Morgunblaðið - 26.09.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.09.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 Morgunblaðið/Rúnar Þór Síðustu daga hefur veðuúblíða verið einstök, þannig að svo til allir starfsmenn Slippstöðvarinnar hafa drifíð sig út að mála. Þegar haustar að mun stór hluti starfsmanna færa sig inn í skemmu þar sem hafín er smíði á nýjum skuttogara fyrir Ós hf. í Vestmannaeyjum. Slippstöðin hf.: Smíði á nýjum skuttogara fyrir Os í Vestmannaeyjum hafín SMÍÐI á nýju skipi fyrir útgerð- arfélagið Os í Vestmannaeyjum er hafinn hjá Slippstöðinni á Akureyri. Skipið verður 37 metra langt og 8 metra breitt, skuttogari með möguleika á netaveiðum. Slippstöðin tekur aflaskipið Þórunni Sveinsdótt- ur VE upp í kaupin. Nýja skip- ið verður væntanlega tilbúið næsta sumar. „Smíðin hefur smám saman verið að fara í gang hjá okkur, það er búið að stilla upp einum skipshluta og verið að smíða aðra,“ sagði Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar. Margskonar viðhaldsverkefni verða í gangi fram undir október- lok og sagði hann að verkefni sumarsins hefðu teygst lengur fram á haustið en á undanförnum árum. „Viðhaldsvertíðin nú stend- ur lengur en við eigum að venjast og það kemur sér vel. Að sumu leyti kemur það til af því að okk- ur hefur tekist að semja um að skipin komi á þessum tíma og einnig er ekki sami þrýstingur á hvað varðar loðnuskipin, menn eru búnir að sætta sig við að það veiðist ekki loðna svo snemma hausts," sagði Sigurður. Brátt sér þó fyrir endann á hefðbundn- um viðhaldsverkefnum stöðvar- innar og verður þá af fullum krafti farið í nýsmíðaverkefnið. Það verkefni mun þó þegar best lætur nýtast á milli 40-50% af mannafla stöðvarinnar þannig að Sigurður sagði ljóst að leita þyfti annarra verka með. Nýsmíðin væri kjölfestuverkefni sem nauð- synlegt væri fyrir starfsemi Slipp- stöðvarinnar ásamt tilfallandi verkefnum, en jafnframt yrði haldið áfram að fylgjast með og bjóða i önnur verk- „Þessi nýsmíði hefur í för með sér föst verkefni fyrir stöðina þannig að við leggj- um óhræddir í veturinn," sagði Sigurður. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs endurskoðuð: Akureyrarbær hefur skuldbundið sig í atvinnurekstri með hlutafjárloforðum Útgjöld hækkuð vegna unglingavinnu, snjómoksturs og kaupa á landi BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á siðasta fundi sínum breytinga- tillögur sem bæjarráð gerði við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar. Breytingar á endurskoðaðri fjárliagsáætlun eru m.a. að tekjuhlið hennar hækkar um 57,5 milljónir, rekstrargjöld um 51,5 og eignabreytingar um 8,5 milljónir króna. Útgjöld vegna sumarvinnu unglinga, snjómoksturs og landakaupa hafa hækkað frá upphaflegri áætlun auk fleiri atriða, en til að mæta auknum útgjöldum hefur orðið að fresta ýmsum framkvæmdum m.a. á sviði gatnagerðar. Félag málm- iðnaðarmanna: Lítiðnm verkeftii ogatvinna ótrygg ATVINNA málmiðnaðarmanna í Eyjafirði er afar ótrygg nú á haustdögum, lítið um verkefni og engin stór verk fyrirsjáan- leg. Örfáir málmiðnaðarmenn er atvinnulausir, en nokkrir hafa flutt búferlum af svæðinu. Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðarmanna sagði að fremur dauft væri yfir varðandi atvinnu málmiðnaðarmanna á öllu - Eyjafjarðarsvæðinu. „Það er óhætt að fullyrða að ástandið er mjög ótryggt, það er lítið að gera eins og er og ekki fyrirsjáanlegt að það breytist mikið í vetur þar sem engþn stór verkefni eru fram- undan,“ sagði Hákon. Það eru ekki margir í félaginu án atvinnu nú, en hins vegar hafa nokkrir flutt burtu og ég verð ekki var við annað en þeir fari suður.