Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
Úlpur st. 36-52
Verð 11.800,-
v/Laugalæk
o
o
o
o
'
ꤒ SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VID MIKLAGARD
& KAUPFÉLÖGIN
Minninff:
Jóhannes L. L.
Helgason, forstjórí
Fæddur 20. október 1937
Dáinn 15. september 1990
Haustið 1956 settist mannvæn-
legur hópur ungra stúdenta í laga-
deild háskólans. Mér eru enn í dag
minnisstæðar fyrstu kennslustund-
irnar með þessum nýstúdentum, og
sérstaklega hve auðvelt var að ná
til þeirra í kennslunni og hve áhuga-
samir þeir voru. í hópnum vakti
athygli mína glæsilegur stúdent,
hár vexti, bjartur yfirlitum, prúður
og snyrtilegur, glaðlegur og hressi-
legur. Varð fljótlega ljóst, að hann
var afbragðs námsmaður, markviss
og skipulegur í vinnubrögðum,
skemmtilegur í viðmóti og geðfelld-
ur í hvívetna. Mig varði þá ekki,
að fáum árum síðar yrði þessi ungi
stúdent náinn samverkamaður
minn í stjórnsýslu Háskóla íslands.
Hitt varði mig vitaskuld ekki held-
ur, að honum yrði ekki auðið lengri
lífdaga en svo; að hann félli frá 52
ára að aldri. Eg kveð vin minn Jó-
hannes L.L. Helgason með trega.
Ekki má sköpum renna, en rauna-
tölur voru víðsfjarri lífsviðhorfum
hans og lífssýn.
Jóhannes L.L. Helgason lauk
embættisprófí í lögfræði vorið 1962
með lofsamlegum vitnisburði. Síðla
árs 1962 var ákveðið að ráða starfs-
mann á skrifstofu háskólans er
verða skyldi eftirmaður prófessors
Péturs Sigurðssonar háskólaritara
og vinna með honum nokkurn tíma.
Pétur hafði þá gegnt þessu starfí í
33 ár við mikinn orðstír, enda var
hann hverjum manni starfsamari
og svo stálminnugur í hvívetna um
málefni háskólans og stjórnun hans,
að undrum sætti. Mjög þurfti að
vanda til vals á eftirmanni hans.
Ég leitaði til þessa unga og efnilega
kandídats. Var það lán fyrir háskól-
ann að hann skyldi veljast til starfa
í stjómsýslu skólans. Starfslið á
skrifstofu háskólans var þá furðu
fámennt, aðeins þrír fastir starfs-
menn auk rektors. Hefír lengstum
skort skilning á því hér á landi, hve
stjórnun stofnana er mikilvæg og
krefst mikils starfsliðs og góðrar
starfsaðstöðu. Starfsbræðurum
mínum á Norðurlöndum var torskil-
ið, hvernig unnt væri að starfrækja
háskóla með svo fámennu starfsliði
við stjórnun. Hér skipti það þó sköp-
um, að starfsmennirnir voru hver
um sig frábærir, spöruðu sig hvergi
og sinntu lítt um afmarkaðan vinn-
utíma.
Jóhannes L.L. Helgason reyndist
mikill vinnugarpur, eljusamur og
kappsamur. Hjá honum fór saman
vit og strit — hann kunni að vinna.
Honum var óvenju lagið að bijóta
raunhæf málefni tii mergjar, greina
aðalatriði hvers máls án þess að
láta smáatriði villa sér sýn, og ráða
síðan málum til lykta hratt og vei
eftir hlutlægu mati. Samstarf okkar
á rektorsárum mínum var með mikl-
um ágætum. Við höfðum frá upp-
hafi ákveðna verkaskiptingu, og ég
bar til hans og annarra starfsmanna
óskorað traust. Ég leitaði margoft
til hans í erfiðum málum sem þá
steðjuðu að. Hann reyndist mér
ávallt hollráður, traustur og trygg-
ur í hvívetna. Hann hafði til að
bera óvenju góða og næma almenna
dómgreind, hvoit sem var um menn
eða málefni. í öllum störfum var
hann hið mesta snyrtimenni og
prúðmenni. Hann lagði mikla
áherslu á snotran frágang mála.
Bera gerðabækur háskólaráðs frá
þessu tímabili þessa m.a. merki.
