Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 29
C 29 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 hönd voru bundin býlinu þeirra og landinu sem hann vildi annast. Hann hvarf því til ræktunarstarf- anna jafn skjótt og sól tók að hækka á lofti því huga þurfti að tómata- plöntunum fyrir komandi sumar. Þannig snerist líf hans allt og starf um að hlúa að gróðrinum. En mest og best hlúði hann þó að sínum nánustu, bömunum sínum þeim Sigurði og Hrönn, sem voru stolt hans og gleði, og eiginkonunni sem alltaf stóð við hlið hans. Nú eru þáttaskil, við trúum því að Greipur hafi verið kallaður til meiri starfa og biðjum þann sem yfir vakir og öllu ræður að blessa minningu hans og styrkja eftirlif- andi ástvini. Sigrún og Guðmundur Hann Greipur okkar í Haukadal er dáinn. Engin orð fá lýst tilfinn- ingum okkar hér í Gunnarsholti við slíka harmafregn, svo óvænt og vægðarlaust sem reiðarslagið dynur yfir. Hann var héma hjá okkur tveimur dögum áður en kallið kom. Verið var að leggja á ráðin um land- græðslustarfið á næsta ári og Greipur var, sem ávallt endranær, fullur af starfsorku og bjartsýni á störfin fram undan. Nú á þessari skilnaðarstundu er mér efst í huga söknuður og þakk- læti fyrir áralanga vináttu og heilla- drjúgt samstarf. Greipur réðst ung- ur til starfa við heftingu jarðveg- seyðingar og landgræðslu. Honum var í blóð borinn ræktunaráhugi sem hann tók í arf frá föður sínum, Sigurði Greipssyni í Haukadal, þeim gagnmerka skóla- og hugsjóna- manni. Greipur ólst upp við ræktun lýðs og lands í anda ungmennafé- lagshreyfingarinnar. Það var mikið happ fyrir Landgræðsluna þegar Greipur afréð að helga henni starfs- krafta sína fyrir hartnær 30 árum. Fyrstu landgræðslugirðinguna girti hann árið 1963 þegar hafist var handa við að friða Haukadalsheið- ina, sem þá var einna alvarlegasta uppblásturssvæði landsins. Síðan hefur Greipur girt hundruð kíló- metra af landgræðslugirðingum til þess að friða landið fyrir beit svo unnt væri að hefja endurheimt land- gæða. Hann hafði iðulega fjölda manns í vinnu og hafði einstakt lag á að virkja ungt fólk til starfa með eldmóði sínum og lífsgleði. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunnar af hafa í þjónustu sinni ósérplægna og trúa starfs- menn. Þar hefur verið að verki sú framvarðarsveit sem ótrauð axlaði erfiði og lagði grundvöll að betra og fegurra Islandi. í þessum hópi var Greipur Sigurðsson meðal hinna fremstu. Hann vann af heilum hug að landgræðslu og ræktun, allt til hinstu stundar. Hann féll frá við störf sín inni við Sandá á þeim slóð- um þar sem hann hafði marga hildi háð og unnið marga glæsta sigra á óblíðum náttúruöflum. Hann breytti eyðimörkum í grænar vinj- ar, nú er víða að vaxa kjarr og inn- lendur gróður þar sem áður var eyðandi sandfok og uppblástur. Það er margs að minnast frá samstarfi okkar Greips og mikil birta í mínum huga þegar ég minnist hans. Bjart- sýni hans og drengskapur líður seint úr minni og okkur er ekki gefið að skilja hví svo dugmikill maður er hrifsaður á braut. Greipur varð ungur þeirrar gæfu aðnjótandi að kvænast eftirlifandi eiginkonu sinni, Krístínu Sigurðar- dóttur. Saman unnu þau sem einn maður að öllum störfum, jafnt á heimili sem út á við. Tvö mannvæn- leg börn þeirra hjóna, þau Sigurður og Hrönn, hafa bæði erft ræktun- aráhuga foreldra sinna, Hrönn leggur stund á nám í Háskóla ís- lands en Sigurður er við doktors- nám í Englandi með íslenska mel- gresið sem sérgrein. Þau verða stoð og stytta móður sinnar við að halda á lofti merki Greips. Ég vona ein- læglega að fá að njóta áfram sam- starfs við þau. Við hjónin vottum Kristínu og fjölskyldunum í Haukadal innilega samúð okkar. Megum við öll taka höndum saman og halda áfram að vinna að uppgræðslu landsins með minninguna um Greip að leiðar- ljósi. Þannig verður henni best hald- ið á lofti. Sveinn og Oddný í Gunnarsholti. Þar sem aðstæður leyfa ekki að ég geti fyigt mínum góða vini, Greipi Sigurðssyni síðasta spölinn langar mig til þess að minnast hans nokkrum orðum. