Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUÐAGUR 30. SEPTEMBER 1990 Páll Þorsteinsson, útvarps stjóri Bylgjunnar Elín Hirst Jón Ársæll Þórðarson Dagskrá Bylgjunnar fær nýjan búning DAGSKRÁ Bylgjunnar tekur töluverðum breytingum nú um mánaða- mót, m.a. végna sameiningar fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2. Að sögn Páls Þorsteinssonar útvarpsstjóra Bylgjunnar verður áfram lögð mikil áhersla á dægurdagskrána frá klukkan 7 á morgnanna til 7 á kvöldin alla virka daga. Aðaláhersla verður lögð á fréttir á morgn- ana, á milli klukkan 7 og 9, en þá verða fréttir á hálftíma fresti. Aðalfréttatimarnir verða klukkan 12 og klukkan 17.17. Sama frétta- stofan framleiðir fréttir fyrir bæði útvarp og sjónvarp, en Elín Hirst, fréttamaður Stöðvar 2, verður fyrst um sinn sérstakur vaktstjóri Bylgjufrétta. Sigurveig Jónsdóttir er hins vegar fréttasljóri hinnar sameinuðu fréttastofu. Síðdegis verða fréttatímar klukk- an 14 og 17 og íþróttafréttir verða áfram klukkan 11 og 15. Um Þrítug sápuópera Þess var nýlega minnst að 30 ár voru liðin síðan elsta sápuóperan í bresku sjónvarpi, Coronation Street, hóf göngu sína. Af því tilefni fékk þátturinn hástemmt lof í afmælisfyrirlestri eftir Roy Hattersley, sem fer með innanríkisrmál í „skugga- ráðuneyti" Verkamannaflokks- ins. „Coronation Street er annáll okkar tíma,“ sagði hann, „og sagnfræðingar framtíðarinnar munu ekki finna nokkra betri leið til að fræðast um lífsvenjur okkar ... Sýndarmennska á ekki heima í þessum þáttum." Þætt- imir eru sjónvarpssamsteypunni ITV drjúg tekjulind vegna aug- lýsinga sem þeir afla og kostnað- ur við gerð þeirra er lítill miðað við tekjurnar. helgar er dregið úr fréttaútsending- um, en þá verða tveir fréttatímar, klukkan 12 og 17.17. Fréttum á Stöð 2 klukkan 19.30 verður einnig útvarpað á Bylgjunni. Eiríkur Jónsson sér um morgunútvarp frá 7 til 9, en Jón Ársæll Þórðarson, sem hefur störf á Bylgjunni á morgun, verður með nýjan þátt á milli klukk- an 17 og 18.30, sem nefnist ísland í dag. Þessi þáttur kemur í stað Reykjavík síðdegis. Um er að ræða fréttatengdan þátt, auk þess sem Jón Ársæll tekur púlsinn á þjóðinni í ýmsum málum. Á milli klukkan 9 og 5 á daginn verður eins og hingað til lögð meiri áhersla á tónlistina. Á þeim tíma verður dagskráin í höndum Páls Þorsteinssonar, Valdísar Gunnars- dóttur og Snorra Sturlusonar. Dreg- ið verður úr símaspjalli yfír daginn, en að sögn Páls verður sérstakur símaþáttur á milli klukkan 22 og 23 á kvöldin. Við sameininguna nú um mánaða- mót fer Bylgjan inn á dreifikerfi Stöðvar 2. Þeir sem eru á þeim svæð- um á landinu þar sem útsendingar Bylgjunnar hafa ekki heyrst hingað til, geta nú kveikt á sjónvarpinu og hlustað á Bylgjuna undir stillimynd Stöðvar 2. FJOLMIÐLAR UM FJÖLMIÐLA í FJÖLMIÐLUM MARGIR hafa hinn mesta ími- gust á því að fjölmiðlar fjalli um fjölmiðla. Þeir telja að fjölmiðlar tapi áttum við það að stara í eigin spegilmynd. Þeir telja að í besta falli sé snakk um fjöl- miðla saklaus naflaskoðun. Viss- ulega eru dæmi um miður góð skrif af þessu tagi í íslenskum fjölmiðlum og eru fáir þeirra sem nálægt þessum skrifum hafa komið með hreinan skjöld. Á hinn bóginn má það ekki gleym- ast að umfjöllun um fjölmiðla á opinberum vettvangi á svo sann- arlega rétt á sér. Fjölmiðlar hafa nú á tímum mikil áhrif og þeir skipta fólk máli engu síður en skólar, aflakvótar, stjórnmál og annað sem öllum þykir eðli- legt að um sé fjallað á sem breið- ustum grundvelli og það á þeim vettvangi sem almenn umræða um samfélagsmál fer fram, þ.e. í fjölmiðlum. Spurningin er því ekki hvort það eigi að fjalla um fjölmiðla í fjölmiðlum heldur hvernig eigi að gera það. Hér verður gerð stutt grein fyrir þeim forsendum sem hafa legið fyrir þeirri umfjöllun um fjöl- miðla sem verið hefur á þessum vettvangi nú