Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990
35
Ragnheiður Þórólfs
dóttír - Minning
Fædd 21. október 1915
Dáin 4. septeniber 1990
Nú hefur amma mín elskuleg,
Ragnheiður Þórólfsdóttir, Skipa-
sundi 60, Reykjavík, verið kölluð
burt úr þessum heimi. En þó ei’fitt
sé að sætta sig við að hún sé ekki
lengur meðal okkar, er þó huggun
í því að eiga óteljandi margar og
yndislegar minningar um hana sem
er okkur sem eftir stöndum gott
veganesti.
Amma var fædd í Viðey en sá
staður var henni ávallt kær, þótt
hún hafi flutt þaðan aðeins 5 ára
gömul.
Amma kynntist afa mínum,
Kristjáni J. Einarssyni húsasmíða-
meistara, árið 1963, en árið áður
hafði mamma misst móður sína
aðeins 8 ára gömul. Mamma hænd-
ist strax að Lillu ömmu, sem gekk
henni í móðurstað, og var alla tíð
einstaklega náið og kært samband
á milli þeirra.
Amma og afí störfuðu saman í
mörg ár við Langholtskirkju, lögðu
þau einstaka alúð og ræktarsemi í
störf sín í þágu kirkjunnar. Kirkju-
starfið og félagsskapurinn við
presta, kór og söfnuð veitti þeim
sanna gleði og lífsfyllingu.
Ég fór oft með ömmu og afa í
barnamessur í sunnudögum, en
amma lagði metnað sinn í að kenna
mér að syngja sálma og fara með
nýjar bænir, enda hafði hún yndi
af fallegum söng og tónlist.
Við vorum ný flutt í Kleppsholt-
ið, þegar ég byrjaði í skóla, átti ég
alltaf athvarf hjá ömmu og afa á
meðan mamma var að vinna. Hjá
þeim var gott að vera, ávallt ást
og umhyggja í fyrirrúmi. Hressleiki
og glaðværð voru aðalsmerki
ömmu, það var sama hversu niður-
dreginn ég var, þegar ég kom til
hennar, alltaf kunni hún ráð til
þess að fá mig til að hlæja og taka
gleði mína á ný.
Enda voru tengsl okkar ömmu
náin og sterk.
Gestrisni var ömmu í blóð borin,
það kom varla sá dagur að ekki
kæmu gestir til þeirra í Skipasund-
ið. Vinahópurinn var stór og alltaf
var tekið á móti gestum með hlaðið
borð af heimbökuðum kökum.
Amma og afi voru mjög samrýnd
og góðir félagar, fastur liður í til-
veru þeirra voru árlegar utanlands-
ferðir í sumar og sól. Margar góðar
minningar á ég frá því þegar ég
var í sumarleyfum á Ítalíu, með
ömmu, afa, mömmu og Sigþóri. Ég
varð þess aðnjótandi að fá að vera
fjögur sumur með þeim þar, en þau
fóru 11 sumur í röð þangað.
Síðasta utanlandsferð ömmu og
afa var til Mallorka fyrir þremur
árum og fórum við með þeim þang-
að.
Kjarkur sá og æðruleysi sem
amma sýndi í veikindastríði sínu' sl.
2 ár voru einkennandi fyrir allt
hennar líf. Til síðustu stundar var
það bjartsýnin og trúin á bata sem
hún hafði að leiðarljósi. Þrátt fyrir
að sífellt drægi af henni kvartaði
hún aldrei heldur sagði að sér liði
vel.
Elsku ömmu vil ég að endingu
þakka fyrir allt það sem hún hefur
veitt mér og kennt í gegnum árin.
Ég vil biðja góðan guð að varðveita
hana og styrkja afa minn í hans
miklu sorg og missi.
Blessuð sé minning hennar.
Ólafur Ragnar Eyvindsson
Guðlaug Kristjáns-
dóttir - Kveðjuorð
Með fáum orðum viljum við
minnast Guðlaugar mágkonu okk-
ar, er lést í sjúkrahúsinu á Sel-
fossi, þann 4. þessa mánaðar, langt
um aldur fram.
