Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 16
16_______• MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990_ Siðferði í stjómmálum eftir Björn Búa Jónsson í þessari grein verður m.a. fjallað um hrossakaup og ótrúleg svik ýmissa stjórnmálamanna og reynt að benda á leiðir sem gætu verið til úrbóta. Hrossakaup Með hverri þjóð þróast ákveðnar venjur og siðir í stjórnmálum. Það sem mótar þessa siði eru þeir ein- staklingar, sem fást við stjórnmál, og þær aðstæður sem þeir vinna við. Þegar spurt er, hvað einkenni breytni stjórnmálamanna hér á landi, er svar flestra: „Þeir standa mjög sjaldan við sín loforð." í hrossakaupum, sem viðhöfð eru við myndun samsteypustjórna, er talið eðlilegt að stjómmálamenn svíki sín loforð. Þetta viðhorf hefur sljóvgað mjög vitund margra stjóm- málamanna, ekki síst þeirra sem era erfðaprinsar og hafa erft þetta siðferði. Ótrúleg svik ríkisvalds Einhver skýrustu dæmi um ótrú- lega háttsemi stjórnmálamanna eru svik þeirra á samningum sem þeir hafa sjálfir gert við starfsfólk ríkis- ins. Hinn 23. mars 1985 undirritaði þáverandi forsætisráðherra bréf vegna kjaradeilu. Bréfið endaði svo: „Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ber að skilja svo að ætlunin er að tryggja ríkisstarfsmönnum sömu heildarkjör og menn hafa við sam- bærileg störf og ábyrgð, m.a. að dagvinnulaun verði hin sömu þegar borin eru saman laun, sem eru fyr- ir fulla dagvinnu aðeins og tekið tillit til hlunninda hverskonar." Það er skemmst frá því að segja að þetta loforð forsætisráðherra var ekki efnt og þegar hann var minnt- ur á það, bar hann við minnisleysi, eins og frægt er. Vorið 1989 gerði ríkisstjórn und- ir forsæti sama manns kjarasamn- ing við hluta af starfsmönnum ríkis- ins. Samningurinn náðist eftir sex vikna verkfall, en það dróst á lang- inn m.a. vegna þess að starfsmenn- irnir gátu ekki, vegna fyrri reynslu, samþykkt samning, nema sæmilega tryggt væri að ríkisvaldið gæti ekki svikið hann á auðveldan hátt. Nú hefur hins vegar komið í ljós að forsætisráðherrann taldi að hann gæti svikið samninginn með því að fresta í ótiltekinn tíma fyrsta skrefi launaleiðréttingar, í raun sömu leið- réttingu og hann lofaði í mars 1985. Þegar dómstóll kvað upp þann end- anlega dóm að annar aðili samnings gæti ekki frestað gildistöku hans, skammaði ráðherra dómara og síðan voru gefin út bráðabirgðalög sem afnámu úrskurð dómstólsins. Lögin afnámu einnig meginákvæði samningsins og þar með samnings- o g verkfallsrétt starfsmanna. Samningur, sem ráðherra ríkis- stjórnar skrifaði undir og hældi sér af sem friðar- og tímamótasamn- ingi, var svikinn sem hvert annað ómerkilegt kosningaloforð. Þetta hefur eflaust alvarlegar afleiðingar. Samningur undirritaður af ráðherra er þar með einskis virði. Ef honum þóknast ekki að standa við hann eða ef úrskurður dómstóls um túlk- un er honum í óhag, afnemur hann bara samninginn snarlega með bráðabirgðalögum! Að hafa tungur tvær Ýmsir stjórnmálamenn hafa verið heldur tregir til þess að standa við loforð sín, er þeir komast í lang- þráða stóla. Langmest áberandi eru þó svik þingmanna í Alþýðubanda- laginu. Um leið og þeir eru komnir í ríkisstjórn, hafa þeir gleymt öllum helstu baráttumálum flokksins. Tvískinnungur þeirra í kjaramálum