Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 HVAÐ VARD UM NJÓSNARA STASI? ÞANGAÐ til fyrir tæpu ári voru aðalstöðvar ríkisör- yggisráðuneytis Austur- Þjóðverja - Stasi - í 41 skri fsto fu byggingu við Nor- mannenstrasse í miðju mið- stéttahverfí í Austur-Berlín. Þegar sljórn kommúnista hrundi í vetur voru ráðu- neytið og leynilögregla þess formlega leyst upp. Síðan hafa þessar drungalegu byggingar, sem minna á virki, staðið auðar og yfír- gefnar. Tíu þúsund herbergi Stasi hafa verið innsigluð og erindrekar lögreglunnar hafa verið reknir. Um 34.000 starfsmenn stjórnuðu 39 deildum Stasi frá aðalstöðv un- um. Um 2.100 þeirra höfðu það starf að lesa póst, sem var sendur áfram til aðalstöðvanna frá pósthúsum og bæki stöðvum Stasi úti á landi. Um 5.000 leynilögreglumenn eltu grunsam- legt fólk hvert sem það fór og 6.000 höfðu það eina verkefni að hlusta á einkasímtöl. Aðaldeild VIII hafði nánar gætur á borgurunum með þéttriðnu neti uppljóstrara í hverfum, skólum, bókasöfnum og jafnvel benzínstöðv- um. Aðaldeild II - gagnnjósnadeild - stundaði rafeindanjósnir til að fylgjast með erlendum stjórnarer- indrekum, kaupsýslumönnum og blaðamönnum og kom fyrir njósnur- um á skrifstofum þeirra, heimilum og hótelum. Ein deild Stasi njósn- aði um aðra starfsmenn og upp- ljóstrara Stasi. „Tónlistarmenn voru neyddir til að njósna um félaga sína, nemendur um vini sína og böm um foreldra sína,“ sagði Klaus Wendler, tals- maður austur-þýzkrar rannsóknar- nefndar, í samtali við Steven Emer- son í The New York Times Magaz- ine, sem hér er stuðzt við. Misstu atvinnuna Þegar Stasi var lagt niður misstu 85.000 starfsmenn skyndilega at- vinnuna. í mesta lagi 10.000 hafa fengið sæmilega vinnu, flestir í ráð- uneytum. Hinir eru atvinnulausir og aðeins nokkrir þeirra fá bætur. Margir þeirra eru beiskir vegna þess að samborgararnir forðast þá. Erlendis hafði Stasi 2.500 starfs- menn í sendiráðum, en nú eru eng- ar aðalstöðvar, sem taka við skýrsl- um. Tugþúsundir njósnara fá ekki lengur greiðslur frá fyrri húsbænd- um. Stasi mun enn hafa 5.000 virka útsendara í Vestur-Þýzkalandi, þar af 500 mikilvæga. Um 80 þeirra munu hafa aðgang að upplýsingum á æðstu stöðum í heraflanum, stjórnkerfinu og leyniþjónustunni. Margir þessara njósnara virðast halda tryggð við fyrri húsbændur. Sumir munu hafa gengið á mála hjá sovézku leyniþjónustunni. Aðrir bíða þess þolinmóðir að geta hafizt handa á ný. Viö aðalstöðvarnar: Lokað og læst. Uppljóstranir síðustu mánaða sýna að Markus Wolf, illræmdur njósnastjóri Stasi, stjórnaði ótrú- lega mörgum leynilegum aðgerðum erlendis unz hann dró sig í hlé 1987. Nýlegar myndir af honum voru ekki til fyrr en 1979 og hann var kallaður „andlitslausi maður- inn“. Nú er hann metsölubókahöf- undur og lýsir því opinskátt hvernig honum tókst að koma mönnum sín- um til áhrifa í leyniþjónustu og herafla Vestur-Þjóð- verja um 30 ára skeið, ■■■■i en hann neitar að ræða hryðjuverk. Náin tengsl Stasi við hryðjuverkahópa hafa komið í ljós síðan átta liðsmenn Rote Arme Fraktion (Rauða hersins; RAF) voru handteknir í Austur- Þýzkalandi í júní. Stasi var viðriðið árás