Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 47 + Móðir okkar, INGUNIM JÓNASDÓTTIR, Austurbrún 6, áður til heimilis að Skúlagötu 64, lést á gjörgæsludeild Borgarspítala laugardaginn 22. september. Fyrir hönd ættingja, Kristbjörg Helgadóttir, Þóra Helgadóttir, Jónas Helgason, Gísli Helgason. t GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR, Starkaðarhúsum, Stokkseyri, áður Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 24. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafía Sigurðardóttir, Guðjón Jónsson, Hanna Valdimarsdóttir. + Bróðir minn, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON fyrrverandi matsveinn, er andaðist í Hrafnistu, Reykjavík þann 17. september sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. september kl. 10.30. Þeim, er vildu minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Guðmunda Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. + Maðurinn minn og faðir okkár, HÖRÐUR SMÁRI GUÐMUNDSSON fyrrverandi símamaður, lést 14. september sl. í Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sesselja Laxdal, Jóhannes Harðarson, Haukur Harðarson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELÍAS HALLDÓRSSON, Grænukinn 11, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 26. september kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Hjartavernd njóta þess. Þuríður Gfsladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Bróðir okkar og mágur AÐALSTEINN GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON, Vatnsstíg 11, Reykjavík, áður Lindargötu 24. veröur jarðsunginn fimmtudaginn 27. september kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Guðný S. Steingrfmsdóttir, Óskar Þ. Óskarsson, Steingrímur H. Steingrfmsson, Birna Árnadóttlr, Ólafía G. Steingrfmsdóttir, Hrafn Ingvason, Aðalheiður S. Steingrfmsdóttir, Emil Sigurjónsson, og aðrir vandamenn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG HÓLM ÓLAFSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavfk, verður jarðsungin fré Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. septem- ber kl. 13.30. Ólafur Hólm, Karl Hólm, Björgvin Hólm, Árni Hólm, Frlðbjörn Hólm, Helgi Hólm, Svala Hólm, Mjöll Hólm, Sigurður Hólm, barnabörn Gróa Sígurbergsdóttlr, Monika Pálsdóttir, Sóley Guðsteinsdóttir, Ragnhildur Bjarnadóttlr, Brynja Árnadóttir, Jens Peter Jensen, Júlfus Jónasson, Unnur Bjarklind, og barnabarnabörn. Minning: Oddný Laxdal Oddný Laxdal var fædd á Túns- bergi á Svalbarðsströnd þann 18. mars 1948. Hún lést í Borg- arspítalanum í Reykjavík 13. sept- ember, eftir nokkurra daga legu þar. Haustið er komið, laufblöð fölna og falla til jarðar. Andlátsfregnir berast frá manni til manns. Það er erfítt að sætta sig við það þegar kona á besta aldri er farin frá okkur. En vegir guðs eru órannsakanlegir og hann einn veit hvenær kallið kemur, með orðum megum við okkur lítils gagnvart hans vilja. Við kynntumst Oddnýju haustið 1967, er við hófum nám við hús- mæðraskóla,nn Ósk á ísafirði. Þeg- ar ein úr þessum glaðværa hóp er ekki lengur meðal okkar rifjast upp margar góðar ógleymanlegar minningar, sem gott er að eiga og una við. Oddný var góður fé- lagi, hjálpfús og ósérhlífin. Við sem vorum svo heppnar að lenda með henni á herbergi minnumst hennar með hlýhug. Oft var setið og spjallað fram eftir nóttu og mikið hlegið. Við viljum með þessum orðum þakka henni fyrir allar ógleyman- legar samverustundir. Elsku Pét- ur, Margrét og Jóhanna, megi al- góður guð styrkja ykkur og