Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 C 7 stórhljómsveita, djass og sígilda tónlist." — Þið eruð dálítið andlega sinn- aðir, einkum á kvöldin? „Við erum nú líka með morgun- bæn á hveijum degi,“ svarar hann að bragði. „Það er mikill áhugi og umræða um þessi mál í þjóðfélaginu núna og við reynum að þjóna eftir- spurn.“ — En þú sjálfur, ert þú andlega sinnaður? „Ekki endilega, en ég er þokka- lega trúaður og hef sett mér það markmið að mæta hvern sunnudag í einhveija kirkju á höfuðborgar- svæðinu. Kirkjan hér er að gera mjög áhugaverða hluti og það eru mörg svör fólgin i trúnni.“ En menn hafa viljað fá svör við því hvers vegna vinsæll sjón- varpsmaður sem Helgi hætti á Stöð 2. „Það er kannski skrýtið að ég lenti hér,“ segir Helgi, „en þó er það enn skrýtnara að ég skyldi hefja störf á Stöð 2. Eftir að hafa búið bæði á Norð- urlöndum og í Bandaríkjunum fer maður að átta sig á því að hér eru ekki nema 250 þúsund manns, sem er sérkennileg stærð og sérkenni- legur hópur. Og það eru forréttindi að búa hérna, fá að brölta hér um þar sem all- ir passa upp á mann og fylgj- ast með því sem maður er að gera. Við tölum tungu- mál sem eng- inn skilur, höldum úti rík- isstjórn og ell- efu sendiráðum og eigum í eilífum rifrildum út af tekjum okkar og gjöldum. Við verðum að sameinast um að varðveita þessi sérkenni okkar og það gerist m.a. með fjölmiðlun. Ég óttaðist að við myndum glata þess- ari sameiginlegu arfleið þegar lög- unum um ríkisútvarp var breytt, og hélt um það erindi á sínum tíma. Ég hef ekki skipt um skoðun á því, en hins vegar finnst mér sjálf- sagt að aðrar útvarps- og sjón- varpsstöðvar fái að spreyta sig, svo framalega sem menn ætla að gera eitthvað annað en það sem RUV er að gera. Ég tók þátt í starfi Stöðvar 2 með þetta fyrir augum. Ég varði tæpum fjórum árum á Stöð 2, fyrst sem fréttamaður, og síðan sem dagskrárgerðarmaður. Ég boðaði önnur vinnubrögð og held að þátturinn 19:19 hafi komist næst hugmyndum mínum. En sá þáttur kostaði endalausan skoðana- ágreining milli mín og Valgerðar Matthíasdóttur annars vegar, og Páls Magnússonar og fleiri hins vegar. Ég vildi ekki að við værum með venjulegan fréttatíma eins og Sjónvarpið, en reyndum heldur að finna nýja fleti á hinu ýmsu málum, færum meira út í fréttaskýringar, og skýrðum frá menningarlegum at- burðum. A móti komu hugmyndir um hefðbundinn frétta- flutning og þau sjón- armið urðu ofan á. Ég skildi aldrei hvað það var sem átti að koma út úr sérstakri sam- keppni um áhorf á fréttatíma sjón- varpsstöðvanna. Menn töluðu um, að það þyrfti að veita Ríkissjónvarp- inu aðhald í fréttaflutningi. Það þýddi þar með, að ríkissjónvarps- menn matreiddu fréttir á einhvern þann hátt sem mönnum líkaði ekki. Attum við þá að matreiða þær á þann hátt sem mönnum líkaði? Hver þurfti þá á aðhaldi að halda í raun og veru? Þessi samkeppni var vonlaus frá upphafi. Við höfðum ekki dreifi- kerfi til að keppa á jafnréttisgrund- velli, né peninga, og vomm að ráð- ast á 20 ára venjur landsmanna. Þetta var í fyrstu prívatkeppni milli Páls og Ingva Hrafns, ein- hvers konar fréttabófahasar sem áskrifendur Stöðvar tvö græddu ekkert á. Ég fór frá Stöð tvö vegna þess, að framundan voru klén verkefni, langt frá því sem ég vildi vinna við í sjónvarpi. Auk þess höfðu valist til forystu menn sem eru á öndverð- um meiði við mig, eins og Páll Magnússon. Ég tel líka, að fram- undan séu mjög erfiðir tímar þar sem þessi andlitslausi hópur kaup- manna ætlar að reyna að bjarga fyrirtækinu. Skoðun mín er sú, að það geri þeir ekki með núverandi forystu, a.m.k. vil ég ekki virma í sjónvarpi sem er í eigu Jóns Ólafs- sonar í Skífunni, stjórnað af Páli Magnússyni. Ef menn ætla að bjarga Stöð tvö, verða þeir að gera það með öðruvísi efni, öðruvísi efnistökum og góðum tengslum við áskrifendur." Almenningur hefur stundum líkt fjölmiðlafólki við film- stjörnur og þykir