Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 10
Fyrír fundinn, ráðstefnuna
eða kaffistofu fyrirtækisins
Sparaðu tíma og fyrírhöfn
notaðu Duni kaffibarínn!
Handhægur og þægiiegur;
ekkert umstang,
-ekkert uppvask.
kaffibarinn 1001
Málmstandur 150.
kr 1.076
Vsk. 24,5% -----JtL----
Samtals______hr' ' —
Fannir hf. - Krókhálsi 3
Sími 672511
MORGUNBLAÐIÐ
MAIMIMLÍFSStRAUMAR
SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
ar
UMHVERFISIVIALY // atvinnulífib sérfyrirmyndir til
náttúrunnar?
Vistkeifi iðnaðar
eftir Björn
Guðbrond Jónsson
IVANGAVELTUM manna um
umhverfisspjöll berast böndin
gjarnan að iðnaði, þessari undir-
stöðu velmeg’unar í nútímaskiln-
ingi þess orðs. Víst er að vanda-
mál sem ógna jafnvægi í náttúr-
unni eiga mörg hver rót sína að
rekja til hinnar stórfelldu iðnað-
arstarfsemi í heiminum.
Iðnaðarþjóðfélagið, sem þó ekki
nema liðlega fimmtungur
mannkyns býr við, tekur úr náttú-
runni margfalt meira magn efna
og skilar sömuleiðis til baka meira
wmmmmmmm magni úrgangs-
efna en dæmi eru
um fyrr í mann-
kynssögunni.
Raunar má segja
að aldrei í sögu
lífsins á jörðinni
hafi verið eins
mikil „velta“ á
efnum og orku
við yfirborð jarðar en einmitt nú.
Þessi gríðarmikla velta á efnum
sem eru framandi í náttúrunni en
einnig á efnum sem eru henni gam-
alkunnug, breytir ýmsum gefnum
aðstæðum í umhverfi okkar. Þann-
ig mun aukið magn koltvísýrings
í andrúmsloftinu valda gróðurhúsa-
áhrifum, þ.e. hækkandi hitastigi
við yfirborð jarðar og aukið magn
svokallaðra klórflúorkolefnis-
samanda (CFC) í and-
rúmsloftinu veldur þynn-
ingu ózonlags jarðar,
sem aftur hleypir út-
fjólubláum geislum sól-
ar að yfirborði jarðar.
Enginn efast um að þess-
ar breytingar stafa af
völdum stóraukinnár iðnað-
arframleiðslu og að þær muni
snerta alla heimsbyggðinna, ekki
bara einstök lönd eða svæði. Eng-
inn getur hins vegar sagt með
vissu hvaða áhrif breytinganar
munu hafa á heimsbyggðina, hvað
þá á einstök lönd eins og t.d. Island.
Umhverfismálin kalla á nýjar
lausnir
Það er því ekki að undra að
margir hafi áhyggjur þegar slík
grundvallaratriði eru ótrygg og
kalli á afturhvarf til fortíðar, til
tíma þegar mannskepnan var í
þokkalegri sátt við umhverfí sitt.
Slíkar óskir, þó frómar séu, geta
þó ekki orðið að veruleika og tæp-
ast er æskilegt né mögulegt að
hverfa til fornra lífshátta. Til þess
eru lífsgæði iðnaðarsamfélagsins
neytendum þess alltof kær. Frá-
hvarf frá meginþáttum iðnaðar-
þjóðfélagsins hefði og hrapallegar
afleiðingar fyrir lífsafkomu alls
þorra fólks og myndi á skömmum
tíma steypa heimsbyggðinni í eina
örbirgðarkös. Ef iðnaðarþjóðfélag-
ið getur ekki haldið uppteknum
hætti án þess að spilla umhverfinu
né heldur er hægt að hverfa til
baka í tíma, hvað er þá eiginlega
til ráða?
Umhverfisvandamál samtímans
krefjast nýrra lausna en ekki gam-
alla, eins konar þriðju leiðar þar
sem framleiðsluhættir eru sveigðir
í nýtt horf. Bent er á nýja tækni
en ekki síst nýja hugsun, ný við-
horf hjá iðnaðinum sjálfum. Iðnað-
urinn verði að laga sig að nútíman-
um, taka mið af því sem brennur
heitast, hvað sé í húfí og loks
verði iðnaðurinn að taka sjálfa
náttúruna til fyrirmyndar hvað
varðar úrvinnslu efna og orku. Inn-
an ramma iðnvæðingar sé hægt
að hrinda af stað haldbærri þróun,
þróun sem fullnægir þörfum sam-
tímans án þess það komi niður á
framtíðinni.
