Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 24
Listamaður með glöðu geði HORÐUR Torfason hefur löngum dvalið í Kaupmanna- höfn, en komið hingað til lands til tónleikahalds og plötuútgáfu öðru hvoru. Það hlaut þó að koma að því að hann sendi frá sér plötu ytra, og innan skamms kemur frá honum platan Lav- mælt, sem er öll á dönsku, enda gefin út fyrir danskan markað. Plötuna gefur út fyrir- tækið Olufsen Rec ords og sagðist Hörður hafa fengið fyrirtaks viðtökur. Sérlega hafí mönnum þótt mikið til textanna koma. „Það kom margt nýtt í ljós þegar ég fór að snara text- unum yfir á dönsku, það er skémmtilegt að vera að þýða sjálfan sig. Mér finnst dönsku textarnir vera mun betri en þeir ís-1 lensku, endæ lagði ég mikiu meirf vinnu í þá. Það varj hinsvegar afar erfitt að syngja á dönsku og ég þurfti að læra hana uppá nýtt.“ Hörður sagði að' hann færi utan til að heija kynningu á slaginn. komlega Hörður slaginn. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Torfason Ég er tilbúinn í plötunni, en hann hefði enga hugmynd um hvað væri framundan, „ég veit í raun ekkert á hveiju ég á von og velti því reyndar lítið fyrir mér. Ég er búinn að skila af mér ^plötunni og svo segja útgef- endur mér ég á að gera næst; ég er tilbúinn í Ég er full- sáttur við það sem ég er að gera dag. Ég segist stund- um vera listamaður með glöðu geði og það felur í sér að taka með jafnaðargeði því sem að höndum ber.“ MORGUNBLAÐIÐ MENNIISIGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 DÆGURTÓNLIST Atjtakar Smithsfundnirf Bossanovapönk Bossanova þykir um margt heldur aðgengilegri en fyrri plötur sveitarinnar, en þó ekki poppaðri. Tón- listin er enn á mörkum þess að vera popp og textarnir eru jafn myrkir og áður þó biblíutil- vísanir hafi vik- ið fyrir brim- brettarokki og vísindaskáld- sögum. Black Francis, sem reyndar heitir Charles Michael Kittridge Thompson IV., segist ekki geta skrifað texta sem byggist á persónufornöfn- um, heldur kjósi hann að syngja um náttúruöfl, hafið og þessháttar, sem geri textana merkilegri á yfir- borðinu að minnsta kosti. Dýrið í Duus DYRIÐ gengur laust kom fram fyrir stuttu í fyrsta sinn í nokkurn tima, enda ræki- leg mannaskipti orðið í sveitinni og ekki nema einn upprunalegur meðlimur eftir, Jón Filippusson söngvari sveitar- innar. Téðir tónleikar voruíDuusog Dyr,ð þar kom í ljós að ný útgáfa Dýrsins er skipuð fyrrum meðlimum Hálfur undir sæng frá Neskaupstað sem leika á bassa og gítar. Ekki er sveitin síður þétt en hún var á síðustu tónleikum sín- Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Duus Rækileg mannaskipti. um fullskipuð, en á dag- skránni eru ný lög að mestu auk gamalla laga i nokkuð breyttri útsetningu. Sjálfs- öryggi FAIR tónlistarmenn hafa slegin eins rækilega í gegn í Bandarikjunum á síðustu árum og Mariah Carey. Lagið Vision of Love, af breiðskifunni sem nefnd er eftir henni, skaust á topp smáskífu- listans á ótrúlega skömm- um tíma og platan stökk inn á toþp tíu á „Ma- donnuhraða". Mariah Carey sem hefur gjarnan verið líkt við söngkonuna blökku Whit- ney Houston, er hvít og semur nær allt sjálf. Hún er tvítug og á því langan feril framundan, ef að h'kum lætur, en hún segir frá ÞAÐ VAKTI mikla athygli þegar Doolittle, plata bandarísku rokksveitar- innar Pixies, komst inn á breska breiðskífulistann, því tónlist sveitarinn- ar þótti langtífrá söluleg. Fyrir skemmstu kom svo út önnur breiðskífa sveitarinnar, Bossanova, sem blandaði sér í toppbaráttuna á breiðskífu- listanum, er á hraðri uppleið í Bandarikjunum og er ein mest selda plata hér á landi. BLESS OG GUMS Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bless í Duus Frá vinstri