hugga í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir altt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Skólasystur frá húsmæðra- skólanum Ósk á ísafirði veturinn 1967-’68. Minning: Hörður Bjarnason Fæddur 3. nóvember 1910 Dáinn 2. september 1990 Cato gamli segir svo um ellina: Þeim, sem ekki hafa tök á að áorka neinu sér til farsældar í lífinu, er sérhvert aldursskeið þungbært; þeim sem á hinn bóginn leita lífsins gæða hið innra með sér verður ekkert það vandmeðfarið sem lög- mál lífsins hefur í för með sér. Fávísum manni verður ellin ávallt erfið þótt hann eigi gnótt fjár. Iðkun fræða og dyggða er vissu- lega haldkvæmast vopna í barát- tunni við ellina. Hann leitaði innra með sér og varð því Ijúfari sem hann eltist. Ekki svo að skilja að hann hafi staðið í stórhernaði áður fyrr, en hann gat bætt við sig rósemi hug- ans sem hann eltist. Hörður var að austan og vest- an, ættaður í Gullhreppunum þar sem bændamenningin blómgast best og Borgarfirði vestra. Við vorum frændur að austan af öðr- um og þriðja, ef einhver skilur það enn, og skilaði frændsemin sér ávallt með ljúfum hug. Stundum gat því hvesst af litlu tilefni og hann funað upp, það er ættareinkenni, en jafnfús til sátta. Hann sagði mér nú ekki nema tvisvar upp hér áður, en ég minn- ist þess að í annað skiptið hringdi hann til mín snemma morguns og sagði bjartri röddu, að Katla hefði sagt sér að hann meinti ekkert með því. Það vissi ég nú líka. Hörður nam sín fræði í Þýska- landi nasismans, en seyrðist ei og kom heill til baka. Manndómurinn sá fyrir því. Af glæstri smekkvísi gekk hann + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför, BRYNJU RIIS JENSEN, Fyrir hönd vandamanna. Borge Riis Jensen, Hulda Riis Jensen, Thomas Riis Jensen. Vegna útfarar JÓHANNESAR L. L. HELGASONAR, forstjóra, verða skrifstofur og Aðalumboð, Tjarnar- götu 4, lokað frá hádegi í dag. Happdrætti Háskóla íslands. Vegna útfarar JÓHANNESAR L. L. HELGASONAR, forstjóra, verður umboð Frímanns Frímannssonar, Hafnarhúsinu, lokað frá hádegi í dag. Lokað Vegna útfarar JÓHANNESAR L. L. HELGASONAR, hæstaréttarlögmanns, verður skrifstofan lokuð frá kl. 14.00 þriðjudaginn 25. september. Steindórsprent hf. Lokað Vegna jarðarfarar JÓHANNESAR L.L. HELGA- SON AR verður fyrirtækið lokað frá kl. 14.00 í dag. Toyota-umboðið, P. Samúelsson & Co. hf. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð frá hádegi í dag vegna útfarar JÓHANNESAR L. L. HELGASONAR hrl Lögmenn, Lágmúla 7, V. hæð. að sínum verkum sem húsameist- ari ríkisins um árabil. Heimili þeirra Kötlu er eitt samræmt lista- verk, gert af smekkvísi þeirra beggja. Þar í stofu hangir eitt lítið og gamalt málverk af afa mínum og er eftir Ásgrím: Eldsmjðurinn og hamrar járnið rautt. Ég bað hann eitt sinn, þegar vel lá á okk- ur, að gefa mér það. Já, en frændi minn, þá hallast á. Hann var góður og glaður hús- bóndi í 13 ár sem húsameistari ríkisins og ég minnist með þakk- læti. Við unnum dálítið saman síðustu 3 árin að Hnitbjörgum og gafst þá tækifæri til að rækta foman frændskap. Þess er gott að minnast að leið- arlokum. Aðrir hafa rakið þau verk hans, sem halda minningunni uppi, og þá get ég aðeins bætt um með þeirri einu setningu, sem ég kann á latínu og rituð var um annan listamann á öðrum tíma: Lector, si monumentum requiris circumspice. Hreggviður Stefánsson Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. JK S.HELGASOH HF IISTEINSMIÐJA ■■ SKEMMUVEGI48. SIMI 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.