Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 15 Eðlisfræði, stjórnmál og saga Þýskalands __________Bækur_______________ Skúli Sigurðsson J.L. Heilbron. The Dilemmas of an Upright Man: Max Planck As Spokesman for German Science. The University of California Press, Berkeley, Los Angeles og London, 1986, xiii - 238 bls. Pappírskiljuverð: $8.95. (ISBN: 0-520-06171-3). Þýski eðlisfræðingurinn Max Planck (1859-1947) hafði vart slitið barnsskónum þegar Þýskaland var sameinað undir styrkri forystu Bis- marks um 1870. Hann upplifði tvær heimsstyijaldir og dó fjörgamall í sigruðu og sundruðu Þýskalandi. Hann var í fararbroddi þýskra vísindamanna um áratuga skeið frá lokum keisaratímans fram á valda- tímabil nasista. í bókinni lýsir vísindasagnfræð- ingurinn J.L. Heilbron ekki einung- is störfum Plancks á sviði eðlisfræð- innar skilmerkilega, heldur einnig því hvernig hann var sí og æ dreg- inn inn í hringiðu veraldarsögunnar þvert gegn vilja sínum. Líkt og fleiri vísindamenn leitaðist hann við að halda sér utan við stjórnmál, jafnvel þótt margar athafnir hans væru mjög pólitískar. Það olli hon- um hugarangri. Það var ekki fyrr en um síðustu aldamót að eðlisfræðingar vor orðn- ir svo ijölmennir í iðnvæddum lönd- um að mikil verkaskipting fór að setja svip sinn á störf þeirra. Planck var einn af þeim fyrstu sem sér- hæfði sig í kenningasmíði gagnsætt því að vinna jafnframt að tilraunum líkt og áður hafði tíðkast. Á 19. öld urðu miklar framfarir í varmafræði og rafsegulfræði. Planck hóf rannsóknir sínar á sviði varmafræðinnar. Skömmu fyrir síðustu aldamót, þegar hann var orðinn prófessor í kennilegri eðlis- fræði í Berlín, fór hann einnig að huga að rafsegulfræði. Aldamóta- árið fann hann lausn á afmörkuðu vandmáli á mörkum þessara tveggja greina: svokallaðri svart- hlutargeislun rafsegulbylgna. Á þessum'tíma rannsökuðu tilrauna- eðlisfræðingar í Berlín þetta fyrir- bæri af krafti. Sá áhugi átti rætur sínar að rekja til þeirrar rafvæðing- ar sem þá varð í Þýskalandi og um heim allan. Lausn Plancks markar upphafið á þeirri grein eðlisfræði sem kölluð er skammtafræði. Það var ekki fyrr en kennilegi eðlisfræðingurinn Al- bert Einstein (1879-1955) fór að gaumgæfa lausnina nokkrum árum síðar að eðlisfræðingar og efna- fræðingar fóru að sinna rannsókn- um í skammtafræði að ráði. Planck og fleiri þýskir eðlisfræð- ingar lögðu mikla áherslu á mikil- vægi eðlisfræðinnar fyrir heims- mynd nútímans. Eftir ósigurinn í fyrri heimsstyijöldinni héldu þeir því einnig fram að það væri helst á sviði eðlisfræðinnar að Þjóðverjar gætu endurheimt sína fornu frægð. Á vissan hátt tókst þeim það, því undir lok þriðja áratugarins var lok- ið við smíði helstu kenningar skammtafræðinnar og gerðist það að töluverðu leyti á þýska menning- arsvæðinu. Meðal þeirra sem þar komu við sögu voru þýski eðlisfræð- ingurinn Werner Heisenberg (1901-1976) og Austurríkismaður- inn Erwin Schrödinger (1887- 1961). Skammtafræðin hefur gjör- bylt skilningi manna á innri gerð efnisheimsins og verið grundvöllur ótal tækninýjunga. Fyrir framlag sitt til skammtafræðinnar hlaut Planck Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði árið 1918. . Hornsteinn heimsmyndar