Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 C 33 Morgunblaðið/Þorkell Kristín og Svanhildur: „Þetta er alveg ljómandi tómstundaiðja.“ „Ég setti niður fimm tegundir, alls um 10 kíló, og þar af er ein tegund sem ég veit því miður ekki hvað heitir, en sem mér þykir best. Svo er smælkið alltaf gott, og gam- an að borða það. Eina leiðin til að borða smælki er að rækta sjálfur, því það er ekki fáanlegt í búðum. Svo er náttúrulega mikill munur að geta borðað kartöflur með hýði, þær eru svo miklu hollari.“ Með allri virðingu ... hafa menn nokkuð orðið varir við kartöflumyglu hér á Korpúlfsstöðum? „Nei, nei, nei. Kartöflumyglan leggst bara á hjá stórbóndum!" seg- ir Þórdís og skellir upp úr. Hún seg- ist ekki vilja taka allt upp núna held- ur bíða með hluta uppsk'erunnar. Segist hafa heyrt að kartöflurnar verði betri ef þær fá að vera í jörðu Morgunblaðið/Þorkell eftir að daginn fer að stytta svo framarlega sem ekki fari að fijósa. Hefurðu verið lengi í kartöflu- rækt? „Nei, þetta er í fyrsta sinn, svo ég hef hú ekki mikla reynslu í þessu, en ég er ákveðin í að setja niður aftur næsta sumar. Ég hef aðgang að geymslu þar sem ég get geymt kartöflurnar á veturna og finnst gaman að geta ræktað þetta sjálf,“ sagði Þórdís að lokum. Frábært að róta í moldinni Mæðgurnar Svanhildur og Kristín voru önnum kafnar við tínsluna og höfðu lítinn tíma til áð spjalla við forvitinn blaðamann, hvað þá að líta upp til ljósmyndarans. Þær sögðust véra með garð á Korpúlfsstöðum í fyrsta sinn í ár. „Við vorum í nokk- ur ár með garða vestur á Seltjarnar- nesi, í Gróttu, en þetta virðist vera góður jarðvegur, uppskeran er góð og við verðum hér áreiðanlega næsta ár.“ Þær mæðgurnar voru sammála um að Gullaugað væri besta kartöflutegundin. „En við erum líka með þessar rauðu og þær eru alveg prýðilegar. Við keyptum útsæði hjá Ágæti og höfum gert það undanfarin ár. Svo settum við niður í júníbyijun, bárum á og lögðum akríl-dúk yfif garðinn. Við höfum komið nokkrum sinnum og tekið upp kartöflur fyrir nokkra daga í 'senn en ætlum núna að taka upp það sem eftir er. Það er alveg frábært fyrir okkur borg- arbúana að fá að róta í moldinni og þetta er alveg ljómandi tómstunda- iðja. Börnin hafa gaman af því að koma og taka upp með okkur og það er alltaf tilhlökkunarefni hjá þeim á haustin þegar tíminn til að taka upp fer að nálgast." Þær Svanhildur og Kristín segjast ekki hafa orðið varar við kartöflu- myglu, þvert á móti væru þetta fín- ar kartöflur sem hefðu komið upp í ár. Kartöflurnar ætla þær svo að geyma í jarðhúsunum í Ártúns- brekku í vetur. Oddfell- owhúsið Til Velvakanda. Víkvetji, þriðjudaginn 26. sept- embef, hefur áhyggjur af því, að Oddfellow-reglan hafi sótt um stækkun á húsi sínu við Vonar- stræti, þar sem nær væri að rýma allt svæðið milli ráðhúss, Alþingis- húss og Austurvallar. Þetta mál, eins og svo mörg önnur, hefur þó tvær hliðar. Mörgum þótti stíllinn fölna á Oddfellowhúsinu þegar á það var sett bratt þak-og ekki til prýði þeg- ar húsin númer 10, 10 A, og 10 B við Tjarnargötu voru hækkuð á sín- urri tíma. En nú mundu sumir vilja líta þannig á, að þessi þök ásamt nýlegri upphækkun á Landssíma- húsinu (þótt öll séu þau umdeilanleg í sjálfu sér) römmuðu einmitt ráð- húsið inn í borgarmyndina frá Tjarnarsvæðinu séð. íslendingar, sem búa í einu stijál- býlasta landi heims, þurfa að fara að venjast því, að hús í borgum