Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 Minning: Jóhannes L.L. Helgason forsijóri Samstarfsmaður og góður félagi, Jóhannes L. L. Helgason er fallinn frá langt fyrir aldur um fram, tæp- lega fímmtíu og þriggja ára að aldri. Skömmu eftir að hann lauk embættisprófi í lögfræði, tók hann við embætti háskólaritara aðeins tuttugu og fimm ára gamall og gegndi því starfi í tæp níu ár. Sex árum síðar varð hann forstjóri Happdrættis Háskóla íslands og var það til æviloka eða í þrettan ár. Auk ofangreindra og annarra starfa fyrir háskólann kenndi hann lög- fræði við Viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands í sautján ár. Jóhannes helgaði því háskólanum starfskrafta sína meiginhluta starfsævi sinnar. Jóhannes var maður sem leitað var til, enda var hann ráðhollur mjög. Skýrleiki í hugsun og fram- setningu var mjög einkennandi fyr- ir hann. Eftir þessum eiginleikum tók ég sérstaklega, er við störfuðum saman í gerðardómi fyrir nokkrum árum, og einnig síðar þegar leitað var skýringa hjá honum á ákveðn- um ákvæðum háskólalaga. Þoku- kenndur texti, sem virtist mega túlka á marga vegu, varð skýr eft- ir stutta umfjöllun og röksemda- færslu Jóhannesar. Það var sem hann blési þokunni burt. Lögskýr- inganefnd háskólans var því vel skipuð með hann innanborðs. Það var ætíð stutt í glettni hjá Jóhannesi. Á nútímamáli væri það sennilega kallað, að hann væri hress. Þessi eiginleiki leiddi til, að það var ætíð tilhlökkun í því fólgin að fara á fund hans og hittumst við óvænt kallaði spaug hans fljótt fram bros. Skýr hugsun, skýr framsetning og glettni eru einstakir eiginleikar fyrir kennara. Okkur í Viðskipta- og hagfræðideild var því mikil eftir- sjá að Jóhannesi, þegar hann ákvað fyrir tveimur árum að hætta að kenna í deildinni. Mér býður í hug, að viss söknuður hafi einnig verið af hans hálfu. Skömmu eftir að hann tók ákvörðun þar um, sagði hann mér, að sér bæri nauðsyn tii að minnka við sig vinnu. Ekki nefndi hann heilsubrest í því sam- bandi, þótt ég telji mig vita að sú var ástæðan. Fyrir hönd kennara, starfsfólks og nemenda Viðskipta- og hag- fræðideildar vil ég færa eiginkonu hins látna, börnum hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð veri minning Jóhannesar L.L. Helgasonar. Brynjólfur Sigurðsson Yndislegur vinur og félagi er lát- inn langt fyrir aldur fram. Jóhannes gekk ekki heill tii skógar síðustu árin, þó kom andiát hans öllum á óvart. Jóhannes var forstjóri happ- drættis Háskóla íslands íengst af þeim tíma sem við þekktumst, auk þess að vera lögfræðingur skólans og kennari í lögum. Leiðir okkar lágu því oft daglega saman í áratug á vinnustað, auk þess sem betri helmingamir unnu saman. Mynduð- um við „Strandamennirnir" eins og við kölluðum það, því oft bakraddir í Stjórnarráðskórnum og nutum gestrisni þeirra höfðingja, sem þar hafa ráðið ríkjum síðustu áratugi. Jóhannes var frábærlega greind- ur, skemmtilegur og hress. Alltaf var hann tilbúin að rétta hjálpar- hönd í öllum málum, jafnt fræði- legrar lögfræði sem stjórnmála- flækjum líðandi stundar. Hann hafði mikla kímnigáfu og hjálpaði það honum að iáta ekki sjúkdóminn ná yfirhöndinni, sem var gífurleg raun þessu mikla glæsimenni. Bros hans kom ölium til að brosa, hann réð yfir þeim hæfileikum áð