Líbýumanna á diskótekið La Belle í Vestur-Berlín 1986. Carlos, Abu Daoud og Abu Nidal fengu hæli í Austur- Þýzkalandi. Palestín- skir hryðjuverkamenn fengu þjálfun í herskóla í Austur-Berlín. Austur- Þjóðveijar fengu greiðslur frá Líbý- ustjórn fyrir aðstoð við hryðju- verkahópa og dreifingu plast- sprengiefnis frá líbýskum sendiráð- um í Austur-Evrópu. Fáir afhjúpaðir Skjöl sýna að Stasi tók upp harð- ari stefnu fyrir íjórum árum, þegar breytingar voru boðaðar í Sovétríkj- unum og efnahagshrun og ókyrrð blöstu við í Austur-Þýzkalandi. Rúmlega 2.000 starfsmönnum úr- valsdeildar í Stasi var komið í áhrif- astöður í austur-þýzkum ráðuneyt- um, fyrirtækjum og háskólum. Aðr- ir 500 njósnarar voru sendir til Vestur-Þýzkalands. Fáir þeirra hafa verið afhjúpaðir og flestir þeirra munu hafa fyrirmæli um að bíða átekta. ■■■■^H Mikið kapp er lagt á að láta mestu lögbrjótana svara til saka áður en þeir hverfa eða ganga í þjónustu nýrra hús- bænda. „Tilraunirn- ar til að hafa upp á njósnurum, hryðjuverkamönnum og erindrek- um Stasi eru hliðstæðar leitinni að nazistum og samverkamönnum þeirra eftir stríðið," segir banda- rískur leyniþjónustumaður. Þetta starf mæðir mest á Pieter- Michael Diestel, innanríkisráðherra Austur-Þýzkalands. Hann hefur fengið marga fyrrverandi starfs- menn Stasi til liðs við sig og reynir einnig að tryggja samvinnu „laus- ráðinna" starfsmanna með því að nota upplýsingat' frá uppljóstrurum og úr skjölum Stasi. Hann reynir annaðhvort að bjóða þeim ný störf eða að sannfæra þá um að Stasi ERLEND HRINCSJfl eftir Gudrn.Halldórsson sé búið að vera. Diestel hefur sætt gagnrýni frá vinstri og hægri og orðið fyrir þrýst- ingi frá vestur-þýzkum embættis- mönnum. Hægri menn í Austur- Þýzkalandi hafa oft krafizt þess að hann segi af sér. Líf hans er stöð- ugt í hættu og fjölskylda hans er undir lögregluvernd. Sagt er að hann gegni „erfiðasta starfinu í Þýzkalandi, í austri jafnt sem vestri". Auk hæfra atvinnumanna hafði Stasi á að skipa 150.000 virkum uppljóstrurum í Austur-Þýzkalandi og sæg uppljóstrara í hlutastarfi - 500.000 til tvær milljónir talsins. Stasi átti mikið af fasteignum. Auk skrifstofubygginganna í Austur- Berlín á Stasi rúmlega 2.000 bygg- ingar, bústaði, byrgi, athvörf, spít- ala og hvíldarstaði víðs vegar í Austur-Þýzkalandi. Samkvæmt lauslegri athugun átti Stasi einnig a.m.k. 23.000 fólksbíla og vörubíla og 250.000 vopn. Borgarar undir eftirliti Stasi safnaði saman ítarlegum upplýsingum um rúmlega fimm milljónir Austur-Þjóðveija - þriðj- ung þjóðarinnar. Milljónir símtala voru tekin upp á segulbönd. Hler- unartækjum var komið fyrir í íbúð- um og leitað var í þeim. Venjulegir borgarar voru hvergi óhultir fyrir Stasi - hvorki í íbúðum sínum, verksmiðjum, kirkjum, veitingahús- um, bókasöfnum, læknastofum né sumarleyfum erlendis. í sumum pósthúsum var allur póstur opnaður í sérstökum gufuherbergjum. Þegar austur-þýzk knattspyrnu- félög sendu hópa til keppni í Vestur- Þýzkalandi leyndust útsendarar Stasi meðal stuðningsmanna, sem fóru með þeim. Meðfram hraðbraut- um Austur-Þýzkalands hafði Stasi á sínum snærum starfsmenn