Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
C 13
upp á 15 yuan
(225 kr. ísl.)
fyrir nóttina
fyrir rúm í
þriggja manna
herbergi á litl-
um gististað
ekki langt frá
miðborginni.
Þetta er fremur
sóðalegur stað-
ur og vegna
tíðra raf-
magnstruflana
er loftræsting
takmörkuð svo
maður sefur í
svitabaði yfir
nóttina. Einnig
hvín og syngur
í vatnslögnun-
um þannig að í
hvert sinn sem
einhver skrúfar
frá krana held-
ur maður að
jarðskjálftar
eða aðrar nátt-
úruhamfarir
séu um það bil
að leggja borg-
ina í rúst. Þetta
er samt skárra
en að borga
100 dollara
(6000 kr. ísl.)
fyrir nóttina á
Holiday Inn í
Xían.
Fyrsta dag-
inn gerði ég
hveija tilraun-
ina á fætur
annarri til að
sofna en gekk
illa, ekki aðeins
vegna „nátt-
úruhamfa-
ranna“ heldur
einnig vegna
málæðis Eng-
lendings nokk-
urs sem leigði
rúm í sama her-
bergi og ég.
Hann var búinn
að ferðast um
Asíu í tíu mán-
uði og af öllum
löndunum sem
hann hafði
komið til var
Kína lang
verst: Hræri-
grautur komm-
únista og bis-
nessmanna
sem voru um
það bil að
drekkja sjálfum
sér og öðrum í
mannflóði og
mengun, og
menn töluðu
ekki við útlend-
• inga nema þeir
vildu hjálpa
þeim að flýja
ósköpin...
Næstu daga
skoðaði ég mig
um. í fyrstu er
erfitt að
ímynda sér
foma frægð
borgarinnar.
Hún virðist að-
eins vera eins
og hver önnur
kínversk stór-
borg í dag: Kol-
areykur í lofti.
Breiðar götur
tengja gömlu
borginna nýrri
og skipulagðari
hverfum stöð-
ugt hækkandi
blokka. Versl-
anir og mark-
aðir fullir af
margvíslegum varningi og fólki sem
hvorki er mjög fátækt né ríkt. En
eftir því sem maður skoðar fleiri
fornminjar fær maður þó smá sam-
an á tilfinninguna stórkostlega sögu
staðarins. Merkustu fornminjarnar
í Xían tengjast ekki Tang-keisara-
ættinni heldur keisaranum Qin Shi-
huang, þeim sem fyrstur sameinaði
Kína í eitt ríki. Grafreitur hans er
skammt austur af Xían og u.þ.b.
1,5 km frá honum hafa fundist gríð-
’ ínverskar þjóðsögður
segja Leizu, eiginkonu
hins dularfulla Gula
keisara, sem á að hafa ríkt í
Kína u.þ.b. 3000 f.Kr., fyrsta
hafa ræktað silkiorma og
spunnið og ofíð úr afurð þeirra
silkiklæði. Fornleifafundir við
Gulafljót gefa tii kynna að silki
hafi verið framleitt í Kína jafn-
vel fyrir þann tíma.
Á tímum Han-keisaraættar-
innar (206 f.Kr.—220 e.Kr.) var
silkiframleiðsla útbreidd um
landið.
Frá fjórðu öld f.Kr. byija
Grikkir og Rómveijar að tala
um „seres“, kongungsríki silk-
isins. Síðar vann silkið hug og
hjörtu rómverskra broddborg-
ara sem allir vildu klæðast
„gagnsæjum tógum". Innflutn-
ingur á silki átti eftir að hafa
alvarleg áhrif á fjárhagsstöðu
rómverska ríkisins.
Kínverjar gættu leyndarmáls
silkiframleiðslunnar tryggi-
lega. En á fimmtu öld mun
kínversk prinsessa, þegar hún
giftist kóngi í Mið-Asíu, hafa
falið í hári sínu (samkvæmt
hefð) silkiormsegg og þannig
borið leyndarmálið út úr
landinu. 1 kringum 550 kynntu
nestorískir munkar silkionninn
í Býsantíum. En ekki fyrr en á
13. öid hófst silkiframleiðsla á
Ítalíu.
