Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Glöggskyggnin færir þér fjár- hagslegan ávinning í dag. Þú stendur vel að vigi í samkeppn- inni vegna frumlegrar hugsunar þinnar. Lifðu í sátt og samlyndi við fjölskyldu og vini. Naut (20. apríl - 20. maí) Innsæi þitt kemur þér vel þegar þú þarft að glíma við skapandi verkefni. Þú ert ósammála ráð- gjafa þínum. í kvöld verður þú með eindæmum eirðarlaus og veist ekki hvað þú átt af þér að gera. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú byijar á verkefni sem þú get- ur unnið að heima við. Sinntu andlegum málefnum og varaðu þig á óhóflegri eyðslu vegna af- þreyingar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Gamansemi þinni og tilfyndni er við brugðið í dag. Þú áttar þig strax á aðalatriðunum í samræð- um við fólk. Þoldu þínum nánustu að njóta þess sama frelsis og þú óskar þér að njóta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Samband þitt við ættingja þinn batnar eftir nokkra stirðleika. Þú gerir þér skýra grein fyrir hvað honum gengur til. Þú átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér tekst frábærlega ve! að koma hugmyndum þínum á framfæri. Skörp hugsun og dugnaður stuðla að árangri þínum. Þú verður ef til vill að breyta áætlunum þínum fyrir kvöldið. Vog (23. sept. - 22. október) Einkaviðræður leiða til fjárhags- Iegs ávinnings fyrir þig. Þú verð- ur að snúa þér að því að leysa einhver vandamál heima fyrir. Gestir kunna að knýja óvænt að dyrum hjá þér í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ^^[0 Þú kemur fram með yfirveguðum hætti í dag og stendur þig vel í hópstarfi. I kvöld getur eitthvað gerst sem leiðir til misskilnings eða leggur þér óvæntar skyldur á herðar. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) {& ) Hafðu hægt um þig á viðskipta- sviðinu í dag. Taktu vel eftir öllu í kringum þig því' að þú gætir hagnast á því. Þér getur orðið á í peningamálum. Steingeit (1%. des. - 19. janúar) & Vinur þinn gefur þér gullvæg ráð. Sýndu að þú verðskuldir það traust sem þér er sýnt. Haltu þig við hefðbundnar leiðir í viðskipt- um því að annars gætir þú lent á villigötum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þér tekst að snúa málunum þér [ hag. Þig langar til að vera í einrúmi með hugsunum þínum og þrám hluta af deginum. Fiskar >4dDr> (19. febrúar - 20. mars) Þú ert á sömu bylgjulengd og maki þinn, en vinur þinn gæti komið þér úr jafnvægi með hegð- un sinni í dag. Farðu varlega með krítarkortið þitt. AFMÆLISBARNIÐ á sér hug- sjónir, en hefur augun samt opin fyrir tækifærum sem gefast. Það hefur gott viðskiptavit og kann að géra sér mat úr listrænum hæfileikum sínum. Það kann að laðast að lögfræðistörfum eða störfum í þágu hins opinbera, en þyrfti að fá meira svigrúm fyrir sköpunargáfu sína. Það er hag- sýnt, en á til að lifa í liðnum tíma. Það fengi notið sín í viðskiptum, bankastarfsemi eða á sviði fram- leiðslu. Stj'órnusþána á aó lesa sem dœgradv'ól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. iiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiiimimiiniiiiminTrimiifnwTiiiiiiiiiiiimmmHiiiiiiiimimiiininniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiii' .* ........... ' ..... GRETTIR iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmTW'innimm'miiiimmnmiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiimmimiiimiii .. 1 1 ' .......... TOMMI OG JENNI !F VOU MAD SHOESTOTIE, YOU UJOULDN'T TMINK TMIS Ef þú ættir skó til reima, þætti þér þetta ekki svona fyndið. l/UHY DON T YOU 6ET S0ME SHOE57MICKEV M0U5E UUEAR5 5H0E5... Af hverju færðu þér ekki skó? Mikki mús er í skóm ... MICKEY MOUSE'5 5MOE5 Skór Mikka músar eru ekki með reimum. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vörnin er inni snemma spils, sennilega í síðasta sinn, og þarf að hitta á að taka réttu háspilin. Komist sagnhafi að, vinnur hann spilið. Slíkar stöður krefjast ná- innar samvinnu. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ KD8 V 1083 ♦ ÁKD10 ♦ G107 Vestur ♦ G10952 ¥K4 ♦ G6 ♦ K984 Austur ♦ Á76 V62 ♦ 8753 ♦ ÁD52 Suður ♦ 43 V ÁDG975 ♦ 942 ♦ 63 Vestur Norður Austur Suður — 1 grand Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðagosi. Austur drepUr spaðakóng blinds og spilar sjöunni til baka yfir á níu makkers og drottningu norðurs. Sagnhafi hleypir hjartatíunni og vestur á slaginn á kóng. Hann veit að suður á 6-lit í hjarta og því 10 slagi ef hann kemst að. Makker verður því að eiga laufásinn. En það er ekki þar með sagt að vömin fái þar tvo slagi. Kannski er suður með einspil í laufinu og þijá hunda í spaða. Vestur veit ekki hvar spaðasexan er. En kannski getur hann spurt makker sinn með því að leggja niður laufkóng! Tyllum okkur nú í sæti aust- urs. Hvað eiginlega vakir fyrir makkr? Með ÁD í laufi er svarið augljóst. Vestur veit greinilega ekki hvort hann á að reyna að taka spaðaslaginn. Úr því hann er í vafa, hlýtur hann að eiga fimmlit. Oruggast er því að yíir- drepa og spila laufdrottningu. Með ásinn, en ekki drottning- una, myndi austur einfaldlega kalla í litnum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á millisvæðamótinu í Manila í sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Alonso Zapata (2.545), Kólumbíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Mikhail Gurevich (2.640), Sovétríkjunum. Báðir teflendur voru í miklu tímahraki. Skákin var tefld í fyrstu umferð og báðir e.t.v. verið dasaðir eftir langt ferðalag. Lokin voru amk. fáránleg: 38. Dxg6+? - Kd7, 39. Df7?? - De5? (39. - Rxh7 var mögulegt), 40. Dxd5?? — Dxd5 og nú ætlaði Zapata að leika 41. Tf6+ og vinna drottning- una til baka, en það er að sjálf- sögðu ólöglegur leikur, því riddar- inn er leppur. Zapata varð því að gefast upp. í staðinn fyrir þessi ósköp átti hvitur einfaldan vinning í stöðunni fyrir ofan: 38. Hxf8+! - Kxf8, 39. Dxg6 og svartur er óverjandi mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.