Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 C 35 Há knattsend- ing barst að norska mark- inu á 29. mín. í fyrri hálf- leik. Þórður og Pétur fylgdu fast eftir og Þórð- ur skoraði sigurmark Is- lands. Sigurliðið í tíunda landsleik íslendinga í júlí 1954. Aftari röð frá vinstri: Einar Halldórsson, Gunnar Gunnarsson, Dagbjartur Hannesson, Rikharður Jónsson, Þórður Þórðarson og Sveinn Teitsson. Fremri röð frá vinstri: Guðjón Finnbogason, Pétur Georgsson, Magnús Jónsson, Karl Guðmundsson og Halldór Sigurbjörnsson. SÍMTALIÐ... ER VIÐ KARLÁGÚST ÚLFSSON, LEIKARA Aðalatriðið að létta fólki lund 11936 Já, halló. — Góðan dag, er Karl Ágúst við? Já, bíddu augnablik ... Kalli! — Kar! Ágúst Úlfsson? Já, þetta er hann. — Sæll. Kristján Þorvaldsson heiti ég, blaðamaður á Morgun- blaðinu. Þið Spaugstofumenn ásamt fleirum sýnið nú undir merki Þjóðleikhússins gleðileikinn „Örfá sæti !aus“. Eruð þið endan- lega búnir að leggja niður fréttastofuna? Nei, nei. Við höfum aldrei gert áætlanir mjög langt fram í tím- ann, en það getur vel hugsast að við byrjum aftur með fréttaþætti eftir áramót. — Sýningin Örfá sæti laus hef- ur fengið nokkuð misjafna dóma. Einn gagnrýnandi segir að gaman megi hafa af ýmsum uppákomum í sýningunni en í heild sé hún ósamstæð og sundurslitin, miklu fremur skemmtidag- skrá, en heils kvölds sýning ... Misskilningur þess sem þetta skrifar er sá, að hann heldur að þetta hafi ekki átt að vera svona. Stundum rekur maður sig á, að eitthvað er rakið sem óskap- legur ókostur og tómur klaufa- skapur þeirra sem unnu verkið, en var bara óvart þannig meint. Þetta getur stundum verið hvimleitt. — Finnst þér leikdómarnir ósanngjarnir? Nei. Örugglega er þetta mjög sanngjarnt, en það er hægt að líta á svona sýningu frá fleiri en-' einni hiið. Mér finnst það hafa heppnast mjög vel sem við ætluð- um að gera. Ef fólk er að biðja um einhverja allt aðra sýningu en við vorum að setja upp, þá er náttúrulega ekki von að það verði ánægt. Ég er mjög ánægður og hef ekki heyrt annað á fólki sem komið hefur að sjá sýninguna í Islensku óperunni. — Heldurðu að neikvæðir leik- dómar fæli fólk frá leikhúsinu? Nei, það held ég ekki. Fólk tek- ur miklu frekar mark hvað á öðru. Þetta er sýning sem á eftir að spyrjast út. Ef fólk kemur ánægt af sýningunni, þá lætur það kunningja sína vita af því. Ánægjuraddirnar gera því miklu meira gagn, heldur en gagnrýnanda tekst að gera ógagn. I sumum tilfellum tekst að kæfa sýn- ingu í fæðingu, en þessi sýning fer af stað með feykilegum krafti. Þannig að ég sé ekki að þetta eigi eftir að hafa nokkur áhrif. — Það streymir þá t kassa Þjóðleikhúss- ins þessa dagana? Það skiptir auðvit- að máli, en aðalatrið- ið er að létta fólki lund. Ekki veitir af. — Ég þakka þér fyrir spjallið Karl og vertu blessaður. Þakka þér, sömu- leiðis. Karl Ágúst Úlfsson -.♦k SAMEINING Þýskalands er heimsögulegur viðburður. ís- lenskir blaðalesendur fengu Iitl- ar fréttir og síðbúnar af stofnun hins þýska keisaradæmis 1871. Hinir þýzku prinzar buðu Vil- hjálmi Prússakonungi keis- aratitil yfrr Þýzkalandi, og tók hann þann titil hinn 18. Janúar í Versailles með mikilli viðhöfn.