Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 34
54 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 CSKUMYNDIN... '.RAFPÉTRIORMSLEV, FYRIRLIÐA FRAMMARA ÚR MYNDASAFNINU Jákvæðurog lífsglaður, en svolítið dulur Hann var jákvæður, lífsglaður >g skemmtilegur félagi og liðtæk- ir í flestum íþróttum. Hann náði nemma góðum tökum á fótbolt- mum og þótti alltaf liðtækur með 'ðkkur stóru strákunum. Þó að íann væri yngstur okkar kom það tldrei fram í leiknum," segir dagnús Bergs um fyrirliða •Yarnmara, Pétur Ormslev, sem íýlega tók við Islandsméistara- likarnum fyrir hönd félaga sinna Fram. Magnús og Pétur kynnt- ist í Miðbæjarskólanum og voru íeimagangar hvor hjá öðrum. 'étur hóf sinn knattspyrnuferil neð KR-ingum, en ekki leið á öngu þar til hann skipti yfir í /al úr því að róluvallar-félagarn- r þeir Magnús og Guðmundur Jorbjörnsson æfðu á þeim bæ. ’étur var í Vai fram til 16 ára tldurs og þá gekk hann til liðs við 'rammara. fjétur Ormslev er fæddur • í 1 Reykjavík 28. júlí árið 1958, inur Gunnars heitins Ormslev txófónleikara og Margrétar Línu 'etersen. Pétur á tvær eldri systur g einn yngri bróður. Hann er íiðbæingur, bjó í Skólastrætinu frá eðingu til ársins 1981. Þá flutti ann til Dusseldorf í Þýskalandi þar 3m hann lék sem atvinnumaður í nattspyrnu. Pétur var úti í fjögur r og kom aftur heim í nóvember '"’984 ásamt sambýliskonu sinni, íelgu Möller söngkonu. Hann segir kólagöngu sína hafa verið stutta g reyndar nauðaómerkilega, en eft- • Miðbæjarskólann lá leiðin í vusturbæjarskólann þar sem hann auk landsprófi. Pétur starfar nú í narkaðsdeild Stöðvar 2 við öflun uglýsinga. Mafgrét Ormslev er fimm árum Idri en Pétur. Hún segir bróðir sinn lafa verið mjög meðfærilegan og ægilegan, en frekar dulan. „Skóla- trætið var okkar leiksvæði og fékk ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Pétur Ormslev hann mikla útrás við það að vera úti að leika sér. Það voru aðeins fjór- ar fjölskyldur sem bjuggu við götuna og var þetta litla samfélag eins og ein stór fjölskylda. Pétur var mikið í fótbolta og fékk alltaf að vera með stóru strákunum sem þótti mjög skrýtið. Hann æfði sig alltaf í að skora mörk á veggnum þar sem var bakhliðin á Gimli. Við vorum líka- mikið á hjólum í kringum tjörnina og notuðum óspart vinnusvæði og húsgrunna í grenndinni. Þegar Pétur fór að stálpast fór hann að fara sínar eigin leiðir — þangað sem hugurinn bauð honum hveiju sinni. Hann tók sjálfstæðar ákvarðanir. Sem dæmi má nefna að hann lét ekki ferma sig og er eina systkinið sem ekki er fermt. Hann gaf engar trúarskýringar á því, en einhvern veginn fannst honum ferm- ingin vera einskonar óþarfí. Hann sá ekki tilganginn í þeirri athöfn. Ég man að hann bar óskapa virð- ingu fyrir öllum einkennisbúningum. Honum þótti t.d. mikið til þess koma að fara á lúðrasveitaræfingar með pabba og hann þurfti ævinlega að eiga matrósaföt á tyllidögum fram eftir öllum aldri. Hann kallaði þau „stútu“ og enn þann dag í dag er það orð notað innan íjölskyldunnar yfír matrósaföt. Einu sinni þurftum við að gera lögreglunni viðvart eftir að hann, þá þriggja ára, hvarf að heiman. Minn maður fannst lengst uppi á Laugavegi, einn að skoða heiminn. Eldri kona hafði fundið hann og leitt hann inn á lögreglu- stöð. Aftur á móti var hann ekkert á því að koma heim með okkur enda sat hann þarna í mestu makindum í herbúðum einkennisklæddra lög- regluþjóna og undi sér afskaplega Norðmenn lagðirað velli Segja má að íslendingar séu nú orðnir þokkalega gjaldgengir á knattspyrnusviðinu þótt enn sé á brattann að sækja þegar stórþjóðir eiga í hlut. Landslið ann- arra landa eru þó að mestu hætt að „bóka“ sigurinn fyrirfram gegn Islendingum, eins og oft vildi brenna _við hér á árum áður. íslendingar komu þó stöku sinnum á óvart í þá daga og unnu sinn fyrsta sigur í lands- leik gegn Finnum árið 1948. Síðan sigruðu þeir Svía 4:3 árið 1951, en þegar þeir mættu Norðmönnum í fjórða leik liðanna, í júlí 1954, höfðu þeir orðið að þola sjö tap- Ieiki, af þeim níu seny landsliðið hafði leikið frá upphafi. í umrædd- um leik gegn Norðmönnum sneru íslendingar hins vegar blaðinu við og unnu verðskuldað með einu marki gegn engu. Ljóst er af blað- afréttum frá þessum árúm að landsleikir voru taldir