breyta dimmu í dagsljós. Hann hafði yndi af stjórnun happdrættisins, mögu- leikum þess á markaðinum, auglýs- ingamálum og var þannig einn af hornstólpum æðstu menntastofnun- ar landsins, Háskóla íslands, sem hann unni svo mjög. Er nú stórt skarð fyrir skildi hjá þeim, sem helga sig því að koma æsku lands- ins til nokkurs þroska. Jóhannes var mikill gæfumaður í einkalífínu, hans gullfallega kona, Anna Björgvinsdóttir, var jafnoki manns síns og stóð sem klettur við hlið hans þegar á bjátaði ásamt börnunum tveimur, Helga lögfræð- ingi og Kristínu kennara. Við Vigdís vottum þeim okkar hjartans samúð, sem og öllum vandamönnum og vinum. Andinn er Guðs, sem gaf hann. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir." Þegar við kveðjum nú kæran vin, vin sem við hjónin höfum átt svo náinn í' þijá áratugi, leiðum við hugann ósjálfrátt til upphafs þeirrar vináttu, og er þar margt forvitnilegt að skoða og íhuga, sem ekki varð fyrir séð. Fyrst var það, að árið 1959 var ungt fólk við nám í loftskeyta- fræði hjá Landssímanum við Sölv- hólsgötu, þá var ég lærlingur í prentiðn í Prentsmiðjunni Eddu við Skuggasund. Það hagaði þannig til að setjarasalur Eddunnar sneri allri langhliðinni að Skuggasundi, í þá daga var mikil umferð um þetta stutta stræti. Starfsfólk Landssímans, Landssmiðjunnar, Sambandsins svo eitthvað sé nefnt átti leið um götuna úr og í vinnu, og er ekki frítt við að athygli okk- ar setjaranna væri stundum bundin umferðinni fyrir neðan gluggana meira en góðu hófi gegndi. Og svo var það einn dag að glaðvær hópur ungs fólks kemur frá Landssíma- húsinu og stefnir upp Skuggasund- ið. Þegar hópurinn kemur á móts við Edduna þekki ég stúlku í hópn- um, hún er ein úr skátahópnum okkar, ég opna gluggann og kalia til hennar, spyr hvað hún sé að gera: „Ég er að læra loftskeyta- fræði,“ segir hún og við tölumst dálítið við, en unga fólkið heldur áfram göngu sinni upp sundið. Þá tek ég eftir að hún stoppaði ekki ein, hjá henni stendur ungur og myndarlegur maður, sem maður hlaut að taka eftir, virtist svo yfir- vegaður og rólegur í framkomu. Síðar vissi ég að þetta var Jóhann- es L.L. Helgason. Hann var að feta í fótspor föður síns, Helga Jóhannessonar, ioftskeytamanns. Hann heiðraði föður sinn með þeim hætti að leggja það á sig með öðru námi, sem var ekkert venjulegt miðlungsnám í lögfræði, heldur í hæstu gi'áðu og í fyrstu röð, hvar sem hann fór um menntasetur. Og þannig hefur mynd Jóhann- esar L.L. Helgasonar greypst í vit- und okkar, ytri glæsileiki var síst meiri en maðurinn innri sjálfur. Traustur vinur, mannkostamaður á alla lund. Foreldrar hans, þau hjónin Dag- mar Ámadóttir og Helgi Jóhannes- son, voru sæmdarhjón af þekktum ættum svo sem lesa má um í mann- tölum og æviskrám. Unga skátastúlkan, sem var samferða Jóhannesi þessa daga árið 1959, „Día“, Hóimfríður Ámadóttir, æskuvinkona Önnu Fríðu, og ég held og hef fyrir satt að hún hafi kynnt þau, og þannig kom Jóhannes inn í skátaflokkinn okkar. En að mig hafi órað fyrir því að þessi ungi maður ætti eftir að verða einn besti vinur okkar hjónanna og skátahópsins okkar, það sá enginn fýrir. Okkur er það minnisstætt er Anna Fríða leiddi mannsefni sitt í hópinn, stolt og hnarreist, var það að vonum því maðurinn var hinn myndarlegasti í