Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 C 23 LEIKLIST /Er erfitt ab vera heibarlegur gagnrýnandif ÞEGAR GAMÁNIÐ KÁRNAR ÍGRÍNINU FYRSTU frumsýningar haustsins eru nú afstaðnar í leikhúsum borgarinnar. I þeim báðum er áhorfendum boðið upp á gaman- leiki, annar er frægur franskur farsi um misskilning í ástarmálum frá byrjun aldarinnar, sem sýndur er í Borgarleikhúsi. Hinn er ný, íslensk skopstæling Spaugstofunnar á fyrirbærinu þjóðleik- hús. Báðir leikirnir eiga vísa aðdáendur frá fyrri kynnum, enda óspart spilað á hláturtaugar áhorfenda, þótt allir hlægi ekki jafn- mikið. Og blaðagagnrýnin er komin — í henni er hælt og höggvið á víxl eins og vera ber í þeirri leikhúsgagnrýni sem við eigum að venjast. Núverandi gagnrýnanda Morgunblaðsins líkaði ekki sýning Spaugstofunnar í Gamla bíói. Hún skrifaði stuttan, harð- an og dónalegan dóm fannst mörgum stuðn- ingsmönnum Spaugstofunnar og hneyksluðust heil býsn, og er það skiljanlegt. Þetta leiðir enn einu sinni hug- ann að því hvemig skrifa eigi gagnrýni og hvort hægt sé í öllum tilvikum að fara eftir óskum listamannanna um upp- byggilega, faglega, rökstudda gagnrýni, ef sá sem heldur á penna er sannfærður um að hann hafí orðið vitni að smekkleysu? Stundum er hreinlega ekkert að skrifa um og þá er erfítt að þurfa að skrifa. Þá er spurning hvort ekki er betra að sleppa því alfar- ið. Jóhanna Kristjónsdóttir fyrr- verandi leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins fer yfír þann starfsferil sinn í síðasta sunnu- dagsblaði. Þar talar hún talar um þá sameiginlegu reynslu allra sem fást við slík skrif, nefnilega þegar kunningjarnir hætta að heilsa úti á götu, móðgast og tala ekki lengur við mann. Auð- vitað eru gagnrýnendur hissa á þessari framkomu, jafn tauga- veiklaðir og hræddir og þeir sem þeir skrifa um. Sambandið milli leikhússins og gagnrýnenda hefur alltaf ver- ið taugatrekkt og tortryggið. Ein af skýringunum er náttúrulega hversu tilfinningalegt og yfir- máta viðkvæmt leikhússtarfið er og ekki hvað síst list leikarans. Leikarinn afhjúpar svo margar mannlegar hliðar á sviðinu, per- sóna hans og tilfinningar bland- ast alltaf inn í leikinn með einn- hveijum hætti, ef ekki hjá honum sjálfum, þá hjá áhorfandanum. Skilin milli hans • og þess sem hann leikur eru ekki alltaf ljós. Það er því ekki að furða þótt leikari geti upplifað sjálfan sig sem „atvinnugeðklofa“, því í list sinni er hann stöðugt að fást við bæði sjálfan sig og aðra per- sónu. Hann sjálfur er eigið hljóð- færi, sem alltaf er til sýnis. Þá skiptir engu hvort um garnan eða alvöru er að ræða á sviðinu — leikarinn er alltaf sá sem heldur leiknum uppi, sá sem setur sjálf- an sig á höggstokkinn. Sé hann höggvinn getur hann í fæstum tilvikum komið nokkrum vörnum við og hann verður sár. Það er þá helst í gamanleiknum sem sá möguleiki er fyrir hendi. Eitt af eftirlætisvopnum höf- unda gamanleiksins er skopstæl- ing valdsins í öllum þess mynd- um, og þá m.a. á valdi gagnrýn- andans. Spaugstofumenn leyfa sér í sínum leik að draga upp háðsmynd af íslenskum gagn- rýnendum gegnum tíðina og ég efast ekki um að gagnrýnendum finnst það ekkert sérlega fyndið og geti sárnað. Svona heggur fólk og sárnar á víxl í hildarleik leikhússins. Þegar beðið er um heiðarlega umræðu og vel skrifaða gagn- rýni, ætti hver og einn að líta í eigin barm og íhuga hvort fijó- korn heiðarleikans spretti ekki fyrst í eigin orðum og verkum. í næsta pistli skulum við athuga betur út á hvað gamanleikurinn gengur. Hvað er svona fyndið í áðurnefndum sýningum? Hvern- ig er kímnigáfa okkar samsett? eftir Hlín Aqnarsdóttur DJASS/Verbur Púlsinn Montmartre Islands? Djasshaust tneð sveiflu að gerist ýmislegt í íslensku djasslífí um þessar mundir. Sigurður