er með ólíkindum. Núverandi menntamálaráðherra hefur áður gagnrýnt bráðabirgðalög harðlega og hann hefur oft nuggað sér utan í kennara og þóst vera sannur vinur þeirra. í umræðum á Alþingi 18. apríl 1988 sagði hann: „Hæstvirtur menntamálaráðherra hefur lagt fyrir þingið mörg frumvörp og sum góð um skólamál. Þau frumvörp gera enga stoð, duga ekki neitt nema tekið sé á kjaramálum kenn- ara. Það er gagnslaust að flytja fín frumvörp um að lagfæra skólana og skipulag skólamála í landinu öðruvísi en að því fylgi marktækar tilraunir til að leysa kjaradeilur kennara og til þess að það verði gert þarf að koma í fjármálaráðu- neytið maður sem fjármálaráðherra sem skilur að starf skólanna er líka undirstöðuatvinnuvegur ef við ætl- um að lifa sem sjálfstæð menning- arþjóð í þessu landi.“ Sá maður, sem sagði þessi orð, stóð að því nýlega með flokksbróður sínum, Ijármála- ráðherranum, að nema kjarasamn- inga kennara úr gildi með bráða- birgðalögum. Sem kunnugt er hafa þeir og flokkshrot þeirra deilt mjög, en um það að svíkja kennara og níðast á þeim náðu þeir saman. Þá var hugsjónaágreiningur úr sög- unni. í grein, sem núv. fjármálaráð- herra ritaði í Dagblaðið 11. mars 1987, segir: „Það verður að veita þeim sem vinna við sköpun útflutn- ingsverðmæta og þeim sem vinna við uppeldi æskunnar og umönnun sjúkra og aldraðra forgang í nýju launakerfi. Ríkisstjórn og ráðamenn, sem ekki gera slíka stefnubreytingu að kjarna allra aðgerða í kjaramálum, eiga bókstaflega ekki rétt á að ráða örlögum íslands. Þeir munu bera ábyrgðina á því að íslendingar halda áfram að dragast aftur úr öðmm þjóðum." Þetta voru orð núv. fjármálaráð- herra, er hann var í stjórnarand- stöðu. Nú ber hann sjálfur ábyrgð- ina á fyrrgreindum örlögum Is- lands. Launakjör þeirra stétta, sem ráðherrann nefndi, hafa ekki í lang- an aldur verið jafn bágborin. Sam- kvæmt skýrslu Kjararannsóknar- nefndar opinberra starfsmanna þurfa laun kennara að hækka um 22,7% til að ná sama kaupmætti og var í október 1987. Þá er ekki tekið tillit til aukinnar skattbyrði. Þessi ráðherra hefur nú sýnt greini- lega hvers virði orð hans eru enda stóð hann að bráðabirgðalögunum illræmdu og níddist þannig á þeim sem hann þóttist styðja. Háttsemi hans er enn ógeðfelldari fyrir það að hann nefnir sjálfur afleiðingarn- ar, þ.e. að íslendingar muni drag- ast aftur úr öðrum þjóðum. Hvað er til ráða? Almenningur verður að veita stjórnmálamönnum meira aðhald. Þeir mega ekki komast upp með það að svíkja eftir kosningar þau loforð sem þeir gefa fyrir kosning- ar. Til að stuðla að þessu þarf að fækka stjórnmálaflokkunum þann- ig að flokkur geti átt möguleika á að ná meirihluta á Alþingi. Vinstri flokkana á að sameina og miðflokk- ar, sem eru ekkert annað en henti- stefnuflokkar, opnir í báða enda, eiga að hverfa. Hlutverk stjóm- málaflokks er m.a. það að innan hans takist á hagsmunahópar sem ná málamiðlun um helstu hags- muna- og ágreiningsmál þjóðarinn- ar. Litlir stjórnmálaflokkar, sem starfa eins og sértrúarhópar og hafa á stefnuskrá sinni hagsmuna- gæslu fyrir ákveðin öfl í þjóðfélag- inu, gegna ekki hlutverki stjórn- málaflokks. Stjórnmálaflokkur þarf að setja fram skýra stefnu sem þingmenn og ríkisstjórn, sem hann e.t.v. myndar, geta staðið við eftir