allan hátt, en hinu má einnig bæta við, að mikið jafn- ræði var með Önnu og Jóhannesi. Þau gengu svo í hjónaband 9. júní 1962. Það voru hamingjudagar framundan. Jói varð strax sjálf- skipaður leiðtogi hópsins. Við litum upp til hans, bæði vegna gáfna hans og þekkingar og hins líka að í vinahópi var hann manna glaðast- ur, jós þá af sagnabrunni sínum fólki til skemmtunar og fróðleiks. I fjallaferðum var hann oft for- söngvarinn, enda kunni hann flest kvæðin og lagviss var hann. Og með árunum efldist vináttan, vin- átta þar sem aldrei bar neinn skugga á. Auðvitað var það mest vegna þroska og vits Jóhannesar sem sagði oft við okkur, þegar kastaðist í kekki og rifist var heift- arlega um pólitík eða trúmál: „Það er betra að borða yfir sig, en tala yfir sig.“ Þá var víst að Jói hafði setið þögull um hríð og leitt hjá sér mesta tilfinníngahitann og stærstu órökstuddu fullyrðingarn- ar. Hann var mikill mannsættir. Jóhannes var vinmargur sem geta má nærri og vissi ég að ótal margir leituðu til hans þegar eitt- hvað bjátaði á í veraldarvafstrinu og lögfræðilegra ráðlegginga var þörf, ég held að sjaldan hafi kom- ið greiðsla fyrir. Hann leit á það sem vinargreiða. Og núna viku áður en hann lagði í sína hinstu ferð urðum við fyrir því að bíll okkar hjónanna var rústaður í árekstri. Eitthvað voru trygginga- félögin að henda málinu á milli sín. Helga hafði málið á sinni könnu og þegar henni leiddist þóf- ið var, svo sem endranær hringt í Jóa, þá hafði ég ekki áhyggjur af því meira, málið var í vinahöndum. Við eigum Jóhannesi svo margt að þakka, fyrir skemmtilegar sam- verustundir við hin margvíslegu tækifæri, t.d. skiptust fjölskyldur okkar á heimboðum á gamlárs- kvöld undanfarin ár, börnin okkar eru góðir vinir frá barnæsku og þau þakka samveruna, þau mátu Jóhannes að verðleikum. Við höf- um öll misst mikið. En allar stund- ir er hugur okkar hjá ykkur, Anna mín, Helgi, Anna María, Kristín, Gísli og litla barnið ykkar, sem er náðargjöf og ljósgjafi á þessum dimmu dögum í lífi ykkar, sem mest hafið misst. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." Það er stundum sagt að sagan endurtaki sig. Þau Anna Fríða og Jóhannes voru aðeins búin að vera gift í rétt ár, þegar faðir hans var lagður á spítalann við Barónsstíg, sem þá var Heilsuverndarstöð Reyjavíkur og borgarspítali, þá var Jóhannes aðeins 26 ára gamall. Undirritaður var búinn að gista það hús í nokkrar vikur, og var þai' allt það sólríka sumar, og eins og leidd- ur til vitnisburðar um .manndóms- raun vinar míns og reyndar margra annaixa, sem vitjuðu ættingja sinna í veikindum þeirra. Þá kom Jóhann- es til föður síns og vinar, hafði sam- band við lækna og hjúkrunarlið, um líðan þans og batahorfur, aflaði sér vitneskju hvað hægt væri að gera, en það dugði skammt, Helga elnaði sóttin og hann lést þá um sumarið aðeins 63 ára. Á þessum dögum varð mér ljóst hvers vegna Jóhann- es hafði lagt það á sig að taka loft- skeytamannspróf með öðru námi. Þeir voru ekki aðeins feðgar, jafn- ingjar að glæsileika, heldur fyrst og síðast vinir. Það fann ég og skildi vel hve þessir daga tóku á hann. Sú mynd er mér hugstæð þegar þau ungu hjónin komu á spítalann í heimsóknir, róleg og falleg, og hún með frumburð sinn undir belti. Vissulega stóð Jóhannes