Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 23 Utanríkisráðherra þakkaður skilningur á hagsmunum Þýskalands JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, hefur fengið bréf frá utanríkisráðherra Hraðakstur í Hafnarfirði MIKIÐ bar á hraðakstri í um- dæmi Hafnaríjarðarlögreglu um helgina og misstu þrír ungir ökumenn ökuréttindi sín af þeim sökum. Einn hafði ekið um Reykjanes- braut á 144 kílómetra hraða, ann- ar á 119 á Bæjarbraut og sá þriðji á 111 kílómetra hraða á Vífils- staðavegi. Vestur-Þýskalands, þar sem hon- um er þakkaður skilningur á þjóðlegum hagsmunum Þýska- lands að undanförnu. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir, að í bréfi Hans Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands til Jóns Baldvins sé honum þakkað persónu- lega fyrir skilning hans á þjóðlegum hagsmunum Þýskalands. I fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram, að í bréfí Genschers segi enn fremur, að með undirritun samnings um endanlega skipan mála í Þýskalandi geti Þjóðveijar sameinast í fijálsu og lýðræðislegu ríki. Þjóðveijar meti mjög mikils, á þessum sögulegu tímamótum, að vinir þeirra hafi veitt þeim stuðning til að ná því markmiði. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Þorkell Byggt í Fjárhúsholti Efst í Setbergslandi í Hafnarfirði, í svonefndu Fjárhúsholti, eru um þessar mundir að hefjast framkvæmdir við nýja 103 íbúða byggð. Þar verða á næstu þremur árum reist einbýlishús, raðhús, stallahús og fjöl- býli og hefur byggðin hlotið nafnið Setbergshlíð. SH-Verktakar hafa annast allt skipulag svæðisins og sjá um framkvæmdir. Framkvæmdir hófust síðastliðinn laugardag með því að Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði tók fyrstu skóflustunguna. Musica Antiqua Musica Antiq- ua heldur tón- leika í kvöld TRÍÓIÐ Musica Antiqua heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar ásamt Mörtu G. Hall- dórsdóttur sópransöngkonu í kvöld kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Teleman, Bach og Hándel, en þessa sömu dagskrá flutti Musica Antiqua á tónlistarhátíð í Finnlandi í sumar. Musica Antiqua skipa þau Camilla Sönderberg, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir og Snorri Örn Snorrason. Tríóið, sem sérhæfír sig i tónlist frá endurreisnar- og barokktíma- bilinu, hóf göngu sína árið 1984 með tónleikaferð um Austurríki og Svíþjóð. Marta G. Halldórsdóttir og Gísli Magnússon héldu einsöngstón- leika í Listasafni Siguijóns nú í sumar. Tvítaka þurfti tónleikana vegna aðsóknar. Marta Guðrún lauk einsöngvaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1988 og stundar nú nám við Tónlistarskól- ann í Múnchen. Hún söng sitt fyrsta óperuhlutverk 15 ára að aldri og hefur víða komið fram síðan, jafnt sem einsöngvari og með tónlistarhópnum Hljómeyki. Nýr skóla- sljóri í Tré- kyllisvík Finnbogastaðaskóla, Trékyllisvík^. Finnbogastaðaskóli í Ár- neshreppi var settur mánu- daginn 17. september. Við það tækifæri tók nýi skóla- stjórinn, Ragnhildur Birgis- dóttir, á móti nemendum sem eru 23. í sumar voru miklar fram- kvæmdir við skólann í tilefni af 60 ára afmæli hans. Skóla- húsið var klætt utan og byggð ný snyrtiaðstaða við heimavist sem bætir mjög aðstöðu nem- enda. í haust verður slátrað um 3.000 dilkum í sláturhúsinu í Norðurfirði og einnig verða 1.000 dilkar seldir lifandi í Skagafjörð. - V.Hansen UPPFYLLTAR Sindri hefur tekið að sér umboð fyrir Otto C. Jensen, einn stærsta seljanda loka á Norðurlöndum, fyrirtæki sem er virt fyrir vandaðar vörur. KÚLULOKI RENNILOKI KEILULOKI SPJALDLOKI Fyrirliggjandi eru í birgðastöð okkar fjölmargar gerðir loka s.s. kúluloka, renniloka, keiluloka og spjaldloka í ýmsum gerðum og stærðum. Sérpöntum eftir óskum. SINDRI BORGARTÚNI 31 • PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVlK • SfMI 62 72 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.