stundum nóg um pijálið sem því á að fylgja. Helgi neitar að hafa til heyrt þeim hópi sem varð frægur á því að koma fram í Stöð 2. „Ég varð ekki til á Stöð 2,“ segir hann örlítið móðgaður. „Maður sem var búinn að skemmta í mörg ár á sviði og kenna- í Þingholtsskóla. Ómar Ragnarsson varð ekki heldur til á Stöð 2, hann kom annars staðar frá. Ég verð að segja þér, að ég var mjög á móti því að Ómar Ragnarsson yrði ráðinn á Stöð 2. Ómar er vinur minn og listamaður og ég marg- benti á að við hefðum ekki efni á að bjóða honum þá umgjörð sem þarf. Við myndum fara illa með hann vegna þess að við ættum ekki fyrir ferðum um landið, myndatökufólki og þvílíku sem hafði orðið til þess að hæfileik- ar Ómars nýttust svo vel á Ríkisút- varpinu. Menn töluðu um sálfræði- legt högg sem verið væri að veita Ríkisútvarpinu þegar Ómar hætti þar. Mér finnst nú að það hafi áðal- lega verið Ómar sem varð fyrir höggi þegar upp er staðið. Það er menningarleg skylda þessarar þjóðar að sjá vel um Ómar Ragnarsson. Stöð 2 getur það ekki.“ Við skoðum loftið vandlega og einkum listana sem eru langt frá því að vera beinir, meðan við hlust- um á marrið í óteljandi stigum húss- ins. í þessu herbergi sem skrifstofa Helga er núna, var stofa gömlu konunnar sem hann talaði við þegar hann var blaðamaður á DV. Eftir þvi sem manni skilst átti Helgi marga aðdáendur sem sjón- varpsmaður og vitað er um mann nokkurn sem tók alltaf hátíðlega undir kveðju hans þegai; hann bauð gott kvöld, en heilsaði annaj's eng- um öðrum sjónvarpsmanni. Ég sþyr hann hvort það geti ef til vill verið eitthvað heimilis- legt í fari hans? „Heimilislegt?“ endurtekur hann og horfir á mig. „Já kannski er ég svona heimilisleg- ur. Það má þá rekja til norðanbelj- andans á Kópavogshálsi og um- ræðna á æskuheimilinu. Eg hef aldrei litið á mig sem stjörnu, og við spilafélagarnir í Ríó höfum aldr- ei borist neitt á. Aldrei sett okkur á háan hestaf, einungis gert það sem fólki þykir gaman. Það er ekkert lífsspursmál fyrir mig að vera í sjónvarpi og ég er ekkert stressaður yfir því að vera að hætta. Ég er búinn að fá fullt af lófaklappi. En ef sjónvarpsmönnum tekst að tala við einn áhorfanda, þegar þeir eru í raun að tala við alla, þá eru þeir einlægir. Mér finnst skemmtilegt að vera bæði á sviði og í sjónvarpi, og að tala við fólþ, koma við það, halda í það. Höfuð- galli minn, sem er mér til trafala, er sá að ég er alltaf í góðu skapi.“ Útvorp á fmmtíiinu ivrir sér, íólk er að dragasig frá sjómrpi IIW Égvaróekkitilá Stoój 2 — Já hvernig er það, býr ekkert að baki ljúfu viðmótinu? „Maður hefur auðvitað oft orðið fyrir áföllum. Ég missti móður mína þegar ég var rétt tvítugur og tók það mjög nærri mér. Heimilið leyst- ist upp og við fórum sitt í hvora áttina, faðir minn og bræður mínir. En við höfum oft rætt um það bræð- urnir hversu gott veganesti við fengum frá frumbýlisárun- um í Kópavogi, þar sem ekki var svo mikið sem rennandi vatn. Móðir mín sagði alltaf að það þýddi ekkert annað en að taka hlutunum með bros á vör. Og það þýðir ekkert annað. Mér finnst það ofboðslegt veikleika- merki að íjúka upp á nef sér, og ég bara hreinlega þoli ekki menn sem ijúka upp. En það er kannski veikleiki minn að láta ekki oftar í mér heyra.“ — Þú átt þá auðvitað fáa óvini? „Ja, hrefnuveiðimenn voru ein- hvern tíma illir út í mig út af fréttapistlum sem ég sendi frá Bandaríkjunum. Þeir töldu mig eiga sök á þessu öllu, en ég var bara að lýsa afstöðu manna þarna úti að sjálfsögðu. Svo var ég með bróð- ur mínum eldri úti að borða hér í bænum þegar hrefnuveiðimenn að vestan komu og vildu drepa mig. ísleifur bróðir minn bað þá um að vera ekki að því, og þeir hættu við.“ ott lunderni, er það ekki með- fætt? spyr ég. „Ætli það ekki, ég var farinn að syngja áður en ég gat rekið upp önnur hljóð. Ég hef alltaf verið raulandi, raula þar sem ég á ekki að raula. Og segi víst brand- ara þar sem á ekki að segja þá.