kosningar. Stjórnmálamenn mega ekki spilla svo siðferði þjóðarinnar að það verði talin eðlileg framkoma að svíkja gerða samninga. Það verður að setja skýrari regl- ur um þrískiptingu valds. Ríkis- stjórn má alls ekki leyfast að af- nema í raun úrskurð dómstóla. Takmarka verður vald ríkisstjórnar til setningar bráðabirgðalaga, þannig að meginreglan verði sú að Er Olafur Ragnar búinn að finna lausn á ijárlagahallanum? Hugleiðingar um skólagjöld í Háskóla íslands eftir Andra Þór Guðmundsson Á undanförnum misserum hefur borið á hugmyndum um að taka upp skólagjöld í Háskóla íslands. Talsmenn þessara hugmynda skipt- ast í tvennt. Annars vegar eru það kennarar við Háskólann sem vilja nota hugmyndir um skólagjöld sem vopn á fjárveitingarvaldið til að fá hærri fjárveitingar og hins vegar, sem er öllu verra, yfirvöld fjár- og menntamála í landinu sem vilja minnka halla ríkissjóðs. í umræðu þessari hafa heyrst upphæðir ekki undir 100.000 kr. á ári. Það sann- ast gamla máltækið; svo bregðast krosstré sem önnur tré. Stefnubreyting I íslensku þjóðlífi Að taka upp skólagjöld er grund- vallarstefnubreyting í menntamál- um íslendinga. Þó að menntakerfið sé gríðarlega fjárfrekt hefur það þótt sýna vel styrk hins íslenska velferðarkerfís sem þykir með þeim betri í öllum hinum vestræna heimi. Það hefur verið grundvallarstefna að tryggja jafnrétti til náms, óháð efnahag, búsetu og félagslegum aðstæðum. Þess vegna vakna margar spumingar þegar fréttir um að taka eigi upp skólagjöld fara að heyrast. Upphafið Fyrir u.þ.b. einu ári var minnst á þetta mál á Háskólaráðsfundi af ákveðnum deildarforseta. Týndi hann til ýmis rök, en m.a. vegna andstöðu rektors, en hann er mik- ill andstæðingur skólagjaldaj varð ekkert úr frekari aðgerðum. Eg hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að ráðherra mennta- og fjármála hafa rætt þessi mál sín á milli af fullri alvöru. Skólagjöld í öllum skólum á háskólastigi og fram- haldsskólum einnig? Það er furðulegt að hugmyndir sem þessar komi úr röðum Alþýðu- bandalags. Flokkurinn hefur jafnan barist fyrir jafnrétti og félags- hyggju og finnst sumum sem flokk- urinn sé að færast nær frjáls- hyggjuhugmyndum Hannesar H. Gissurarsonar en góðu hófi gegni. Mönnum ber þó saman um það að engin ástæða sé að óttast umræður eða lögleiðingu skólagjalda á kosn- ingaári. Engu að síður ber að draga þessa umræðu fram í dagsljósið og það hlýtur að vera krafa stúdenta að flokkarnir gefi upp afstöðu sína í máli þessu. En af hveiju einungis Háskóli íslands? Grunur minn er sá að umræðurnar innan fjármála- ráðuneytis snúist ekki eingöngu um HÍ heldur einnig um vel flesta skóla á háskólastigi. Þegar svo skriðan væri farin af stað, af hverju ekki framhaldsskólar einnig? Millifærsla á peningum - LÍN skyldugur til að lána Skv. lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 72 frá 1982 er sjóðurinn skyldugur að lána fyrir skólagjöldum sem fara yfír ákveðna upphæð sem er nú u.