Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 37 félk í fréttum Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir Réttað var í Gillastaðarrétt í Laxárdal sunnudaginn 16. september. HAUSTVERK Réttað í Gillastaðarrétt Réttað var í Gillastaðarétt í Lax- árdal sunnudaginn 16. septem- ber. Um íj'ögur þúsund fjár komu í fyrstu rétt, sem er fremur margt miðað við undanfarin haust og það kemur til af því hvað tíð hefur verið hagstæð á afrétt þar til nú í septem- ber, en aldrei neinir kuldar. Ekki var margt fólk í réttinni, en féð var fallegt og vel á sig komið og bændur ánægðir miðað við að- stæður. Kaffiveitingar voru í réttar- skúrnum eins og venjulega og eru það konur úr kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur sem sjá um þær . SLYSÁVARNIR Kynning á starfsemi SVFI Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi hefur unnið mjög þarft starf á undanförnum árum. Þeir eru fljótir til ef á þarf að halda. Björgunársveitin á hús í Stykkishólmi þar sem þeir hafa starfsemi sína. Helgina 8.-9. september var sveitin búin að undirbúa dagskrá í mörgum lið- um og meðal annars kom í heim- sókn björgunarbáturinn Henry Hálfdanarson og fóru Berserkir á sínum bát út á flóann á móti. Kl. 10 á laugardag lagðist svo báturinn að bryggju og var öllum sem áhuga höfðu á því leyft að skoða bátinn. Var það vel notað. Þar á eftir var vörusýning á veg- um Innkaupasambands SVFÍ í björgunarstöð Berserkja. Þar á eftir fór fram kynning á SVFÍ, Slysavamaskóla sjómanna og Tilkynningaskyldu íslenskra sjó- manna. Á sunnudag var svo fyrirhug- að að halda ýmiskonar æfingar en vegna roks og rigningar varð að hætta við það, en þess í stað var haldin samkoma í nýju kirkj- unni, þar sem var dagskrá sem Morgunblaðið/Árni Helgason Björgunarbáturinn Henry Hálfdanarson leggur að bryggju í Stykkishólmi. nefndist: SVFÍ í máli og mynd- um, og stóðu fyrir henni séra Gísli H. Kolbeins og Hannes Þ. Hafstein. Þá hafði verið ákveðið að hafa undirbúning að stofnun slysavamasveitar, eða vekja upp gömlu slysavamadeildina „Ald- an“. - Árni * Morgunblaðið/Einar Falur Norrænir kennarar sem vinna að gagnabankaverkefninu Óðni hittust á íslandi á dögunum. UPPLY SINGAÖLD Norræni gagnabankinn Oðinn NÝLEGA var staddur hér á landi hópur norrænna kennara er hefur unnið að samnorræna verk- efninu Óðni. Unnið hefur verið að verkefninu, sem skólar frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í, í rúmt ár og er markmið þess fyrst og fremst að byggja upp tölvugagna- banka. Norrænu gagnabankarnir verða látnir vinna saman og unnin ýmis verkefni tengd norrænum bók- menntum, umhverfismálum o.fl. Víða um heim er nú unnið að gagnabankaverkefnum af þessu tagi en norræni gagnabankinn Óð- inn er eina verkefnið á Norðulönd- um þar sem skólar koma við sögu. í hópnum sem var staddur hér á dögunum voru sautján manns, stjórnarnefnd verkefnisins og kenn- arar er því tengjast. Var hann hing- að kominn til að gera upp síðasta starfsár og skipuleggja vinnuna fyrir næsta vetur. Einn gagnfræðaskóli og einn menntaskóli á hveiju Norðurland- anna fær stuðning frá NORDINFO til að vinna að Óðni. Þeir íslensku skólar sem tóku þátt í þessu verk- efni á síðasta vetri voru Gagnfræði- skólinn á Ólafsfirði, undir leiðsögn Þóris Jónssonar, og Verslunarskóli íslands undir leiðsögn Magnúsar Þorkelssonar. í vetur mun liklega Menntaskólinn við Sund taka þátt í verkefninu í stað Verslunarskól- ans, einnig undir leiðsögn Magnús- ar Þorkelssonar. Stjórnarhópur verkefnisins kom saman á Ólafsfirði og eftir að kenn- ararnir komu funduðu menn í Hjarðarskóla í Ölfusi. COSPER Komdu undan borðinu, Gísli, það ert þú sem átt að keyra heim. Matreióslumennirnir David Wallach gestur frá U.S.A. og Guómundur I’orsson CALIFORNIA MATUR EINS OG HANN GERIST BESTUR lYIatrcióslumaóurinn David Wallach heimsækir Hard Rock Cafe frá 20. til 30. sept. frá kl. 18 öll kvöld Á boóstólum veróur amerískur matur meó frönslm, ítölsku og austurlensku ívafi SÝNIRHORN ÚR MATSEÐLI FORRÉTTIR SPIGY THAILOBSTER TAILS WITH LEMON CUCUMBER SALAD (VEL KRYDDAÐIR HUMARHALAR AÐ HÆTTI TÆLANDS MEÐ SÍTRÓNU-GÚRKUSALATI KR. 995,- ADALRÉTTIR EXOTIC WILD MUSHROOM PASTA WITH DUCK CONFIT AND FRESH SAGE (VILLISVEPPA PASTA MEÐ ANDARKJÖTSMAUKI) KR. 795.- JACK DANIELS CREME CARAMEL (JACK DANIEL KARAMELLUBÚÐINGUR) KR. 425.- Elskum alla - þjónum öllum Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.