Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 mmmn Það sem ríkinu kemur verst Til Velvakanda. Vindgapadeild háskólans virðist ætla að verða allvel ágengt í þeirri fyrirætlan sinni að „gera allt sem ríkinu kemur verst“, eins og formað- ur þeirra orðaði það í Ríkisútvarp- inu. Nú hafa þeir enga stund aflögu til að leiðbeina nemendum sínum vegna rannsókna á kyngikrafti þorskhausins þegar hann hefst í æðra veldi á hárri stöng og um- myndast í vindgapa. Náttúru- og líffræðingar hafa endurnýjað gömul fræði, sem ekki voru full rannsök- uð, en grunur lék á að nokkur skyld- leiki væri milli heila mannsins og kvarna í höfði þorsksins. Þar hafa þeir hitann úr, eins og kerlingin sagði. Þá kemur sér vel að eflaust hafa þeir lesið Grettissögu og vita því að fátt er rammara en forneskjan eins og þar stendur. Vindgapi skyldi það vera. Vindgapamenn hafa nú sannað að samband er milli heila og kvarna og að þorskinum hefur runnið blóðið til skyldunnar og neit- ar að fjölga sér við strendur ís- lands, til að gera það sem verst er fyrir ríkið. Ekki er þó örgrannt um að hægt verði að útvega eitt og eitt stórt höfuð úr ellilífeyrisdeild neðan- sjávar til styrktar vindgapafélaginu í næstu sóknarlotu. Vindgapamenn segjast vera í full- um rétti því fallinn sé Salómonsdóm- ur launakjararéttar. Það þótti undur og stórmerki þegar konur fengu rétt til inngöngu í Háskólann. Þá kom upp vísa þessi, sem kannski mætti heimfæra upp á kjaradóminn: Kvenfólkið vill komast að með karlmönnum í Háskólann en eitt er nú verst og það er nú það, ef þjófurinn barnar dómarann. Og önnur vísa eftir Pál Ólafsson: Það er ekki þorsk að fá í þessum firði. Þurru landi eru þeir á og einskis virði. Ragnar Halldórsson Ást er... .. . að njóta kvöldkyrrðar- innar saman. TM Reg. U.S. Pat Off —all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Fáðu þér sæti hér til hliðar við mig... SALA LAMBAKJÖTS Til Velvakanda. — Enn hefur sala lambakjöts minnkað þó sauðfé hafi fækkað að mun. Um orsakir sýnist sitt hverj- um, nefna má nokkrar. Varan er dýr, sér í lagi unnar kjötvörur. Um þetta segir Tíminn: „Kjötvörur hafa hækkað tvöfalt meira en önnur matvara þrátt fyrir óbreytt verð til framleiðenda." Það er rétt sem segir í Jóhannesar- spjalli fjárbónda, að hádegissnarl í stað aðalmáltíðar hefur dregið meir úr kjötneyslu en sumir ætla. Aður fyrr var kjöts neytt tvisvar í viku a.m.k. í kaupstöðum ef fólk hafði efni á slíku, t.d. á kreppuárunum. Fjöldi fiskrétta hefur rutt sér til rúms, ýmsir sem áður þóttu ekki mannamatur. Ýmsir fjárbændur reka jafnframt allstór kúabú. Þeir ala upp kálfa handa þéttbýlismörk- uðum. Hversu margt er fé „tóm- stundabænda" í kaupstöðum? Plast- pokakjötið er ekki sérlega snyrti- iega tilreitt þó svo eigi að heita. „Fjallalambið“ sem kom svífandi af himnum ofan var þó í þokkaleg- um umbúðum. Enn er kindakjöt of feitt. Vondar auglýsingar hafa jafnvel öfug áhrif við tilganginn — draga úr sölu. Þar skal nefna til m.a. skrípatilburði Spaugstofumanna. Mætti svo að lokum spyija: Hveijir réðu til starfa svonefndan sam- starfshóp um sölu landbúnaðar- vara? Hversu stór er hópur sá? Hvetjir fengu leikara í þessa mis- heppnuðu sölu-„herferð“? Góðir leikarar ættu að hugsa sig um áður en þeir láta kaupa sig til afkáraláta. N.B. Pistilskrifari er ekki hlynnt- ur innflutningi landbúnaðarvara. Haraldur Guðnason Hólgreinar um hryðju- verkamenn Til Velvakanda. Því miður sé ég að Morgunblaðið heldur stíft fram málstað hryðju- verkanna. A ég þar við Lesbók Morgunblaðsins