Eftirhermun á náttúrunni -
nýtt iðnaðarsamfélag
I því samhengi er komið fram
hugtakið „vistkerfi iðnaðar" (ind-
ustrial ecosystem) sem byggir á
fyrirmynd úr náttúrunni sjálfri.
Vistkerfi náttúrunnar eru nefnilega
umfangsmiklir framleiðendur og
geysisnjallir nýtendur efna og
orku. Framleiðslu jafnt sem úr-
gan gsefnum einnar teg-
undar er þar umsvifa-
laust snúið í nýtanleg
hráefni fyrir önnur lífs-
form. Við þurfum ekki
annað en skoða ljó-
NSKéL *
Hverjir eru valkostir iðnaðar-
samfélagsins?
stillífun plantna og öndun í vist-
kerfinu til að sjá að þar er fullkom-
ið hringrásarferli, sem nýtist fram-
leiðslu kerfisins til fullnustu.
í grein í Scientifíc American
(sept. ’89) skrifa tveir háttsettir
menn hjá General Motors sam-
steypunni grein þar sem hugtakið
„vistkerfí iðnaðar" er kynnt. Ro-
bert A. Frosch og Nicholas E. Gal-
lopoulos skrifa m.a.: „Vistkerfí iðn-
aðar myndi starfa á hliðstæðan
hátt og vistkerfí í náttúrunni... í
raun er e.t.v. aidrei hægt að skapa
fullkomið iðnvistkerfí en bæði
framleiðendur og neytendur verða
að breyta venjum sínum til að nálg-
ast það ef hinn iðnvæddi heimur á
að viðhalda lífsgæðum sínum — og
ætli þróunarlönd sér að ölast sams-
konar lífsgæði — án þess að spilla
umhverfinu."
Frosch og Galiopoulos hugsa sér
iðnframleiðslu þar sem úrgangur
eins framleiðsiuferils er notaður
sem hráefni í annað framleiðslu-
ferli. Skipulag framleiðslunnar hafi
þetta að leiðarljósi á öllum stigum.
Þannig sé hægt að lágmarka magn
úrgangsefna og aflétta rányrkju á
auðiindum. Þetta þýðir að komið
verði upp öflugu kerfi á innsöfnun
notaðra efna til endurvinnslu, að
efni sem ekki geta farið inn í endur-
vinnslu verði einfaldlega ekki fram-
leidd og að yfirvöld setji lög og
komi á efnahagslegum hvötum í
formi ívilnana og skatta sem hvetji
fyrirtæki til að taka upp fram-
leiðsluhætti vistkerfís. Þessi eftir-
hermun á framleiðsluháttum
náttúrunnar krefjist nýrra vinnu-
bragða í iðnaði, í stjómsýslu og hjá
almenningi. Hugsunin um endur-
nýtingu og umhverfísvemd þurfí
að verða homsteinn hins nýja iðn-
aðarþjóðfélags.
Það er vonandi tímanna tákn að
áhrifamenn hjá einhverri stærstu
fyrirtækjasamsteypu heims,
General Motors, skuli viðra
hugmyndir á borð við þessar. Við-
brögð atvinnulífsins við vistkreppu
samtímans munu e.t.v. skera úr
um hvernig til tekst að leiða
mannkyn inn á braut haldbærrar
þróunar. Þó vegurinn til
iðnvistkerfís sé enn langur þá er
þegar farið að bera á góðri við-
leitni í þá átt, meira að segja hér
á íslandi. Hversu löng sú leið verð-
ur er að mestu undir okkur neyt-
endum komið. Við þurfum að flýta
þessari þróun með því hvernig við
veljum innkaup okkar, ýta undir
aðila í framleiðslu og verslun sem
bjóða umhverfisvæna vöra og
þjónustu. Þannig höldum við inn á
braut haldbærrar þróunar.
Viðurkennijig til fyrirtækja á
íslandi
Á næsta misseri muni íslands-
nefnd Norræns umhverfísárs veita
viðurkenningu, fyrirtæki/fyrir-
tækjum á íslandi sem þegar hafa
lagt inn á þessa braut. Sú viður-
kenning mun vonandi verða öðrum
fyrirtækjum rétt hvatning og efla
með almenningi skilning og þekk-
ingu á aðgerðum í atvinnu- og eink-
alífi sem horfa til heilla fyrir um-
hverfí og í lengdina einnig fyrir
hag okkar og afkomenda okkar.
SKÓLAMÁL/£r hœgt ab læra ab lœra?
