Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
C 21
GUNNAR SMARI
EGILSSON
FOIK
i jjölmiðlum
■ „VIÐ STEFNUM náttúrulega
að því, að gefa út besta blað í
heimi,“ segir Gunnar Smári Egils-
son, annar nýráðinna ritstjóra
Pressunnar, sem koma til starfa nú
um mánaðamót. Hann segir að sem
fyrr verði Press-
an lausasölublað
og dragi dám af
því. „Hún verður
því dálítið óþekk
og kitlandi. Það
þýðir þó ekki að
Pressan verði
gul, því það er
nú einu sinni svo
að þau blöð sem þora mest verða
að gera ströngustu kröfur um áreið-
anleika. Þó að hörð fréttamál verði
í öndvegi mun fylgja þeim pakki
af viðtölum og alls konar efni um
fólk og fyrir fólk. Pressan verður
því blað fyrir lesendur og hefur í
raun engan tilgang annan, hvorki
trúarlegan, pólitískan né þjóðfé-
lagslegan. Þeir sem hafa tamið sér
að líta niður á fólk, munu því sjálf-
sagt telja útgáfu blaðsins algjörlega
tilgangslausa." Gunnar Smári fer
frá DV yfir á Pressuna. Hann var
áður blaðamaður á NT, Tímanum
og Helgarpóstinum. Hinn ritstjór-
inn, Kristján Þorvaldsson, hefur
starfað sem blaðamaður á Morgun-
blaðinu og sem blaðamaður og
fréttastjóri á Alþýðublaðinu. Fyrsta
Pressan undir stjórn Gunnars
Smára og Kristjáns kemur út næsta
fímmtudag.
■ AUK RITSTJÓRANNA hafa
verið ráðnir fjórir nýir blaðamenn
til starfa á Pressunni. Siguijón
M. Egilsson, blaðamaður á DV,
kemur til starfa 1. nóvember, en
um mánaðamót hefja þrír störf:
Hrafn Jökulsson rithöfundur og
blaðamaður, en hann hefur m.a.
skrifað bækurnar íslenskir nasistar
SIGURJÓN M. HRAFN
EGILSSON JÖKULSSON
ÞÓRDÍS FRIÐRIK ÞÓR
BACHMANN GUÐMUNDSSON
og Ástandið og var um skeið um-
sjónarmaður Sunnudagsblaðs Þjóð-
viljans, Þórdís Bachmann blaða-
maður, en hún hefur verið við lausa-
mennsku og þýðingar síðustu ár og
Friðrik Þór Guðmundsson, en
hann hefur starfað við blaða-
mennsku á Helgarpóstinum, Al-
þýðublaðinu og Pressunni eftir að
hann lauk BA-námi í stjórnmála-
fræði. Sigurþór Hallbjörnsson
hefur verið ráðinn ljósmyndari, en
hann er offsetljósmyndari að mennt
og stundaði auk þess nám í ljós-
myndun við listaskólann De Vrije
Academie í Hollandi.
■ FRÉTTASTOFA RÍKISÚT-
VARPSINS hefur fengið nýjan
liðsmann, Jón Olafsson. Síðastliðin
tvö sumur hefur
Jón starfað í af-
leysingum á
fréttastofu Sjón-
varpsins, en
meðan hann
stundaði nám í
rússnesku í
Moskvu var
hann fréttaritari
Útvarpsins og Sjónvarpsins þar og
skrifaði auk þess Moskvupistla í
Morgunblaðið. Jón kemur til starfa
í erlendum fréttum á fréttastof-
unni, í stað Þorvaldar Friðriks-
sonar sem dvelur í Svíþjóð í vetur.
New York blöðin
í erfiðleikum
TILRAUNIR til að bjarga blaðinu The New York Post hafa valdið
aukinni óvissu í bandarískum blaðaheimi. Athyglin beinist einnig að
The Daily News, en þar er deilt uin laun á sama hátt og kPost. Líkur
hafa aukist á því að deilan á Post leysist og að útgáfu blaðsins verði
ekki hætt, en þó er fullyrt að ef til lengri tíma sé litið hljóti Post
eða Daily News og jafnvel bæði blöðin að líða undir lok.