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að komast í strákahópinn hans Greips á sínum tíma, fimmtán ára gamall. Þetta var fjörmikill hópur með Sigga Greips í fararbroddi. I endurminningunni eru þetta sælu- sumrin tvö upp til heiða og dala í góðum félagsskap með girðinga- staura á bakinu, í sól og blíðu og roki og rigningu. Þetta eru ógleym- anleg sumur og ómetanlegt fyrir unga menn að fá að kynnast slíkum öðlingi sem Greipi. Hann hafði gott lag á okkur og kenndi okkur vel til verka. Hann þoldi ekkert hálfkák enda sjálfur forkur duglegur og gekk að hveiju verki með okkur sem jafningi, ekkert yfir okkur hafinn. Hann hafði gaman af því að gant- ast við okkur og gat verið ótrúlega laginn við að telja okkur trú um hina og þessa vitleysu. Þá rumdi í honum af ánægju og glettnin skein úr augunum. Alit var þetta í gamni gert og til þess að krydda tilver- una. Þetta var aðeins einn þátturinn í léttleika og lífsgleði þessa ljúfa manns, sem vann hug manns og hjarta við fyrstu kynni. Hann var líka hamingjusamur að eiga Kristínu fyrir konu, sem hugsaði um okkur eins og besta mamma. Þau voru einstaklega samhent og gerðu sér sérstakt far um að láta okkur líða vel. Það var einnig ánægjulegt að kynnast Hrönn og Sigga, sem létu sitt ekki eftir liggja að það væri líf og fjör á heimilinu. Alla tíð frá því ég var þarna á- Geysi hjá Greipi og Stínu, 15 og 16 ára gamall, hefur mér verið tek- ið þar opnum örmum eins og það væri mitt annað heimili. Þar hefur alltaf farið saman hlýja og einstök gestrisni. Þessa minnist ég í dag með þakklátum huga um leið og ég sendi ykkur ástvinum Greips innilegustu samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Ornólfur Valdimarsson Símboðínn ...er lítib og handhægt tæki, sem gefur þér skilabob, þurfi einhver ab ná sambandi vib þic|. Símbobinn pípir og símanumerib sem þú átt ab hringja í birtist á skjá hans. Verb aðeins 16.990,-eba Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíóum Moggans! ■ íslenski hlutabréfasjóðurinn er hlutafélag sem fjárfestir í veröbréfum, einkum hlutabréfum, margra aröbærra og vel rekinna íslenskra fyrir- tækja. Með því að fjárfesta í hlutabréfum félags- ins gefst þér kostur á að eignast hlutabréf með dreifðri áhættu og von um góða ávöxtun. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. nýtur viðurkenn- ingar ríkisskattstjóra þannig að kaup einstaklinga í félaginu eru að vissu hámarki frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðn- um hf. fyrir 115.000.- krónur. Skattfrádráttur vegna kaupanna nemur kr. 45.758.-* en þá upp- hæð færð þú endurgreidda frá skattinum. Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri upphæð fá að sama skapi tvöfalt hærri upphæð endurgreidda frá skattinum. * Miðað er við 39.79% skatthlutfall. Kynntu þér kosti þess að fjárfesta í hlutabréfum fé- lagsins með ráðgjöfum Landsbréfa hf. Upplýsingar vegna hlutafjárútboðsins liggja frammi hjá Landsbréfum hf. og i útibúum Lands- banka íslands, þ.m.t. Samvinnubankanum, um land allt. LANDSBREF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 91-606080 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili að Veröbréfaþingi íslands. vV;RvÍ mmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.