Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 C 15 s^rvinnna Rokkio: Di- sneyland after Dark hefur vak- ið athygli í Bandaríkjunum fyrir kraftmikið rokk. PoppiðiV Dodo V Gad og hljóm- sveitin Dodos eiga töluverðum vinsældum að fagna Húmorinn: Kim Melius Flyvholm Larsen er langvinsælast ur danskra tónlistarmanna hérlendis; yfir 3.000 eintök seld ust af næstsíðustu plötu hans, Yummi Yummi. ■ Donski útvarpsmadurinn Mogens Binderup segir helstu einkenni danskrar dægurtónlistar vera hversu vönduð hún sé og tæknilega fullkomin þó að oft megi deila um frumleikann færi á tónleikum, stórum og smáum og þeir eru jafnan mjög vel sóttir. Þá séu rokkhátíðir ýmis- konar ákaflega vinsælar. Stærst þeirra er án efa Hróarskelduhát- íðin sem haldin er árlega, en einn- ig má nefna vaxandi rokkhátíð á Fjóni, Mið-Fjóns-hátíðina, sem þótti takast einkar vel í ár. „Yfirleitt er lítið lagt upp úr textum og lítill hópur sem semur og sækist eftir svokölluðum „með- vituðum" textum. Við eigum afar fá poppskáld en þó má ekki gleyma Kim Larsen sem í textum sínum hefur náð að ljá danskri tungu nýjar víddir, hann hefur hreinlega skapað ný orð og orða- tiltæki.“ Er eitthvað sem einkennir danska tónlist öðru fremur? „Ætli það séu ekki hversu vönduð hún er, mikið er lagt upp úr að hún sé tæknilega hnökra- laus og laglínurnar eru góðar. Gífurlegum tíma er eytt í upptök- ur og miklu íjármagni í að að koma tónlistarmönnum á fram- færi en svo má auðvitað deila um frumleikann í mörgum tilfellum.“ Binderup segir danska tónlist eiga vinsældum að fagna í heima- landi sínu þó að svo hafi ekki allt- af verið. Um 1980 náði hún sér upp úr lægð áttunda áratugarins en þá var mest um hljómsveitir sem fluttu ófrumlega tónlist sem greypt var í sama farið. Kim Lars- en sem þá var í hljómsveitinni Gasolin, rokkararnir í Gnags og Shu-bi-dua voru einar örfárra sveita sem þóttu hafa sig upp úr ófrumleikanum. Ólíkt þeirri þróun sem varð hér á landi, telur Binder- up að ekki megi rekja velgengni danskrar tónlistar um 1980 til pönkbylgjunnar sérstaklega. „Upp úr 1970 var farið að kenna tónlist í barna og unglingaskólum að einhverju marki. Oll börn kom- ust í kynni við hljóðfæri og tónlist og það varð mörgum þeirra hvatn- ing. Þegar þessi kynslóð komst á unglings- og fullorðinsár, var ekki að sökum að spyrja.“ effir Urði Gunnarsdóttur FYRIR nokkrum árum hefði sjálfsagt fáa órað fyrir því að hægt yrði að leika danska popptónlist fyrir íslenskan æskulýð án þess að hann fussaði yfír því og sveiaði. Þeir íslendingar sem höfðu búið í Danmörku eða dvalið þar til lengri eða skemmri tíma, laumuðust til að hlusta á Danann á bak við luktar dyr og það heyrði til undan- tekninga að sjá plötur með dönskum flytjendum í hljóm- plötuverslunum. En á síðustu árum hefur húmor Kim Larsens, poppið hennar Dodo og rokkið hjá Disneyland after Dark náð eyrum landans. I kjölfar þeirra hafa svo fleiri tónlistarmenn fylgt, vísast með misjöfnum ár- angri. Það var því ekki úr vegi að heyra álit dansks útvarpsmanns á danskri tónlist. Mogens Binderup heitir maðurinn, sem eyddi einni viku við hljóðnemann og plöt- uspilarann á Aðalstöðinni fyrir skömmu. Landinn tók honum vel og nokkrir ánægðir hlustendur hringdu í stöðina til að þakka tilbreytinguna. ogens Binder- up er frá Álaborg ‘og starfar við norðuijóska svæðisút varpið. Þar sér hann um þætti fyrir unglinga og um það nýjasta í tónlistinni. Það er á honum að heyra að hann hafi hálfgerða skömm á poppinu enda rokkari af lífi og sál. Sjálfur leikur Binder- up í tveimur hljómsveitum, einni sem leikur aðallega lög eftir aðra og hann vill sem minnst um ræða, og svo „State of art“, sem söngvari og gítarleikari. Hljóm- sveitin leikur svokallað „vestur- strandarrokk“ og er ekki óáþekk hinni bandarísku Toto á að hlýða. En plötuútgefendur hafa þrjósk- ast við að gefa út fyi-stu plötu