Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
Utanríkisráðherra í ræðu við opnun Allsherjarþings SÞ:
Sérfræðingar kanni hættur
vegna slysa við kjamakljúfa í sjó
Hvetur til viðurkenningar á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagð} í ræðu við opnun
45. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær, að íslendingar myndu
leggja til á þinginu að sérfræðingum á vegum SÞ verði falið að kanna
þær hættur sem umhverfi hafsins kynni að stafa af slysum í tengslum
við kjarriakljúfa í sjó. Þá hvatti utanríkisráðherra til þess að réttur
Eystrasaltsríkjanna yrði viðurkenndur að fullu.
Jón Baldvin sagði að vemdun
hafsins gegn mengun af geisla-
virkni, hefði ekki verið nægilega
sinnt. Eftir Tsjernobylslysið hefði
talsverðri athygli verið beint að
kjamakljúfum á landi, en ekki væri
hægt að loka augunum fyrir því að
kjamakljúfar á skipum væru í raun
og vem fijótandi kjamorkuver.
Utanríkisráðherra sagði að vemd-
un umhverfisins væri eitt brýnasta
úrlausnarefnið sem Sameinuðu þjóð-
irnar stæðu frammi fyrir, og fyrir
ísland skipti það öllu máli. Brýnast
væri, frá sjónarhóli íslendinga, að
gera ráðstafanir sem dygðu til að
koma í veg fyrir mengun hafsins,
ekki síst frá landstöðvum og af völd-
um geislavirkra úrgangsefna.
Jón Baldvin fjallaði í ræðu sinni
um þróun heimsmála og fagnaði
þeim breytingum sem orðið hefðu í
Evrópu. Hann sagði að þær hefðu
orðið Sameinuðu þjóðunum að gagni
og veitt stofnuninni aukið færi á að
beita sér í þágu öryggis í heiminum
í samræmi við stofnsáttmála sinn,
sem um leið hefði styrkt almennt
traust á þessum heimssamtökum.
Hins vegar sýndu atburðir við Pers-
aflóa að heimsfriðurinn væ'ri ótrygg-
ur, og forsenda hans væri að hlýtt
væri grundvallarreglum í samskipt-
um þjóða, þar með fullveldi ríkja.
Ráðherra sagði að þessar megin-
reglur væru greyptar í lokaskjal
Helsinkiráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu, og nýgerðir
samningar um sameiningu Þýska-
lands gæfu vonir um langvarandi
stöðugleika á meginlandi Evrópu.
Hins vegar væri ekki hægt að loka
augunum fyrir þeirri arfleifð eftir-
stríðsáranna, sem ennþá hefði staðið
af sér umbreytingaröflin, og væri
aðstaða Eystrasaltslandanna dæmi
um það. Þau hefðu verið sjálfstæð
ríki, sem hemám og innlimun
breyttu engu um. Sagði utanríkis-
ráðherra, að engin lausn væri á
þessu vandamáli önnur, en að réttur
Eystrasaltslýðveldanna til sjálfstæð-
is væri viðurkenndur að fullu. Þá
sagði hann að það væri íslendingum
ánægjuefni, ef Eystrasaltslýðveld-
unum yrði veíttur réttur til áheyrnar
á ráðstefnunni um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu.
1/EÐURHORFl JRÍDAG 25 SEPTEMBER
W tLminf f l# 1 V/Ill 1 YFIRLIT í GÆR: Yfir C Irænlandi og hafinu norður og vestur af ís-
ur. Um 500 km suðsuf Jaustur af Hvarfi er 1005 mb smélægð áleið
SPÁ: Á morgun verð víðast léttskýjað. Híti jr hæg suðvestan- og vestanátt, þurrt og 7-13 stig.
-
\/PMinurwpiIR ft/ÆQTÍ/ núfíú*
vtzuunnxjnrun /v/co / u t/nu/i.
irnnnn fj/Sa
Uiti «_1 1
suiu a öuour- og vesturidnui, en purrx noroausxanianu; stig suðvestanti! en 12-16 stig á Norður- og Austurlan di.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Vestan- og suðvestanstrekkii kúrum um allt vestanvert landið og við norðausturstr igur meðs- öndina, en
léttskýjað á Austur- og Suðausturlandi. Lítið eitt kólna idi veður.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
1Qf Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
J~<^ Þrumuveður
W tw/
1 rl
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
ki. ik:uu i gær hiti áú IbL flmð ve6t»r
Akureyri 5 skýjað
Reykjevtk 9 léttskýjað
Bergen 10 skýjað
Kaupmannjh Sfn vantar
Nar3sarssua< ! 6 helðskírt
Nuuk 3 léttskýjað
Óslé 6 q alskýjað
Þórshöfn 10 ÞlVJIjdU skýjað
Algarve Amsterdam 23 13 iéttskýjað skúr
Barcelona 24 skýjað
Berlln Chicago 11 6 rignlng skýjað
Feneyjar Franklurt 26 14 hólf8kýjað skýjað
Qlasgow Hamborg 11 10 rigning rigning
Las Palmas 27 téttskýjað
Los Angeles Lúxemborg Madrid 18 11 n skýjað skýjað skýjað
Malaga 27 skýjað
Mallorca 26 úrkoma
NewYork 12 sKyjao iéttskýjað
Orlando 19 skýjað
Róm 24 oKy|oO hélfskýjað
Vín Washington 14 11 rigning iéttskýjað
Winnipeg 7 léttskýjað
Morgunblaðið/Júlíus
Frá slysstað á Sóleyjargötu,
Sólblinda olli árekstri
MAÐUR slasaðist í hörðum
árekstri á mótum Njarðargötu
og SÓleyjargötu í gærmorgun.