benz- ínstöðva, þjóna og skemmtiferða- menn. Hver útsendari Stasi varð að út- vega 25 nýja uppljóstrara eða koma af stað 25 rannsóknum á hverju ári. Þeir sem neituðu að hjálpa Stasi voru stimplaðir undirróðurs- menn eða látnir einir um að berjast við „kerfið“. „Engu var hægt að koma til leiðar í þjóðfélaginu án þess að kippa í rétta.spotta og að- eins Stasi gat gert það,“ segir bandarískur stjórnarerindreki. Diestel hefur verið sakaður um linkind við Stasi, en er sannfærður um að hefnigirni borgi sig ekki. Hann veit að einungis Stasi getur veitt honum þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til að uppræta útsendara stofnunarinnar. Mikil- vægra skjala er saknað og stundum er erfitt að ráða fram úr þeim sem eftir eru. Ótti við uppreisn Starf Diestels er vandasamt; Hann verður að hafa hendur í hári útsendara Stasi, en fá þá til sam- vinnu um leið. Ef háttsettir embætt- ismenn verða ákærðir fyrir hryðju- verk getur framburður undirmanna verið ómetanlegur. Diestel þarf að fara með gát af annarri ástæðu. Starfsmenn Stasi mynda öflugan og samstæðan þjóð- félagshóp, eru stoltir af þeirri stofn- un sem þeir unnu hjá og hafa orðið fyrir andlegu áfalli við að missa forréttindi sín. Nóg er til af földum vopnum og óttazt er að einhver lýðskrumari geti fylkt mönnum Stasi saman á ný og efnt til upp- reisnar. „Hugsanlegt er að reynt verði að endurskipuleggja Stasi, ef gömlum starfsmönnum stofnunar- innar verður útskúfað úr sa,mfélag- inu,“ segir Diestel. „Ef við reynum að uppræta Stasi af fullri hörku munum við tapa stríðinu og stofna framtíð okkar í hættu. Þess vegna vil ég koma fram við þá á mannúð- legri hátt,.“ Diestel er einn fárra, sem fyrr- verandi starfsmenn Stasi geta leitað til. Fyrir hefur komið að þeir hafi fengið vinnu, en verið reknir þegar vitnazt hefur um fyrri störf þeirra. „Við eigum enga framtíð fyrir höndum,“ sagði fyrrum Stasi-mað- ur í hjálparbeiðni til Diestels ný- lega. „Við erum atvinnulausir og einangraðir og okkur verður útskúf- að áður en langt um líður.“ Diestel fær tugi slíkra bréfa í hverjum mánuði. Baráttan gegn Stasi er einföld en erfið að dómi stjórnarinnar í Bonn. „Við verðum að finna njósn- arana og fá þá til að hætta að njósna,“ segir Kurt Rebmann, fyr- verandi ríkissaksóknari og helzti „njósnaveiðimaður" Vestur-Þjóð- verja um árabil. Víðtækar hleranir í ljós hefur komið að njósnir Stasi í Vestur-Þýzkalandi voru miklu víðtækari en áður var talið. Stasi hleraði hundruð þúsunda sím- tala vestur-þýzkra embættismanna, komst yfir fjölda skjala sem voru algert leyndarmál og réð dulmáls- lykla hersins. Njósnatækjum var komið fyrir í skipum á Eystrasalti jafnt sem verzlunarskrifstofum í Dsseldorf og Bonn. Aðeins eitt af talsímatækjum annars æðsta manns leyniþjón- ustunnar, Peters Frisch, var ekki hlerað. Tímaritið Quick hefur birt uppskrift Stasi af einkasímtölum Manfreds Wörners landvarnaráð- herra og konu hans. Samtöl Helm- uts Kohls kanzlara voru einnig skrifuð upp, en skjöl um þau hafa ekki verið birt. Frisch getur ekki boðið greiðslur fyrir leyniefni frá Stasi eins og vest-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.