Pétur Þórðarson, Ari Eldon, Gunnar Lárus Hjálmarsson og Birgir Baldursson. FYRSTA breiðskífa rokksveitar- innar Bless, Gums, er kom- in út ytra, en kemur líklega ekki í búðir hér á landi fyrr en um mánaðamótin. Þegar hafa selst af skíf- unni nokkur þúsund eintök í Bandaríkjun- um. Bless hélt tónleika fyrir stuttu til að kynna nýjan gítarleikara með sveitinni, Pétur Þórðarson Skagamann, en hljómsveit- in vinnur nú að undirbúningi tónleikaferðar um Banda- ríkin og Kanada. Ekki er búið að fastsetja alla tón- leika í þeirri för, sem hefst í Los Angeles, en líklega mun sveitin leika á á þriðja tug tónleika á fimm til sex vikum og enda í New York. Útgáfutónleikar sveitarinn- ar hér verða 12. september nk., um það leyti sem platan berst til landsins. Yart getur að líta ólík- legri poppstjörnu en Black Francis, sem leiðir sveitina. Hann fór til Puerto Rico sem skiptinemi og eft- ir sex mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til ________________ Nýja Sjá- eftir Áma lands að Matthíasson horfa á hala- stjörnu Halleys eða stofna rokkhljómsveit. Hann kaus rokkið. Charles hóaði í kunningja sinn, Joey Santiago, sem lék á gítar og þeir auglýstu eftir bassaleikara. Kim Deal gaf sig fram og hún þekkti trymbilinn David Lowering. Þar með var sveitin komin og nafnið valdi Joey út í loftið. 1986 tók sveitin upp kynningarupptökur, sem átti að vinna betur þegar hún væri komin á samning. Forstöðumanni bresku útg- áfunnar 4AD leist hinsveg- ar svo á upptökumar að hann hafði það fram að þær voru gefnar út á tólftom- munni Come on Pilgrim, sem vakti geysi athygli. Fyrsta breiðskífa sveitar- innar, Surfer Rosa, kom svo út í mars 1988 og fór þegar í efsta sæti óháða listans breska. Tónlistin þótti eink- ar kraftmikil og ágéng og textarnir súrrealískir og á köflum ógnvekjandi, en platan var víða valin breið- skífa ársins og breskir poppskríbentar, sem sífellt eru að leita að arftökum Smiths sálugu, tóku gleði sína á ný. Doolittle kom svo út á síðasta ári og fór beint í áttunda sæti breiðskífu- listans breska; þótti enda Mariah Carey Samið og sungið í sjö ár. því í viðtali í Musician að hún hafi verið að semja og syngja í sjö ár. Mariah seg- ist vera alin upp við blakka soultónlist, ekki síður en trúartónlist og jass. Trúar- tónlistin heillaði hana hvað mest og það má heyra í söng hennar, en þess má geta að hún er ekki síður vinsæl meðal litra Banda- ríkjamanna er hvítra, sem er sjaldgæft. Hún segir og að sig langi til að syngja trúartónlist inn á plötu, en sá tími sé ekki kominn; hún þurfi að sanna sig betur. Hvað sem því líður ætlar fyrirtæki hennar, Columbia, áð gera hana að risastjörnu, því langt er síðan Columbia hefur eytt öðru eins fé til að kynna tónlistarmann á sínum vegum. Mariah finnst viðurkenningin ekki hafa komið ýkja snemma, en um leið held- ur hún því fram að hún hafi alltaf vitað að hún myndi ná þetta langt; ekki af hroka, heldur af sjálfsör- yggi- GRIPINN GLÓÐVOLGUR Pixies mikið meistaraverk. Það kom því ekki mjög á óvart þegar platan nýja, Boss- anova, seldist í bílförmum í Bretlandi. Sigtryggur Baldursson á tonleikum Jazzhljómsceit- ar Konráðs Bé 20. septem- ber. Sigtryggur Baldursson er kunnastur sem trymb ill Sykurmolanna. Hann sýndi þó á tónleikum Konráðs Bé að honum er fleira til lista lagt, því þar kom hann fram sem raularinn Bogomil Font og söng gömul dægurlög að hætti Hauks Morthens fleiri með sykursætri rödd. Best tókst hon- um upp í Some En- chanted Evening, sem Haukur tók upp fyrir fjölda ára, o g mátti þá heyra að hann þarf ekki að ör- vænta um framtíð sína þó Sykurmolarnir leggi ein- hvern tímann upp laupana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.