“ Svo segir í fréttablaðinu Þjóðólfi hinn 28. mars 1871. Blaðið hafði fengið frá London, útlendar frétt- ir „frá fréttaritara vorum hr. kand. Jóni A. Hjaltalín“. (Síðar skólastjóra við Möðruvallarskóla. Innsk. blm.) Fréttabréf Jóns var dagsett 8. mars s.m. Fréttaritar- inn segir vel og ítarlega frá styij- öld sem þá var háð millum Frakka annarsvegar og Prússa og banda- manna þeirra hins vegar og sýnd- ist Jóni aðfarir Prússa og annarra Þjóðveija harkalegar: „Sögðu Frakkar, að sprengikúlur Þjóð- veija hefði hitt spítala og gjört þar mikinn skaða, en Moltke svar- aði líkt og ætla mætti, að Haraldr Sigurðarson hefði svarað í sömu sporum: „Er vér komum nær borginni, skulum vér beina betr kúlum vorum“.“ Það var mitt í ófriði þessum að Vilhjálmi I Prússakonungi var svarinn hollusta í speglasalnum í Versölum. Frásögnin af útnefn- ingu keisarans er örstutt og týn- ist næstum því innan um stríðs- fréttirnar. — Þess má geta að Prússakon- ungi hafði áður staðið til boða keisaratign yfir Þýskalandi. Árið Königs- berg C Danzig BERLIN • Bonn Strassborg Miinchen FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD Útséð um Danmörku Sameinað Þýskaland 1871 1849 hafði fulltrúaþing í Frank- furt am Main boðið fyrirrennara Vilhjálms, Friðriki Vilhjálmi IV., keisaratign sem var ekki undir það búinn að láta „fullvalda þýska þjóð teyma sig eins og liund í bandi", og afþakkaði „kórónu úr göturæsinu". Sambandsríki Þótt frétt Þjóðólfs væri takmörkuð var lesendum þó gefið í skyn að sam- Vilhjálmur I. Þýskalandskeisari hylltur í Ver- sölum. einað Þýskaland yrði sambandsríki margra landa („Lander"): „Blöð Þjóðveija segja, að þessi titill gefi Vilhjálmi ekkert meira vald í raun- inni en konungstitilinn, en að hann eigi betr við, af því hvernig sérstak- lega stendr á fyrir Þýzkalandi; kon- ungr er sá, segja þeir, er ræðr yfir einn óskiptu landi, en keisari er sá, er ræðr yfir mörgum löndum, er hvert hefr sína sérstaklegu stjóm- endr.“ ) Þjóðólfur var ekki einn um hituna í íslenskri fjölmiðlun; á Akureyri var gefið út blaðið Norðanfari sem einn- ig hafði tíðindamenn eriendis. 18. apríl birtist fréttabréf frá London eftir Eirík Magnússon (síðar bóka- vörður í Cambridge, innsk. blm.). Fréttabréfið var dagsett 6. mars. Eiríkur sagði líkt og Jón Hjaltalín ítarlega frá stríðsátökunum en frá- sögn hans af sameiningunni er nokkuð frábrugðin: „Hinn 18. jan- úar varð sú mikla breyting, að Vilhjálmur Prússakonungur tók upp hið forna keisara nafn sam- kvæmt ósk ríkja-stjóra og þinga og fijálsra borga á Þýzkalandi. Nú er þá keisardæmið endurstofn- að er legið hefir niðri í sextíu ár og spá menn ýmsu hversu hagsæl breytingin muni verða fyrir frelsi Þjóðveija á ókominni öld. En dagur hinna smærri nábúa ríkja munu taldir nú, einkum Danmerkur, og heyrist það opt er Þjóðveijar ræða um stjórnarmál sín að Holland og Danmörk hljóti að síga upp að skauti hinnar miklu þjóðar með tímanum og það fyrr en varir, ef til vill. Öllum heimi stendur stugg- ur af herfrægð og valdi Þjóðverja nú og hvert einasta land hjer syðra er að vígbúast til þess að verða viðlátið ef á þurfi að halda, en lík- legast þykir að Þjóðveijar muni ekki verða allmjúkir viðskiptum sínum við nábúa eður hvert annað ríki sem hlut á í máli ... Um Dan- mörku er nú útsjeð; hún á engrar uppreistar von framar, og það því síður sem Þjóðveijar muna vel að fyrir sex mánuðum láu tíu þúsund danskra hermanna viðbúnir að ráð- ast á Þjóðveija með Frökkum ef allt hefði farið eins og við var búizt er Frakkar fóru að heiman. En hvað um það, friður er fenginn að nýju og má hvert hjarta fórna einlægnum bænum til himins um að hann megi haldazt vel og lengi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.