Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 /AVié erom a& /eita. c& einhuerjum stmng- A ejácuiegum, harðdugiegum ag a/gjör. lega métnaðar-- frvchuerfuni manni." Ég sagði nú ekki annað en mér sýndist sem kollvikin næðu nokkuð hátt upp ... HÖGNI HREKKVÍSI Mikil mjólk- urneysla Til Velvakanda. Öðru hveiju hafa framleiðendur staðið fyrir mikiili auglýsingaher- ferðum þar sem liggur við að full- yrt sé að mjólk sé allra meina bót. Eflaust er mjólk holl fyrir börn og hún er sjálfsagt holl fyrir alla ef hófs er gætt. En ég dreg í efa að mjólkurþamb sé hollt fullorðnum og tel að það geti verið slæmt fyr- ir kyrrsetufólk að drekka of mikið af mjólk. Mjólkin er mjög næring- arrík. Hæpið er að auglýsa svona og ýta þannig undir rangar neyslu- venjur. Það ætti fremur að fræða neytendur um kost og löst vö- runar. Ég tel að fnjólkurneysla sé full mikil hér á iandi og á ég þá að sjálfsögðu við neyslu þeirra sem fullorðnir eru. Sigrún. -----*-*-*---- Peningaplokk? Til Velvakanda. Fyrir skömmu birtist grein um kukllækningar í Morgunblaðinu. í því sambandi vil ég minnast á kon- ur sem auglýsa svokallaða heilun og taka þær 2.000 krónur á tím- ann. Er þetta nokkuð annað en peningaplokk? Mér fínnst að þetta sé að notfæra sér vandræði ann- arra, því oft eru sjúklingarnir ör- væntingarfullt fólk sem er til í að reyna hvað sem er. Einar á Einar- stöðum tók aldrein neitt fyrir sínar lækningar og ekki heldur Margrét á Öxnafelli. Þetta var fólk sem vildi hjálpa öðrum af heilum hug en ekki gera sér vandræði fólks að féþúfu. Sjúklingur. Á FÖRNUM VEGI Kartöflurækt borgarbúa AÐ MEÐALTALI borðar hver íslendingur 50 kíló af kartöflum á ári, en þær hafa verið ræktaðar hér á landi frá því 1760. Margir borgar- og kaupstaðabúar leigja fsér smáreiti utan við bæinn þar sem þeir rækta eigin kartöflur og hjá sum'um fjölskyldum er kartöflurækt orðin að árlegri hefð. Sumir fara ekki einu sinni út fyrir borgina til að rækta kartöfl ur. Hjá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík eru leigðir út garðar fyrir kartöflu- og grænmetisrækt og hafa nokkrar fjölskyldur verið með garða þar í mörg herrans ár. Þá eru ótaldir sjálf- ir kartöflubændurnir sem eru yfir 200 talsins á íslandi. í fræðsluhefti frá Grænmetisverslun landbúnaðar- ins segir meðal annars um kartöflur að þær séu ættaðar frá Suður-Amer- íku og eigi sér 2.tM)0 ára gamla sögu. Síðan segir: „Þegar Spánveij- ar höfðu lagt undir sig Suður-Amer- íku á 16. öldinni, fluttu þeir kartöfl- una með sér heim. Þar var henni vel tekið og þótti hún hinn besti matur. Útbreiðsla hennar jókst síðan hröðum skrefum á 18. öldinni, eink- um á Bretlandseyjum. „Það er nú misjafnt hversu mikið er undir hveiju grasi, en það frá fjórum uppí 15 kartöflur," sagði Þórdís, sem ekki vildi segja til föður- nafns. Hún var ásamt Evu Kristjáns- dóttur að taka upp í kartöflugörðun- um á Korpúlfsstöðum þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferðinni. „Það er alveg frábært fyrir borgarbúa að fá að róta í moldinni og þetta er alveg Ijómandi tóm- stundaiðja. Börnin hafa gaman af því að koma og taka upp og það er alltaf tilhlökkunaref ni hjá þeim á haustin þeg- ar tíminn til að taka upp fer að nálgast." Þórdís segist hafa sett seint nið- ur, ekki fyrr en í júní. „Ég bar áburð á og úðaði með eitri og hef síðan ekki þurft að sinna garðinum að öðru leyti. Annars er hér eitt- hvert illgresi sem ég veit engin nán- ari deili á, ég þekki það ekki, en það virðist ekki hafa spillt fyrir upp- skerunni sem er ágæt.“ Hvaða tegundir settirðu niður? Hvorki Þórdís né Eva gáfu sér tíma til að líta upp frá tínslunni. Víkverji skrifar Nú þegar þúsundir barna og ungmenna hafa nýlega byij að venjulegt skólanám eða halda áfram skólagöngu taka ýmsir aðrir skólar til starfa og er með ólíkind- um hve margt er boðið upp á. Haldin eru ýmiss konar námskeið á vegum einkaskóla eða félaga- samtaka, tómstundaskóli með fjölda námsgi'eina, dansskólar, málaskólar að ógleymdum Náms- flokkunum. Gott ef Bréfaskóli SÍS er ekki enn við lýði. Oft er mikil þátttaka fyrst á haustin en margir heltast úr lestinni áður en langt um líður og sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir því. Áhugi dvínar þegar nemendur átta sig á að þetta er ekki bara grín og gaman; fullt starf og aukanám fer heldur ekki alltaf saman. Þó enástæða til að fagna þessum mörgu kostum og þó hóparnir þynnist þegar á líð- ur vinna margir skólanna hið ágæt- asta verk og hafa veitt leiðsögn og fræð§lu sem að gagni kemur, Kunningi Víkveija vakti athygli hans á að hann hefði til dæmis sótt vetrarnámskeið nokkuð reglu- lega í erlendu tungumáli fyrir nokkrum árum.'Hann kvaðst geta borið um að þrátt fyrir rýra undir- stöðu hefði hann haft gagn af. Síðan hefur hann getað lesið ein- faldan texta og og hefur á eigin spýtur þreifað sig áfram. En því væri ekki að leyna að iðulega hefði það útheimt talsverðan vilja- styrk að sækja tíma að loknum vinnudegi og ekki síður bagsa við heimanám en vist hefði það verið þess virði. Ekki var undan veðrinu að kvarta á liðnu sumri. En sept ember olli Víkveija vonbrigðum. Kyrrur í september hafa mýkjandi áhrif á sálina. Þegar skammdegið sækir fast á en fegurð sólarlagsins er meiri en á öðrum tímum ársins. í ár hefur september brugðist von- um septemberelsks Víkveija, hvas- sviðri og rigning lengst af. En stundum hafa komið stillur eins og um síðustu helgi og fram eftir vikunni. Og svo er að vera jákvæð- ur og binda vonir við október og hugsa sem svo að allra síst á ís- landi verði á allt kosið í veðurfar- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.