Þegar Jóhannes féllst á að ger-
ast háskólaritari batt hann það við
þann tíma sem ég myndi gegna
rektorsembæcti, svo sem minnis-
grein mun vera til um og hann rifj-
aði stundum upp. Hann gegndi þó
embættinu nokkru lengur eða til
1. september 1971. Honum lék þá
hugur á málflutningsstarfí og varð
löggiltur til starfa hæstaréttarlög-
manns 1970. Gerðist hann nú um
hríð lögmaður í samvinnu við hina
virtu lögmenn, Guðmund Ingva Sig-
urðsson, Jónas A. Aðalsteinsson og
Svein Snorrason. Var hann mikils
metinn í lögmannsstarfi og mjög
til hans leitað. Hann breytti þó til
fljótlega og varð forstjóri happ-
drættis Háskóla íslands árið 1977
og tengdist þá að nýju háskólanum.
Því starfi gegndi hann til dauða-
dags hinn 15. september sl. Jóhann-
es var vitaskuld mjög vel kunnugur
málefnum happdrættisins vegna
fyrri starfa sinna við háskólann.
Var það mikilvægt fyrir fyrirtækið
og skólann að hann skyldi taka að
sér þetta starf. Happdrættið hefir
verið háskólanum geysimikilvæg
fjárhagsstoð í nærfellt sex áratugi.
Ér vandséð, hvemig skólanum hefði
reitt af án þessarar miklu fjárhags-
lindar er kostað hefir byggingar
hans, skipulagningu lóðasvæða og
margháttaðar framkvæmdir á þeim
svæðum, tækjakost o.fl. Mun það
fádæmi, ef ekki einsdæmi, að ríkis-
háskóli fjármagni byggingafram-
kvæmdir með þessum hugvitsam-
lega hætti, en prófessor Alexander
Jóhannesson, sá mikli velgerðar-
maður háskólans, átti drýgstan
þátt í að koma háskólahappdrætt-
inu á fót. Jóhannes Helgason undi
vel hag sínum hjá happdrættinu á
aðalskrifstofu þess, en hún hefír
ávallt verið aðlaðandi vinnustaður
og starfslið vel verki farið. Jóhann-
es var þama sem annars staðar
vinsæll og vel látinn hjá samstarfs-
mönnum og viðskiptamönnum.
Til Jóhannesar var mjög leitað
til ýmissa starfa við hlið aðalstarfs
og til forystu í félagsmálum. Má
þar nefna kennslu hans um langt
árabil við viðskiptadeild háskólans
og við Verslunarskóla íslands,
starfa í byggingamefndum í þágu
háskólans og í lögskýringarnefnd,
setu í ríkisskattanefnd, formennsku
í Stúdentafélagi Reykjavíkur og
Lögfræðingafélagi íslands og for-
mennsku í skólanefnd Verslunar-
skóla íslands. Kunnugt er mér einn-
ig að til hans var oft leitað um álits-
gerðir um lögfræðileg efni. Sýnir
þetta hvert traust var borið til hans.
Jóhannes L.L. Helgáson var heill-
andi persónuleiki. Það geislaði af
honum góðvild og glaðværð og
mönnum leið vel í návist hans.
Hann var maður óvenju vel af Guði
gerður. Hann hafði á hraðbergi
kímilegar frásagnir og hafði næmt
skopskyn og sjálfur var hann hnitt-
inn í tilsvörum. Gaman þótti mér
að heyra hann segja frá þeim tíma,
er hann „var á sjó“, en hann nam
loftskeytafræði og tók próf í þeirri
grein árið 1959 á námsárum sínum
í háskólanum. Ekki er mér kunnugt
um annan löglærðan loftskeyta-
mann á landi bér.
Kærar minningar hrannast upp
um samstarf og glaðværð á góðu
dægri. Fjarri fer því, að maður sé
allur, eins og stundum er sagt, þótt
hann andist. „Merkið stendur þótt
maðurinn falli." Eftir standa verk
hans og þeirra sér víða stað að því
er Jóhannes Helgason varðar. Með
vandamönnum og vinum búa kærar
minningar um látinn drengskapar-
mann. Allir sem kynntust honum
munu minnast hans með hlýhug.
Jóhannes L.L. Helgason kvæntist
Önnu Björgvinsdóttur vorið 1962
nokkrum dögum eftir að hann lauk
embættisprófi. Er mér minnisstætt
hve glæsileg þau voru og hvern
æskuþokka þau báru með sér. Þau
eignuðust tvo börn, Helga lögfræð-
ing og Kristínu kennara. Er mikill
harmur að þeim kveðinn. Sendum
við Valborg þeim innilegar samúð-
arkveðjur.
