Morgunblaðið - 26.09.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1990
Horfur hjá bæjarsjóði Kópavogs:
Útgjöld 290 millj-
ónir fram úr áætlun
ÚTGJÖLD bæjarsjóðs Kópavogskaupstaðar stefna í að fara 290
milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári, eða sem nemur um 23%
af áætluðum útgjöldum. Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi í
gær, þar sem lagðar voru fram tölur frá bæjarskrifstofum Kópa-
vogs, miðaðar við stöðuna 15. september siðastliðinn og áætluð stað-
an í árslok.
Samkvæmt áætlun fyrir þetta ár
átti að verða 71 milljónar króna
rekstrarafgangur eftir árið, en mið-
að við þær tölur sem.kynntar voru
á bæjarstjórnarfundinum í gær, í
tengslum við umræður um úttekt á
stöðu bæjarsjóðsins, stefnir í um
220 milljóna króna halla á rekstrin-
um þetta ár.
Helstu liðir sem fára fram úr
áætlun eru byggingar, sem fara 85
milljónir króna fram úr, þar af sund-
laug 53 milljónir. Götur og holræsi
fara 29 milljónir króna fram úr ijár-
hagsáætlun, umhverfísmál 12 millj-
ónir og rekstrarliðir 82 milljónir,
auk annarra liða.
Sjá ennfremur um úttekt á
stöðu bæjarsjóðs Kópavogs í
miðopnu.
Concorde-farþegaráLangjökli
Hópar ferðamanna frá Evrópu hafa komið til landsins á síðustu dögum með Concorde-þotu í sérstakar
skemmtiferðir þar sem meðal annars hefur verið boðið til veislu og tónleika uppi á Langjökli. Það er ferða-
skrifstofan Atlantik sem hefur séð um ferðamennina hér á landi. Meðfylgjandi mynd tók Ómar Ragnarsson
af veislunni á Langjökli þar sem Arni Elvar, Friðrik Theodórsson og fleiri hljómlistarmenn léku dixieland
fynr dansi og gestirnir nutu veitina við hlaðborð, en myndina af þotunni tók Rúnar B. Ólafsson.
Hæstiréttur:
Tveimur kærum vegna
forsjárdeilu vísað frá
HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá tveimur kærumálum sem snerta
deilu um forræði yfír níu ára gamalli stúlku. Annars vegar var um
að ræða kæru móðurinnar vegna úrskurðar fógetaréttar Reykjavík-
ur um að hún skyldi sæta varðhaldi í allt að 6 mánuði. Hins vegar
kærði faðir barnsins synjun borgarfógeta, vegna skorts á fulltingi
Iögreglu, við því að framkvæma, samkvæmt eigin úrskurði, innsetn-
ingargerð sem færði föðurnum umráð yfír barninu.
Ríkíð getur ekki dregið
úr skattheimtu á bensíni
- segir starfandi fjármálaráðherra
Ríkisstjórnin mun ekki draga úr skattheimtu á bensini til að
vega á móti fyrirsjáanlegri hækkun á olíu. Starfandi Qármálaráð-
herra segir að ríkissjóður hafi ekkert svigrúm til að taka á sig
viðbótarálögur.
Varðhaldsúrskurðurinn var kveð-
inn upp 21. ágúst síðastliðinn þegar
móðirin neitaði að segja hvar barn-
ið væri að fínna svo unnt væri að
fela það umráðum föðurins, sam-
kvæmt úrskurði fógeta. Ekki kom
til varðhalds og 10. september var
úrskurðurinn felldur úr gildi enda
taldi fógeti ekki varðhalds þörf þar
sem fram hefði komið að barnið
dveldist á heimili móðurinnar. í nið-
urstöðum Hæstaréttar segir að
móðirin hafi ekki sætt varðhaldi
samkvæmt hinum kærða úrskurði
og hafi því ekki lögvarða hagsmuni
af því að hæstaréttardómur gangi
um gildi hans. Þegar af þeirri
ástæðu sé kærumálinu vísað frá.