skyggja yfirleitt hvert á annað. Þannig byggist borgarmyndin upp. Þykir gott ef ein til tvær hliðar húsa fá að njóta sín og þarf ekki undan að kvarta fyrir hönd ráðhúss- ins. Samkvæmt þessu sjónarmiði er ekkert við það að athuga þótt byggt yrði dálítið við Oddfellowhú- sið, ekki síst ef auðir gaflar þess yrðu eitthvað lagaðir um leið. Vegfarandi. ÞAKKIR Til Velvakanda. Við undirritaðar viljum með bréfi þessu koma á framfæri kæru þakk- læti til frú Guðríðar Pálsdóttur verslunareiganda og frú Sigríðar Pálsdóttur afgreiðsludömu í Rammagerðinni í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjá okkur kom upp dálítið sér- stök aðstaða varðandi hlut sem keyptur hafði verið í Rammagerð- inni. Áðurnefndar heiðursfrúr sýndu máli okkar alveg sérstakan skilning og voru einstaklega liðleg- ar. Það er öruggt, að eftir að hafa notið slíkrar þjónustu og almenni- legheita hjá verslun þessari, munum við leggja leið okkar þangað sem oftast í framtíðinni. Auður Proppé Bailey, Ellý K.J. Guðmundsdóttir. Dýr rekstur eínkabíla Til Velvakanda. Nú er mikið fjargviðrast um mengun í umferðinni þó maður skyldi ætla að þessi eilífi næðingur, sem er hér á landi, ætti að tryggja að loftmengun héldist lítil. Talað er um að skylda tækjabúnað á alla bíla til að draga úr loftmengun frá þeim, hver étur eftir öðrum og mikið er gert úr þessu máli í fjölmiðlum. Auðvitað verða það bifreiðaeigendur sem borga brúsann, sem hætt er við að verði heldur dýr í þessu tilfelli. Það er hrikalega dýrt að reka bif- reið hér á íslandi og hreint ekki á þann kostnað bætandi. Komi þessi nýi útgjaldaliður til framkvæmda verður ríkisvaldið að skera niður þær tekjur sem það hefur af einkabifreið- um. Almenningssamgöngukerfið hér í Reykjavík er mjög vanþróað og einkabifreiðin því nauðsynleg. Hér eru aðeins strætisvagnar, engar neð- anjarðarlestir. Einkabíllinn gegnir .því mikilvægu hlutverki en stundum er talað um einkabílinn eins og um einhvern lúxus væri að ræða sem yfirstéttin ein ætti að njóta. Stjórn- völd verða að skilja að við núver- andi aðstæður er bíll nauðsyn. Nú er fyrirsjáanleg mikil hækkun á bensíni og öðrum olíuvörum. Þetta verður þungur baggi á bifreiðaeig- endur sem bera nógu þungan bagga fyrir. Ríkisvaldið verður að liafa hemil á græðgi sinni og neita sér um að hagnast á þessum verðhækk- unum. Verði ómögulegt fyrir meðal- Jóninn, á íslandi að eiga bíl verða sjórnvöld líka að gera svo vel og byggja upp samgöngukerfi sem kemur i hans stað. Og það er líka dýrt. Bifreiðareigandi. Hljóðmúrinn auglýsir eftir sölumanni v/sölu á út- varpsauglýsingum (söluprósentur). Ahugasamir sendi upplýsingar um nafn, heimilisfang, síma og aldur. Sendist auglýsingadeild Morgunblaðsins merktar: „Hljóðmúrinn- 13532“. Chevrolet Blazer 4,3 árgerð 1988 Sportútgáfa, rauður og svartur Bifreiðin er m.a. með eftirtöldum útbúnaði: Sjálfskiptur m/yfirgír, vökvastýri, loftkælingu, rafm. í rúðum, hjólbörð- um 235x15, álfelgum, utanáliggjandi varahjólbarða, topp- grind, upphitaðri afturrúðu, lituðu gleri, læstu mismuna- drifi, dráttarkúlu, hallastýri, hraðastilli (speed control) og útvarpi m/kassettu og tónjafnara. Vélin er 6 cyl, 4300 cc (nýja vélin). Ekinn 33.000 þús. km. Verð 2.200 þús. Upplýsingar í síma 91-46682. 0- ajungilak. SÆNGUR OGKODDAR í mikltt úrvali Umboðsmenn um land allt HEIMILISKAUP H F . • HEiMILISTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.