Lauga, en svo var hún oftast
kölluð, fæddist í Villingaholti í Ár-
nessýslu 26. júní 1940 og var hún
næstelst barna þeirra sæmdar-
hjóna, Grétu Svanlaugar Jónsdóttur
og Kristjáns Jónssonar, er þar
bjuggu. Faðir hennar lést fyrir
nokkrum árum, en móðir hennar
býr þar enn með sonum sinum.
Lauga giftist bróður okkar,
Svavari Bjarnasyni, í desember
1968 og hófu þau búskap í bý-
byggðu íbúðarhúsi, er þau reistu
sér í Villingaholti. Þau eignuðust
þrjú börn, elst er Gréta Svanlaug,
hennar maður er Guðmundur Gunn-
laugsson, næst er Hafdís, maður
hennar er Emil Hiimarsson og
yngstur er Sigfús Bergmann, en
hann dvelur enn í foreldrahúsum.
Aður hafði Lauga eignast soninn
Elvar Ágústsson og er hans kona
Berglind Einarsdóttir. Öll bera þau
börnin foreldrum sínum fagurt
vitni.
Lauga var af miklu hagleiksfólki
komin og erfði hún þá hæfileika í
ríkum mæli og mátti segja að allt
léki í höndum hennar. Á yngri árum
fékkst hún nokkuð við að mála og
hefur hugur hennar eflaust staðið
til að afla sér meiri menntunar á
Leiðrétting
Vegna mistaka við vinnslu minn-
ingargreinar Arnljóts Björnssonar
um Jóhannes L.L. Helgason er hér
endurbirtur kafli úr niðurlagi grein-
arinnar. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Áberandi er, hvað margt á vel
við um Jóhannes í lýsingu á Helga
föður hans í upphafi þessara minn-
ingarorða. Jóhannes var stórvel
gefinn, málamaður góður, vakandi
og skyldurækinn, árrisull og
stundvís. Margir geta um þetta
borið, ekki síst starfsmenn Happ-
drættis Haskóla íslands.
Andlegur styrkur og góðar gáfur
entust honum til æviloka, en fyrir
um það bil áratug brást líkams-
hreysti, sem hann átti mikla framan
af ævi.
því sviði en af því varð þó ekki.
Fyrir um það bil tólf árum hófu þau
hjónin búrekstur sem þau voru sam-
hent um að byggja upp af miklum
myndarskap til þeirrar tæknivæð-
ingar sem einkennir hann nú. Hefur
þar reynt á dugnað Laugu, sem
ekki lá á liði sínu enda þurfti oft á
því að halda, þar sem Svavar var
rnikið frá heimilinu vegna vinnu
sinnar í Búrfellsvirkjun.
Fyrir um það bil einu ári gerði
sá sjúkdómur vart við sig, sem varð
henni að aldurtila. Tólf árum áður
hafði henni tekist að vinna bug á
sama sjúkdómi. Ótrauð lagði hún
til atlögu við hann á ný, en þrátt
fyrir viljastyrk hennar, sálarþrek
og. hjálp lækna varð ekki við neitt
ráðið. Þegar sýnt þótti að um bata
yrði ekki að ræða gerði Svavar og
öll fjölskyldan henni kleift að dvelj-
ast heima þrátt fyrir að heilsu henn-
ar hrakaði stöðugt. Guðlaug Svava,
litla ömmu- og afabarnið, var þeim
sannur sólargeisli á þessum þrauta-
tímum.
Sólríku sumri er senn lokið, þrátt
fyrir þungbær veikindi fékk Lauga
að njóta útiveru í garðinum sínum
og horfa á blómin og trén, sem hún
lagði svo mikla alúð við að rækta.
Ekki er ólíklegt að henni hafí þá
orðið hugsað tii þess að Iífi hennar,
líkt og blómanna, kynni senn að
Ijúka. Þótt hugsanir í líkingu við
þetta hafi flogið um hug hennar
buguðu þær ekki þrek hennar til
að mæta örlögum sínum með ein-
stakri rósemi.