til hinna merkari tíðinda og í Morgunblaðinu 4. júlí segir í fyrirsögn yfir þvera baksíðuna: „Landsleikur við Norð- menn í kvöld“, (aug- ljóslega aðalfrétt blaðs-- ins þann daginn). Eftir leikinn birtí blaðið svo frétt með mynd á for- síðu og ijallar ennfrem- ur um leikinn á heilli síðu inni í blaðinu. Þar segir meðal annars um leikinn og frammistöðu Islendinga: „Fjögur mörk gegn tveimur hefðu verið góð úrslit og allir farið ánægðari heim, því vel hefði mátt hafa 2:0 í hálfleik eftir marktækifærunum og hrein óheppni var það að liðin skoruðu ekki tvö mörk hvort í síðari hálf- leik. Engum blandast hugur um að sigur íslands í leiknum var réttlátur og verðskuldaður .. .“ Meðfylgj- andi myndir eru frá umræddum leik á Melavellinum í júlí 1954. Þórður Þórðar- son miðfram- herji stekkur hæð sína og ríf- legaþaðíbarátt- unni um knöttinn og var þessum aðförum Þórðar líkt við eigin- leika Gunnars á Hlíðarenda í myndartexta Morgunblaðsins frá þessum leik. IUNNUDAGSSPORTIÐ... 'AXTARRÆKT f 7"axtarrækt er íþrótt sem stefnir V að meiru en almennri líkams íreysti. „Hér eru öfgarnar í háveg- im hafðar,“ segir Ivar Hauksson. Árangur íþróttamanna í þessari frein er aðallega metin eftir aug- nu. Dómarar meta vöðvamassann ig hvort skurður eða aðgreining •öðva er vel nerkjanleg, innfremur :amræmi öðva og íkams- •vgging- •.rinnar. Iðkend- r stunda iróttina í eilsu- og íþrótta- íiðstöðvum þar sem r að finna marg- áttuð lóð og tæki em miða að því að tyrkja og þjálfa hina msu vöðvahópa, andleggi, bijóst, bak .s.frv. ívar stundar sína irótt af miklu kappi 6 aga vikunnar 2 tíma í enn. Ivar ráðleggur þó yijendum að.fara hæg- r í sakimar, æfa t.d. 1 il 1 hálfan tíma þrisvar íl íjórum sinnum í viku. ívar segir áhugasama ðkendur þurfa mikið að ■iorða, sjáifur innbyrðir hann um 5.000 hitaeiningar dag- lega. Skiptir miklu að fæðan sé holl og rétt samsett, snauð af fitu en rík af próteinum og kolvetnum. Sykur er á bannlista og ívar tekur salti sem og öðru kryddi með mik- illi varúð. Kostnaður við þessa íþrótt er nokkur. Aðgangur og aðstaða í vaxtarræktar- stöðvum kostar um 3.500-3.900 kr. á mánuði og iðkend- ur vaxtarræktar mega vænta nokkuð hærri matarreikninga en kyrrsetumenn. ívar hefur iðkað vaxta- rækt í 5 og hálft ár. Hann er afreksmaður í sinni íþrótt; ilandsmeistari karla þyngri en 90 kg og í næsta mánuði kepp- ir hanná heimsmeistaramót- inu í Kúala Lumpur í Mal- asíu. Ivar segir erfitt að hefja vaxtarrækt en ef byrjendur kunni sér hóf og njóti réttrar leið- sagnar sé engin hætta á ofreynslu eða meiðslum og árangurinn ætti að fara koma í Ijós undan rýrnandi fítulögum eftir á \ að giska 3 mánuði. BÓKIN PLATAN MYNDIN Á NÁTTBORDINU Á FÓNINUM ITÆIUNU Ágústa Ás- geirsdóttir verslunarmað- ur og nemi Gísli Sigur- geirsson framkvæmda- stjóri Eg er að lesa tvær bækur en man á hvorugri titilinn. Önnur er ensk og fjallar um stefnumótun fyrirtækja og hin er eftir Colin Forbes. Það er spennusaga sem gerist í kalda stríðinu, óneitanlega gaman að velta fyrir sér hugarheimi rithöfundarins þegar hann skrifaði bókina og það að menn segi kalda stríðinu lokið gerir hana enn meira spennandi en ella. Síöast hlustaði ég á „Forklædt som voksen" með Kim Larsen. Tónlistin hans er fyrirtak við hrein- gerningar, rétt eins og plöturnar með Bubba Morthens. að kemur fyrir að ég horfi á myndbönd um helgar þegar sjónvarpið bregst. Um síðustu helgi leigði ég mér því ágætis spennu- mynd með Gene Hackman, „The Package“. Sigríður Sigur- björnsd óttir skrif- stofustjóri ión Guð- laugur Magnússon framkvæmda- stjóri * Eg er að lesa „Kristnihald undir jökli“ eftir Halldór Kiljan Lax ness. Ég hef mjög gaman af Kiljan þó „Kristnihaldið" sé ekki uppá- haldið. Ég les mjög mikið, t.d. kvennabókmenntir og svo sígildar skáldsögur. Sjálfur set ég ákaflega sjaldan plötur á fóninn, ég læt mér yfirleitt nægja glymjandann úr her- bergjum barnanna. En í gær hlust- aði ég á Mozart, plötu með úrvali af verkum hans, meðal annars úr „Töfraflautunni" og „Eine kleine Nachtmusik". Ég leigi mér afskaplega sjaldan myndbönd. En myndin „Dead Poets Society“ freistaði mín og ég horfði á hana fyrir skömmu. Það er óhætt að segja að hún hafi ekki valdið vonbrigðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.