Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990 43 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI U-21 LANDSLIÐA íslendingar rassskelltir í Michalovce: Tékkar í sjöunda himni! Morgunblaðið/Písecký Bo Johansson leggur línuna á æfíngu a-liðsins á keppnisvellinum í gær. Frá vinstri eru Bjarni Sigurðsson, Guðni Bergsson, Olafur Þórðarson, Anthony Karl Gregory, Sigurður Jónsson og Bo. A-lið þjóðanna leika í dag: „Verðum að láta kné fylgja kviði“ - segir Milan Macala, landsliðsþjálfari Tékkóslóvakíu ÞAÐ varléttyfir Milan Macala, landsliðsþjálfara Tékka, þegar hann fékk fréttirnar af stórsigri 21 árs liðs Tékka gegn Islending- um. „Nú verðum við að láta kné fylgja kviði," sagði Macala, en landslið Tékkóslóvakíu leikur í dag í fyrsta sinn undir hans stjórn. Macala, sem tók við starfi Jos- eps Venglos eftir HM á ít- alíu, er 47 ára fyrrum þjálfari Ostrava. Tékkar tefla fram flestum bestu leikmönnun- um frá Ítalíu gegn Isléndingum, en það kom engum á óvart hér í Tékkóslóvakíu að Macala kallaði á Kula, besta leik- mann Ostrava, SigmundurÓ. Steinarsson skrifar frá Kovice í kvöld KNATTSPYRNA ísland og Austurríki leika U-18 vináttu- landsleik í knattspyrnu á Hvolsvelli í dag W' 1G' HANDBOLTI 1. dcild karla Hafnarfjörður FH-Stjarnan Selfoss Selfoss-Valur Seljaskóli ÍII-KR 21) 20 20 Seltj.nes Grótta-Víkingur 20 Hafnarfj. Haukar-ÍBV 1. deild kvenna Hafnarfj. FH-Grótta ....18:30 Selfoss Selfoss-Valur ....18:30 Laugard.höll Víkingur-Stjarnan.. ....21:15 URSLiT England Deildarbikarinn, 2. umferð, fyrri leikir: Carlisle—Derby..................1:1 Chester—Arsenal.................0:1 Crystal Palace—Southend.........8:0 Liverpool—Crewe.................5:1 Middlesbrough—Newcastle.........2:0 Plymouth—Wimbledon..............1 :o Rochdale—Southampton............0:5 Wrexham—Everton.................0:5 Undaúrslit skoska deildarbikarsins: Celtic—Dundee United............2:0 Körfuknattleikur Reykjanesmótið: Grindavík—ÍBK.................94:97 (Keflvíkingar, eru með fullt hús stiga og eiga eftir einn leik, gegn Haukum.) „Við munum leika til sigurs hér í Kosice. Það er þýðingamiikið fyr- ir okkur að byrja Evrópukeppnina vel, því við ætlum okkur til Svíþjóð- ar. Til þess verðum við að ná góðum úrsljtum á heimavelli. Eg veit þó að íslendingar verða ekki auðvéld bráð, því að þeir eru frægir fyrir mikla baráttu og hörku,“ sagði Macala. Skuhravy verður fremstur í flokki, en við hlið hans leikur nú Danek, sem er mjög hættulegur markahrellir. Danek, sem leikur með Týról í Austurríki, tekur sæti Knoflicek frá St. Paulí, en hann er meiddur. Danek er kominn til að sýna styrk sinn með það í huga að festa sig í sessi í landsliðinu, en þess má geta að hann hefur gert 14 mörk í 12 leikjum með Týról á keppnistímabilinu. „Við munur leika svipað og tékk- neska liðið gerði á Italíu með fimm leikmenn á miðjunni og tvo frammi. Danek og Skuhravy eiga að sjá um að skora fyrir okkur,“ sagði Mac- ala, þjálfari Tékka, sem munu leika leikaðferðina 1-2-5-2. Byijunarlið Tékka verður þannig skipað: Stejskal (Sparta Prag á leið til QPR) verður í markinu. Kocian (St. Paulí) verður aftasti maður varnar og Hipp (Nitra) og Kadlec (Kaiserslautern) fyrir framan