Armann Snævarr
Jóhannes L.L. Helgason, fram-
kvæmdastjóri og hæstaréttarlög-
maður, varð bráðkvaddur á ferða-
lagi á vegum Happdrættis Háskóla
íslands 15. september 1990. Hann
fæddist 20. október 1937 í
Reykjavík.
Foreldrar hans voru hjónin
Dagmar Árnadóttir og Helgi Jó-
hannesson, loftskeytamaður. Helgi
Jóhannesson var lengi loftskeyta-
maður á fiskiskipum, en gerðist
síðar starfsmaður Landssíma Is-
lands. Helgi var í 15 ár á togurun-
um Imperialist og síðar Júpíter
undir stjórn Tryggva Ófeigssonar.
Lýsir Tryggvi Helga m.a. þannig í
ævisögu sinni, sem út kom 1979:
„Helgi var stórvel gefínn maður,
eins og bróðir hans Jakob Smári
og faðir þeirra Jóhannes L.L. Jó-
hannesson frá Kvennabrekku í Döl-
um. Hann var málamaður góður
og fær loftskeytamaður. Skemmti-
legur og eftirsóttur félagi. Hagorð-
ur nokkuð en fór dult með það ...
Helgi var eins fyrsta túrinn og þann
síðasta. Hann korri alltaf til skips á
réttum tíma. Ekki í eitt skipti þurfti
að bíða eftir honum ... Hann var
vakandi maður og skyldurækinn
...“ Þau kynni, er sá, sem þetta
ritar, hafði af Dagmar, konu Helga,
gáfu til kynna að jafnræði hefði
verið með þeim hjónum.
Jóhannes L.L. Helgason lauk
embættisprófi í lögfræði frá Há-
skóla íslands í maí 1962 með glæsi-
legum árangri. Að loknu prófi starf-
aði hann um nokkurra mánaða
skeið hjá Vátryggingafélaginu hf.
Hann var ráðinn háskólaritari frá
1. janúar 1963 (skipaður frá 1. jan-
úar 1964) og gegndi því starfí til
1. september 1971. Þá setti hann
á stofn lögmannsskrifstofu í félagi
við Jónas Á. Aðalsteinsson, hæsta-
réttarlögmann og í samvinnu við
hæstaréttarlögmennina Guðmund
Ingva Sigurðsson og Svein Snorra-
son. Tengsl Jóhannesar við Háskól-
ann rofnuðu ekki við þessi vista-
skipti, því hann sinnti áfram marg-
víslegum málum fyrir skólann og
stofnanir hans. Urðu verkefni þessi
meiri eftir því, sem árin liðu og
árið 1977 var þess að farið á leit,
að hann tæki við stöðu fram-
kvæmdastjóra Ilappdrættis Há-
skóla íslands, en héldi jafnframt
áfram lögfræðistörfum fyrir Há-
skólann. Tók Jóhannes því boði og
hætti rekstri málflutningsskrifstofu
með fyrri félögum sínum. Var hann
ráðinn framkvæmdastjóri happ-
drættisins vorið 1977. Gegndi Jó-
hannes því starfi með ágætum til
dauðadags, ásamt því að vera lög-
maður og lögfræðilegur ráðunautur
Háskólans.
Þótt Jóhannes ynni nær alla
starfsævi sína fyrir Háskóla íslands
s, hafði hann með höndum um-
fangsmikil störf sem hæstaréttar-
lögmaður og naut verðskuldaðs
álits sem slíkur.
Jóhannes annaðist einn alla
kennslu í lögfræði á fyrsta námsári
í viðskiptadeild Háskólans frá 1972
til vors 1988 og í nokkur ár kenndi
hann verkfræðistúdentum lögfræði.
Jóhannes kenndi ennfremur versl-
unarrétt um árabil í Verslunaskóla
Islands og eru nemendur hans þar
og í Háskólanum fleiri en tölu verð-
ur á komið með góðu móti. Hann
var prófdómari í skattarétti í laga-
deild Háskólans frá 1974. Jóhannes
gegndi ýmsum opinberum störfum
og öðrum trúnaðarstörfum utan
aðalstarfs síns. Meðal annars átti
hann sæti í ýmsum nefndum fyrir
Háskólann, ríkisskattanefnd, mats-
nefnd eignarnámsbóta og nokkrum
lögskipuðum gerðardómum.
Jóhannes L.L. Ilelgason v_ar for-
maður Lögfræðingafélags íslands
frá aðalfundi 11. desember 1975
til aðalfundar 18. desember 1978
og tók þátt í ýmsum öðrum félags-
störfum, sem ekki verða talin hér.