Plancks og margra þýskra eðlis- fræðinga snemma á öldinni voru algild lögmál eðlisfræðinnar sem lýstu gerð heimsins. Þeir mátu mik- ils kenningar sem sameinuðu sem flest náttúrulögmál. Þarna mátti merkja ákveðinn samhljóm við pólitíska sameiningu Þýskalands og sterka heimspekihefð landsmanna. Snemma á öldinni barðist Planck því hatrammlega gegn sögulegri efnahyggju austurríska eðlisfræð- ingsins og vísindaheimspekingsins Ernst Machs (1838-1916) sem af- neitaði m.a. tilvist atóma og allri frumspeki. Því átti Planck erfitt með að kyngja á þriðja áratugi ald- arinnar þegar í ljós kom að skammtafræðin boðaði breytta tíma innan eðlisfræðinnar. Hegðun ör- einda var tilviljunum háð og þar var ekki hægt að beita algildum lögmálum heldur varð að grípa til líkindafræðinnar. Frumspekileg hugsjón hans hafði því beðið nokk- urt skipbrot. Heimsmynd Plancks varð fyrir enn meiri áföllum eftir valdatöku nasista í ársbyrjun 1933. Andúð og hatur á gyðingum voru landlæg í Evrópu. Samt höfðu margir þeirra náð mjög langt í menntalífi og vísindum. Nú var þeim sagt upp störfum í þýskum háskólum og mmargir þeirra flúðu land. Einn þeirra var Einstein. Hann og Planck voru nánir vinir og Planck hafði stuðlað mikið að frama Einsteins. Upplausn þýska vísindasamfélags- ins var Planck þung raun og í við- leitni sinni til að bjarga því sem unnt var, neyddist hann sem tals- maður þýskravísindamanna að eiga talsverð samskipti við nasista. Þótt hann væri andstæðingur þeirra varð hann oft að taka ákvaðanir sem Einstein hvorki gat sætt sig við né fyrirgefið honum. Það olli Planck sárum vonbrigðum. Þótt Planck hafi dregið sig í hlé frá opinberum störfum árið 1938 hélt hann samt áfram að boða trú sína á heimsmynd vísindanna þar sem tært siðferði ríkti. Það gerði hann með fyrirlestrum fyrir al- menning um gervallt landið á sama tíma og samlandar hans hervædd- ust undir forystu Adolfs Hitlers til að hefna niðurlægingarinnar eftir ósigurinn í fyrri heimsstyijöldinni. Heilbron á sér fáa jafningja í því að gera flókna ogviðburðaríka sögu auðskiljanlega. í bókinni fléttar hann saman sögu eðlisfræði, heims- myndar og stjórnmála á heillandi hátt og sýnir auk þess fram á það að vísindasamfélagið og þjóðfélagið sjálft eru bundin órofa böndum. Því endurspeglast saga Þýskalands í æviferli Plancks. Með reglulegum sparnaði, hæstu vöxtum, skattafslætti og lánsrétti leggurðu Grunn sem er sniðinn að þínum þörfum. Grummr Grunnur er húsnæðisreikningur Landsbankans. Hann er bundinn í 3 til 10 ár og nýtur ávallt bestu ávöxtunarkjara sem bankinn býður á almennum innlánsreikningum sínum. Leggja þarf inn á Grunn eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Hámarksinnlegg á ári er nú rúm 360.000,- eða 90.000,- ársfjórðungslega. Þannig gefur til dæmls 360.000 króna innlegg 90.000 krónur i skattafslátt. Grunni fylgir sjálfkrafa lánsréttur að sparnaðar- tímanum loknum, en skilyrði er að lánið sé notað til húsnæðiskaupa eða endurbóta og viðhalds. Hámarkslán er nú 1,8 milljónir króna. Grunnur er þannig bæði góð sparnaðarleið fyrir þá sem hyggja á húsnæðiskaup eða byggingu og kjörinn lífeyrissjóður fyrir sparifjáreigendur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.