Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 26
- 26 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) . Þú ert með eitthvert verkefni á heilanum og gefur þér ekki færi á að hvíla þig á því í hópi vina þinna í dag. Kannski ættirðu að fylgja málinu duglega eftir og slappa almennilega af á eftir. Naut (20. apríl - 20. maí) Vertu á varðbergi þegar þú ferð út að versla svo að þú kaupir ekki köttinn í sekknum. Það er ekki heppilegt fyrir þig að hugsa um viðskipti í dag. Það eru ýms- ir sem gera kröfu til tíma þins núna. Tvíburar (21. maí - 20. júní) í» Þú leitar ráða hjá ýmsum sem þú þekkir, en svörin vísa hvert í sina áttina. Þeir sem eru á ferða- lagi lenda í smávægilegum erfið- leikum. Það vottar fyrir stirðléika innan fjölskyldunnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >-18 Þú verður í viðkvæmara lagi ár- degis og átt erfítt með að gera upp við þig hvaða stefnu þú átt að taka í ákveðnu máli. Eitthvað sem gerist á bak við tjöldin varp- ar skugga á samband þitt við náinn ættingja eða vin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er í ýmsu að snúast hjá. þér núna svo að þú hefur ekki eins mikinn tíma fyrir þína nánustu og þú óskaðir þér. Það koma upp einhver vandamál sem þú verður að leysa í samvinnu við vin þinn. Meyjo ' (23. ágúst - 22. september) Skapsmunir þínir kunna að hindra þig í starfi í dag. Varaðu þig á þeirri tilhneigingu þinni að veita smámunum of mikla at- hygli. Gerðu þér dagamun. Vog (23. sept. - 22. október) Það verður ævinlega að ríkja samkvæmni í framkomu þinni við börn. Þú reynir að gera alla hluti í einu í dag og dregur þannig stóriega úr afköstum þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Varaðu þig á þeim sem ætla að græða á samningagerð sem þú tekur þátt í þessa dagana. Trufl- anir sem þú verður fyrir i tíma og ótíma í dag gera þér ókleift að ljúka verkefni þínu á þann hátt sem þú vildir heist. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Smámisskilningur kemur upp í dag. Þú átt ekki sem auðveldast með að koma skoðunum þínum til skila núna. Annaðhvort eru aðrir svona áhugalausir eða þú átt í erfiðleikum með að finna réttu orðin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt erfitt með að fylgja eftir góðum fyrirætlunum þínum. Haltu eyðslunni í skefjum og kauptu sem allra minnst. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Margt fer öðruvísi í dag en ætiað var. Það verður að sýna sveigjan- leika þegar svo stendur á. Marg- ir gera kröfu til tíma þíns núna. Hafðu gát á tilhneigingu þinni til óhófseyðslu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér finnst eins og vinur þinn segi þér ekki allan sannleikann. Þú færð ekki eins mikinn tíma til eigin ráðstöfunar og þú vildir helst. AFMÆLISBARNIÐ hefur gott vald á töluðu og rituðu máli. Það verður að varast tilhneigingu til leti og ætti að forðast að dreifa kröftum sínum um of. Það ætti að leita sér staðfestu á sviði þar sem tjáningargáfa þess fær notið sín tii fullnustu. Það gæti sem auðveldlegast orðið rithöfundur eða skemmtikraftur. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staóreynda. DYRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI T SEGÐUAtéjZ B! TrHt/AÖ .■T SEAA v/Etr E-&a ' LJÓSKA L—V/ IV. FERDINAND I M—i~ CZl ::( OL* '••*** RetR. fh'ik \ 7T / SMÁFÓLK MY 6RAMPA HAD ANOTHER HE SAlD," I HAVE TO /" BUT THE MOMTHS AWD \ BIRTHDAY YE5TERDAY.. ADMIT THAT THE YEAR5 \ 0UEEK5 HAVE BEEN . 1. I <u HAVE BEEN G00P TO ME " VA, LITTLE RUDE « o f w a> C. 3 (0 mvC' ' v j mC* \ á V/J, pps LL. 1 * Í © - ~ Afi minn átti eitt afmælið í gær. Hann sagði: „Ég verð að viður- kenna, að árin hafa verið mér góð.“ „En mánuðirnir og vikurnar hafa verið mér dálítið erfíð!“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Útspilin eru sá þáttur íþrótt- arinnar sem hvað erfiðast er að ná tökum á. Þetta hljómar und- arlega, því margir halda að fyrsta útspil sé aðeins spurning um kunna einfaldar reglur, „of- an af röð“, „hátt-lágt“ með tvíspil, „fjórða hæsta frá lang- lit“, o.s.frv. Þessar reglur eru auðlærðar, en málið snýst ekki um þær. Suður gefur; NS á hættu. Vestur ♦ KG972 VÁ753 ♦ 8 ♦ 1063 Norður ♦ 1083 ▼ D84 ♦ K65 ♦ DG72 Austur ♦ ÁD65 ¥6 ♦ DG1074 ♦ 984 Suður ♦ 4 VKG1092 ♦ Á932 ♦ ÁK5 Vestur Norður Austur Suður — — _ i hjarta 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu Pass Pass Pass Níu af hveijum 10 spilurum myndu koma út með einspilið í tígli og þarf ekki einu sinni reglu til (nema þeir sem spila út ein- spili með vinstri!). Suður verður þá snöggur að vinna spilið. Hann drepur á tígulás og sækir tromp- ásinn. Austur fer inn á spaðaás og gefur makker tígulstungu, en fieiri verða slagir vamarinnar ekki. En sjáum hvað gerist með spaða út. Suður trompar í öðrum slag og spilar hjarta. Vestur dúkkar tvisvar. Nú getur sagn- hafi ekki spilaði hjartanu áfram, því vestur myndi drepa á ás, spila spaða og helstytta suður. Sagnhafí gerir sitt besta með því að taka þijá slagi á lauf, spila tígulás, tígli á kóng og þriðja tíglinum. En vestur trompar slaginn af makker, leggur niður hjartaás og spilar spaða. Austur fær þá fjórða slag varnarinnar á tígul. Með fjórlit í trompi (sérstak- lega með ás eða kóng í toppnum) og sterkan hliðarlit er yfirleitt alltaf best að spila upp á stytt- ing. Þetta vita reyndir spilarar, en einspilin freista hroðalega. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á brezka meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák enska alþjóðameistarans Paul Little- wood (2.460), sem hafði hvítt og átti leik, og landa hans Kumaran (2.245). 19. Rxf6+! - gxf6, 20. Bxf4 - Dxf4, 21. He4! (Þetta var mark- miðið með fórninni. Hrókurinn kemst nú í sóknina með leikvinn- ingi og svartur er varnarlaus.) 21. - Dd2, 22. Hg4+ og svartur gafst upp. Brezka meistaramótið hefur aldrei verið eins vel skipað og í ár, tíu af tólf stórmeisturum Englendinga tóku þátt, en það var samt James Plaskett, einn hinna stigalægstu þeirra, sem sigraði óvænt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.