Morgunblaðið - 26.09.1990, Page 23

Morgunblaðið - 26.09.1990, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Tilskipanir frá Kreml duga ekki Sovéska þingið gafst upp í glímunni við efnahagsvand- ann. Á mánudaginn fólu þing- menn Mikhaíl Gorbatsjov forseta að leggja fyrir þá innan þriggja vikna nýjar tillögur í efnahags- málum, þar sem leitast yrði við að samræma tillögurnar sem legið hafa fyrir þinginu og miða að því að hverfa frá kommún- isma og sósíalisma yfir í mark- aðsbúskap. Sovéskir þingmenn eru sammála um þessa sögulegu stefnubreytingu en ósammála um, hvernig henni skuli hrundið í framkvæmd. í fimm ár hefur efnahags- starfsemi Sovétríkjanna verið kennd við perestrojku Gorb- atsjovs án þess að hagur ríkisins eða almennings hafi batnað. Þvert á móti hafa lífskjörin orðið verri. Skorturinn hefur aukist og biðraðirnar lengst. Tillögurn- ar sem Gorbatsjov hefur nú ver- ið falið að samræma er ekki lengur unnt að kenna við per- estrojku, því að í henni áttu að felast umbætur á hinu sósíalíska hagkerfi. Niðurstaðan er sú, eins ■ og hér hefur oftar en einu sinni verið bent á, að menn skipta ekki úr vinstri umferð yfir í hægri umferð í áföngum; það verður að stíga skrefið til fulls. Hið sama á við um fráhvarf frá miðstýrðu hagkerfi til fijálsræð- is. Þar verður að stíga skrefið til fulls. Gorbatsjov hefur nú fengið umboð sovéska þingsins til að stjórna með tilskipunum. Hingað til hefur Æðsta ráð Sovétríkj- anna einkum verið í því hlut- verki að leggja blessun sína yfir ákvarðanir Kremlverja. Þing- menn kunna einfaldlega ekki að takast á við flókin og vandasöm verkefni með það fyrir augum að ná samstöðu meirihluta um málamiðlanir. Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, auðveldar ekki heldur lausn mála með því að leggjast gegn því sem horfir til mestra breyt- inga á skemmstum tíma. Tilskipanavaldi Gorbatsjovs eru skorður settar, þar sem völd hans til að hrinda því í fram- kvæmd sem hann ákveður eru ákaflega takmörkuð. Boris Jeltsín, forseti stærsta sovéska lýðveldisins, Rússlands, hefur lýst sig andvígan hinu mikla valdi Gorbatsjovs og sagst ætla að beijast gegn því. An sam- vinnu við forystumenn lýðveld- anna 15 getur Gorbatsjov ekki fengið miklu framgengt. Söguleg tíðindi hafa gerst hafi forseti Sovétríkjánna nú fengið alræðisvald til að koma á kapítalisma í landinu. Er það ekki einmitt það sem gerðist á mánudaginn? Uppgjöf þing- mannanna sýnir að þetta er ekki auðvelt verkefni og haldi Kreml- veijar að þeim takist að hrinda markaðskerfinu í framkvæmd með tilskipunum að ofan eiga þeir eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum. Þeim verður að tak- ast að virkja fólkið með sér. Uppreisn lýðveldanna gegn mið- stjórnarvaldinu í Moskvu sýnir að það stefnir alls ekki í þá átt. Fimm hnignunarár undir forystu Gorbatsjovs hafa ekki heldur aukið almenna tiltrú til hans heima fyrir. Slysatíðni meðal barna Nú í vikunni er haldin í Hveragerði ráðstefna um faraldsfræðilegar rannsóknir í barna- og unglingageðlækning- um. í tilefni af henni sagði Helga Hannesdóttir barnageðlæknir, sem hefur staðið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt Halldóri Hansen barnalækni, að geð- verndarmál barna hér á landi væru í algjörum ólestri. Umrædd ráðstefna er haldin hér að frum- kvæði norrænna lækna sem ótt- ast að íslendingar séu að drag- ast óhóflega aftur úr