9. júní 1962 gekk Jóhannes að
eiga Önnu Fríðu Björgvinsdóttur,
dóttur hjónanna Kristínar Ólafs-
dóttur og Björgvins Finnsonar,
læknis í Reykjavík. Anna er fulltrúi
í forsætisráðuneytinu. Við Lovísa
hugsum nú til margra ánægju-
stunda sem við áttum með þeim
Önnu og Jóhannesi á heimili þeirra
í Hjálmholti 13 og annars staðar.
Börn Önnu og Jóhannesar eru
Helgi, f. 4. október 1963, héraðs-
dómslögmaður, kvæntur Önnu
Maríu Sigurðardóttur, viðskipta-
fræðingi, og Kristín, f. 2. mars
1966, kennari. Maður hennar, Gísli
Þór Reynisson, er við framhaldsnám
í viðskiptafræðum í Bandaríkjun-
um. Þau síðarnefndu eiga eina dótt-
ur á fyrsta ári, Önnu Fríðu. Helgi
og Krístin búa yfír góðum hæfíleik-
um eins og foreldrar þeirra og má
mikils af þeim vænta.
Jóhannes var atgervismaður til
líkama og sálar. Hann var glaðlynd-
ur, fyndinn og með afbrigðum
skemmtilegur, hvort sem hann var
í stórum eða smáum hópi, að leik
eða starfi. Jóhannes var glæsilegur
á velli, fríður og höfðinglegur. í
lögfræði voru honum allir vegir
færir. Ég hygg, að hann hefði skar-
að fram út í hvaða starfí eða fræði-
grein sem er. Þekking hans, eðlis-
greind, rökvísi og vald á íslensku
máli var með miklum ágætum.
Fáum mönnum hef ég kynnst sem
eru eins fljótir að svara fyrir sig
og koma auga á kjama hvers máls.
Hann hafði jafnan hnyttið og skyn-
samlegt svar á hraðbergi og átti
það til að svara með gamansögu
eða ljóðabroti.
Áberandi er, hvað margt á vel
við um Jóhannes í lýsingu á Helga
föður hans í upphafi þessara minn-
ingarorða. Jóhannes var árrisull og
stundvís. Margir getá um þetta
borið, ekki síst starfsmenn Happ-
drættis Háskóla íslands.
Andlegur styrkur og góðar gáfur
entust honum til æviloka, en fyrir
um það bil áratug brást líkams-
hreysti, sem hann átti mikla framan
af ævi. Síðustu árin þjáðist hann
af Parkinsonsveiki. Þrátt fyrir það
kom kallið óvænt, því að hann hafði
til hins síðasta gengið til allra starfa
og oftast unnið langan vinnudag.
Jóhannes er öllum þeim, sem hann
þekktu harmdauði. Mikill mann-
skaði er að fráfalli slíks hæfíleika-
manns.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar kveð ég þannan góða ná-
granna og eftirsótta félaga. Við
þökkum honum vináttu og margar
gleðistundir.
Arnljótur Björnsson
Með Jóhannesi L.L. Helgasyni
er genginn gáfaður og góður dreng-
ur, sem samferðamenn hans munu
sárt sakna. Hann bar jafnan af
öðrum án þess að láta fólk tiltakan-
lega finna fyrir því enda hvers
manns hugljúfi. Jóhannes varð ung-
ur stúdent og lagði fyrir sig jafn-
hliða loftskeytafræði og lögfræði.
Tjáskipti hans urðu því liðug og
rökvísin eftir því góð. Bóngóður var
hann með afbrigðum og lagði á sig
æma aukavinnu fyrir aðra án þess
að þiggja nokkuð að launum, enda
næm tilfinningavera en þó harður
af sér og karlmennsku skorti hann
ekki. Jóhannes var dulur en vamir
hans einkenndust af græskulausri
en óþijótandi kímni. Orðvar var
hann og lét ekki ljót orð falla til
nokkurs manns. Slúður var honum
ekki að skapi, en gaman var að
heyra hann skilgreina dægurmál
jafnt sem fræðilega hluti, enda Jó-
hannes víðlesinn, stórfróður og
ótrúlega minnugur. Vörpulegur og
bjartur yfirlitum var hann, þannig
að honum var prýði hvert sem hann
fór. Vinnusamur var hann og gerði
hlutina vel enda vandur að virðingu
sinni.
Margs er að minnast frá því leið-
ir lágu fyrst saman fyrir 36 áram,
þegar Jóhannes hafði lokið Verslun-