Flosason er nýkominn heim frá Brussel þar sem kvartett hans tók þátt í alþjóðlegri djas- skeppni hljóm- sveita hverra fé- lagar eru undir þrítugu. Eins og áður hefur komið fram var kvartett Sigurðar í hópi tíu hljómsveita sem valdar voru úr níutíu hljóm- sveita hópi til að fara til Brussel. Kvartettinn lenti í áttunda sæti og má vel við una. Það var hljómsveit sænska trompetleikarans Andrésar Bergkrantz og danska píanistans Nikolaj Bentzons sem sigraði í þess- ari keppni. Andrés hefur Iengi verið í fremstu víglínu norrænna tromp- etleikara og verður þrítugur á næsta ári. Nikolaj er 26 ára og fékk Jakob Gade-verðlaunin 1983 og Oscar Peterson-verð- launin 1985. Hann lærði við Berklee á árunum 1983-86 og hefur síðan ver- ið með eigið tríó og leikið með kvartetti barýton- saxafónleikarans Per Goldschmidt. Það er ekkert lát á dönskum sigrum í djassheiminum. Heiti potturinn hefur kvatt Duus og mun helja starfsemi sína í október í nýju hús- næði, Púlsinum í Félagsheimili tón- listarmanna á Vitastíg 3. Þar verð- ur öll aðstaða hin besta, vandað hljóðkerfi í húsinu og aðstaða til að taka tónlistina upp. Samt á maður eftir að sakna Duus og veit- ingamannanna ágætu, hjónanna Gyðu og Jóhannesar. Kveðjuhljóm- leikar voru haldnir í Duus um miðj- an mánuðinn og stóð þar pottstjór- inn Tómas R. Einarsson við bassann allt kvöldið, Pétur Grétarsson, Guð- mundur R. Einarsson og Guðmund- ur Steingrímsson slógu trommurnar og Ómar Einarsson lék á gítar. Harmonikkuhljómsveit íslands kom fram í fyrsta skipti, en þar þenjá þeir Guðmundur Ingólfsson og Ólaf- ur Stephensen dragspilin. Hljóm- sveitin gæti orðið nokkuð góð ef hún dveldi í æfingarbúðum í nokkr- ar vikur. Það voru píanistarnir sem settu svip á kvöldið. Eyþór Gunn- arsson, Guðmundur Ingólfsson, Egill B. Hreinsson, Kristján Magn- ússon og Kjartan Valdimarsson. Þar mátti heyra margt gott, s.s. blásar- akaflann í spuna Guðmundar Ing- ólfssonar í Yesterdays og útsetn- ingu Kristjáns Magnússonar í Sum- mertime. Það var illt að blásarar skyldu láta sig vanta þetta kvöld svo manni lá við að spyija: Eru það bara píanistar sem leika djass á íslandi um þessar mundir? Jazzvakning heldur uppá 15 ára afmæli sitt í Púls- inum 4. til 6. októ- ber nk. Þar verða margir píanistar og ýmsir sem ekki hefur heyrst í lengi ss. Aage Lorange og Jónatan Ólafs- son. Árnarnir Elfar og ísleifsson mæta þar og heyrst hefur að Steini Stein- gríms, Þórarinn Ölafsson og Finn- Finnbjörns- son líti inn, svo og Bjössi R, Jón bassi og Steini Krúpa. Auðvitað verða flestar þær hljóm- sveitir sem leika djass á svæðinu: sveitir Áma Schevings, Kristjáns Magnússonar, Sigurðar Flosasonar, Tómasar R. Einarssonar, Guð- mundar Ingólfssonar, Súldin, Kúran sving og Sveiflusextettinn svo hátíðarstemmningin í Púlsinum verður í ætt við þá er ríkti á Djass- dögum útvarpsins í vor. Túlkendur rýþmískrar tónlistar á Islandi binda miklar vonir við Púls- inn í Félagsheimili tónlistarmanna. Það hefur vantað stað þarsem lif- andi tónlist er hvert kvöld. Djass- menn hafa sjaldnast fengið inni á veitingastöðum um helgar; þá hefur Bakkus séð um aðsóknina. Guðmundur Ingólfsson Einn helsti foringi djassvakningar hinnar nýrri á Islandi. SyBESTA HVAÐ? íBisTÁi er fyrirtæki sem sernæfir sig i hreinlætisvörum. (iismj býður öii efni og áhöld til ræstinga og hreinlætis. ÍBisiÁl VERDIÐ íbesta) ÞJONUSTAN Öll hreinsiefni, bón, sápur, hand- þvottakrem og sérefni til hreinsunar. Jani-Jack Moppuvagnar. Ræstivagnar og séráhöld. Teppahreinsivélar, vatnssugur og ryksugur. Einnig snúningsburstavélar. ÍBESTAl Nýbýlavegi 18, Kóp Sími 91-641988 OPIÓ 9-18. IBESTAI Haínargötu 61 Keflavík, sími 92-14313 opió 13-18. Hako gólfþvottavélar, vélsópar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.