Hin kæran snerti það að fógeti
kom á heimili móðurinnar hinn 8.
september og hugðist með innsetn-
ingu taka barnið úr umsjá móður-
innar og færa föðurnum, á grund-
velli úrskurðar fjölskipaðs fógeta-
réttar frá 21. ágúst. Fógeti ákvað
að falla frá aðgerðinni þegar fyrir
lá að lögregla neitaði að beita valdi
til að hún næði fram að ganga nema
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
í niðurstöðum fógeta segir meðal
annars að gerðin verði ekki reynd
að nýju nema ljóst liggi fyrir að
lögregla muni hlíta fyrirmælum
fógeta um framkvæmd hennar. I
niðurstöðum Hæstaréttar segir að
í þessum ummælum felist að fógeti
muni meta hvort innsetningargerð-
in verði reynd að nýju og sam-
kvæmt því þyki ekki ástæða til
þess að svo stöddu að kveða á um
að gerðin skuli fara fram. Því sé
málinu vísað frá Hæstarétti.
Kröfu móðurinnar um að úr-
skurður sá sem framkvæma átti
með innsetningunni verði felldur
úr gildi segir Hæstiréttur að ekki
hafi verið skotið til réttarins með
lögmætum hætti, þótt sætt geti
áfrýjun. Því standi hann óraskaður
og sé ekki til úrlausnar í þessu máli.
Alþýðusambandið og Vinnuveit-
endasambandið hafa beint þeim
tilmælum til ríkisstjómarinnar að
draga úr skattheimtu á bensíni,
vegna hækkunar á innkaupsverði.
Steingrímur J. Sigfússon starfandi
fjármálaráðherra sagði við Morg-
unblaðið að ekki væri um annað
að ræða en að taka á sig þessar
hækkanir. Þetta væri áfall sem
þjóðarbúið hefði orðið fyrir, og
ríkið eitt og sér gæti ekki eitt
axlað það.
„Menn yrðu þá að svara því,
hvar ætti að mæta því með niður-
skurði ef ríkið færi að niðurgreiða
bensín. Því reynslan er sú, þegar
svona gerist, að heildarskatttekjur
ríkissjóðs aukast ekki vegna þess
að á móti dregst saman neyslan
sem mælist í öðrum veltusköttum.
í þessu tilviki verða menn einnig
að átta sig á því að markaðir tekju-
stofnar til vegagerðar breytast
ekki með bensínverðinu. Það eru
eingöngu tollar og virðisauka-
skattur sem fylgja verðinu," sagði
Steingrímur J. Sigfússon.
Utanríkisráðherra:
Eystrasalts-
ríkin fáiað-
ild að RÖSE
JÓN Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra vakti athygli við
opnun Allsherjarþings Samein-
uðu þjóðanna í New York á
mánudag, þegar hann vék frá
skrifuðum texta ræðu sinnar og
kvað sterkar að orði um þátttöku
Eystrasaltsríkjanna í Ráðstefn-
unni um öryggi og samvinnu í
Evrópu (RÖSE).
30-50 tonn af svartolíu
í sjóinn við Laugames
Eva María Sævarsdóttir.
Lést af völd-
um bílslyss
SJÖ ára telpa, Eva María Sæv-
arsdóttir, lést í gær á sjúkrahúsi
af völdum áverka sem hún hlaut
er hún varð fyrir bíl á Suður-
götu, móts við Háskólann þann
13. þessa mánaðar.
Eva María Sævarsdóttir var fædd
þann 12. nóvember 1982. Hún átti
heima að Einarsnesi 44 í Reykjavík.
30-50 tonn af svartolíu láku í sjóinn þegar verið var að losa úr sov-
ésku olíuskipi í geyma OIís í Laugarnesi á mánudag. Skipið lá skammt
undan landi og var olíunni dælt um neðansjávarleiðslu í land. Ekki
fengust upplýsingar um tjón af völdum olíulekans í gærkvöldi, en
vart hafði orðið við olíublautar gæsir á Reykjavíkurtjörn í gær.
Lekans varð fyrst vart um klukk-
an 19 á mánudagskvöld, en að sögn
Eyjólfs Magnússonar hjá Siglinga-
málastofnun hafði orðið vart við
mikla olíulykt í Laugarnesi um fjór-
um stundum fyrr. Oli Kr. Sigurðs-
son forstjóri OIís segir að suða hafí
gefið sig á leiðslunni og því hafi
Vestmannaeyjabær tekur
115 milljóna króna lán
Vestmannaeyj u m.
