Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
23
Utanríkisráðherra
þakkaður skilningur á
hagsmunum Þýskalands
JÓN Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, hefur fengið
bréf frá utanríkisráðherra
Hraðakstur
í Hafnarfirði
MIKIÐ bar á hraðakstri í um-
dæmi Hafnaríjarðarlögreglu
um helgina og misstu þrír ungir
ökumenn ökuréttindi sín af
þeim sökum.
Einn hafði ekið um Reykjanes-
braut á 144 kílómetra hraða, ann-
ar á 119 á Bæjarbraut og sá þriðji
á 111 kílómetra hraða á Vífils-
staðavegi.
Vestur-Þýskalands, þar sem hon-
um er þakkaður skilningur á
þjóðlegum hagsmunum Þýska-
lands að undanförnu.
í fréttatilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu segir, að í bréfi Hans
Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra Vestur-Þýskalands til Jóns
Baldvins sé honum þakkað persónu-
lega fyrir skilning hans á þjóðlegum
hagsmunum Þýskalands.
I fréttatilkynningu ráðuneytisins
kemur fram, að í bréfí Genschers
segi enn fremur, að með undirritun
samnings um endanlega skipan
mála í Þýskalandi geti Þjóðveijar
sameinast í fijálsu og lýðræðislegu
ríki. Þjóðveijar meti mjög mikils, á
þessum sögulegu tímamótum, að
vinir þeirra hafi veitt þeim stuðning
til að ná því markmiði.
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Þorkell
Byggt í Fjárhúsholti
Efst í Setbergslandi í Hafnarfirði, í svonefndu Fjárhúsholti, eru um
þessar mundir að hefjast framkvæmdir við nýja 103 íbúða byggð. Þar
verða á næstu þremur árum reist einbýlishús, raðhús, stallahús og fjöl-
býli og hefur byggðin hlotið nafnið Setbergshlíð. SH-Verktakar hafa
annast allt skipulag svæðisins og sjá um framkvæmdir. Framkvæmdir
hófust síðastliðinn laugardag með því að Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarstjóri í Hafnarfirði tók fyrstu skóflustunguna.
Musica Antiqua
Musica Antiq-
ua heldur tón-
leika í kvöld
TRÍÓIÐ Musica Antiqua heldur
tónleika í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar ásamt Mörtu G. Hall-
dórsdóttur sópransöngkonu í
kvöld kl. 20.30.
Flutt verða verk eftir Teleman,
Bach og Hándel, en þessa sömu
dagskrá flutti Musica Antiqua á
tónlistarhátíð í Finnlandi í sumar.
Musica Antiqua skipa þau Camilla
Sönderberg, Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir og Snorri Örn Snorrason.
Tríóið, sem sérhæfír sig i tónlist
frá endurreisnar- og barokktíma-
bilinu, hóf göngu sína árið 1984
með tónleikaferð um Austurríki
og Svíþjóð.
Marta G. Halldórsdóttir og Gísli
Magnússon héldu einsöngstón-
leika í Listasafni Siguijóns nú í
sumar. Tvítaka þurfti tónleikana
vegna aðsóknar. Marta Guðrún
lauk einsöngvaraprófi frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík 1988 og
stundar nú nám við Tónlistarskól-
ann í Múnchen. Hún söng sitt
fyrsta óperuhlutverk 15 ára að
aldri og hefur víða komið fram
síðan, jafnt sem einsöngvari og
með tónlistarhópnum Hljómeyki.
Nýr skóla-
sljóri í Tré-
kyllisvík
Finnbogastaðaskóla, Trékyllisvík^.
Finnbogastaðaskóli í Ár-
neshreppi var settur mánu-
daginn 17. september. Við
það tækifæri tók nýi skóla-
stjórinn, Ragnhildur Birgis-
dóttir, á móti nemendum sem
eru 23.
í sumar voru miklar fram-
kvæmdir við skólann í tilefni
af 60 ára afmæli hans. Skóla-
húsið var klætt utan og byggð
ný snyrtiaðstaða við heimavist
sem bætir mjög aðstöðu nem-
enda.
í haust verður slátrað um
3.000 dilkum í sláturhúsinu í
Norðurfirði og einnig verða
1.000 dilkar seldir lifandi í
Skagafjörð. - V.Hansen
UPPFYLLTAR
Sindri hefur tekið að sér umboð fyrir Otto C. Jensen, einn
stærsta seljanda loka á Norðurlöndum, fyrirtæki
sem er virt fyrir vandaðar vörur.
KÚLULOKI
RENNILOKI
KEILULOKI
SPJALDLOKI
Fyrirliggjandi eru í birgðastöð okkar fjölmargar gerðir loka
s.s. kúluloka, renniloka, keiluloka og spjaldloka í ýmsum
gerðum og stærðum. Sérpöntum eftir óskum.
SINDRI
BORGARTÚNI 31 • PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVlK • SfMI 62 72 22