Ökumaður bíls á leið norður
Njarðargötu ók í veg fyrir bíl á leið
vestur Sóleyjargötu. Við árekstur-
inn kastaðist sá bíll á stöðvunar-
skyldumerki og stórskemmdist.
Kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðs
að klippa ökumanninn úr flakinu.
Hann slasaðist á baki og síðu og
var fluttur á sjúkrahús. Okumaður
hins bílsins slasaðist minna. Hann
kvaðst hafa blindast af sól og því
ekki orðið var við bílinn fyrr en um
seinan.
íslenzka sjávarútvegssýningin:
Færri gestir en betri
íslenzku sjávarútvegssýningunni lauk síðastliðinn sunnudag. Alls
voru skráðir tæplega 11.500 gestir, þar af rúmlega 400 erlendir.
Patricia Foster, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir sýnendur
hafa í flestum tilfellum hafa verið ánægða með sýninguna, þrátt
fyrir færri gesti en í fyrra. Þeir hafi verið færri en betri. Bókanir
í sýninguna 1993 eru þegar farnar að berast.
Alls komu nálægt 16.000 gestir
á sýninguna hér á landi 1987. Á
World Fishing í Bella Center í fyrra
komu um 12.000 gestir frá 71 þjóð-
landi. Patricia segir, að lakari efna-
hagur nú en 1987 hafi haft einhver
áhrif á aðsókn gesta. Hins vegar
hafi nú verið hærra hlutfall gesta
beinlínis úr sjávarútveginum og
væru margir sýnendur mjög
ánægðir með gang mála.
Jósafat Hinriksson segist ánægð-
ur með sýninguna, hann hafi selt
sem svari til 54 tonna af trollhlerum
og eigi von á pöntunum upp á ann-
að eins í kjölfar sýningarinnar.
Margir aðrir náðu góðum árangri
og almennt virðist ríkja ánægja með
sýningua.
Að sögn Patriciu gengur mjög
vel að rýma sýningarsvæðið og seg-
ist hún þess fullviss að allt verði
komið út á þremur dögum.
Tilboð í Hafþór RE:
Frestur Ljósavíkur renn-
ur út um míðja þessa viku
„VIÐ vildum ekki taka tilboði
Ljósavíkur í Hafþór, eins og það
var, en gáfum fyrirtækinu frest
fram í miðja þessa viku til að
leggja fram tryggingar fyrir eft-
irstöðvunum. Ljósavík býður 233
milljónir króna í Hafþór en við
Dínamíti
stolið úr skúr
KASSA af dínamíti, sprengju-
þræði og hvellhettum var stolið í
innbroti í geymsluskúr bygginga-
verktaka við Auðbrekku í Kópa-
vogi aðfaranótt laugardagsins. Á
sunnudag fundust 25 kíló af
dínamíti undir veiðihúsi við Hval-
eyrarvatn við Hafnarfjörð.
Líkur eru taldar á að þar hafi
verið um að ræða sprengieftnið sem
stolið var í innbrotínu. Hvellhett-
urnar og annað sem þaðan er sakn-
að hefur ekki fundist. Rannsóknar-
lögregla ríkisins vinnur að rannsókn
málsins.
tökum ekki meira en 100 milljóna
króna veð í skipinu,“ segir Krist-
ján Skarphéðinsson hjá sjávarút-
vegsráðuneytinu. Ljósavík hf. í
Þorlákshöfn átti næsthæsta til-
boðið í Hafþór RE, skip Hafrann-
sóknastofnunar, og býður 40
milljóna króna útborgun.
Rækjuvinnslan Dögun hf. á Sauð-
árkróki er með þriðja hæsta tilboðið
í Hafþór, eða 212 milljónir og býður
48 milljóna útborgun.
Dögun á Röst SK, sem er með
515 tonna þorskkvóta og 229 tonna
rækjukvóta en þorskkvótanum hefur
verið breytt í rækjukvóta í hlutföll-
unum frá 1:1 til 1:2, að sögn Ómars
Þórs Gunnarssonar framkvæmda-'
stjóra fyrirtækisins. Þá hefur Haförn
ÁR lagt upp rækjuafla sinn hjá
Dögun og um eitt þúsund tonn af
rækju hafa verið unnin í fyrirtækinu
á ári en um 30 manns starfa hjá því.
Röst SK er 152 brúttórúmlestir
og skipið var smíðað í Vestur-Þýska-
landi árið 1960. Hafþór RE er 793
brúttórúmlestir og var smíðaður í
Póllandi árið 1974. Skipið hefur 660
tonna rækjukvóta og 165 tonna
þorskkvóta.