hann. A miðjunni verða Hacek (Stras- bourg), Bilek (Sparta Prag), Kubik (Fiorentina), Kula (Ostrava) og Moravick (St. Etienne). Frammi verða svo Danek (Týról) og Sku- hravy (Genóa). „Mesta áfall sem ég hef orðiðfyrir," sagði Marteinn Geirsson, þjálfari, eftir 7:0 tap „TÉKKARNIR gerðu út um leikinn strax í byrjun, þegar þeir greiddu okkur rothögg með því að gera þrjú mörk á rúmum tveim- ur mínútum. Þetta er mesta áfall, sem ég hef orðið fyrir á ferli mínum sem leikmaður og þjálfari,1* sagði Marteinn Geirsson, eftir að hafa gengið af leikvelli í Michalovce í gær, með 7:0 á bakinu. SigmundurÖ. Steinarsson skrífar frá Kosice Eg er varla búinn að átta mig á því hvað gerðist. Strákarnir voru ekki með sjálfum sér og í hlut- verki statista fyrstu mínúturnar. Ég er sár, því að ég var búinn að leggja fyrir þá að gefa allt sem þeir áttu til að stöðva þá, fyrsta stundarfjórðunginn. En því miður tókst það ekki og því fór sem fór,“ sagði Marteinn. Það var átakanlegt að sjá íslenska liðið brotna saman á fyrstu fimm mínútunum. Eftir aðeins tvær og hálfa mínútu var Helgi Björg- vinsson fyrir því óhappi að skora sjálfsmark og aðeins 30 sekúndum síðar mátti Olafur Pétursson mark- vörður hirða knöttinn úr netinu hjá sér, en sagan var ekki öll, því tveim- ur mínútum síðar fór hann í netið sömu erindagerða. Staðan var 3:0 og fimm mínútur búnar! „Þetta var hræðilegt. Maður var rétt byijaður að hreyfa sig á vellin- um, þegar staðan 3:0 blasti' við á Ijósatöflunni,“ sagði Steinar Guð- geirsson, sem lék þrátt fyrir meiðsli á ökkla. „Við hreinleg réðum ekkert við hraða Tékkanna," sagði Helgi Björgvinsson, sem sagðist vilja gleyina þessum leik sem fyrst. Þjálfari Tékkanna, Ivan Kopeskí, var aftur á móti í sjöunda himni og sagði að þetta hefði verið Tékkóslóvakía —ísland 7:0 Michalovce, undankeppni EM U-21 árs landsliða og Ólympíuleikanna, 1. riðill, þriðjudaginn 25. september 1990. Mörk Tékka: Helgi Björgvinsson (sjálfsm. 3.), Penicka (4.), Necas (5. og 63. vsp.), Majoros (28. vsp. og 89.) Gul spjöld: Haraldur Ingólfsson (40.=. Dómari: Buesan, frá Júgóslavíu. Áhorfendur: 3.375. Lið íslands: Ólafur Pétursson, Helgi Björgvinsson, Jóhann Lapas, Þormóður Egilsson, Kristján Halldórsson, Valgeir Baldursson (Ríkharður Daðason 46.), Valdimar Kristófersson, Steinar Adolfsson, Steinar Guðgeirsson (Gunn- laugur Einarsson 70.), Anton Björn Markússon, Haraldur INgólfsson. Stærsta tap Is- landssíðan 14:2 Tap íslands fyrir Tékkum í gær var það stærsta í landsleik síðan í 14:2 leiknum fræga gegn Dönum 23. ágúst 1967. Síðan þá hefur Island leikið 383 landsleiki í drengja,- unglinga,- kvenna- og karlaflokki. Stærsta tapið í þeim kom gegn Austur-Þjóðverjum á Laug- ardalsvellinum 1987, 0:6. Stærsta tap U-21 árs liðsins fyrir leikinn var reyndar einnig gegn Tékkum, 4:0 á Akureyri 1986. Verður flensa Pétri að falli? Ovíst er hvort Pétur Pétursson geti leikið með íslenska lands- liðinu í dag. Flensa hefur verið að ganga og margir leikmenn hafa kvarta undan hálsbólgu og lasleika. Ekki verður ljóst fyrr en í dag hvort Pétur verður með en aðrir leikmenn eru líklega öruggir og liðið er svip- að og gegn Frökkum. Bjarni Sigurðsson verður í mark- inu. Guðni Bergsson aftastur