í nær tvö ár. Fjölmiðlagagnfýni helgast af mikilvægi fjölmiðla í nútíma- samfélagi. Þeir eru mikilvægir í fyrsta lagi vegna þess að þeir eru áhrifamiklir og í öðru lagi vegna þess að þeir eru Umfjöllun um fjölmiðla helgast af mikilvægi fjölmiðla, áhrifum þeirra og vinsældum Sitó\eyjarbr»ður 'elVt^-?0K Sketi'"'u' úl bv»ö» 01 VeiU- . niiö m»M'»h>i \ r.ntrnu *» '‘“.’aiwií * ' tfg v,\U b»r»u •tfm, -»• ~ ” ru,‘“ Magnösatk . nfjmr tv'r ? íSSSsr: vinsælir. Þeir eru áhrifamiklir vegna þess að þeir geta komið málum á dagskrá ef svo má að orði komast og þannig geta þeir flýtt ákvörðunum. Þeir geta líka skapað þrýsting sem haft getur áhrif á ákvarðanir og síðast en ekki síst hafa þeir áhrif á almenningsálit og jafnvel á það hvar fólk setur exið í kjörklefanum, þ.e. ef eitthvað er að marka erlendar athuganir á tengslum fjölmiðla og stjómmála. Fjölmiðlar eru vinsælir, það er varla ti! sá vestræni maður sem hvorki !es blöð né fylgist með út- varpi eða sjónvarpi. Þetta hefur í för með sér að fjölmiðlar verða ein- hverskonar menningarlegur sam- nefnari. Sem dæmi má nefna að ef það er hægt að segja að íslensk BAKSVIÐ eftir Asgeir Friögeirsson Fjölmiðlungar verða að geta tekið því karlmannlega að að þeim sé vegið. þjóð sameinist um eitthvað þá eru það kvöldfréttir þriggja stærstu Ijósvakamðlanna. _ Allt að eitt$ hundrað þúsund íslendingar deila þeirra athöfn á kvöldin á milli sjö og hálf átta að hiusta á fréttir í útvarpi. Þannig hafa fjölmiðlar bein áhrif á daglegt líf flestra. Að auki er rétt að benda á hversu mikilvægu hlutverki fjölmiðlar hafa að gegna við að koma til móts við þörf fólks fyrir afþreyingu og /ÍsSSSSsflSSif7 skemmtun. Fjöimiðlar hafa því margvís- leg áhrif, bein og óbein, jafnt á manninn sem einstakling sem og samfélags hans. í þessu samhengi er íjölmiðlagagnrýnin tvíþætt. Annars vegar má ætla henni að auka skilning lesenda eða áheyr- enda á eðli og hlutverki fjölmiðla og hins vegar er eðlilegt að vonast til þess að gagnrýnin veiti fjölmiðl- um og fjölmiðlungum aðhald. Auka má skilning fólks á fjölmiðlum með því m.a. að ijalla um það sem fyrir augu ber í ljósi þróunar, í ljósi þess sem hefur gerst, gæti gerst og reynslu annarra og þann- ig má vísa lesanda upp á áður óþekkta sjónarhóla. Besta aðhald sem hægt er að veita fjölmiðlum er að gefa þeim fyllilega til kynna að fylgst sé með því sem frá þeim fer. Það er ekkert nema eðlilegt að bera afurðir íslenskra fjölmiðl- unga við það sem best gerist í heiminum, því þegar öllu er á botn- inn hvolft þá er það ekkert sem getur réttlætt það að hlutir séu ekki gerðir eins vel og kostur er þótt hægt sé að finna þúsund og eina afsökun fyrir því. Þó svo þessi vettvangur hafi oft- ar nýst til almennrar umíjöllunar en beinnar gagnrýni þá er rétt að hafa það í huga að gagnrýni hefur alltaf neikvæða slagsíðu þó svo hún geti bæði verið góð og vond. Mað- ur, sem verður fyrir harðri eða mikilli gagnrýni, fær með öðrum orðum skömm í hattinn. Það geng- ur ekki upp að segja að einhver verði fyrir mikilli jákvæðri gagn- rýni. Rétt eins og lof er jákvætt þá hlýtur gagnrýni að snúast um það sem miður fer. Þó svo upphaf- leg merking gríska orðsins krités sé að dæma þá hefur krítík lengst af í flestum tungumálum Evrópu þýtt það að finna galla. Á þessum vettvangi verður það skilið þannig og er vonast til þess að ijölmiðlung- ar taki því karlmannlega að vera skotmark, en á sextándu og sautj- ándu öld gat orðið crticisme ein- mitt þýtt það. Fastir punktar í tilveru Ahausti og vori verða talsverðar breyting- ar á dagskrá var- panna, sjónvarps- og út- . varpsstöðva. Þetta er að vissu leyti eðlilegt þar sem búst má við að öðru vísi sé hlustað á útvarp og horft á sjónvarp á vetri en sumri. Þannig var það að minnsta kosti þegar ekkert var í boði nema gamla góða Utvarp Reykjavík. Þá var útvarp