Morgunblaðið - 25.09.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.09.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 2m ® Óseyri4, Auðbrekku2, Skeifurini 13, f Akureyri Kopavogi Reykjavik Frá Reykjavík- urpró fastsdæmi Hér með er athygli á því vakin, að um þessar munir fer í hönd vetr- arstarf safnaða Reykjavikurpróf- astsdæmis. Er hér um mjög fölbreytt starf að ræða svo sem barnastarf í sunnudagaskólum, starf með 10-12 ára börnum, fermingarfræðsla til undirbúnings fermingu á næsta ári, æskulýðsstarf, starf í þágu aldr- aðra, fyrirbænastundir, biblíules- hópar og samverur aðrar af ýmsu tagi í kirkjum, safnaðarheimilum, félagsmiðstöðvum og skólum, þar sem kirkjan fær starfsaðstöðu. Er safnaðarfólk sérstaklega hvatt til þess að leita sér nánari upplýsinga um fyrrgreinda starfsemi í kirkjum viðkomandi safnaða. A undangengnum árum hafa barnaguðsþjónustur hafíst fyrsta sunnudaginn í október. Ætlunin er nú að hefja það starf fyrr og hefj- ast sunnudagaskólarnir ýmist 23. eða 30. september, verður það aug- lýst í messuauglýsingum dagblað- anna. Með vetrarstarfinu færist hin al- menna guðsþjónusta yfir á tímann til kl. 2 síðdegis nema á þeim stöð- um, þar sem sunnudagaskóli og messa fara fram á sama tíma. Æskulýðsstarf og starf í þágu aldraðra er annað hvort hafið eða hefst upp úr mánaðamótum. Innritun á fermingarnámskeið safnaða í Reykjavíkurprófastsdæmi fer fram í vikunni eftir 23. septem- ber og eiga böm sem fædd eru á árunum 1977 rétt til innritunar. Fermingarnámskeiðsgjald verður um kr. 4.000 og greiðist fyrri hluti þess, kr. 2.500, við innritun eða þá um næstu mánaðamót. Foreldrar eru eindregið hvattir til þess að fylgjast vel með ferming- arundirbúningsnámi barna sinna og uppörva þau og hveta og koma með þeim í guðsþjónustu safnaðanna. Sérstaklega er mikilvægt, að for- eldrar sæki fyrstu messurnar eftir innritun og fái þá vitneskju um hvernig kennslu verður hagað. Það er ekki hvað sístur þáttur í námi væntanlegra fermingarbarna, að þau kynnist guðsþjónustulífi safn- aðanna þar sem menn koma saman til að heyra Guðs orð, biðja og sam- einast í lofgjörð og þökk til Guðs. { skírninni leiðir Kristur okkur inn í kirkju sína og til lífs í sér, þar eigum við mót við Krist er opinber- ar okkur Guð og sem dáið hefur á krossi í okkar stað og hjálpar okkur að lifa hvert með öðru í friði og sátt. Þá er það mikils virði að börn- in geti orðið virkir félagar í safnað- arlífinu. Eitt mikilvægasta starf kirkjunnar er einmitt fermingar- undirbúningurinn, þar þurfa heimiii og kirkja að légjast á eitt og eiga sem best samstarf með hag og heill bamsins efst í huga. Ekkert starf veitir ríkulegri uppskeru en að leiða menn til Krists. Guð blessi starf safnaðanna, sem framundan er og gefi því vöxtinn. Innritun fermingarbarna árs- ins 1991 í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi fer fram hjá söfnuðunum sem hér segir og eru börnin beðin um að hafa með sér ritföng er þau mæta til innritun- ar: ÁSSÓKN: Þriðjudaginn 25. októ- ber kl. 17 í Áskirkju. BREIÐHOLTSSÓKN: Miðviku- Áhugi á saumaskap fer mjög vaxandi. Svipmynd frá einu námskeið- anna á vegpim klúbbsins Nýtt af nálinni. Klúbburinn Nýtt af nálinni með námskeið um allt land ÍSLENSKI tísku- og handavinnuklúbburinn Nýtt af nálinni heldur á næstunni sauma- og pijónanámskeið víða um land og er þetta fjórða árið í röð sem slík námskeið eru haldin. Nýtt af nálinni er áskrifenda- klúbbur sem bókaforlagið Vaka-Helgafell stendur að. Klúbbfélagar fá í hveijum mán- uði sendan heim pakka sem inni- heldur 14 litprentaðar sauma- og pijónauppskriftir, auk uppskrifta af ýmsu nytsamlegu og fallegu fyr- ir heimilið. Uppskriftirnar og sníða- arkir eru flokkaðar eftir efni og þeim raðað í sérstakar klúbbmöppur til þess að allir geti haft sem mest gagn af því að vera í klúbbnum. Þá er ráðgjafarstarfsemi í gangi fyrir klúbbfélaga og þeir geta hringt eða komið til umsjónarmanns klúbbsins, Rögnu Þórhallsdóttur, sem er við allan daginn hjá Vöku- Helgafelli. Það hefur sýnt sig að klúbbfélagar eru alls óhræddir við að hafa samband ef þeir eru í vand- ræðum, eða langar að koma óskum á framfæri og margir hafa samband reglulega. Til að styrkja tengslin enn frekar og til að kiúbbfélagar hefðu sem allra mest gagn af því að vera í klúbbnum, var ákveðið að efna til námskeiða í tengslum við klúbbinn, þar sem félagar fengju tilsögn í sauma- og pijónaskap undir leið- sögn handavinnukennara. Nám- skeiðin, sem haldin eru á vorin og haustin, urðu strax óhemju vinsæl og eins og fyrr segir er þetta fjórða árið í röð sem þau eru haldin. Félag- ar í Nýju af nálinni eru búsettir um allt land og því er sífellt verið að bæta við nýjum stöðum á landinu, þar sem námskeið eru haldin. Nú í haust verða þau á Akur- eyri, Egiisstöðum, Höfn í Horna- fírði, ísafirði, Sauðárkróki, Selfossi, Sigiufírði, í Hafnarfirði, Borgar- nesi, Reykjavík og Vestmannaeyj- um. (Úr frétUitilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.