Silkiframleiðsla í Kína hefur
alltaf verið aukabúgrein. Á
sumrin tína bændafjölskyldur
lauf mórbeijatrésins og gefa
þau silkiorminum að éta.
Nokkrum vikum síðar er or-
munum komið fyrir í strávöndl-
um og umhverfis þá spinna
þelr silkiþræðina sjálfum sér
til verndar. Eftir þetta eru
vöndlarnir hitaðir til að drepa
ormana og síðan sendir í spuna-
veksmiðjuna. Enn þann dag í
dag er silki mikilvæg tekjulind
fyrir Kína.
Gróft tímabil yfir
kínverska sögu
Keisaraæffirnar
Xia
Shang
Zhou
Qin
Han
Konungsd. þtjú
Jin
Suður-ættin
Norður-ættin
Sui
Tang
Ættirnar fimm
Liao
Song
Vestur Xia ættin
Jin
Yuan (mongólar)
Ming
Qing (frá Mansjúriu) 1644-1911 e.Kr.
Lýðveldin
Kínverska lýðveldið 1912-1949 e.Kr.
Kínv. alþýðulýðveldið 1949-
arstórar jarð-
hvelfingar með
þúsundum leir-
styttna í fullri
líkamsstærð af
hermönnum
röðuðum upp í
bardagaskipan
— her sem átti
að fylgja keis-
aranum inn í
ódauðleikann.
Enn er unnið
að uppgreftri á
þessum slóðum
og enginn veit
hve stór graf-
hvelfingin í
raun og veru
er né hvað hún
kann að
geyma.
Þessa daga í
Xían kynntist
ég verkamanni
nokkrum sem
var einn þeirra
mörgu sem í
Menningar-
byltingunni var
meinað áfram-
haldandi nám
en sendurí í
sveitina að
vinna. Hann
spurði mig
mikið um hvað
ég hafði séð í
stúdentamót-
mælunum í
Peking í fyrra.
„Maó var mikill
leiðtogi," sagði
hann, „og Den
Xiaping einnig,
þó báðir hafi
gert mikil mis-
tök í ellinni. Nú
á Kína engan
mikinn leið-
toga.“ Þegar
hann komst að
þvi að ég væri
ókvæntur og
hafði veitt upp
úr mér að mér
þættu kínver-
skar stúlkur
ekki Ijótar
bauðst hann til
að kynna mig
fyrir einni for-
kunnar-
fríðri...
Kvöld eitt
þegar ég var á
leið heim eftir
að hafa keypt
lestarmiða
áfram til
Lanzou gekk
ég fram á ung-
an dreng sem
vafði þykkum
vírum um háls-
inn og lét yngri
krakka toga í
endana eins og
þau ættu að
kyrkja hann.
En áður en svo
óhuggulega fór
slitnuðu vírarn-
ir og litlu
krakkarnir
hlupu með út-
rétta lófa milli
fólksins sem á
hafði horft.
Þetta samma
kvöd gekk ég
einnig fram á
bar. I samræmi
við mikilfeng-
legt anddyri
hans bjóst ég
við miklum sal-
arkynnum, en
að fara inn var
eins og að
ganga á vegg.
Næstum niðamyrkur og úti í horni
á herbergi sem ekki var stærra en
15 fm sátu nokkur ungmenni,
drukku kaffi, borðuðu jarðhnetur
og reyktu undir lágværri tónlist.
Mér flaug samstundis í hug ópíum-
bælin í Shanghæ og fann mér því
miður afsökun til að yfirgefa stað-
inn í snarheitum — ég sé núna að
það hefði verið gaman að athuga
þetta nánar.
2200-1700 f.Kr.
1700-1100 f.Kr.
1100-221 f.Kr.
221-207 f.Kr.
206f.Kr.-220e.Kr.