jafnvel svo góð afþreying að götur voru auðar meðan þjóðin sat við tækið í stof- unni og hlustaði á Bör Bör- son, spurningaþætti Sveins Ásgeirssonar eða Sunnu- dagskvöld með Svavari Gests. Nú er öldin öll önnur og satt að segja má nota tvö hugtök yfír útvarpsnotkun, heyra og hlusta. Flestallir heyra í útvarpi mestallan tíma vöku sinnar en færri hlusta, meðtaka útvarpsefn- ið af athygli. Á svipaðan hátt má nota tvö hugtök um sjónvarpsnot, sjá og horfa. Fjölmargir sjá ýmislegt í dagskrá annarrar stöðvar- innar eða beggja en þeir eru færri sem horfa á það sem þar sést svo það sé þeim eft- irminnilegt. Það var til dæm- is ekki bara séð og heyrt heldur horft og hlustað þegar Sjónvarpið sýndi stórtónleika heimstenóranna þriggja í hinu ævafoma baðhúsi Caracalla í Róm 7. júlí. Meira að segja svo ákaflega að þegar tónleikarnir voru end- ursýndir 16. september var sagt að myndbandsspólur hefðu selst upp í ijölmörgum sjoppum og bensínstöðvum. Svo merkilegur var þessi við- burður þótt vinur minn einn benti góðfúslega á að þarna væru bara einhverjir karlar að syngja í eldgamalli sturtu! Víkjum aftur að breyting- um á dagskrá varpanna vor og haust. Nú er ekki svo að breytingar þessar séu aðeins þær að fara út vetrarfrakka í stuttbuxur, ef svo má segja, heldur verður þess meira og meira vart í seinni tíð að notaður sé nýr vetrarfrakki með nýju tískusniði og nýjar stuttbuxur í litum og lögun tískunnar. Þess háttar breyt- ingar leiða óhjákvæmilega af sér þá staðreynd að dag- skrárliðir varpanna eiga erf- itt með að vinna sér hefð og festu hjá notendunum. Þegar tiltekinn dagskrárliður er tekinn og hringlað með hann til og frá í dagskránni gefast áhugasamir hlustend- ur/horfendur á endanum upp á eltingaleiknum. Hlustendur útvarps og horfendur sjónvarps vilja geta gengið að ákveðnu efni í varpinu sínu á ákveðnum tímum. Næg sönnun þess er að það tók fólk mjög langan tíma að sætta sig við að kvöldfréttir Ríkisútvarpsins voru færðar frá klukkan átta til sjö. Það olli sjónvarpshorf- endum hugarangri þegar styrrinn stóð um fréttatíma Sjónvarps og Stöðvar 2 og nú virðist sjónvarpið vera búið að læra að fréttir þurfa að vera á sama tíma alla daga og veðurfréttir eru ekki tískuvara. Það skiptir megin- máli að hafa reglu á þessum hlutum — notendanna vegna. Vörpin eru nefnilega fyrir hlustendur og horfendur en ekki einkamál eða innanhús- mál fárra ráðamanna. Nú gildir sama um útvarp og sjónvarp, talmál og tón- list, að dagskrárliðir sem fjalla um ákveðið efni verða að vera reglulegir í dagskrá. Þeir sem vilja hlusta á til- tekna tónlist eða tal vilja ekki þurfa sífellt að venja sig á nýjan hlustunartíma eftir dyntum dagskrárstjóranna. Alvarlegast er þegar breyt- ingar eru gerðar breyting- anna einna vegna og varpið lendir í stríði við sjálft sig. Nærtækt dæmi um það er þegar Ríkisútvarpið klauf svæðisútvarp sitt í herðar niður svo það ber ekki sitt barr sem fyrr. í fjölmiðlafári undangeng- inna ára hefur gamla góða Rás 1 staðið sem gamall, traustur frændi og þar hefur margur átt á vísan að róa til að seðja útvarpsþörf sína. Styrkur þess útvarps hefur verið litlar breytingar, gam- aldags metnaður og vönduð vinnubrögð. Þess vegna setti að mörgum ugg þegar spurð- ist á síðsumri að gera ætti andlitslyftingar á þessum gamla heimilisvini. Vonandi spillist Rás 1 ekki af tísku- fári. Franskir sjónvarpshorf- endur urðu skelfingu lostnir þegar fréttist í vor að elsti sjónvarpsþáttur í heimi, spjallþáttur um bókmenntir sem sami stjórnandi hafði haldið úti í fjöldamörg ár, yrði tekinn af dagskrá. Þeir tóku gleði sína á ný nú í september þegar bók- menntaþáttur bytjaði á ný að loknu sumarleyfi — að vísu með nýjum stjórnanda, en sama fyrirkomulagi og á sama tíma og alltaf áður. Sverrir Páll Erlendsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.