og getur Lesbókin vart talist annað en hryðjuverka- blað, vegna hólgreina um hryðju- verkamenn upp á síðkastið, sbr. Lesbók 18. ágústog 25. ágúst 1990. Hvað höfundi greinanna líður þá held ég að best sé að 'haí'a í minni: í þessum heimi okkar er mikið af illa gefnu og nánast heimsku fólki, sem er mikið lært. Ávallt hefur það verið minn skilningur að langskóla- gengið og lært fólk sé ekki það sama og menntað og vel gefið fólk. Tala ekki um gáfað og skapandi, þá fær- umst við á of hátt „plan“ í þessu bréfi, enda höfundur ekki hæfur til slíks. Heilu stjórnmálahreyfingarnar hafa misst fótanna upp á síðkastið og snúast þá ýmsir meðlimir til ein- kennilegra' átta, t.d. nasisma. Það er von mín að þetta sé hófsamt bréf miðað við þær tvær greinar sem birt- ust í Lesbókinni 18. og 25. ágúst 1990. Mér finnst ekki við hæfi, að íslenzk prestastétt sé að skipta sér af þessum innanlandsátökum þarna niður frá. Með von um að þessu linni. Svavar Guðni Svavarsson, múrarameistari. HÖGNI HREKKVÍSI „þeTTAK&U EÍWfcADyÞ HÖGNA „0<3 ÞeTTA ee VeB/tAANOAR-IMM HANS. Víkverji skrifar Hafa menn leitt hugann að því, að bílastæðin við Kringluna eru sannkallað mengunarbæli a.m.k. í kyrru veðri? Víkveiji hafði nokkra viðdvöl á þessum biíastæð- um fyrir skömmu. Eftir að hafa verið þar í um hálfa klukkustund fann hann fyrir verulegum sviða í augum og nefi, sem hvarf ekki á svipstundu, þegar farið var á brott. Þarna er mikill fjöldi bíla á ferð og valda auðvitað gífurlegri mengun. Víkveija er ekki ljóst, hvoit ein- hveijar ráðstafanir hafa verið gerð- ar, þegar byggt var yfir stæðin til þess að draga úr mengun, en hitt fer ekki á milli mála, að tæpast er meiri mengun á einum stað í Reykjavík en þarna. XXX Fyrir skömmu kannaði Víkverji hveit væri hagstæðasta far- gjald vegna ferðar í örfáa daga til Bandaríkjanna. í ljós kom, að þar sem ferðin næði ekki sjö dögum mundi fargjaldið frá Keflavík til New York og til baka með Flugleið- um kosta um 85 þúsund krónur, svokallað normalfargjald. Önnur svör fengust hjá SAS. Þar voru engar kröfur gerðar um, að Víkveiji yrði að vera sjö daga í Bandaríkjun- um til þess að fá hagstæðara far- gjald, einungis að ferðin mætti ekki standa lengur en í 3 mánuði. Kostn- aðurinn við að fljúga með SAS frá Keflavík til Kaupmannahafnar og frá Kaupmannahöfn til New York og til baka nam rúmlega 56 þúsund krónum. Þarna er um 30 þúsund króna verðmunur. Á hitt er að líta, að ferð um Kaupmannahöfn þýðir hótelkostnað bæði á útleið og heimleið, þannig að heildarverðið getur orðið áþekkt, en það er auðvitað alltaf gaman að koma til Kaupmannahafnar. Hitt fer ekki á milli mála, að fargjaldið með SAS til Bandaríkjanna á hverja flugmílu er langtum lægra en með Flugleiðum. Hvað veldur? í þessu tilviki þýðir ekki að vísa til þess, að hægt sé að fá lægra fargjald hjá Flugleiðum með því að uppfylla aðra skilmála svo sem um lengri aðdraganda að pöntun. Hér er verið að bera saman sambærileg fargjöld. XXX Ifrétt í Morgunblaðinu sl. laugar- dag var sagt frá því, að Odd- fellow-reglan hefði sótt um leyfi borgaryfiivalda til þess að byggja við hús sitt við Vonarstræti. Þetta hlýtur að vera mikið álitamál. Eftir að ráðhúsið er risið við Tjörnina er augljóst, að svæðið milli Tjarnarinn- ar, Ráðhússins, Alþingishússins, Dómkirkjunnar og Austurvallar mundi njóta sín mun betur, ef eng- in önnur hús væru á þessu svæði. Þess vegna þurfa borgaryfirvöld að hugsa sig vel um áður en þau leyfa frekari byggingar þarna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.