Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 Þrátt fyrir ótal sigra á sviði vísinda og tækni er það ennþá tæpast í mannlegu valdi að telja hárin á höfði okkar. mönnum — nema við verðum fyrir þess mun alvarlegra hárlosi. Menn hafa þó reynt að áætla háraíjöldann. Hann er að sjálfsögðu nokkuð breytilegur eftir einstaklingum og háralit. T.d. segir A.H. Powitt í bók sinni Hair Struc- ture and Chemistry simplified, að að meðaltali hafi rauðhært fólk aðeins um 90.000 hár en aftur á móti prýði koll ljóshærðra um 140.000 hár. Móðurarfur Hárið er hluti af skynfærakerfi húðarinnar. Hvert hár ásamt hár- sekknum, þar sem hárið myndast, er ein heild. Sjálft hárið, þ.e.a.s. hinn sýnilegi hluti, er í rauninni dautt. Hárið vex ekki stöðugt úr hársekknum heldur í sérstökum vaxtarskeiðum eða tímabilum: 1. Langt vaxtarskeið Sem getur varað frá tveimur til sex ára. Á þessu skeiði er hárið í eðlilegum vexti. Vöxturinn er nokkuð breytilegur, en ekki er fjarri lagi að áætla að hár á höfði okkar vaxi um einn sentimetra á mánuði. 2. Eftir vaxt- arskeiðið tekur við nokkurra mán- aða breytingarskeið. 3. Hvíldarstig, þegar losnar um hárið og það fellur af höfði okkar. — Að öllum jafnaði vex nýtt hár í stað þess sem í brott fellur. Það hefur yfirieitt verið talið í guðs valdi að stöðva hárlos og má minnast þess sem lýðurinn sagði um Jónatan við Sál konung, „Svo sannarlega sem Drottinn lifir, skal ekki eitt höfuðhár hans falla til jarð- ar.“ (1. Samúelsb. 14.45). En við erum alltaf að tapa hári; það er eðlilegur gangur náttúrunnar að tapa nokkrum tugum hára á degi hveijum. Tölur á bilinu 50 til 150 hafa birst í bókmenntum um þessi mál. En stundum ber svo við að end- umýjun verður hægari en brottfall- ið og hárið fer að þynnast. Orsakir eru margháttaðar og sumar umdeil- anlegar. Umhverfisþættir era taldir geta aukið hárlos, óhollt mataræði er t.d. síst til þess fallið að örva hárvöxt. Ekki er sannað að streita og áhyggjur valdi hárlosi. Aftur á móti er ekki óalgengt að börn heyri foreldra sína lýsa því yfir að framferði þeirra „geri þau grá- hærð“. Þótt ekki megi vanmeta eða gera lítið úr þeim margvíslegu áhrifum sem sjúkdómar, umhverfi og nú- tímalífshættir hafa á hárvöxt okk- ar, er það nú svo, að algeng- asta hárlosíð er vanalegur „skalli" (androgen alopecia) á höfði karlmanna. Sumir einstaklingar verða svo snemma sem sautján ára varir við hárlos, e.t.v. má segja að 25-30% karimanna á miðjum fertugsaldri hafi orðið fyrir merkjanlegri hárþynningu og allt að 45% kariamanna á fimmtugs- aldri. Orsakirnar fyrir þessu brottfalli munu að lang- mestu leyti vera erfðafræði- legar og gangur þeirra er allfiókinn. Erfðir hárloss eru frá móður til sonar, þannig að ætla má að vísbendingar um hugsanlegt eða væntanlegt umfang þess séu að leita meðal móðurbræðra. Flókin verkan karl- hormónsins testósteron hefur iíka sitt að segja í skallamyndun. Margir láta sig náttúrulegan skalla litlu varða en aðrir eru hins vegar ekki eins ánægðir og telja skalla ekki falla að þeirri sjálfsmynd . sem þeir hafa og vilja hafa hár ef þess er kostur. Hverra kosta er völ? Morgunblaðið/Börkur Morgunblaðið/Emilía Torfi Geirmundsson hárgreióslumeistari. VIÐBÓTARHÁR? ÞARF SITT VIÐHALD - segir Torfi Geirmundsson Frá aldaöðli hafa menn notað hárkollur af ýmsum gerðum og úr ýmsum efnum. Menn hafa bæði notað mannshár og dýrahár. Elstu íeifar af egypskum hárkollum munu vera allt að 5000 ára gamlar, og á 17. og 18. öld voru vinsældir hárkollna meðal aðalsins og „betra fólks“ slíkar að þær voru jafnvel teknar fram yfir náttúrulegt hár. Nú á tímum er óalgengt að menn noti „hreinar“ umfangsmiklar hárkollur, nema háriosið sé algjört, t.d. vegna sjúkdóma eða aukaverk- ana af völdum róttækrar læknis- meðferðar. Sú tækni er einnig til að veija það hár sem einstaklingur enn hefur saman við viðbótarhár í net sem er fest í hárkraganum til hliðanna. Húðsjúkdómalæknar eru heldur andsnúnir þessari aðferð því þeir telja að hún torveldi almennileg hárþrif. Hárgreiðslumeistarar bjóða í dag viðbótarhár eða hártoppa, þ.e.a.s. hnýtt hár í net sem hægt er að festa eða losa af höfðinu eftir hent- ugleikum. Viðbótarhárið getur'verið mjög góð eftirlíking af því hári se- m„ætti að vera“. Torfi Geirmunds- son hárgreiðslumeistari sem rekur hárgreiðslustofuna Papillu áætlaði að hér á landi notuðu um 300 ein- staklingar á að giska 450 hártoppa. Torfi sagði að þetta vera hátt hlut- fall miðað við það sem tíðkaðist erlendis. — Er íslendingum þá hættara við