Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B De Klerk Ijær máls á jöfhum atkvæðisrétti Washington. Reuter. FREDERIK W. de Klerk forseti Suður-Afríku sagði í fyrsta skipti í gær að hann gæti fallist á að svartir og hvítir íbúar landsins hefðu jafnan atkvæðisrétt. De Klerk sem nú er í opinberri heim- sókn í Bandaríkjunum bætti því skilyrði þó við að tryggð yrðu réttindi minnihlutahópa i landinu við gerð nýrrar stjórnarskrár. De Klerk hitti bandaríska þing- menn í gær. Robert Dole leiðtogi repúblikana í þinginu sagði að lokn- um fundinum að hann teidi að de Klerk hefði tekist prýðilega að vinna stefnu sinni fylgi. William Gray, þeldökkur þingmaður demó- krata krata, sagði hins vegar að fæstir vissu hvert de Klerk stefndi í raun. A fréttamannafundi í Washing- ton í gær sagðist de Klerk telja að fundur sinn með George Bush Bandaríkjaforseta á mánudag hefði stuðlað að því að Bandaríkin afléttu viðskiptaþvingunum gagnvart Suður-Afríku enda hefðu þær ein- ungis haft neikvæðar afleiðingar. Að sögn dagblaðsins New York Times hét Bush því að reyna að fá þingið til að láta af efnahagsþving- unum að gefnum vissum skilyrðum um pólitískar umbætur. F. W. de Klerk Saumað vegna sameiningar Reuter Rétt vika er nú til sameiningar þýsku ríkjanna tveggja. Saumakona í Vestur-Berlín sést hér festa vestur- þýska skjaldaimerkið, örninn, á fána ríkisins. Eins og vænta mátti hefur ríkisstjórn landsins pantað ókjörin öll af ríkisfánum, þ.e. með skjaldarmerkinu, tii að flagga á sameiningardeginum, 3. október. Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunin: Alnærai heij- ar á börnin Genf. Reuter. BÚIST er við að fram til alda- móta muni 10 milljónir barna smitast af alnæmisveirunni. Er þessi spá byggð á tölum um út- breiðslu veirunnar meðal barna en þær hafa ekki áður verið birtar. Segir Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunin (WHO) að þetta þýði að endurskoða verði allar spár um útbreiðslu alnæmis. Nú er talið að 700.000 börn beri alnæmisveiruna. Þar af hafa 400.000 veikst af alnæmi. Samtals eru alnæmissjúklingar sem sýna einkenni nú 1,2 milljónir talsins. WHO reiknar með að um aldamót- in hafi komið fram 25-30 milljónir smitbera. Útbreiðsla alnæmis er langmest í Afríku. Fjórði hver íbúi í þéttbýlis- kjörnum Austur- og Mið-Afríku ber alnæmisveiruna og níu af hveijum tíu alnæmistilvikum með- al barna eru í Afríku. Talið er að 30% líkur séu á því að barn móður sem ber veiruna smitist. Þau börn sem sleppa eiga þó oft erfitt líf fyrir höndum vegna fráfalls móður eða beggja foreldra. • • Oiyggisrað SÞ samþykk- ir loftferðabann á Irak Sameiiuiðu þjóðunum. Nikosíu. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær loftferða- bann á Irak í refsingarskyni fyrir innrásina í Kúvæt 2. ágúst sl. Öll flugumferð til og frá landinu verður stöðvuð nema það stríði gegn mannúðarsjónarmiðum. Til að leggja áherslu á mikilvægi málsins voru 13 af 15 fulltrúum í ráðinu utanríkisráðherrar sinna landa. Einungis Kúba greiddi at- kvæði gegn tillögunni. Edúard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, varaði íraka við því í gær að Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu völd til þess að beita her- valdi til að frelsa Kúvæt. í ávarpi á Allsheijarþingi SÞ sagði hann að Gorbatsjov hafnar hugmyndum Solzhenítsyns um nýtt ríki Slava Moskvu. Reuter, dpa. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og leiðtogi kommún- ista þar eystra, gerði í gær að umtalsefni hugmyndir þær um framtíð ríkjasambandsins er nóbelsverðlaunarithöfundurinn og útlaginn rússneski, Alexander Solzhenítsyn, kynnti í ritgerð fyrir skömmu. Gorbatsjov fór lofsamlegum orðum um Solzhenítsyn en kvaðst ekki geta tekið undir þá liugmynd hans að Slövum búsettum í Rúss- landi, Hvíta-Rússlandi, Ukraínu og norðurhluta Kazakhstan bæri að stofna nýtt ríki um leið og ríkjasambandið sovéska yrði leyst upp. Þessar hugmyndir Solzheníts- að þessi skrif hans hafi vakið al- yns, sem var sviptur sovéskum ríkisborgararétti árið 1974 og rek- inn frá heimalandi sínu vegna skrifa sinna um níannréttindabrot valdhafa í Sovétríkjunum og þrælk- unarbúðir staiínismans, birtust í síðustu viku í Komsomolskaja Pravda, málgagni ungliðahreyfing- ar sovéska kommúnistaflokksins. Solzhenítsyn nýtur mikillar virð- ingar í Sovétríkjunum og hermt er menna athygli, ekki síst í fyrr- nefndum lýðveldum, þar sem fjöl- margar þjóðir og þjóðarbrot hafa blásið í lúðra í nafni sjálfstæðis. Gorbatsjov kvaðst aðspurður á þingi í gær hafa lesið þessa grein rithöfundarins tvívegis. Kvaðst hann hafa komist að þeirri niður- stöðu að höfundurinn sýndi öðrum þjóðum Sovétríkjanna ekki tilhlýði- lega virðingu. Byltingarleiðtoginn Vladímir Lenín hefði allt fram til sinnar hinstu stundar barist fyrir því að sérhverri þjóð og þjóðar- broti auðnaðist að njóta frelsis í Sovétríkjunum og gætu þær þannig horft með bjartsýni til framtíðar- innar. Sagðist hann þess fullviss að þessi draumur Leníns myndi senn rætast og vísaði til þess að hafin væri vinna við drög að nýjum sáttmála um samband Sovétlýð- veldanna 15. Gorbatsjov sagði hugmyndir Solzhenítsyns vera sér framandi. „Hann er allur í fortíðinni en ég, sem lýðræðissinni, er hallur undir róttækar hugmyndir,“ sagði Gorb- atsjov en bætti við að ritsmíðin verðskuldaði nánari umfjöllun ekki síst í ljósi þess hver höfundurinn væri. „Hann er að sönnu mikil- menni,“ sagði Sovétleiðtoginn en á árum áður var Solzhenítsyn talinn í hópi föðurlandssvikara vegna skrifa sinna. Gorbatsjov minntist hins vegar ekki á skrif Solzhenítsyns um sögu kommúnismans í Sovétríkjunum en í greininni sagði hann umbóta- stefnu Sovétleiðtogans , sem kennd er við perestrojku, „aumkunar- verða". Sovéska dagblaðið Trúd skýrði frá því í gær að Solzhenítsyn hefði verið gerður að heiðursborgara í borginni Ríjasan í Rússlandi en þar dvaldist hann er hann skrifaði bók- ina „Dagur í lífi Ivans Denísovítsj". Sjá ennfremur „Grein dreift til fjölmiðla...“ á bls. 20. heimurinn væri á barmi styijaldar og skoraði á íraka að sýna skyn- semi. Ávarp frá Saddam Hussein íraks- forseta var sýnt í bandarísku sjón- varpi í gær. Þar sagði hann að George Bush Bandaríkjaforseti stefndi að styrjöld sem yrði þjóðinni enn dýrkeyptari en Víetnam-stríðið. Ráðamenn í Sýrlandi og íran lýstu því yfir í gær að þeir hefðu sömu afstöðu til Persaflóadeilunnar. Assad Sýrlandsforséti lauk í gær opinberri heimsókn sinni til írans. Ilann gagnrýndi bæði innrás íraka í Kúvæt og hernaðaruppbyggingu Vesturlanda í Saudi-Arabíu en lagði áherslu á að hið fyrra væri orsök hins síðara. Að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times hafa írakar flutt búnað til að hreinsa eiturgas af mönnum og farartækjum til landa- mæra Saudi-Arabíu. Blaðið vitnar í ónafngreinda heimildamenn í banda- ríska stjórnkerfinu og segir að þetta sýni að írakar séu að búa sig undir efnavopnastríð. Sérfræðingar segja hins vegar að útilokað sé fyrir Iraka að framfylgja hótun Saddams Huss- eins um að stöðva með árásum olíu- framleiðslu við Persaflóa. Olíulindir á landi í Saudi-Arabíu skipti til dæm- is hundruðum. Hins vegar væri auð- veldara að ráðast á olíuborpalla Saudi-Araba á hafi úti en slíkt myndi ekki hafa mikil áhfrif á heildarfram- leiðslu landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.