henni. Hámarksbreidd farartækja á
svissneskum vegum var 2,3 metrar
en verður nú 2,5 eins og í Evrópu-
bandalagsríkjunum.
Andstæðingar óttast að hætta á
þröngum vegum aukist við þetta
og Svisslendingar láti nágrannarík-
in segja sér fyrir verkum. Sam-
göngumálaráðherra segir að svo sé
ekki. Hann segir að þessi tilhliðrun
sýni að þjóðin sé ekki þvermóðsku-
full og þetta styrki stöðu hennar f
umferðardeilum við nágrannaþjóð-
irnar. Þær hafa árangurslaust reynt
að fá Svisslendinga til að hleypa
40 tonna vöruflutningabílum í
gegnum landið allan sólarhringinn
en hámarksþyngd á svissneskum
vegum er 28 tonn og næturferðir
eru bannaðar.
í tímaritinu sagði að endurminn-
ingarnar hefðu verið hljóðritaðar
eftir að Khrústsjov hraktist frá
völdum árið 1964, en fjölskylda
hans hefði ekki talið stætt á að
gefa þær út fyrr en nú, þar sem
hann hefði verið harðorður í garð
sovéska kerfisins og ýmissa valda-
manna í frásögn sinni.
Sovétleiðtoginn fyrrverandi kall-
aði Kastró „ofsa“ og sagði að eftir
að Bandarfkjamenn hefðu uppgötv-
að að sovéskar eldflaugar voru á
Kúbu, um 150 km frá ströndum
lands síns, hefði Kastró lagt til að
ráðist yrði að fyrra bragði á Banda-
ríkin.
Khrústsjov Iést árið 1971. Árið
áður komu endurminningar eftir
hann út á Vesturlöndum.
ffMBSS
S SAMBANDSINS
VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66
SINGER
* Beinn saumur
* Zig-zag
* Blindfalds saumur
★ Fjölspora zig-zag
* M-saumur
★ Loksaumur
* Fuglaspor
★ Styrktur beinn saumur
Melodie 100
Model 5910
Melodie 100 saumavélarnar hafa upp
á aö bjóöa 10 geröir af fallegum
nytjasaumum og teygjusaumum
auk nokkurra skrautsauma og svo
auövitað loksaum.
Þær eru meö sjálfvirkan
hnappagatasaum sem saumar
hnappagöt af öllum stærðum.
★ Hálfmáni
★ Tvöfalt zíg-zag
Þú hefur e.t.v. gaman af að vita að rúmlega
2,5 milljón SINGER saumavélar eru nú
framleiddar ór hvert - hinar fyrstu fyrir
rúmum 135 árum. i þessu liggur skýringin
á gæðum vélanna og sanngjörnu verði.
FYRR EÐA SEINNA
VELUR ÞÚ
RICOH FAX
acohf