Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 C 25 FJlk MHvernig forseti ætli Ro- bert Redford yrði? Þið gætuð komist að þvíínýrri mynd sem ástralinn Fred Schepisi vinnur að og heit- ir „The President Elop- es“ eða Forsetinn hverfur. Upptökur eiga að hefjast í janúar nk. en Schepisi hefði ekkert á móti þvíað annaðhvort Michelle Pfeiffer eða Meryl Stre- ep léki á móti Redford. Leikstjórinn hefur áður unnið með báðum leikkon- unum. „Forsetinn" er róm- antísk gamanmynd þár sem Redford ihlutverki for- seta Bandarikjanna „fellur kylliflatur fyrir glæsilegri konu sem kemur honum í samband við almúgann í landinu og kjör hans“, eins og Schepisi segir. Er þá framboð næsti leikur? MNýjasta mynd breska leikstjórans Stephen Fre- ars heitir „The Grifters“ og er gerð eftir sögu saka- málahöfundarins Jim Thompson með Anjelica Huston og John Cusack í aðalhlutverkum. Fram- leiðandi er enginn annar en Martin Scorsese. MNú íhaust hefst fram- leiðsla á vísindaskáld- skapnum „Terminator 2“ með Arnold Schwarzen- egger í aðalhlutverkinu. Leikstjóri verður James Cameron sem fyrr en síðasta framhaldsmyndin sem hann gerði var „Ali- ens“. Austurríska vöðva- búntið er einn af fáum leik- urum í Hollywood í seinni tíð sem ekki hefur látið teyma sig í framhalds- myndir og er t.d. ekki í„Predator 2“. En nú er annað hljóð komið í skrokkinn. Pacino og Garcia í myndinni Guðfaðir- inn III; gamall og mjúkur. ÞRIÐJI GUÐFAÐIRINN Það styttist óðum í að myndin Guðfaðirinn III eftir Francis Coppola verði frumsýnd vestra en hún er sett þar á dagskrá um jólaleytið. Bíða eflaust margir með önd- ina í hálsinum eftir að sjá hver útkoman verður því það er ekki aðeins heiður Coppolas í veði, sem hlýt- ur að vita hversu brot- hættan hlut hann er með í höndunum, heldur minningin um tvö meist- araverk, sem eiga sér eflaust helgan sess í hug- um fjöhnargra bíóáhorfenda. Coppola hefur fengið leikara úr fyrri myndun- um til að enda þrfleikinn og nokkra nýja. A1 Pac- ino snýr aftur og Diane Keaton og Talia Shire en nýir leikarar eru Andy Gareia, Bridget Fonda, Joe Mantegna, og Eli Wallach auk Sofiu Copp- ola, dóttur leikstjórans, sem kom í staðinn fyrir Winona Ryder. Michael Corleone er gamall orðinn og sykur- sjúkur og þjakaður mjög af sektarkennd vegna synda sinna, sérstaklega vegna morðsins sem hann lét fremja á Fredo bróður sínum. Hann ákveður að gerast lög- legur kaupsýslumaður með því að selja eigur sínar og leggja í banka í Vatikaninu en þaðan er féinu stolið. Á milli þess sem hann reynir að endurheimta það reynir hann einnig að lappa uppá sambandið við fyrrum eiginkonu sína, sem Keaton leikur, og leggur blessun sína yfir framadrauma yngsta sonarins, sem vill gerast ópemsöngvari. Og hann fæst við bróður- son sinn, Vincent, son Sonnys, sem Garcia leik- ur, er vill taka við fjöl- skylduvöldunum. Tökur gengu vel á ít- alíu og í New York þótt andrúmsloftið hafi verið býsna stressað eftir því sem fréttir herma. Cöpp- ola, sem líka skrifar handritið ásamt rithöf- undinum Mario Puzo, fær sex milljónir dollara fyrir myndina og vissi mestallan tímann hvað hann vildi, að því að haft er eftir Eli Wallach. „Ég þekki myndir þar sem leikstjórinn segir þér ekkert. Francis hefur venjulega einhveija hug- mynd um hvernig útkom- an á að vera.