220-280 e.Kr.
265-420 e.Kr.
420-589 e.Kr.
386-581 e.Kr.
581-618 e.Kr.
618-907 e.Kr.
907-960 e.Kr.
916-1125 e.Kr.
960-1279 e.Kr.
1038-1227 e.Kr.
1115-1234 e.Kr.
1271-1368 e.Kr.
1368-1644 e.Kr.
HAUST- OG VETRARFERÐIR
Skemmtilegar helgarferdir
LÚXEMBORG 1. nóv. til 4. nóv.
og' 29. nóv til 2. des.
Verð: kr. 33.800,-
Innifalið: flug, gisting og morgunmatur á ROI DAGOBERT - 2 í herb., flutning-
ur til og frá flugvelli í-Lúxemborg. Dagsferð til TRIER í Þýskalandi. Dagsferð
til MAASTRICHT í Hollandi.
TRIER - jólamarkaður 30. nóv. til 3. des.
Verð: kr. 33.910,-
Innifalið: flug, gisting og morgunmatur á HOTEL DEUTSCHER HOF - 2 í
herb., flutningur til og frá flugvelli í Lúxemborg.
PARlS - 17. okt. til 21. okt.
5 dagar/4 nætur — Verð: kr. 45.430,-
Innifalið: flug, gisting og morgunverður á HOTEL CECILIA - 2 í herb., skoðun-
arferð í París, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
LONDON - ST. GILES eða ST. ERMIN’S
4 dagar/3 nætur Október Verð frá: kr. 36.810,-
Nóvember Verð frá: kr. 33.220,-
GLASGOW - HOSPITALITY INN
4 dagar/3 nætur — Verð frá kr. 25.770,-
5 dagar/4 nætur — Verð frá kr. 27.960,-
AMSTERDAM - HÓTEL PIETHEIN
4 dagar/3 nætur — Verð frá kr. 32.460,-
FRANKFURT - HÓTEL ARCADE
4 dagar/3 nætur Október Verð frá kr. 32.200,-
Nóvember Verð frá kr. 30.780,-
5 dagar/4 nætur Október Verð frá kr. 34.300,-
Nóvember Verð frá kr. 32.840,-
KAUPMANNAHÖFN - HÓTEL ADMIRAL
4 dagar/3 nætur Október Verð kr. 35.440,-
Nóvember Verð kr. 33.910,-
FLORÍDA - ORLANDO
11 dagar/10 nætur Október Verð kr. 57.600,-
Nóvember Verð kr. 61.600,-
NEW YORK - MILFORD PLAZA
4 dagar/3 nætur Október og nóvember Verð kr. 41.510,-
Verðin hér að ofan miðast við 2 í herbergi
BENIDORM
Beint flug í sólina í allan vetur
Ódýrar vetrarferðir - nú er hægt að njóta
sólar jafnt sumar sem VETUR
Við eigum takmarkaðan sætafjölda í eftirfarandi ferðir:
11. október 22 dagar 2 í íbúð kr. 47.950,-
2. nóvember 47 dagar 2 í íbúð kr. 73.590,-
19. desember/jólaferð 23 dagar 2 í íbúð kr. 60.400,-
11. janúar 28 dagar 2 í íbúð kr. 53.190,-
8. febrúar 21 dagur 2 í íbúð kr. 53.850,-
1. mars 26 dagar 2 í íbúð kr. 63.100,-
TAKTU EFTIK;
Verð er pr. mann ef 2 eru saman í íbúð. Ef fleiri eru saman í íbúð lækkar
verðið. Barnaafsláttur er veittur af ofangreindum verðum.
Innifalið er: flug, gisting, flutningur til og frá flugveili og íslensk fararstjórn.
Flugvallarskattur er ekki innifalinn.
Verðin miðast við staðgreiðslu. Gengi og eldsneytisverð 25. sept. '90.
SJÁUMST!
5iæ!il«*13ilEB)
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALSTRÆTI 16 101 REYKJAVÍK
sími 621490.