þ.b. 15.000 kr. Það liggur því ljóst fyrir að ef af hugmyndum um skólagjöld verður, þá lánar LÍN fyrir þeim. Þrátt fyrir þetta skapar þetta gríðarleg vandræði fyrir námsmenn, sérstaklega þá sem eru að byija nám og fá ekki lán fyrr en í febrúar-mars, auk þess sem náms- mönnum er refsað fyrir það að leggja hart að sér við vinnu yfir sumarmánuðina með 75% tekjutil- liti. Tekjutillitið gerir það að verk- um að meðalnámsmaður fær ekki afgreitt lán fyrr en í nóvember þannig að ef skólagjöld verða ákveðin hundrað þúsund krónur á ári þá myndi það reynast erfiður biti að kyngja fyrir þorra stúdenta. Skólagjöldin spara ríkinu tæpan hálfan milljarð I Háskóla Islands einum eru nú tæplega 5.000 stúdentar. Eitt hundrað þúsund króna skólagjald á stúdent sparar ríkinu tæpan hálf- an milljarð. Myndu íslendingar fá að njóta skattalækkunar sem því nemur eða fer útgjaldasparnaður- inn til niðurgreiðslu á halla ríkis- sjóðs? Eðlilegt hlýtur að teljst að ef af hugmyndum um skólagjöld verður, að stúdentar fái meira að segja um stöðuveitingar, fram- kvæmdir, kjör rektors o.fl. í kjölfar innleiðingar skólagjalda. Stúdentar eru t.a.m. ekki par hrifnir af ævi- ráðningum kennara o.s.frv. Hvernig útreið fær Háskóli íslands í ljárlagafrum- varpi1990? Spennandi verður að sjá hvernig Háskólinn kemur út úr fjárlagatil- lögum ársins 1991. Það er farið að síast út að í fjárlaga- og hag- sýslustofnun hafí niðurskurðar- hnífnum fræga verið beitt rösklega á sameiginlegar tillögur Háskólans og menntamálaráðuneytisins. Á sama tíma í fyrra var gerð harka- leg aðför að sjálfsaflafé Háskólans þegar ráðherrar Alþýðubandalags gengu fremst í flokki við að freista þess að hrifsa happdrættisféð til ríkissjóðs. M.ö.o. átti að breyta Happdrætti Háskólans í ríkisrekið happdrætti. Samningar náðust milli Háskólans og yfirvalda um að Háskólinn tæki að sér kaup á tölvubúnaði fyrir Þjóðarbókhlöðu, og hétu stjórnvald að láta kyrrt liggja við svo búið. Eg vil minna á þennan samning þegar liðið er að því að fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar verður lagt fyrir Alþingi, Björn Búi Jónsson „Samningur, sem ráð- herra ríkisstjórnar skrifaði undir og hældi sér af sem friðar- og tímamótasamningi, var svikinn sem hvert ann- að ómerkilegt kosn- ingaloforð.“ kalla beri saman þing ef ríkisstjórn telur nauðsyn að setja lög utan al- menns starfstíma Alþingis. Bráða- birgðalög ætti ekki að setja nema í sérstökum neyðartilfellum, þar sem ekki er unnt að kalla þingið saman. Staða opinberra starfsmanna Staða opinberra starfsmanna er mjög sérstök eftir atburði sumars- ins. Þeir hafa nú engan viðsemjanda sem þeir geta treyst. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða BHMR, BSRB eða önnur samtök. Þótt for- maður BSRB hafí tekið þátt í „þjóð- arsátt“ og veitt ríkisstjórn ráðgjöf við setningu bráðabirgðalaga með því að lesa þau yfir fyrir hana, munu lög í sama anda hitta hans samtök fyrr en varir. Starfsmenn ríkisins geta ekki samið fyrr en í ríkisstjórn íslands em traustari menn, með betri siðgæðisvitund en þeir menn hafa er þar sitja nú. Höfundur er menntaskólakennari. Andri Þór Guðmundsson „ Að taka upp skóla- gjöld er grundvallar- stefnubreyting í menntamálum Islend- inga. Þó að mennta- kerfið sé gríðarlega Qárfrekt hefur það þótt sýna vel styrk hins íslenska velferðarkerf- is sem þykir með þeim betri í öllum hinum vestræna heimi.“ því það hefur sýnt sig að orð ákveð- inna stjórnmálamanna eru lítils virði. Höfundur er stúdentaráðsliði, formaður Vöku ogstarfarnú á skrifstofu SHÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.