“ GAMLAOG NYJA HOLLYWOOD Imetsölubókinni „Postcards From the Edge“, sem út kom í Bandaríkjunum árið 1987, rakti leikkonan Carrie Fisher, dóttir Debbie Reyn- olds og Eddie Fisher, sögu 30 ára Hollywood-leikkonu á kafi í eiturlyfjum og þrúguð af tilfinningalegum vanda- málum og byggði hana mikið til á eigin lífi. Nú hefur þessi bók orðið að samnefndri kvikmynd gerð af Mike Nichols með stórstjörnu í hverri ruliu. Meryl Streep leikur leikkon- una og Shirley MacLaine móður hennar, drykkfellda, ráðríka gamla Hollywood- stjörnu að nafni Doris Mann, en að auki koma fram í myndinni engir minni kallar en Gene Hackman, Dennis Quaid, leikstjórinn Rob Rein- er og Richard Dreyfuss. Eins og bókin lýsir mynd- in, sem Carrie Fisher skrifar handritið að, ólánlegum við- skiptum leikkonunnar, sem nefnist Suzanne Vale, við eiturlyf, leikstjóra og tilvon- Hackman og Streep fylgjast með tökum á myndinni „Postcards From the Edge“. andi elskhuga en fókusinn er þó mest stilltur á samband dótturinnar við móðurina, sem varla er nefnt'í bókinni. MacLaine hefur þekkt Debbie Reynolds í 25 ár og að hún skuli leika hana núna er að hennar viti aðeins enn einn stórkostlegur sláttur hins eilífa karmapendúls. Hún heyrði af myndinni fyrst fyrir tveimur árum og hringdi í vinkonu sína og spurði hvort henni væri sama hvort hún léki hana. Það var auðsótt mál. „Aðalatriðið við að leika mig er að vera fynd- in,“ sagði Debbie Reynolds. Myndin á ekkert endilega að vera um misnotkun eitur- lyfja. Hún er mikið til um sjálfa kvikmyndaborgina Hollywood og hvernig gamli og nýi tíminn mætast í átök- unum á milli móðurinnar, gömlu stjörnunnar sem ólst upp við það að stjömuímynd- in væri heilög, og dótturinn- ar, sem býr við meira stjórn- leysi í draumaverksmiðjunni. „Stjörnur í gamla daga voru konungbornar,“ segir leik- stjórinn, Nichols. „Nema það var mun skemmtilegra að vera í Hollywood af því þar gastu gert allt og þú varðst aldrei gamall. Núna fjallar Hollywood mest um raunver- ulegt líf eða framtíðarfantas- íur en ekki líf hinna fáu út- völdu, eins og gamla Holly- wood gerði.“ AFTUR TIL TEXAS Næstum tuttugu árum eftir að leikstjórinn Peter Bogdanovich kom fneð hóp óþekktra leikara til smá- bæjarins Areher City í Texas að gera myndina sem gerði hann og flesta leikarana fræga, „The Last Picture Show“, sneri hann aftur með sama mannskap bara fræg- ' ari til að filma framhaldið, „Texasville“. „The Last Picture Show“ v'ar gerð árið 1971 og vakti feikilega athygli en hún gerðist árið 1951 og lýsti með saknaðarkenndum tón lífi nokkurra ungmenna í smábæ í Texas.. Itithöf- undurinn Larry McMurtry, sem gerði fyrri bókina, skrif- aði framhaldið árið 1987 en þar segir frá afdrifum sömu sögupersónanna 30 árum síðar eða við upphaf níunda áratugarins. Þær voru leikn- ar af Jeff Bridges, Timothy Bottoms, Cybill Shepherd, Randy Quaid og Ellen Burst- yn, svo einhver nöfn séu Bogdanovich, Shepherd og Bridges við tök- ur á „Texas- ville“, fram- haldi „The Last Picturé Show“. nefnd, og öll voru þau tilbúin að snúa aftur þótt fyrir suma hafi það verið á margan hátt erfitt. „Það var þungbært að koma aftur og gera fram- haldið," segir Shepherd en í þá daga bjuggu hún og leik- stjórinn saman. „Lengsta sambandið sem ég hef staðið í var með Peter og það má segja sem svo að nú hverfi maður aftur til mistakanna. Það tekur líka á að fara yfir þau 20 ár sem liðin eru og sjá hveiju maður hefur áork- að og hvetju ekki.“ Eftir morðið á vinkonu hans, Dorothy Strattons, og misjafnan áratug virðist Bogdanovich reiðubúinn til stórverka. „Ég vildi ekki lengur gera bíómyndir," seg- ir hann. „Ég held að „Texas- ville“ hafi hjálpað mér að komast yfir það.