Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir CXXVII Engin spurning: „Og þó að ég væri sannfærð- ur um, að heimsendir yrði á morgun, myndi ég samt gróðursetja litla eplatréð mitt í dag.“ — Martin Luther (1483-1546.) Þegar ég hóf þerínan greina- flokk fyrir röskum 12 árum, grun- aði aðeins fáa hérlendis, að nátt- úruspjöll, náttúruránskapur, hrá- efnaskortur, offjölgun ósjálf- bjarga og vanþroskaðri jarðarbúa eða tortímingarógnir af völdum tæknihamfara í kjölfar eyðslu- og ofátshneigða yrðu ofar en neðst á lista yfir brýnustu úrlausnarefni nútíðar og framtíðar. Þótt þá væru liðin 20 ár frá því að bók Gúnther Schwab, Der Tanz mit dem Teufel, og 16 ár frá því að bók Rachel Carson, Silent Spring, komu fyrst út, hafði enn ekki orð- ið vart annars en smávægilegs titrings í upplýsingaheiminum. Það varð síðan fyrst með út- komu bókar Dennis L. Meadows og samstarfsfólks hans, The Lim- its to Growth, á vegum „The Club of Rome“ árið 1972, að efni og efnistök vöktu heimsathygli — og uppnám í hinum vösku skoðana- miðlum. Jafnvel „stjórnmála- menn“ urðu hlessa yfír að frétta, að almætti og herradómur manns- ins yfir sköpunarverki og náttúru- lögmálum voru ekki alveg jafn ótvíræð og þangað til hafði verið trúað. Arðvænleg iðja. Síðan þá má heita að umljöllun hafi ekki linnt. Viðfangsefnin hafa stöðugt færzt ofar á dagskrá, og eru nú komin efst. Ekki sízt í hópum merkra fræði- og vísinda- manna, sem á annað borð láta sig framtíð lífríkis og mannheims ein- hveiju skipta, eins og vænta mátti. Eins og einnig vænta mátti, hefir árangurinn einkum orðið feiknmikil bókasöfn, full af margs konar og misjöfnum álitsgerðum, skýrslum, hugleiðingum og heila- brotum, sem víst hafa yfirleitt varpað skýru ljósi á ríkjandi vanda, en hafa, með fáum undan- tekningum, sneitt hjá að kveða upp úr um raunhæfar heildar- lausnir. Og lái þeim það þeir ein- ir, sem alvizkuna eiga. Að sinni má það kyrrt iiggja; aðeins staldrað við þá staðreynd, að umhverfi og umhverfisvernd leika nú ekki lengur á tveim tung- um, heldur á allra vörum. Oftast er því þannig farið, að það, sem leikur á allra vörum, er bæði auðsagt og altalað, og nefn- ist almannarómur. Hann nær þá fyrst fullum afköstum eftir að hann hefir verið stílfærður og for- ritaður. Uppstrílaður og útblásinn verður hann síðan því áhugaverð- ari og munntamari þeim mun minna sem eigin þungi gæti rétt- lætt, og lýkur venjulega ferli fsínum í iðuköstum ræðustrauma á ráðstefnum. En hvernig ber að bregðast við, þegar að steðjar voði, sem er svo þungvægur af sjálfum sér, svo knýjandi, svo alvöruþrunginn, svo ógnvekjandi, að öll orð hverfa út í bláinn, allar útlistanir sýnast hjóm eitt og hégómi? Nú lifir fjöldi risafyrirtækja fjörugu pen- ingalífi á sviði upplýsingaiðju og rannsóknafúsks (blöð og tímarit, útvarp og sjónvarp), sem ýmist smjaðra fyrir almenningi eða ál- asa honum á víxl. Helzta frétta- og umræðuefni er af þeim toga, sem ætla hefði mátt að væri ekki sérlega vel til vinsælda eða veltu- aukningar fallið, og var reyndar ekki heldur fyrir fáum árum: svonefnt umhverfisvandamál eða náttúruvernd. En nú dylst væntanlega ekki mörgum, að þessi úrlausnarefni, sem þessar mundir eru á meðal þeirra fáu stórverkefna, er við og við ná að hrófla við hugsun- arleysi almennings, hefir orðið fyrir umijöllunum, útleggingum og efnistökum, sem hljóta að telj- ast að meira en einu leyti var- hugaverð. Töfrar tíðarandans. Auðvitað verður ekki efast um mikilvægi viðfangsefnanna. Þeim verður seint of ítarlegur gaumur gefinn. Fyrir nokkrum árum var skylt að leggja staðreyndirnar á borðið. Þess gerist naumást brýn- ust þarfa nú. Þær liggja þegar ljóslifandi fyrir, og hafa lengi gert. Að mjög alvarleg áhyggju- efni séu þrúgandi, að þessi alvar- legu áhyggjuefni séu afar mörg, og að bjargráðin, sem bjóðast, líti út fyrir að vera sársaukafyllri en sjúkdómurinn enn sem komið er — þetta allt er deginum ljósara og því alkunna. Skjalfastar sann- anir í skýrsluformi, studdar gúlpu- og línuritum, liggja fyrir í haugum, og geyma ómetanlegan hverfi umhverfistalsins. Af því að umhverfismál eru ákaflega ný á meðal áhugamála lýðs og leiðtoga, eins og hér að framan er greint, verður sú spurn- ing mjög áleitin, hvort um eitt- hvað varanlegt, einhveija við- horfsbreytingu geti verið að ræða — eða bara venjulegan goluþyt tíðarandans. Ekki ber að synja fyrir að tíðarandi geti haft gott í för með sér; en hvort tíðarandi sé heilnæmur eða spillandi, hvort hann þjóni heilbrigðum tilgangi eða sé einungis fíflagangur líðandi dags, það getur fólk, sem af hon- ura_ lætur stjórnast, ekki vitað. Ástæðan er beinlínis sú, að til- vist tíðaranda hvílir einmitt á því, að múgurinn eitir hann; og múgur er það nefnt, sem skortir hæfni til að gaumgæfa og gagnrýna. Múgur er að eðlisfari aðeins fall- inn til uppfyllingar í allrahanda félög og flokka. Hann er þess vegna kjörviður vinstrihreyf- inga, sem jafnan spretta upp af visnun einni saman. Um náttúruvernd og um- hverfismál gildir nákvæmlega það sama og um öll önnur við- fangsefni: Ef ætlunin er að komast að kjarna málsins, verð- að leitast við að grafast fyrir or- sakir. Ef þetta er rétt, ber að kanna rætur umhverfisófremdar. Enn skal riijað upp, að fyrir 20 árum var ekki orðin tízka að eyða orðum í umhverfisvanda, og hreint alls ekki fyrir 30 eða 40 árum. Það jafngildir því hins veg- ar ekki, að þá hafi vandinn verið óþekktur og að áhyggjur af nátt- úruspjöllum hafi blossað upp til- efnislaust af engu. Órafjarri þvf! Viðfangsefnið er vissulega gam- alt, en allt fram á síðustu ár krafð- ist tíðarandinn þess af þegnum sínum, að þeir hegðuðu sér allt öðruvísi en þeir gera nú — nefni- lega að viðurkenna ekki að vanda bæri að höndum. Og að stimpla sérhvern þann, sem gerðist svo djarfur að efast um, að öllu mætti fara fram sem fyrr, óaldarsegg eða gleðispilli, er truflaði friðsæld tæknilegra framfara. Allar teikningar skólabarna, er sýndu spúandi reykháfa verk- smiðja og iðjuvera, voru sagðar sanna blessunaráhrif vélknúinna trúarbragða. Þrátt fyrir baráttu nokkurra fífldjarfra einstaklinga, sem vöktu athygli og virðingu með bókum sínum gegn skamm- sýni samtíðarinnar, t. d. Gúnther Síðasta umhverfisráðstefnan leitar leiða út úr sósíalismanum. Umhverfi umhverfísmála Staðreyndir liggja fyrir Óbærileg tilhugsun fróðleik, sem óvizka hin mesta væri að vanmeta. Tölfræðilegar skýrslur og ræki- legar álitsgerðir, hversu gagnleg- ar og ítarlegar, sem þær óefað kunna að vera, geta hins vegar einar sér, af augljósum ástæðum, aldrei ráðið úrslitum. Úivinnsla þeirra og meðferð á opinberum vettvangi, og þar af leiðandi skiln- ingur og viðbrögð stjórnvalda, verður oftast það, sem úr sker. Sú spurning hlýtur þá að vakna, hvers megi vænta úr vizkupottum, sem eru æfðari í að selja hálfsann- leika um yfirsjónir og hrakföll ógæfufólks heldur en að koma frá sér læsilegum pistlum um hættur, sem ógna umhverfi manna og málleysingja. Þegar því talað er um umhverfi getur varla talizt fráleitt að vekja athygli á um- ur að leita og rannsaka orsaka- og afleiðingalögmál. Það þýðir ennfremur að skoða verður sér- hvert efnisatriði í eigin um- hverfi, í ljósi gilda og mark- miða, og hefja upp yfir flatn- eskju sérhagsmuna, dægur- málarifrildis og kauphöndlun- ar. Sögurýni og samanburður Fyrsta skrefið, ef ekki jafn- framt það þýðingarmesta, í þeim tilgangi að öðlast og varðveita sjálfstæði sitt í duttlungasveiflum tíðarandans, gæti að mínu viti falizt í að nota hæfileikann til að gera samanburð á grunni sögu- þekkingar og draga lærdóm af rökrænni sögugagnrýni. Líka mætti orða þetta þannig, að meg- inmið allrar þekkingarleitar væri Schwab, Rachel Carson, dr. Her- bert Gruhl, Gordon Rattray Taylor o.fl., gat ekkert haggað ríkjandi framfarabjartsýni. Ástand og horfur, nánast