hinum Norðurlöndunum á þessu sviði. Þetta eitt er umhugsunar- og áhyggjuefni, að við fylgjumst ekki nægilega vel með geðheilsu barna og unglinga. Hitt vekur óhug, að könnun á vegum Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar sýnir, að slysatíðni meðal íslenskra barna er hin hæsta í Evrópu og sjálfsvígstíðni meðal drengja 15-24 ára á íslandi er hin þriðja hæsta í Evrópu. Helga Hannesdóttir telur, að gera megi ráð fyrir að 10.600 íslensk börn þurfi árlega á með- ferð á sviði barnageðlæknisfræð- innar að halda. Segir hún að aðeins litlum hluta þessa hóps sé sinnt. Hér er enn nefnd tala sem hlýtur að vekja kröfu um að tekið sé til hendi á þessu sviði heilsugæslu. Verði ráðstefnan í Hveragerði til þess að bæta stöðu íslenskra barna sem eiga um sárt að binda vegna geð- rænna vandamála er hún meira en tímabær. Skýrsla endurskoðenda um ijárhagsstöðu bæjarsjóðs Kópavogs: Framkvæmdir fj ár- magnaðar með lán- tökum síðustu 4 ár Síversnandi fjárhagsstaða hlýtur að vera bæjaryfírvöldum áhyggjuefni „SÍVERSNANDI fjárhagsstaða bæjarsjóðs hlýtur að vera bæjaryfir- völdum áhyggjuefni. Brýnt er að nú þegar verði leitað leiða til að snúa við þessari þróun,“ segir í skýrslu Endurskoðunarþjónustunnar um úttekt á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Kópavogs, sem kynnt var á bæjarráðsfundi þar fyrir skömmu. Frá og með árinu 1986 hefur bæjarsjóður Kópavogs verið rekinn með halla og framkvæmdir fjár- magnaðar með lántökum, á sama tíma og vextir hafa verið háir, segir í skýrslunni. Skuldir hafa farið vaxandi, hvort sem mælt er í heildarkrónutölu, eða í krónum á hvern bæjarbúa, allan þennan tíma. 1985 varð rekstrarafkoma bæj- arsjóðs, eftir fjárfestingar á verð- lagi 1989, um 44,4 milljónir króna. 1986 varð afkoman neikvæð um tæpar 52 milljónir króna, 1987 nei- kvæð um 141,3 milljónir, 1988 um Viðræður um jarðgöng' und- ir Hvalíjörð á fimmtudag VIÐRÆÐUFUNDUR milli samgönguráðuneytisins og áhugaaðila um gerð jarðgangna undir Hvalljörð, þ.e. Akranesbæjar, Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga og Sementsverksmiðju ríkisins, verður haldinn á fimmtudaginn. Fyrsti viðræðufundurinn var haldinn í lok ágúst og á honum kynntu áhugaaðilarnir fulltrúum ráðuneytisins sínar hugmyndir. myndir og gögn hvað okkur varðar. Meginkjarni þeirra er að gert er ráð fyrir að það fyrirtæki sem taki að sér undirbúningsrannsóknir fái rétt í ákveðinn tíma til að ráðast í þessa framkvæmd og fengi síðan að taka veggjöld í þijátíu ár til að standa undir kostnaði og eðlilegum arði,“ sagði Gísli. Hann sagði að þeir þrír aðilar sem standi að þessum viðræðum núna muni hafa forgang um stofnun undir- búningsfélags. Þegar niðurstöðurnar úr undirbúningsrannsóknunum liggi fyrir muni það félag ákveða með hvaða hætti frekari framkvæmdir yrðu framkvæmdar. Gísli sagði að- spurður að á þessu stigi hefði ekki verið talin ástæða til taka fleiri aðila inn í hópinn en að það yrði gert um leið og samningsdrög lægju fyrir við samgönguráðuneyti. „Ef samningar nást á annað borð þá hafa menn * áhuga á að fá fleiri fyrirtæki og sveit- arfélög til að standa að undirbún- ingsfélaginu,“ sagði Gísli. I viðræðunum hafa tekið þátt þrír fulltrúar samgönguráðuneytisins og fyrir hönd áhugaaðilanna þeir Gísli Gíslason, fyrir hönd Akranesbæjar, Jón Sigurðsson, fyrir hönd Járn- blendiverksmiðjunanr, og þeir Guð- mundur Guðmundsson og Gylfi Þórð- arson, fyrir hönd Sementsverksmiðju ríkisins. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, segist búast við að á fundinum á fímmtudaginn myndi ríkið gera grein fyrir sínum hugmyndum. „Við vorum búnir að leggja fram hug- Markarfljót: Fjárveiting til nýrrar brúar- 250 milljónir FJÁRVEITING til nýrrar brúar yfir Markarfljót, vegar að brúnni og varnargarða við hana er sam- tals 250 milljónir króna í ár og tvö næstu ár, samkvæmt vegaá- ætlun, að sögn Helga Hallgríms- sonar aðstoðarvegamálastjóra. „Tæknilegur undirbúningur fyrir brúarsmíðina er vel á veg kominn og ætlunin er að nota veturinn til að steypa staura en nýja brúin verð- ur mun neðar en núverandi brú,“ segir Helgi Hallgrímsson. Ráðgert er að ljúka brúarsmíðinni á Markar- fljót á tveimur til þremur árum þannig að hún verði tilbúin á árinu 1993. Vestmannaeyjar: Hugað að endurbót- um á Hásteinsvelli Vestmannaeyj u m. HÁSTEINSVOLLUR, aðalleikvangur knattspyrnumanna í Eyjum, er afar illa farinn eftir sumarið. Mikil bleyta situr í vellinum í votviðri og í síðustu leikjum íslandsmótsins var völlurinn nánast ein forareðja. I kjölfar góðs árangurs IBV í fótboltanum í sumar hefur krafa um endur- bætur á vellinum orðið háværari en fyrr. Bæjarráð hefur á undanförnum fundum fjallað um málefni Hásteins- vallar og er niðurstaða þess að upp- bygging vallarins sé ein þarfasta framkvæmdin á sviði íþróttamann- virkja í Eyjum. Talið er að endurbæt- ur á vellinum kosti um 30 milljónir króna og er bæjarráð tilbúið að ráð- ast í þær framkvæmdir strax í haust. Það skilyrði fylgir þó þessari ákvörð- un bæjarráðs að samfara þessu verði íþróttahreyfingin í Eyjum tilbúin að endurskoða samning sem gerður var milli íþróttahreyfingarinnar og bæj- arins sl. vor og kvað á um byggingu íþróttahúss og gervigrasvallar á næstu sex árum. Við endurskoðun verði fallið frá ákvæðum samnings- ins að sinni og kröftunum beint að lagfæringum á Hásteinsvelli en að þeim framkvæmdum loknum verði athugað með gerð nýs samnings milli bæjaryfirvalda og íþróttahreyf- ingarinnar. Afstaða íþróttahreyfíngarinnar til hugmynda bæjarráðs liggur ekki enn fyrir en búist er við að hún geri upp hug sinn á næstu dögum. Grímur 54 milljónir og á síðasta ári, 1989, neikvæð um 46,2 milljónir. Allar tölurnar eru á verðlagi 1989'. Sam- tals eru þetta tæpar 300 milljónir króna. Nettóskuld bæjarsjóðs Kópavogs, miðað við verðlag í árslok 1989, hefur vaxið úr 161 milljón króna í árslok 1985 í 710 milljónir í árslok 1989, eða um 341,1%. Samkvæmt efnahagsreikningi 31. maí síðastlið- inn hefur nettóskuld bæjarsjóðs hækkað í 750 milljónir króna. Heildarskuldir hafa hækkað á sama tíma. 1985 voru þær 55,9% af sameiginlegum tekjum, en 1989 voru þær komnar í 115% af sameig- inlegum tekjum. Þá voru heildar- skuldirnar áætlaðar 1.355 milljónir, en sameiginlegar tekjur 1.178 millj- ónir. í skýrslunni kemur fram að ekki sé tiltakanlega bjart framundan, varðandi afkomu bæjarsjóðs. Þar segir að tekjur séu í áætlun þessa árs ofáætlaðar og gjöld vanáætluð, þannig að gera megi ráð fyrir 50 til 60 milljónum króna lakari af- komu en áætlun gerði ráð fyrir. Þá kemur fram að veltufjárhlutfall hafi farið lækkandi. Það var 1,15 1985, hækkaði í 1,27 næsta ár, var Mismunurinn ó hæð súlnonno or skuldosöfnun eðo niðorgreiðslo skuldo. Þor sem hvíto súlon er hærri sýnir hæðormunurinn oukninóu skuldo. Tolon við hvert sulnopor sýnir því ofkomu ■ Rekstrarofkoma □ Framkvæmdir ogfjár- festingar_____________ Nettóskuldir árin 1985-1989 sem hlutfall af sameiginlegum tekjum 90.