Morgunblaðið - 26.09.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 26.09.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 29 Morgunblaðið/Emilía Eiríkur Orn Pálsson og Ríkharður H. Friðriksson. Tónlistarhátíð ungs fólks á Norðuriöndum: Níu Islendingar taka þátt í hátíðinni 1 ár TÓNLISTARHÁTÍð ungs fólks á Norðurlönduin (Ung Nordisk Musik- fest) verður í ár haldin dagana 30 september til 7. október í Hels- inki. Frá Islandi fara að þessu sinni á hátíðina þrír hljóðfæraleikarar og sex tónskáld. Af þessu tilefni heldur UNM á íslandi tónleika í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar á Laugarnestanga í kvöld, miðvikudaginn 26. september, kl. 20.30. Þar verða flutt sýnishom þeirra verka sem fara á hátíðina í Helsinki. Gefst fólki hér kostur á að kynna sér hvað yngsta kynslóð íslenskra tónskálda er að fást við í dag. Á tónleikunum munu meðlimir Caput-hópsins, þau Jóhanna Þór- hallsdóttir söngkona, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Guðni Franzon klarinettleikari og Örn Magnússon píanóleikari fiytja verk eftir Ríkharð H. Friðriksson, Hilmar Þórðarson, Eirík Örn Pálsson og Helga Pétursson. Að tónleikum loknum verða kaffi- veitingar þar sem fólk fær tækifæri til að hitta tónskáld og flytjendur að máli. Afmæliskveðja: Sigurður Sörens- son, Stykkishólmi Ferðamanni, stöddum í Kerling- arskarði á Snæfellsnesi og lítur Breiðafjarðareyjar fyrir fótum sér, finnst sú mynd fögur og geymir í huga sér og grípur til, þegar rætt er um sérstæða staði. Annað er með þá er ólust upp í þessum eyjum og þekkja nærmyndina og lærðu snemma að þræða sund og strauma. I þeirra huga er myndin samgróin og föst í minningunni. Þeir þekkja töfra og leyndardóma eyjanna, vita að myndin er stöðugt á hreyfingu og sviðið breytilegt. Boðar og sker birtast og hverfa og hinar smáu eyjar stækka og breiða úr. sér og verða að löndum, en dragast saman á næsta flóði.- Iðuköst og boðaföll stórkostlegri en annars staðar hér á landi og býður hana hveijum þeim sem í þau hrekst. Á öðrum stöðum, sviptivindar frá bröttum hlíðum og í hveiju sundi leynist steinn. Við ferðir um slíkt hafsvæði þarf þekk- ingu, nákvæmni og aðgæslu meiri en annars staðar við strendur þessa lands. Löng leið verður ekki farin beint. Um þessar mundir eða nánar til tekið 27. september verður Sigurð- ur Sörensson, fynverandi hafsögu- maður í Stykkishólmi, 70 ára, sem vekur manni furðu sakir unglegs útlits og kvikra hreyfinga. Síkátur með bros á vör. Ræðinn og skemmtilegur. Snyrtimenni. Opinn fyrir hvers konar umræðu sem er háttur sannra Hólmara. Sem barn var hann tekinn í ferð- ir um Breiðafjörðinn af fóstra sínum og frænda, Oddi Valentínussyni, þeim landskunna sæfaranda. Betri leiðbeinanda var ekki völ, enda mun Sigurður hafa mesta þekkingu á krókaleiðum Breiðafj arðareyj a, þeirra sem nú lifa. Um árabil eða frá 1945 til 1952 hafði hann á hendi sérstaka þjón- ustu við suðureyjabyggð Breiða- fjarðar, það tímabil þegar dregur úr fastri búsetu þar og henni lýkur með öllu. Eg minnist komu Sigurðar til Akureyjar í Helgafellssveit þegar ég var þar barn að alast upp, stund- um kom hann við erfiðar aðstæður í. náttmyrkri og stormi þar sem venjulegar leiðir voru ekki valdar, enda lá mikið við. Það virtist honum nægjlegt að grilla í hólma eða sker til að vita hvar hann var staddur. Þá sagði sjólagið sitt. Sjálfur hef ég upplifað og þekki að vera ræstur út að nóttu í slæmu veðri og eiga framundan erfiða bílferð. Þá varð mér hugsað til þeirra sem áttu sjó- leið að fara. Á þessum árum voru öryggistæki byggðarinnar talstöðin og að eiga Sigurð að. Og enn minn- ist ég öryggiskenndarinnar að vera kominn í bát til Sigurðar. Þar fór afreksmaður. Og nú þegar tekur að húma að á ævikvöldi hef ég sannfrétt að þegar fréttum er lokið í sjónvarpi og Dallasmyndir hefjast rísi Siggi Sör á fætur og gangi út á Bókhlöðu- höfðann þar sem sér best yfir suður- eyjar Breiðafjarðar og horfi yfir sund og eyjar. Það er sú mynd sem honum er kærari en aðrar. í þeirri mynd sér hann ævistarf sitt í glímu við strauma og rastir og í stafni glæsiskipa sem hann stýrði til hafn- ar. Og myndir birtast af lygnum vogum og friði sem hvergi er meiri en í Breiðafjarðareyjum. Ég óska vini mínum til hamingju með daginn. Jón Pétursson j ■ ■ ATVINNUHÚSNÆÐI Sérstakt tækifæri! Til leigu er verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Hér er um að ræða hús,næði í eftirfarandi stærðum: Skipholt: 1. hæð 136fm = verslunarhúsnæði. 3. hæð 55 fm = skrifstofuhúsnæði. 