“ KVIKMYNDIR™™ /Verdur hann fabir írskrar nýbylgju? Sheridan á heimavelli ÍRSKI leikstjórinn Jim Sheridan er kom svo á óvart með sinni fyrstu bíó- mynd, Vinstri fóturinn („My Left Foot“), sem sýnd liefur verið í Háskólabiói í marga mánuði, sendir bráðlega frá sér nýja mynd, „The Field“, eða Akurinn, sem kölluð hefur verið „svart-írskur vestri". Hinn 41 árs gamli Sherid- an sparkaði vindlausri tuðru írskrar kvikmynda- gerðar hátt í loft upp með Vinstri fætinuni og blés lffi í listgrein sem vart hefur dreg- ið andann á írlandi seinustu áratugina. Hann hafði unnið merkilegt starf við leikhús í Dublin og New York í fleiri ár þegar honum bauðst að eftir Amald Indriðoson leikstýra myndinni en allt sem hann vissi um kvik- myndagerð hafði hann lært á átta vikna námskeiði í New York. Hann var útnefndur til Oskarsins fyrir myndina og þótt hann hreppti hann ekki (Daniel Day-Lewis og Brenda Fricker fengu stytt- ur) hafði hann sannarlega komið írskri kvikmyndagerð á landakortið. Nýja myndin hans er um ríkann Bandaríkjamann, leikinn af Tom Berenger, sem kemur inní írskt sveita- samfélag og flækist óðar í lífshættulegar landeigna- deilur. Ekkja nokkur vill selja blómlegan akur sinn en bóndinn Bull McCabe (leik- inn af Richard Harris í ánægjulegri endurkomu) sem ruddi hann og ræktaði tapar honum til Bandaríkja- mannsins. McCabe og synir hans hóta honum öllu illu og harmleikur fylgir í kjöl- farið. Myndin er byggð á leikriti eftir John B. Keane frá 1961 en sögutími hennar er 1939. Þegar Sheridan er spurður að því hvers vegna hann hafi valið þetta viðfangsefni fyrir næstu mynd sína segist hann hafa heillast af persónu Bulls McCabe og þráhyggju hans: ^ „Ég vildi skoða inní hausinn á honum. Hann er bókstafstrúarmaður eins og svo margir sem reyna að halda fast í fortíðina af því þeim finnst hún vera rétt- sýnni.“ Richard Harris hefur ekki leikið í bíómynd í næstum tíu ár en hann gæti gert fyrir Akurinn það sem Day- Lewis gerði fyrir Vinstri fót- inn. „Ég held að fólk verði furðu lostið þegar það sér leik hans í myndinni," er haft eftir Sheridan. John Hurt fer einnig með hlutverk í Akrinum. Sheridan hefur gert samn- ing um að leikstýra þremur myndum fyrir Universal kvikmyndaverið í Hollywood Leikstjórinn, Jim Sheridan, á tali við bandaríska leikar- ann Tom Berenger við tökur á myndinni Akrinum. en hann og írski framleið- andinn Noel Pearson ráða því algerlega sjálfir hvað þeir taka sér fyrir hendur. Akurinn er ekki hluti af þeim samningi en víst er að Uni- versal, Irland og kvikmynda- heimurinn allur mun fylgjast grannt með henni. mr mw mr IBIO Framhaldsmyndaæði sumarsins hefúr nú náð hámarki í reykvísku bíóunum. Ekki færri en fimm framhaldsmyndir em í gangi samtímis en nýjasta viðbótin er „EÍoboCop 2“ í Háskóla- bíói. Og það er ekkert lát á framhaldinu. Við eig- um von á Særingar- manninum III, „Young Guns 11“ og „The Two Jakes", framhaldi Klna- hverfisins, svo eitthvað sé nefnt, auk þein-a tveggja mynda sem ijall- að er um á síðunni hér. Og loks kemur kemur framhald framhaldanna, Rocky V, fljótlega á næsta ári. Rocky Balboa átti að deyja í myndinni en eigendur vörumerkis- ins, kvikmyndverið sem halað hefur inn 500 millj- ónir dollara á Rocky í gegnum árin, vildu ekki að illa færi. Hvemig ætti annars að vera hægt að gera Rocky VI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.