þeirra félaga á þeim forsendum að textarnir séu ekki á dönsku og það vilji plötukaupendur síður. Því eru Binderup og félagar ósam- mála og ætla ekki að gefa sig. Textarnir séu á ensku því að ætl- unin sé að komast inn á erlendan markað, Bretland og Þýskaland, og þar þýði lítið að bjóða mönnum upp á danska tungu. „Það eru ekki svo margir sem ætla sér eitthvað stærra en danska markaðinn, og mögulega hin Norðurlöndin. Sjáðu til dæmis Dodo and the Dodos og Sanne Salomonsen, þær syngja nær ein- göngu á dönsku en hafa náð hylli, bæði hérlendis og í Svíþjóð." Danskir tónlistarmenn eiga þó nokkurri velgengni að fagna á hinum Norðurlöndunum. í Noregi og Svíþjóð hafa plötur Kims Lars- ens og Sanne Salomonsen selst grimmt og er reyndar talað um Sanne-æði í Svíþjóð. Þar hefur hún starfað töluvert ásamt sænsk- um lagsmanni sínum. Húmor Larsens virðist eiga greiða leið að nágrönnunum í norðri og svo er einnig farið um okkur íslend- inga. Hér hefur einnig töluvert selst af plötum Dodo and the Dodos, Sanne Salomonsen og. Disneyland after Dark. Annáð hefur selst minna. Öðru hveiju hafa sést hér plötur með Anne Dorte Michaelsen, Anne Linnet, Gasolin, Hanne Boel, One Two, Michael Falch, TV-2 og Sebast- ian. Framanaf voru það einkum þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku sem keyptu plötur Morgunblaðið/Emilía Danski útvarpsmaðurinn Mogens Binderup: Þetta popp er allt eins. Dananna en það hefur verið að breytast. Tónleikahald Larsens hér í tvígang glæddi áhuga Iands- manna og lög Dodo and the Do- dos eru spiluð reglulega í útvarpi. Aðrir eiga á brattann að sækja, •jafnt á Norðurlöndum sem utan þeirra. Kim Larsen hefur ítrekað reynt fyrir sér í Bandaríkjunum, síðast á árunum 1980-82 undir því yfirskini að hann sæktist eftir bandarískum áhrifum. Árangur- inn varð rýr og vinsældir Larsens í heimalandinu urðu að engu. Það var ekki fyrr en með myndinni og plötunni „Midt om natten" sem Larsen náði sér á strik að nýju heima fyrir. Þrjár höfuðstefnur Þegar ýjað er að því við Binder- up að mörgum þyki dönsk tónlist vera undir talsverðum jass og bræðingsáhrifum segir hann skýr- inguna hljóta að vera þá að hér á landi heyrum við ekki nema toppinn af ísjakanum. „Þróaðri tónlist virðist ekki hafa borist hingað og ekki nema lítið brot af rokkinu heldur. I danskri dægur- tónlist ægir öllu saman og erfitt er að átta sig straumunum og stefnum. Tónlistin er að breytast mjög mikið og margir réyna að koma sér á framfæri. Þó má segja að um þijár höfuðstefnur hafi verið að ræða: það er poppaða Dodo- bylgjan, yfirborðs- kennd en vönduð tónlist. Meðal þeirra sem flokkast undir hana eru Sanne Salomonsen, News ofl. En það er kannski ekki höfuð- málið, það er varla nokkur leið að þekkja flytjendur og lög í sundur. Þá er það tónlist undir jassáhrifum, ég nefni söngkonuna Hanne Boel til dæmis. Að síðustu er það þyngri rokktónlist, fremst- ir þar eru Disneyland after Dark, sem er eina danska hljómsveitin sem hefur vakið athygli utan Norðurlandanna á síðustu árum. Svo er auðvitað fjöldi tónlistar- manna sem fellur ekki inn í neins konar flokkun. Kim Larsen er til dæmis sér á báti. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1970 og þá sem uppreisnarseggur sem höfðaði aðallega til unga fólksins. Smám saman róaðist hann og tónlistin höfðaði til æ stærri hóps, sem núna rúmar allt frá koma- börnum til farlama gamalmenna. Þá má nefna hljómsveitir eins og TV-2 sem í upphafi var nýbylgju- sveit en hefur þróast æ meira í átt að poppinu og Shu-bi-dua sem hefur verið þekkt fyrir notalegar melódíur og húmor. í sumar hefur svo blúsbylgja tröllriðið dönsku tónlistarlífi, Gary Moore kom mjög á óvart með blús- plötu, sem hefur verið rifin út úr hljómplötuverslunum." Fá poppskáld Binderup segir landa sína gjaman koma tónlist sinni á fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.