ekki einn með Önnu og móður sína við hlið sér. En þung var raunin samt. Það voru þessir sumardagar, sem mörkuðu upphaf vináttu okkar, þá lét Jóhannes mig ekki afskipta- lausan heldur rétti mér hina dýr- mætustu gjöf, vináttu sína alla. Síðan eru 26 ár, og um haustið ól Anna son þeirra, sem látinn var heita Helgi eftir Helga afa sínum. Hann er mikill vinur okkar og heimagangur löngum og þau bæði ungu hjónin, Anna María og Helgi. Helgi er þannig á sama aldursári og Jóhannes faðir hans, þegar Jó- hannes missir föður sinn. Ég fmn fyrir aldahvörfum í lífi mínu. 7. þessa mánaðar var einn mesti foringi okkar sjálfstæðis- manna jarðsunginn, Geir Hall- grímsson. Þann 9. september frétt- um vð hjónin lát Rósu Jóhannsdótt- ur, fyrrum húsfreyju að Ármúla við ísafjarðardjúp, kær vinkona okkar um áratuga skeið. Útför hennar var gerð frá Melgraseyrarkirkju þann 15. september. Við Helga urðum samferða ættingjum og vinum frá Reykjavík. Að útför lokinni er boðið tii erfidrykkju að Ármúla. Ekki getum við farið frá Ármúla án þess að heimsækja Aðalstein vin okkar og bróður Rósu, að Skaldfönn. Við ætlum aðeins að doka við örstutta stund. Um leið og við göngum í bæinn hringir síminn. Það er dóttir okkar hjóna sem segir okkur lát Jóhannesar í Helsinki. Enn erum við harmi slegin, ég styð mig við Aðalstein, þar sem hann situr við eldhúsborðið á Skjaldfönn. Hann sem benti mér fyrst á Geir Hall- grímsson, þeir voru svo líkir að allri gerð, að ég kallaði þá oft tvífara. Það verður minna um kveðjur en ætlað var og við leggjum af stað suður. Á sunnudaginn þann 16. septem- ber er Helgi sonur Jóhannesár'svo farinn einn til Finnlands. En Guð leggur líkn með þraut. Anna Fríða segir okkur að vinur Jóhannesar, Ólafur Egilsson, sendiherra í Moskvu, hafi hringt til sín og taki hann á móti Helga í Helsinki. Þau lofa hann öll og blessa fyrir hugul- semina, og það gerum við líka; þetta var honum líkt. Við Helga, Guðmundur sonur okkar og fjölskyldan okkar öll, biðj- um Guð að biessa Jóhannes L.L. Helgason. Við kveðjum kæran vin. Fallinn er hinn mesti foringi og látin er vinkona góða frá Ármúla. „Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn mun ég aftur þangað fara. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. í öllu þessu syndgaði Job ekki og ekki átaldi hann Guð heimskulega." (Job. 21-22.) Finnbjörn Hjartarson Jóhannes L.L. Helgason fæddist í Reykjavík hinn 20. október 1937. Foreldrar hans voru Helgi Jóhann- esson loftskeytamaður og kona hans, frú Dagmar Árnadóttir. Jó- hannes var skírður nafni föðurafa síns, séra Jóhannesar Lárusar Lynge prests á Kvennabrekku í Dölum vestur. Að loknu námi í barnaskóla hóf Jóhannes nám í Verzlunarskóla Is- lands og var það þá sem kynni hófust, en síðan eru nú liðin nær 40 ár. Jóhannes var sá yngsti í bekknum, en ekki háði það honum í náminu eða félagslífi skólans, því að á báðum sviðum var hann í fremstu röð. Námið sóttist honum ágætlega og mun hann ekki hafa þurft mikið fyrir því að hafa þar sem skilningurinn var skarpur og minnið gott. í félagslífi skólans tók hann mikinn þátt og gegndi þar trúnaðarstörfum og starfaði vel. Hann var t.d. kosinn formaður nem- endamótsnefndarinnar árið 1954 og gegndi því starfí við góðan orðstír, en slík aðalskemmtun skólans krefst