3. hæð Ármúli: 48 fm = skrifstofuhúsnæði. 3. hæð 71 fm = skrifstofuhúsnæði. Upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 82300 Frjálstframtak Armúla 18.108 Rayk)avfc AAalsknfstofur: Armúla 18 - Slmi 82300 Bílalyftur Við eigum óráðstafað einni af hinum óvenju vönduðu v-þýsku Slift 2,5 tonna 2ja pósta bílalyftum. Mjög hagstætt verð. __ Markaösþiönustan— Sími: 26984. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Kjördæmisráðið á Suðurlandi Fundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi verður hald- inn í Hellubíói laugardaginn 29. september nk. og hefst kl. 16.30. Á fundinum verður m.a. rætt um frágang framboðslista vegna næstu alþingiskosninga. Stjórn kjördæmisráðs. Austurlandskjördæmi Almennir stjórnmálafundir í Austurlands- kjördæmi verða haldnir sem hér segir: Eskifirði, fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 20.30 í Slysavarnarhúsinu. Norðfirði, föstudaginn 28. þ.m. kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu. Egilsstöðum, laugardaginn 29. þ.m. kl. 14.00. Á fundina kemur Ingi Björn Albertsson, alþingismaður, þingmenn og varaþing- menn Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. IIFIMDAI.IUK Hvað er að gerast í húsnæðismálunum? Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna i Reykjavík, heldur opinn fund um húsnæðismál og hið opinbera hús- næðiskerfi í Valhöll fimmtudaginn 27. september kl. 20.30. Framsögumenn verða Þórhallur Jósepsson, formaður húsnæðismála- nefndar Sjálfstæðisflokksins og Geir H. Haarde, alþingismaður. Allir velkomnir. Stjórn Heimdallar. Reykjaneskjördæmi Fundur verður haldinn í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins i Reykja- neskjördæmi miðvikudaginn 3. október kl. 20.30 i sal (þróttahússins i Bessastaðahreppi. Dagskrá: 1. Kosning kjörnefndar. 2. Tekin ákvörðun með hvaða hætti valdir verði frambjóðendur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi við næstu alþingiskosningar. 3. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðs. Kæru Seltirningar Miðvikudaginn 26. september verður okkar fyrsti fundur haldinn í félags- heimili okkar á Aust- urströnd 3 kl. 20.30. Fundarstjóri verður Jón Hákon Magnús- son. Gestur fundar- ins verður Halldór Blöndal alþingis- maður. Allir velkomnir til skrafs og ráöagerða. Kaffi á könnunni. Stjórnin og FUS, Baldur. Kennsla Vélritunarkennsla Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.0Ö. Vélritunarskólinn, s. 28040. F ÉLAGSÚF I.O.O.F. 9 = 1729268'h = I.O.O.F. 7 = 1729268'A = □ HELGAFELL 59909267 IV/V- Fjst. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. „Samfélag trúaðra". Ræðumað- ur: Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. ÚTIVIST GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI UiOt Haustlitaferð í Bása 28.-30. sept. Skipulagðar gönguferðir um Goðaland og Þórsmörk. Dagsferð í Bása. Sunnudag 30. sept. Siðasta dagsferðin á árinu. Ath.: Söguferð á Njáluslóðir verður frestað til 19. okt. Myndakvöld fimmtud. 4. okt. Sýndar myndir úr Þórsmerkurgöngunni, grill- veislunni og frá göngu á Þríhyrn- ing. Eftir hlé, myndir frá skála- byggingu Útivistar á Fimm- vörðuhálsi. Kaffihlaðborð innifa- lið í miðaverði. Fjölmennum á þetta fyrsta myndakvöld vetrarins. Sjáumst! Útivist. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA • KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Haraldur Jóhanns- son. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 195331 Helgarferðir 28.-30. sept. 1. Landmannalaugar - Jökul- gil. Nú er komið að síðustu og einni áhugaverðustu Land- mannalaugaferð ársins. Frábær gistiaöstaöa í upphituðu sælu- húsi F.í. Ekið og gengið um hið litskrúðuga Jökulgil og margt fleira á dagskránni. 2. Haustlitaferð í Þórsmörk. Það er á fáum stöðum skemmti- legra að dvelja þegar haustar að, en í Skagfjörösskála, Langa- dal. Gönguferðir við allra hæfi. Upplýs. og farm. á skrifst., Öldu- götu 3, símar 19533 og 11798, Haustlitir í Þórsmörk, sunnu- dagsferð 30. sept. kl. 8. Stans- að 2-3 klst. í Mörkinni, en á heimleið verða Nauthúsagil og Bæjargilið við Stórumörk skoð- uð í haustlitum (nýttl). Allir eru velkomnir í Ferðafélagsferðir, en það borgar sig samt að ger- ast félagsmaður. Hringið eða komið við á skrifstofunni. Af- sláttur í helgarferðir fyrir fé- laga. Munið haustlitaferð íÞórsmörk 5.-7. okt. (uppskeruhátíð og grillveisla). Ferðafélag Islands. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^tóum Moggansj__

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.