hárlosi? „Nei, alls ekki, þetta er ósköp svipað og erlendis,“ svaraði Torfi. Viðbótarhárið sem Torfi og fleiri hárgreiðslumeistarar hafa á boð- stólum er ýmist náttúrulegt eða gervihár úr plastefnum. Náttúru- legt hár vill brotna niður og upplit- ast og endingin er ekki alltaf sem skyldi. Plastefnin eru heldur sterk- ari en aftur á móti þola þau ekki eins mikinn hita og hættir til að trosna í endana. Endingin á viðbótarhári er eðli- lega nokkuð háð umhirðunni. Líf- rænt hár verður að lita og setja nærandi efni í. Hár úr plastefnum þurfa einnig sitt viðhald, þótt við- bótarefni séu skiljanlega ekki alveg þau sömu. — Og hver er kostnaður við við- bótarhár, hárkollur og hártoppa? Torfi bendir á að í fijálsu mark- aðshagkerfi hljóti slíkt að vera breytilegt en algengt verð á hárkoll- um er 10-15 þúsund krónur. Hár- toppar aftur á móti eru dýrari, frá 31 þúsundi til allt að 85 þúsundum. Einnig yrðu menn að hafa í huga að þeir þyrftu helst að líta við á sex vikna fresti til huga að því að viðbótarhárið og hið náttúrulega félli saman, klippa náttúrulega hár- ið til og lita viðbótarhárið eftir þörf- um. Litun kostar yfírleitt um 1.700 kr. - segir Gunnar Gíslason Gunnar Gíslason tölvari þjá Reiknistofu bankanna var 18 ára þegar hann fór að veita hárlosi verulega eftirtekt. Hárið fór að þynnast á hvirfl- inum og kollvikin hækkuðu. Cyrst hugsaði ég ekki mikið um I hárlosið en þegar þetta ágerð- ist, fór ég tii húðsjúkdómalæknis. Hánn taldi mig vera með exem og útvegaði mér einhveija vökva til að bera í hárið. En hárið héit áfram að falla. Þá fóru vinir og kunningjar að stinga uppá ýmsu, t.d. krúnurakstri, og láta það svo vaxa aftur upp. Eg gerði nú ekk- ert af þessu, var í rauninni sáttur við þetta. — Viss sjarmi yfir því að vera þunnhærður með há koll- vik. Síðan liðu árin og ég komst á svokallaðan „greiða yfír aldur“. Hárlosið var farið að snerta mann töluvert. Maður veltí því fyrir sér í stóinum hjá rakaranum hvort hann tæki nú löngu hárin. — Svo fékk ég hártopp. Það má e.tv. segja að mitt tilfelli hafí verið óvanalegt að því leyti að þetta var ekkert feimnismál. Ég var meira að segja módel fyrir hártoppa. Þó ég segi sjálfur frá, held ég að ég hafí litið mjög vel út. — Mér fínnst Ijótt að sjá þegar toppurinn virkar eins og húfa á hausnum og umhirðan er engin.“ — Er mikið mái að vera með topp? „Hártoppur kostar það að menn þurfa að gefa sjálfum sér og útlit- inu gaum og meiri tíma. Þetta er spurning um hvað menn vilja leggja á sig. Sumar konur dunda við að snyrta sig í svona hálf- tíma, klukkutíma áður en þær fara í vinnuna og það er hið besta mál. — Virkilega gaman að sjá fallega snyrtar konur. — Ef þú ert með topp þarftu kannski að vakna fímmtán mínútum fyrr. Og það þarf að líta svona hálfsmán- aðarlega við hjá rakaranum sem Gunnar Gislason fyrir og eflir. klíppir náttúrulega hárið til og athugar litinn. Menn grána með aldrinum.“ —En að festa þetta og þrifa, t.d. í sundlaugunum? „Það kemst fjótt upp í vana að festa þetta með lími eða teipi, tekur ekki mikinn tíma. Meira mál að ná honum af sér. Þarf nokkra æfingu, — ekki ólíkt því að rífa af sér plástur. Sumir topp- ar ög hárkollur eru þannig að það er hægt að fara með þær í sund. — Það er kannski ekki rétt að segja að það sjáist ekki — það er alltaf hægt að sjá ef menn eru að horfa eftir því. En hveijir eru að pæla í þvi? Eru það ekki þeir sem hreint og klárt öfunda mann- inn af því að hafa kjark til að nota topp? Hárlos er viðkæmt mái. Konur sem eiga eiginmenn með svipað „háralag" og ég hafa minnst á að þær vildu gjarnan að herrarnir íhuguðu að setja upp topp en þær þyrðu ekki að minn- ast á það af ótta við að mennirnir brygðust illa við. En menn eiga ekkert að hika við að leita sér ráða og gera eitthvað í málinu ef þeir eru ósáttir við hártapið." — En nú ert þú fullkomlega „berhöfðaður“? „Satt best að segja náði toppur- inn aldrei að verða hluti af mér. Eg átti það til að rífa þetta af mér í vinnunni. En ég veit um menn sem háfa náð tilfinningatengslum við toppinn. Það gerði útslagið að það fór að bera á bólum og exemi á enni; ofnæmi. Það gerði því enginn athugasemd þegar ég lagði toppnum. Nema konan spurði einu sinni þegar við vorum að fara út hvort ég ætlaði ekki að setja toppinn upp. Hún hvatti mig frekar en ekki til að nota hann. Þær kannski dreymirflestar um mikið hár og fagurt fyrir sig — og sína. En verða þær ekki oft að bíta í súra eplið eða leita að öðru höfði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.