ætíð mikillar skipu-. lagningar og undirbúningsvinnu af hálfu þeirra sem um hana eiga að sjá. Við bekkjarfélagar Jóhannesar eigum svo sannarlega fjölmargar góðar og skemmtilegar minningar um hann frá skólaárunum og frá samfundum eftir að skóla lauk. Hann var ætíð hinn glaði og reifi maður í hópi skólafélaga. Það var oftast glatt á hjalla þar sem Jóhann- es var mættur og hann mætti manna bezt á fundi og samkomu skólafélaganna. Mælskan, glað- værðin og fyndnin hrifu menn og hristu hópinn saman. En hann var ekki síður tillögugóður og maður framkvæmdanna, ef eitthvað þurfti að gera. Þá var ekki síður gott að eiga hann að. Að loknu lögfræðiprófí árið 1962 kvæntist Jóhannes Önnu Fríðu Björgvinsdóttur, hinni ágætustu konu, og eignuðust þau tvö börn, sem hafa nú bæði lokið háskóla- prófi. Þau eru Helgi lögfræðingur og Kristín kennari. Við vottum fjöl- skyldu Jóhannesar okkar innileg- ustu samúð. Vissulega hefðum við viljað hafa okkar góða bekkjarfélaga miklu lengur á meðal okkar. Það kemur enginn í hans stað. En við þökkum fyrir allar góðu minningarnar og gerum okkur ljóst hversu ríkari við erum að hafa kynnst honum og átt hann að félaga. Okkur fínnst vel við eiga að kveðja hann með þessu erindi úr Hávamálum: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama, en orðstírr deyr aldregi hveim sér góðan getur.“ Helgi Gunnar Þorkelsson Á útfarardegi móður minnar sl. föstudag 14. september kom á heimili okkar dótturdóttir Friðgerð- ar Benediktsdóttur; Anna Fríða, dóttir Krístínar Ólafsdóttur og Björgvins Finnssonar læknis. Frið- gerður Benediktdóttir var ein mesta og besta velgjörðarkona móður minnar, sem móðir mín mat meira en alla aðra, en þær kynntust í Bolungarvík 1908, og urðu vinkon- ur. Anna Fríða hefir þá hæfileika að öllum líður unaðslega í návist hennar, hún og hennar fólk lifír og starfar í fullu samræmi við hulin öfl góðleiks og sannleiks. Hún bar kveðju eiginmanns síns. Laugar- daginn 15. september sl. var Jó- hannes eigjnmaður hennar kallaður skyndilega til hærri sviða. Þegar við vorum drengir áttum við heima skammt frá hvor öðrum; gengum í Austurbæjarskólann, þekktum þar í kring holtin, móana og urðimar. Eitt aðaleinkenni Jóhannesar L. L. Helgasonar hrl. var framúrskar- andi vandvirkni, ekkert var of mik- il fyrirhöfn, ef það gat styrkt það, sem hann var að koma til leiðar hvað sem það kunni að sýnast lítils virði. Jóhannes gerði allt sem hann gat til þess að fegra Iífið og gera það yndislegt. Hann skóp sér gæfu og lífslán, eignaðist dýrar perlur, göfuga for- eldra og tengdaforeldra, ástfólgna eiginkonu, vin sem treysta má, vin sem hann gat leitað ráða hjá, þó hann væri vanur að fást við torfær- unar í lífsstarfinu sem hæstaréttar- málaflutningsmaður. Börnin eru dýrmætustu perlur þeirra, Helgi og Kristín, miklar mannkostamann- eskjur, með Ijúfmannlegt viðmót og alúðlega framkomu. Jóhannes L.L. Helgason hrl. naut trausts og virðingar samferða- manna. En nú er hann horfinn sýni- legum návistum en eftir eru bjartar og blíðar endurminningar. Það er sárt er hjarta ástvinar hættir að slá, þá er eins og lokist heil veröld kærleika, yndis og ástúð- ar, okkur sem eftir sitjum og öll gleðiljós slokkni. Fjölmennur hópur vina saknar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.