“ Afinælisfagn- aður Þórs íþróttafélagið Þór efnir til afmælisfagnaðar í Sjallanum á laugardagskvöld, en félagið varð 75 ára 6. júní síðastliðinn. Á afmælisfagnaðinum mun hljómsveit Ingimars Eydal leika fyrir dansi, Galgopar skemmta, Erla Stefánsdóttir syngur og Bjarni Hafþór Helgason fyrrum liðsmaður Þórs flytur gamanmál. Miðasala og borðapantanir verður í Hamri, félagsheimili Þórs í kvöld, miðvikudagskvöld og ann- að kvöld frá kl. 18-20. Fram af kambi og yfír á UNGUR ökumaður slasaðist lítilsháttar er bifreið sem hann ók.fór nokkuð óvenju- lega leið yfír Hálsá, en skömmu áður en hann kom að Hálsbrú sunnan Dalvíkur fór hann út af og bifreiðin rann yfir ána. Það var skömmu fyrir há- degi á laugardag, sem ökumað- urinn fór út af, krapi var á veginum og hjólför höfðu myndast. Að sögn lögreglu hafa þau að líkindum eitthvað farið úr skorðum, ef til vill vegna framúraksturs, þannig að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og flaug hún fram af háum kambi, út í ána þar sem hún fleyttist yfir á bak- kann hinum megin. Ökumaður slapp með lítilsháttar meiðsl, en bifreiðin skemmdist mikið. Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs, sagði að nauðsynlegt hefði verið að endurskoða fjárhagsá- ætlun bæði'þar sem slíka endurskoð- un þarf að framkvæma lögum sam- kvæmt og einnig vegna margra þátta sem upp hafa komið á þeim mánuð- um sem liðnir eru síðan fjárhagsáætl- un var afgreidd. Átt hafi sér stað verulega skuldbindingar Akureyrar- bæjar í atvinnurekstri, m.a. sam- þykktir um aukið hlutafé í Krossa- nesi, ístess og Útgerðarfélagi Akur- eyringa. „Breytingar sem gerðar voru á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs tóku líka mið af þeirri staðreynd sem menn urðu að sætta sig við í vor þegar í ljós kom að hlutur sveitarfélaga í staðgreiðslu hafði verið verulega of- reiknaður á síðasta ári. Þetta þýddi m.a. að Akureyrarbær verður að endurgreiða um 50 milljónir króna á þessu ári vegna skekkjunnar. Fyrir þessu hafði að sjálfsögðu ekki verið gert ráð og því var fjárfestingum og framkvæmdum fyrir um 40 milljónir króna frestað," sagði Sigurður. Helstu breytingar á útgjöldum urðu þær að sumarvinna unglinga hækkaði um 17 milljónir frá því sem áætlað hafði verið, en reynt var að leysa vanda allra þeirra unglinga sem ekki fengu vinnu annars staðar. Snjómokstur varð einnig kostnaðar- samari en búist var við, þó svo gert hafi verið ráð fyrir ærnum tilkostn- aði og þurfti til viðbótar áætlaðri upphæð að bæta við 8 milljónum króna. Landakaup hafa og orðið mun meiri en reiknað var með og má nefna að bærinn hefur keypt Ytra- Krossanes og Reyki í Hálshreppi á árinu, en hækka þurfti þennan lið fjárhagsáætlunar um 32 milljónir króna. Lækka varð tekjur af íþrótta- mannvirkjum, aðallega sundlaug við Glerárskóla, vegna ofáætlaðra tekna og veita þurfti aukalega 13 milljón- um króna til Verkmenntaskólans svo hægt yrði að hefja skólastarf í nýrri álmu í haust. Þá gerði samningur um byggingu þjónustukjarna við Víðilund ráð fyrir 6 milljónum meiri fjárþörf en áætlað hafði verið. Sigurður sagði að til að mæta þessum útgjöldum yrði að fresta ýmsum framkvæmdum, m.a. á sviði gatnagerðar og eignabreytinga. Það dugaði þó ekki til, svo lántökur munu aukast lítillega á milli ára, eða um 15 milljónir króna og koma þar til fasteignakaupalán. Þá hefur bæjarráð tekið þá ákvörðun að þau hlutabréfakaup sem gerð hafa verið að undanförnu verði færð á Framkvæmdasjóð og mun hann fjármagna hlautabréfakaupin með lántökum. Hlutafjárloforð til Krossaness verður fjármagnað með yfirtöku lána af rekstrinum og skuldabréfi til 10 ára. Hlutafjáraukn- ing í ístess hf. og Útgerðarfélagi Akureyringa hf. er hins vegar fjár- mögnuð með hluta af skuldabréfaút- boði bæjarins sem fram fór í haust. „Með þessum aðgerðum hefur Akur- eyrarbær tryggt fjármuni til allra sinna framkvæmda og skuldbindinga á þessu ári. Þess ber að geta að skuldbreyting sem bærinn gerir gagnvart Krossanesi með yfirtöku lána er yfirtaka þeirra lána sem tek- in voru með fullri bæjarábyrgð á sínum tíma. Greiðslustaða Akur- eyrarbæjar mun verða sambærileg um næstu áramót við þau síðustu ef allt fer sem horfir og mikil eigna- myndun hefur átt sér stað, þó hún endurspeglist ekki að fullu í reikning- um þar sem sveitasjóðir afskrifa mikið af sínum framkvæmdum á framkvæmdaárinu. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.