hvar sem litazt er um, ber þess hróp- andi vott, að vinstriöflum hefir um áratuga skeið tekizt í verki að hindra áhrif þeirra, sem hafa reynt að vekja til umhugsunar og hvetja til gagnsóknar, og haft fjölda annarra og síður þekktra en þá, er að framan voru nefndir, að háði og spotti. Lífverndarfólk hefir verið talið „hlægilegir ein- feldningar", „sérvitringar", „svartagallsrausarar", „heim- sendaspámenn" og sitt hvað fleira, sízt smekklegra. Markmið þeirra hafa verið sögð rugl, þraut- seigla þeirra ofstæki og góður vilji grunnhyggni. Sérfræðingur fyrirfinnst enginn Þetta varð m.a. af þeirri ástæðu árangursríkara, að umhverfismál falla ekki í verkahring neins sér- fræðings. Verkefnið er engin sér- grein. Allir eru vanefna. Jafnvel hinn hæfasti vísindamaður sér aðeins hluta heildarmyndarinnar: vatnið, loftið, tæknina, efnahags- málin. Hann fæst m.a.s. við minna — kannski bara brot brotsins; ekki vatnið heldur gróðurlíf stöðu- vatnsins, vatnsbúskap landsins, dýralíf vatnsins,. botn vatnsins o.s.frv. Engan þarf að undra þó að engin lifandi manneskja hafi öðlazt heildarsýn yfir þá bókstaf- lega óendanlegu mörgu og flóknu þætti, sem umhverfisvandamálin fela í sér. Enginn mun geta farið nærri um fjölda þeirra og enginn getur haft hugmynd um þá alla, og jafnvel þótt unnt yrði að þjappa öllum veraldarinnar „fagmönn- um“, „ráðgjöfum“ og „sérfræð- ingum" saman í órofa breiðfylk- ingu, myndu vandamálin síður en svo verða úr sögunni. Líklegra mætti telja, að þau myndu marg- faldast. Um það gefa hinar fjöl- mörgu alþjóðaráðstefnur vissar bendingar. Af þessum sökum ættu menn því að treysta „sér- fræðingum“ umhverfismálaráðu- neyta í hófi. Á hinn bóginn verður tæplega á móti því borið, að lífverndarfólk er reyndar álíka illa til atlögu búið og svokallaðir sérfræðingar. Það einbeitir líka kröftum sínum að afmörkuðum verkefnum. Heildarmyndin, en þó einkum or- sakaleit, verður raunalega oft út undan, og yfirsýn því gjarnan óljós, varla skýrari en illur grun- ur. Þar af leiðir síðan að aðvaran- ir, hvort heldur er af hálfu leikra eða lærðra, ná sjaldnast tilætluð- um árangri. Barátta lífverndar- fólks mótast og mjög af sterkum tilfinningum, sem „sérfræðingar“ telja sér vart sæmandi að virða viðlits. Eigi að síður geta þessar til- finningar oft átt sér traustari stoðir en kenningar „sérfræð- inga“. Ég játa fúslega, að mér finnst iðulega mikið vit í tilfinn- ingum. Ekki er ósennilegt að þær eigi stundum rætur að rekja til ósérfræðilegrar hugleiðingar svip- aðri þessari: Ef tiltekin náttúru- spjöll, t.d. gróðureyðing, eru þeg- ar orðin það gífurleg að áformuð eða þegar ákvörðuð endurreisn kostar milljarða eða tugi millj- arða, þá hlýtur að vera öldungis óbærilegt til þess að vita, að gróðureyðing er einungis hluti vandans, heldur blasi við fjöldi ámóta stórvægilegra tortíming- arógna, og að þess vegna hlyti skelfingin að vera óskaplegri en efnisbálkarnir hver út af fyrir sig — því að 10 bráðaskaðar eru ekki bara alvarlegir heldur gjöreyð- andi. Það, sem ég á við, er þetta: Ef leki kæmi að skipi á 10 stöðum samtímis og hver einstakur leki væri því aðeins viðráðanlegur, að öll áhöfnin einbeitti öllum kröftum og tækjum að því að stöðva hann þegar í stað, hlyti skipið að sökkva. Vel er hugsanlegt að sjálf- stortíming hvíta kynþáttarins sé þegar svo langt gengin og verði framvegis efld af sömu öflum og ávallt áður, vel getur verið að úrkynjun hans sýnist í fljótu bragði næstum óviðráðanleg: óhjákvæmileg er hún samt sem áður ekki. Sú trú mín styðst við það helzt, að það er aldrei of seint að sjá raunveruleikann eins og hann er, aldrei of seint að gera það nauðsynlega í bókstaflegum krafti þeirrar trúar. Fullvíst tel ég hins vegar, að bjargráð, ef til eru, verði hvorki sótt til offijálsra steinaidarþjóða né niður í „vísindalegan" sósíal- isma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.