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 krónur/íbúa 1 : | 1 1985 1986 1987 1988 1989 Nokkrar stærðir og þróun þeirra úr skýrslu um (járhagsstöðu Kópa- vogsbæjar. síðan 1,05 1987, þá 0,97 og í fyrra 0,89. „Almennt er álitið að greiðslu- staðan sé ekki viðunandi nema veltufjárhlutfallið nái a.m.k. 1,0. Lækkandi veltufjárhlutfall hlýtur fyrr eða síðar að koma fram í erfið- ari, greiðslustöðu. Nýjar lántökur og skuldbreytingar langtímalána eru því óumflýjanlegar," segir í skýrslunni. Samkvæmt efnahagsreikningi 31. maí síðastliðinn er veltufjárhlut- fallið orðið 0,79 og hreint veltufé lækkað frá áramótum til maíloka um 67,3 milljónir króna. í skýrslunni eru gerðar athuga- semdir við reikningsfærslu og áætlanagerð fyrir bæjarsjóð. Þar segir: „Athygli vekur að dráttar- vextir eru ávallt reiknaðir á öll úti- standandi útsvör og aðstöðugjöld og tekjufærðir að fullu. Skiptir í því sambandi engu þótt kröfur séu komnar í lögfræðiinnheimtu og taldar vonlitlar. Um sl. áramót námu útistandandi útsvör og að- stöðugjöld samtals kr. 173.315.482. í fjárhagsáætlun fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir að af þessari fjárhæð muni innheimtast kr. 95.837.000 á árinu 1990. Þrátt fyrir þessa for- sendu í fjárhagsáætlun er öll upp- hæðin færð til eignar meðal veltufj- ármuna i ársreikningi bæjarsjóðs fyrir árið 1989.“ Um 60 manns tóku þátt hluti hópsins. í hreinsun Heimaeyjar fyrir forgöngu sjálfstæðismanna.A myndinni er V estmannaeyjar: Sjálfstæðismenn hreinsa Heimaey Vestmannaeyjum. BÆJARSTJÓRNARLISTI Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir hreinsunarátaki í Eyjum fyrir skömmu. Talsverður íjöldi fólks tók þátt í átakinu sem heppnaðist í alla staði vel. Fólkinu var skipt niður í flokka sem tóku hver sitt svæði á Heima- ey og hreinsuðu. Bæjarfulltrúar flokksins voru flokksstjórar í hóp- unum, sem dreifðu sér víða um eyjuna. Hreinsunardagurinn hófst með hádegisfundi í Ásgarði, fé- lagsheimili sjálfstæðismanna, þar sem umhverfísmál voru efni fund- arins. Að fundinum loknum var tekið til við hreinsunina sem lauk seinnipart dags. Þá var slegið upp hófi í Ásgarði þar sem boðið var upp á kaffi, kakó og meðlæti ásamt grilluðum pylsum. Ótrúlegt magn rusls safnaðist saman á þessari dagstund. Um 200 sorppokar voru fylltir auk þess sem mikið magn af stórurn hlutum úr járni og tré var fjar- lægt. Morgunblaðið/Grímur Gíslason Guðjón Hjörleifssson bæjarstjór ryður rusli í poka ásamt æsku- fólki. Það var ánægður hópur sem hittist í kaffinu í Ásgarði síðla dags eftir vel heppnaðan dag enda mátti víða um Heimaey sjá veru- legan mun eftir hreinsunina. Grímur Könnun Félagsmálastofnunar um húsnæðismál: Meirihluti með félags- legum íbúðum og and- vígur niðurgreiðslu MEIRIHLUTI þátttakenda í könnun Félagsvisindastofnunar Há- skóla Islands um húsnæðismál vill leggja mesta áherslu á íjölgun kaupleiguíbúða og eflingu félagslega kerfisins, alls 62,4% þeirra sem tóku afstöðu. 37,6% vildi leggja mesta áherslu á húsbréfakerf- ið. Ekki var gefinn kostur á að svara um hið almenna íbúðalána- kerfi Byggingarsjóðs ríkisins. 