í Villingaholti sleit Guðlaug
barnsskónum og dvaldi þar að
mestu alla sína ævi, þar er nú einn-
ig legstaður hennar, en hún var
jarðsett 15. september sl., að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Bróður okkar og fjölskyldunni
allri vottum við innilega sarnúð, en
Guðlaugu mágkonu kveðjum við og
biðjum henni Guðs blessunar á
æðri vegum.
Jóhanna og Ólöf
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar
ALBERTS ÞORGEIRSSONAR
. vélstjóra.
Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir
aðstandendur.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Austurbergi 36,
frá Glæsistöðum V-Landeyjum,
verður jarðsunginn í Aðventkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28.
sept. kl. 15.00.
SigríðurÓlafsdóttir Candi, Manlio Candi,
Hanna Ólafsdóttir JörgensenjJffe W. Jörgensen,
Ólafur Ólafsson, Marin S. Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FINNUR HERMANNSSON,
Vesturbergi 12,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. septem-
ber kl. 13.30.
Ágúst Finnsson,
Einar Finnsson,
Ásdís Finnsdóttir,
Gunnar Finnsson,
Bjarghildur Finnsdóttir,
Svandís Eyjólfsdóttir,
Áslaug Guðmundsdóttir,
Kjartan Hjartarson,
Helga Bjarnadóttir,
Skúli Bjarnason
og barnabörn.
t
AXEL DAVÍÐSSON
frá Ytri-Brekkum,
Vesturgötu 40,
Keflavik,
sem lést af slysförum 18. september sl. verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. september kl. 14.00.
Guðbjörg Þórhallsdóttir,
Elsa Axelsdóttir, Þórdís Þormóðsdóttir,
Björk Axelsdóttir, Úlfar Þormóðsson,
Þyri Axelsdóttir, Hrönn Þormóðsdóttir,
Þuríður Axelsdóttir, Logi Þormóðsson,
Davíð Axelsson, Anna Björg Þormóðsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HELGI GRÉTAR HELGASON,
Langholtsvegi 122,
Reykjavík,
verður jarðsunginn fimmtudaginn 27.
septemberfrá Langholtskirkju kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlegast bent á Krabbameinsfélag íslands.
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Anna Ó. Helgadóttir, Hilmar Hákonarson,
Guðlaug Þ. Helgadóttir, Stefán Hallsson,
Steinunn Ásta Helgadóttir, Rúnar Steinn Ólafsson,
Helgi Helgason, Sigríður Brynja Hauksdóttir
og barnabörn.
t
Útför elskulegs sonar okkar, dóttursonar, bróður, mágs og
frænda, MATTHÍASAR SKJALDARSONAR,
Skriðustekk 7,
sem andaðist 19. september, verður gerð frá Langholtskirkju
föstudaginn 28. september kl. 13.30.
Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir,
Gunnar S. Hólm,
Ásthildur Skjaldardóttir,
Guðbjörg Skjaldardóttir,
Guðrún Viktoría Skjaldardóttir,
Una Svava Skjaldardóttir,
Þorgrimur Skjaldarson,
Tryggvi Lúðvik Skjaldarson,
Skjöldur Þorgrímsson,
Birgir Aðalsteinsson,
Sigurður Árnason,
Chuck Rogers,
Halla María Árnadóttir,
og sy atkinabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður og fósturföður, tengdaföður, afa
og langafa,
FRÍMANNS ÍSLEIFSSONAR,
Fossöldu 3,
Hellu,
verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. september kl.
15.00.
Marta Sigurðardóttir,
Sigurður ísfeld Frímannsson, Erla Sigurðardóttu,
Guðrún Frímannsdóttir, Hjalti Sighvatsson,
Frímann Már Sigurðsson, Tim Nuamnui,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
KJARTANS GISSURARSONAR
fisksala,
Sæviðarsundi 38,
Reykjavík,
og vottuðu minningu hans virðingu við útförina.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lungnadeildar Vífilsstaða-
spítala fyrir góða umönnun.
Karen Gissurarson,
Inga Kjartansdóttir, Guðni J. Guðnason,
Gunnar Kjartansson, . Ágústa Árnadóttir,
Anna Kjartansdóttir, Björn S. Lárusson,
Erla Kjartansdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson,
Kristján Kjartansson, Stefanía K. Karlsdóttir,
Sonja Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.