BÆJARRAÐ Vestmannaeyjabæjar samþykkti á síðasta fundi
sínum að heimila bæjarstjóra að athuga lántöku vegna 115 millj-
óna króna vanskilaskulda bæjarsjóðs en allar þessar skuldir eru
komnar til á árunum 1986—1990. Öll lánin hafa verið í vanskil-
um og hafa því hlaðist upp milljónir króna í dráttarvexti.
„Þetta er ýmislegt uppsafnað í íslandsbanka en nú ætlum við
subb,“ sagði Guðjón Hjörleifsson,
bæjarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið. „Bærinn skuldar 15 millj-
ónir í launaskatt. Þar af er stór
hluti vanskilavextir. Þá má nefna
skuldir við Islandsbanka, Sparisjóð
Vestmannaeyja, rikissjóð, Ríkis-
ábyrgðasjóð, Hafnarbótasjóð og
Bæjarveitur Vestmannaeyja. Þá
hefur bærinn verið með yfirdrátt
að hætta með hann og greiða upp
yfirdráttinn, sem er 30 milljónir.
Yfirdráttur er ekkert annað en
dýrt lán og við erum að reyna að
spara og ná utan um íjármál bæj-
arins og þessi lántaka er einn lið-
urinn í þeirri vinnu okkar,“ bætti
Guðjón síðan við.
Grímur
olían lekið út. Leiðslan er nýleg, en
hefur oft verið notuð áður án áfalla
og segir Óli að engin skýring hafi
enn fengist á því hvers vegna hún
gaf sig nú. Dælingu var strax hætt
er lekans varð vart og segir Óli að
leiðslan verði þegar tekin upp til
viðgerðar. Hann segir magnið sem
lak í sjóinn vera óljóst þar til lokið
hefur verið iosun úr skipinu, en
hann giskar á að á bilinu 30 til 50
þúsund lítrar hafí runnið út. Hann
segir það vera lán í óláni að veður
var óvenju stillt þegar óhappið varð
og því hafi menn tekið eftir olíu-
flekk á sjónum, sem erfítt hefði
verið að sjá í verra veðri og meira
ölduróti. „Þessi hætta er alltaf fyrir
hendi og úr því sem komið er vona
ég bara það besta, að takist að
koma í veg fyrir tjón af völdum
olíunnar," sagði Óli í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann segir að
óhapp sem þetta hafi ekki komið
fyrir áður, síðan hann kom í Laug-
arnesið sem eigandi og forstjóri
Olís.
Starfsmenn Reykjavíkurhafnar
unnu í gær að því að úða á olíuflekk-
ina efnum sem bijóta olíuna niður
og gera hana hættuminni. Starfs-
menn hafnsöguskrifstofu vildu í
gær ekki gefa upplýsingar um
hvernig því verki miðaði.
Utanríkisráðherra sagði að ís-
lendingum yrði það ánægjuefni að
ríkjunum yrði veitt aðild að Ráð-
stefnunni, en í texta ræðunnar var
talað um rétt til áheyrnar á Ráð-
stefnunni. Benedikt Gröndal sendi-
herra hjá SÞ segir þetta hafa orðið
til þess að fulltrúar nokkurra þjóða
hefðu látið í ljós áhuga á málflutn-
ingi Jóns Baldvins. „Hann veitir
Eystrasaltsþjóðunum þarna góðan
siðferðilegan stuðning," sagði
Benedikt. Aðspurður um bein við-
brögð við þessum orðum utanríkis-
ráðherra sagði hann: „Þetta eru
diplómatar hér sem hafa nef fyrir
því sem þykir tíðindum sæta og
gefa síðan skýrslu til sinna utanrík-
isráðuneyta og ráðherra. Hvað út
úr því kemur tjá þeir sig ekki um
fyrr en þeir menn sem ráða stefn-
unni tala sjálfir."
Reuter fréttastofan sendi út frétt
um ræðu Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, þar sem sagt var frá þessum
ummælum hans. Einnig eru þar
raktar röksemdir Jóns Baldvins, þar
sem hann vísar til sögulegs réttar
Eystrasaltsríkjanna til sjálfstæðis.
Síðastliðinn sunnudag, daginn
fyrir setningarfund Allsheijar-
þingsins, átti Jón Baldvin viðtal við
utanríkisráðherra Lettlands, Janis
Jurkans.
-