54,6% þeirra sem afstöðu tóku segj- ast almennt andvígir því, að skattfé sé notað til að greiða niður húsnæðiskostnað íbúðareigenda. Könnunin var framkvæmd dag- ana 5. til 9. september síðastliðinn. Að sögn Stefáns Ólafssonar forstöðumanns Félagsvísindastofnunar átti stofnunin frumkvæði að könnuninni, en hún var framkvæmd með styrk frá félagsmála- ráðuneytinu. I könnuninni vár spurt fjögurra til fímm spurninga. Fyrst var spurt: „Hvernig finnst þér að stjórnvöldum hafi tekist til um breytingar í húsnæðismálum á kjörtímabilinu? (þ.e. með tilkomu húsbréfakerfís, kaupleiguíbúða og eflingu félagslega kerfisins)?“ Vel eða sæmilega sögðu 77,9% þeirra sem tóku afstöðu, illa sögðu 22,1%. Þá var spurt: „Hvern af eftir- töldum kostum í húsnæðismálum vildir þú að mest áhersla yrði lögð á í famtíðinni?" Af þeim sem tóku afstöðu vildu 37,6% efla húsbréf- kerfið, 41,4% fjölga kaupleigu- íbúðum og.21% efla félagslega kerfið. Þriðja spurningin var: „Ertu almennt hlynnt(ur) því eða andvíg- (ur) að skattfé sé notað til að gi-eiða niður húsnæðiskostnað íbúðareigenda?" 45,4% þeirra sem tóku afstöðu kváðust hlynntir, 54,6% andvígir. Þeir sem voru hlynntir niður- greiðslu húsnæðiskostnaðar voru spurðir: „Finnst þér að húsnæðis- bætur og niðurgreiðsla vaxta ættu að miðast við tekjur og eignir við- komandi, eða ættu allir að fá sömu upphæð?“ Af þeim sem tóku af- stöðu vildu 89,3% miða við tekjur og eignir, 10% að allir fengju sömu upphæð og 0,8% annað. Loks var spurt: „Ertu hlynnt- (ur) því eða andvíg(ur) að leigjend- ur njóti húsaleigubóta frá hinu opinbera?“ 54,5% þeirra sem tóku afstöðu kváðust hlynntir því, 45,5% á móti. Könnun þessi var gerð um leið og önnur mál voru könnuð og var því hægt að greina niðurstöður eftir aldri, kyni og búsetu svar- enda, einnig eftir afstöðu til stjórn- málaflokka. Flestir stuðnings- menn Alþýðubandalags töldu vel eða sæmilega hafa tekist til með breytingar í húsnæðismálum, 93,3%. Hjá Alþýðuflokki var hlut- fallið 90%, hjá Sjálfstæðisflokki 77,9%, Framsóknarflokki 73,5% og Kvennalista 72,7%. 74,7% þeirra sem ekki gefa upp flokk töldu vel eða sæmilega hafa tekist til. 81% karla svöruðu að vel eða sæmilega hefði tekist til, 74,7% kvenna. Sama svar gáfu 81,3% 18-29 ára, 77,7% 30-54 ára og 72,2% 55 ára og eldri. Ekki úti- vinnandi gáfu sama svar í 87,3% tilvika, sérfræðingar og atvinnu- rekendur í 83,1% tilvika, en minnst var ánægjan hjá sjómönnum og bændum, 68,7%. Eftir búsetu var ánægjan með breytingarnar mest á Reykjanesi, 82,4%, en rúm 76% bæði í Reykjavík og á landsbyggð- inni. Þeir sem vildu leggja mesta áherslu á húsbréfakerfið ei'u 42% kai-la og 33,1% kvenna, 40,5% 18-29 ára, 39,9% 30-54 ára og 24,7% 55 ára og eldn, 23,6% verkafólks og 56,5% atvinnurek- enda og sérfræðinga, 33,8% þeirra sem starfa hjá hinu opinberá og 40,4% sem starfa annai's staðar, rúm 39% íbúa á Reykjanesi og í Reykjavík, en 34,5% landsbyggð- arbúa. Af stuðningsmönnum stjórnmálaflokka vilja sjálfstæðis- menn leggja nxesta áherslu á hús- bi'éfakerfið, 48,8%, en síst stuðn- ingsmenn Kvennalista, 24,3%. Kaupleiguíbúðir vilja konur frekar en karlar leggja mesta áherslu á, jöfn dreifing er eftir aldri, eftir stéttum er stuðningur- inn mestur í í'öðum þeirra sem ekki eru útivinnandi og í röðum vei'kafólks og iðnaðarmanna, eftir búsetu minnst á landsbyggðinni og eftii' afstöðu til stjórnmála- . flokka er áhei'slan mest hjá Kvennalista, 51,4% og næst mest hjá Alþýðuflokki, 50%, hins vegar minnst