*
INew York koma út fjögur dag-
blöð: Post, DailyNews, TheNew
York Times og New York Newsday.
í öllum öðrum stórborgum Banda-
ríkjanna er aðeins eitt blað gefið
út. Daily News er stærra en Post
og stendur betur að vígi.
Post hefur verið rekið með halla
í 20 ár. Auglýsingum í blaðinu hef-
ur fækkað verulega á síðustu tveim-
ur árum, en hin blöðin hafa raunar
sömu sögu að segja. Deyfð hefur
ríkt í efnahagslífi í þessum hluta
Bandaríkjanna.
Viðræður um deiluna á Post
sigldu í strand vegna þess að félag
350 starfsmanna á blaðinu neitaði
að samþykkja fimm milljóna dollara
niðurskurð á launum og auka-
greiðslum, eða sem svarar 20%
lækkun vikulauna. Átta félög 500
annarra starfsmanna hafa þegar
samþykkt 15 milljóna dollara niður-
skurð til að bjarga blaðinu.
AUGLÝSING
Afmæliskveðja frá
dægurmálaútvarpinu á rás 2
Starfsmenn rásar 2 þakka hlustendum mjög góðar viðtökur í söfnun
til íþróttahúss fatlaðra fyrir helgina. Söfnunin markaði upphaf vetrar-
dagskrár með margs konar nýmælum á rásinni.
Á rnorgun á dægurmálaútvarpið á rás 2 þriggja ára afrnæli. I morgun-
útvarpinu (kl. 7-9) verður kynntur til leiks nýr dagskrárgerðarmaður
á rás 2: Valgeir Guójónsson. Hann mun sjá um vikulegt innskot í
morgunútvarpið: Útvarp útvarp. Þjóðarsálin. hinn vinsæli símatími
rásar 2 verður með sérstaka þáttaröð í október. Formenn stjórnmála-
flokkanna sitja fyrir svörum í beinni útsendingu. Fyrstur kemur
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Hlustendur geta rætt
landsmálin við Steingrím á þriðjudag. íþróttaunnendur heyra af gengi
íslendinga á Evrópumótum félagsliða þegar fylgst verður með KA og
Fram í leikjum liðanna á miðvikudag.
Á föstudögum verður brugðið útaf venjunni í morgunútvarpi: þjóð-
kunnugt fólk gerist morgunhanar á rás 2. tekur þátt í dagskrárgcrð,
velur lög og rabbar við hlustendur.
Rás 2 - rás atburðanna.
Samihning um etit hraðbankanet
Allir bankar og sparisjóðir hafa nú samein-
ast um einn Hraðbanka, eitt net sem tekur
við af tveimur. Afgreiðslustaðirnir verða 25
talsins og standa þér alltaf opnir.
Þú þarft ekki að keppa við tímann; þú getur
sinnt öllum algengustu bankaerindum í
Hraðbankanum, þegar þér hentar best.
Hraðbankinn býður þér:
• að taka út reiðufé, allt að 15.000 kr. á dag
• að leggja inn peninga/tékka
• að millifæra af sparireikningi á tékka-
reikning eða öfugt
• að greiða gíróseðla með peningum/tékk-
um eöa millifærslu af eigin reikningi
• að fá upplýsingar um stöðu eigin reikninga.
Bankakort Búnaðarbanka,
Landsbanka, Samvinnubanka
og sparisjóðanna gilda
í Hraðbankann, svo og Tölvu-
bankakort íslandsbanka, sem gefin
hafa verið út á árinu 1990. Ef þú átt
ekki kort, færðu nýtt Hraðbankakort
í útibúinu þínu.
Kynntu þér möguleikana vel - láttu
Hraðbankann þjóna þér!
wjh Hrabbankinn
þJÓNUSTA NÓTT SEM NÝTAN DAG!
Hraöbankinn
er stilltur fyrir
- allan sólarhringinn!
þig