Námsvmjur
ÞAÐ ER kunnara en frá þurfí að segja að gott skipulag og reglu-
semi auka afköst, vandvirkni og ánægju í starfi. Nám er vinna og
því gilda þar hin sömu lögmál, nemendur þurfa að temja sér góð
og hnitmiðuð vinnubrögð. I íslenskum skólum hefur e.t.v. verið lögð
oflítil rækt við að kenna nemendum að læra og tileinka sér hagkvæm-
ar starfsreglur. Glöggir kennarar hafa þó ætíð leiðbeint skjólstæðing-
um sínum og sagl. þeim hvernig best væri að standa að hverju verk-
efni.
IMannþekkingu og síðar^ Sálar-
fræði eftir Símon Jóhann Ágústs-
son crófessor er greint frá nokkram
hag.iýtum námsreglum í kaflanum
Nám, minni og gleymska og í Fé-
lagsfræði Magn-
úsar Gíslasonar,
síðast rektors við
Lýðháskólann í
Kungálv, voru tal-
in upp nokkur at-
riði sem nemend-
um var bent á að
hafa í huga er þeir
settust niður við
eftir Gylfo
Pólsson
heimanám.
Nú hafa þrír ungir skólamenn
gefið út „Dagbók með námstækni"
og bera þeir flest hið sama að
brunni og fyrri höfundar í þessum
efnum.
Nemendur skulu gæta vel heils-
unnar, fá nægan svefn, borða kjarn-
mikinn mat og bætiefnaríkan,
æskufólk í örum vexti brennir
miklu. Vert er að hyggja að ytri
skilyrðum í vinnuherbergi, hafa
hæfílegt hitastig, gott loft, rétta
hæð á stól og borði og síðast en
ekki síst góða lýsingu.
Við vitum öll að misauðvelt er
að sökkva sér niður í viðfangsefni,
efla með sér einbeitingu hugans og
skerpa eftirtekt. Þetta þarf að þjálfa
og þjálfun er endurtekning og
markviss endurtekning skapar
reglu. Því er brýnt að skipuleggja
tímann sem ætlaður er til námsins
og skilja á milli vinnu og tóm-
stunda. Hefja heimanámið á sama
tíma dags og byija strax af fullum
krafti eftir að hafa glöggvað sig á
því um hvað hver lexía íjallar, hafa
lestrarloturnar hæfílega langar til
að ofkeyra sig ekki en leyfa sér
heldur ekki að drolla.
Næði eykur einbeitingu. Því er
gott að eiga sér hljóðlátan samastað
þar sem fátt traflar. Húshljóð,
götunið og annan utanaðkomandi
skarkala læra flestir að útiloka.
Hins vegar er ekki óalgengt að
nemandinn spilli sjálfur friðnum og
kveiki á „gargatóli", útvarpi eða
segulbandi og telji sér trú um að
hann geti ekki lært nema hafa sinn
„seið“, tónlistin hjálpi honum að
halda frá sér glepjandi hugsunum.
Ég held þó að engum dyljist að
jafnvel óskalögin dreifa athyglinni
þegar menn þurfa mest á henni að
halda.
Til að auðvelda sér að festa
námsefnið sér í minni hefur löngum
verið talið gott að færa glósur,
skrifa hjá sér merkingu nýrra orða
í tungumálum og útdrætti í öðrum
námsgreinum og rita á blaðjaðar
hjálparorð. Ekki er þó nóg að skrá
aðeins hjá sér þessi atriði heldur
verður að rifja þau upp og tileinka
sér þau til þess að þau nái lengra
minninu og gleymist ekki. Sé þetta
gett af kostgæfni ætti áhugi að
glæðast, ánægja af náminu að auk-
ast og betri árangur næst.
Góð regla er að skrá í dagbók
verkefni sem sinna þarf undir næsta
skóladag og allir þekkja sem reynt
hafa þá vellíðan og frelsiskennd sem
fylgir því að strika út af minnislist-
um sínum unnin verk.
STOFNUN OG REKSTUR FYRIRTÆKJA
Námskeið ætlað þeim sem hyggjast stofna fyrirtæki,
hafa stofnað fyrirtæki eða hafa áhuga á rekstri fyrirtækja.
Markmiðið er að bæta rekstrarþekkingu og auka
yfirsýn þátttakenda.
Meöal annars er fjallaö um:
- Frumkvöðla
- Stofnáætlun
- Fjármál
- Form fyrirtækja
- Markaðsmál
- Reynslu stofnanda
Kennt er á Iðntæknistofnun íslands
dagana 2. október til 13. október 1990.
Leiðbeinendur:
Bjarni Ó. Halldórsson,
EmilThóroddsen,
og Ingvar Kristinsson.
Upplýsingar og skráning
í síma 91-68 7000.
n
lóntæknistofnun I ■
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholt, 112 Reykjavík