hjá framsóknarmönnum 29,4%. Af þeim sem vilja leggja mesta áherslu á félagslegar íbúðir eru flestir í hópi 55 ára og eldri, eftir stétt úr hópi verkafólks, sjó-. manna og bænda, eftir búsetu 29,1% af landsbyggð en 17,7% úr Reykjavík og 14,7% af Reykjanesi og eftir stuðningi við stjórnmála- flokka mest úr röðum framsóknar-' manna, 35,3%, en minnst úr röðum sjálfstæðismanna, 10,4%. Sljórn SSA: Keilisnesekki hag- kvæmasti kosturinn Á fundi stjórnar Sainbands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi sem haldinn var í Neskaupstað 19. september 1990 var eftirfarandi sam- þykkt gerð: „Stjórn SSA harmar að ýmsir ráðherrar virðast hafa gleymt því fyrirheiti sem gefíð var í stjórnar- sáttmála núverandi ríkisstjórnar um eflingu atvinnulífs á landsbyggð- inni. í ljós hefur komið að staðsetning álvers á Keilisnesi er ekki hag- kvæmasti kostur þjóðarbúsins eins og leynt og ljóst hefur verið reynt að sannfæra þjóðina um. Stjórn SSA varar stjórnvöld mjög eindregið við því að láta heildai'- hagsmuni þjóðarinnar --víkja fyrix hagsmunum hinna fjársterku á suð- vesturhorni landsins. Stjórnin skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að nota þetta einstaka tæki- færi til að snúa hinni óheillavæn- legu byggðaþróun við og ganga nú þegar til raunhæfra samningavið- ræðna við hina erlendu aðila með það að markmiði að reisa hið nýja álver á landsbyggðinni.“ (Fréttatilkynning) Skýrri verkaskiptingu milli hrossaræktarráðunauta hafnað * Búnaðarfélag Islands: Sagt upp samkomulagi um að Félag hrossa- bænda sjái um útgáfii upprunavottorða „STJÓRN Búnaðarfélags íslands er búin að svara erindi okkar i sambandi við kynbótadómana og hafnar því að gera skýra verka- skiptingu á milli hrossaræktarráðunautanna, eins og við fórum fram á og felur hrossar-æktarnefnd Búnaðarfélagsins að skoða önnur at- riði í erindi okkar,“ segir Halldór Gunnarsson í Holti, formaður Félags hrossabænda. Tveir landsráðunautar eru í hrossarækt, Krist- inn Hugason og Þorkell Bjarnason, og Búnaðarfélag Islands ræður þá. Halldór Gunnarsson segir að stjórn Búnaðarfélags íslands og Félag hrossabænda hafí 3. mars 1988 gert með sér samkomulag um að stjórn Búnaðarfélagsins fæli stjórn Félags hrossbænda að annast útgáfu upprunavottorða, útflutn- ingsverslun og gerð útflutnings- pappíra. Stjórn Búnaðai'félagsins hafi hins vegar sagt upp þessu sam- komulagi einhliða á fundi sínum 17. september síðastliðinn og falið Kristni Hugasyni ráðunauti að hafa umsjón með útgáfu þessara vott- orða frá og með 15. nóvember næstkomandi. „Hjá ókkur starfa að þessum nxálum Hallveig Fróðadóttir og Gunnar Bjamason, sem útflutn- ingsráðunautur, og um leið og þessu samstarfi er sagt upp er í rauninni verið að segja þessum starfsmönn- um okkar að hætta að sinna þeim verkefnum, sem þau hafa gert svo ágætlega. Gunnar Bjarnason hefur unnið að þessum málum í fimmtíu ár,“ segir Halldór Gunnai'sson. Hann segir að það sé afskaplega einkennilegt að standa svona að uppsögn samkomulags, sem hafi átt sér töluvei'ðan aðdraganda. „Við nxunum leita til landbúnaðarráðu- neytisins urn að breytt verði reglu- gerð, sem felur Búnaðarfélagi ís- lands að fara með þessi mál og það verði falið Félagi hrossabænda," segir Halldór Gunnarsson. Hann segir að stjórn Félags hrossabænda muni fjalla um þetta mál á fundi sínum í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.