“ — Sumir segja að þú sért mont- inn?_ „Ég get vel trúað að sumum finn- •ist það. Maðurinn alltaf á einhveiju flandri, hlýtur að vera góður með sig.“ — Ertu leitandi maður Helgi? „Það getur verið. Ég sætti mig ekki við að vera nema þar sem ég nýtist mér og öðrum. Ég trúi að hægt sé að þræða ein- hvern veg fram á við. Það er lykilatriði að fólk sé sátt við sig í starfi sínu. Leitandi? Já. En ég get sagt þér, að eins og gyðingarnir bíða eftir Messíasi þá bíð ég eftir nýju dag- blaði. Það mundi bæta blaða- mennskuna svo fremi sem menn fara ekki að búa til nýjan Mogga. Ég veit ekki hversu lengi Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn ætla að þverskallast við að setja krafta sína í sameiginlegan farveg. Það er sífellt sótt að okkur, þess- um 250 þúsund manna hópi. Er- lendir menn reyna að hafa áhrif á okkur, einkum á yngra fólkið, vilja að við neytum menningar þeirra. Það er ekkert sjálfgefíð að barna- börnin okkar vilji búa í þessu landi. Við verðum að tryggja það með því að varðveita sérkenni okk- ar og það er m.a. hlutverk fjölmiðla- fólks og listafólks að gera það.“ Eg spyr Helga hvort löng fjöl- miðlareynsla hafi eitthvað breytt honum, og hann hugs- Ég hreinleffa þoli ekkimennsem rjókoupp Fimmtíu ára afmœlisfagnaður Islensk-ameríska félagsins _ Laugardaginn 6. október n.k. heldur Íslensk-ameríska félagið afmælisfagnað í Átthagasal Hótels Sögu. DAGSKRÁ Kl. 18:00-19:30 Móttaka sendiherrahjónanna Sue og Charles E. Cobb Jr. fyrir gesti hátíðarkvöldverðar að Laufásvegi 21. Kl. 19:30 Hátíðarkvöldverður og dansleikur í Átthagasal Hótels Sögu. Heiðursgestur: Sig. Rogich, sérlegur ráðgjafi George Bush Bandaríkjaforseta, flytur ávarp. Skemmtiatriði. Dans. Borðapantanir og miðar seldir hjá Verslunarráði íslands dagana 3., 4. og 5. október á skrifstofutíma í síma 67 89 10 og á Hótel Sögu 4. og 5. október frá kl. 17:00 til 19:00. Verð aðgöngumiða kr. 4.700. ÍSLENZK - AM ER ISKA FÉLAGIÐ THE ÍCELANDIC- AMERICAN SOCIETY ar sig stundarkorn um. „Nei ég held ekki. Ef eitthvað er þá hefur maður ef til vill lokað meira að sér. Það kemur af sjálfu sér, þegar maður vinnur með mörgum finnst manni komið nóg að kvöldi. Það kemur sennilega niður á samskipt- um við aðra, konan og börnin líða ef til vill fyrir það.“ — Menn hafa á orði að Aðalstöð- in eigi undir högg að sækja, ert þú kominn til að gera stórar breyting: ar? „Högg að sækja?! Eiga ekki allir undir högg að sækja nema Mogg- inn? Er þetta ekki eilífur barningur hjá þessum 250 þúsund manna hópi sem heldur þó úti sex útvarps- rásum og ellefu sendiráðum? Ég ætla ekki að breyta neinu til að byija með. Ég mun setja mig inn í dagskrána, sel auglýsingar og geri allt mögulegt, og verð með sem útvarpsmaður ef menn telja það stöðinni til framdráttar. Útvarp á framtíðina fyrir sér. Fólk er að draga sig frá sjónvarpinu og á umræða um heilsufar og útivist sinn þátt í því. Fólk vill veija tíma sínum betur núna. Það er hægt að dunda sér við ýmislegt meðan hlustað er á útvarp, og mér var t.d. sagt að veruleg aukning á útvarpshlustun hafði orðið í Bandaríkjunum.“ — Er Áðalstöðin biðstöð fyrir þig? „Nei alls ekki. — Heldurðu að þú eigir eftir að starfa aftur í sjónvarpi? „Það held ég örugglega." — Á hvorri stöðinni? „Liggur það ekki í augum uppi?“' — Þá er Aðalstöðin semsagt bið- stöð. „Nei, það er hægt að gera svo margt, hægt að gera svo margt...“ Lausnin fyrir lagerinn LÉTTIR OG LIPRIR BV-LYFTARAR RAFMAGNSLYFTARAR Margargerðir Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. HANDTJAKKAR cr \JfVj Eigum ávallt fyrirliggjandi lr hinavelþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kflóa lyftigetu. HANDLYFTARAR Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð: 80 cm. Hentugt hjálpartæki við allskonar störf. Sparið bakið, stillið vinnuhæðina. BlLDSHÖFDA J6SÍMI672444 TELEFAX672580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.