í vörn, Þorgrímur Þráinsson hægra megin og Sævar Jónsson vinstra megin. Atii Eðvaldsson fremstur í fjögurra manna vörn og hefur gætur á Sku- hravy. Á miðjunni verða Rúnar Kristins- son, sem kemur inní liðið fyrir Þor- vald Öriygsson, Ólafur Þórðarson, Sigurður Grétarsson, Pétur Ormsiev og Arnór Guðjohnsen. Pét- ur Pétursson verður eini sóknar- maður liðsins, geti hann leikið, en að öðrum kosti fer Ragnar Mar- geirsson inná miðjuna og Arnór í framlínuna. Átta ár eru liðin síðan ísland lék gegn Tékkum. Fjórir íslendingar sem léku þá eru í byijunarliðinu en enginn Tékkana í þeim leik hefur verið í landsliði undanfarin ár. draumabyijun. „Ég átti von á ís- lendingunum sterkari, en mínir menn náðu að slá þá út af laginu í upphafi.“ Staðan var 5:0 fyrir Tékka í leik- hléi en lokatölur urðu 7:0. íslend- ingar fengu á sig þijú mörk úr víta- spyrnum, þar af tveimur frekar umdeildum. Tékkneska liðið var allan tímann sterkara, leikmennim- ir voru fljótir og spiluðu kantanna á milli, en íslenska liðið virkaði þungt á blautum vellinum og varla heil brú í leik þess. Leikmenn voru ragir og léku langt undir getu. Það ^ voru aðeins Anton Björn Markússon og Ólafur Péturssön, sem spiluðu af eðlilegri getu, enÓlafur kom í veg fyrir enn stærra tap með góðri markvörslu og varði m.a. víta- spyrnu. íÞRúm FOLK' ■ ANTON Björn Markússon var útnefndur besti maður U-21 liðsins og fékk stóran leirvasa, um 70 sm á hæð, í verðlaun. Gripurinn kemst ekki ofan í ferðatösku, þannig að Anton Björn verður með fangið fullt á heimleiðinni! ■ STRÁKARNIR í U-21 liðinu koma til Kosice í dag og horfa á landsleikinn. Þeir eru skráðir á sama hótel og A-liðið er á en það verður lítið um svefn — þeir fara héðan klukkan eitt í nótt með lang- ferðabíl til Búdapest og fljúga það- l. an síðan heim í gegnum Kaup- mannahöfn. ■ HARALDUR Ingólfsson fékk að sjá gula spjaldið fyrir harðan leik og hann var heppinn að fá ekki rauða spjaldið skömmu síðar, en þá sagði Beusan, dómarinn frá Júgóslavíu, við Harald að eftir næsta brot fengi hann reisupas- sann. ■ VINSÆLASTI rétturinn hjá íslenska liðinu er spaghettí, sem var eftirréttur í fyrstu kvöldmál- tíðinni. „Þetta verður aðalrétturinn fyrir leikinn,“ sagði Lárus Lofts- son, matsveinn og aðstoðarþjálfari. ■ KAFFIMENNIRNIR miklu • íslenska liðinu, Pétur Pétursson, Sigurður Jónsson og Atli Eð- valdsson eru ekki ánægðir með kaffið, sem boðið er upp á, en það er eins og gömul export-blanda. Bo Johansson benti þeim á gott ráð. „Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Bíðið þar til korgurinn er sest- ur á þotninn og þá er hægt að drekka kaffið eftir 10 mínútur.“ ■ ÍSLENSKA landsliðið kom með drykkjarvatn frá íslandi og ávaxta- safa. En eitt gátu þeir ekki tekið með — heita vatnið í sturturnar! ■ SIGURJÓN Sigitrðsson, lækn- ir liðsins, er maður hjátrúarfullur. Happatala hans er 7 og sé hún í herbergisnúmerinu má búast við góðum úrslitum. Hann býr á sjö- undu hæð og þarafleiðandi í 7 í númerinu, flugið til Prag var núm- er 755 og í símanúmeri hótelsins kemur talan 7 tvisvar fyrir. Spurn-^ ingin er nær ísland góðum úrslitum eða verður Sigurjón að finna nýja happatölu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.