Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 Helgi P.. sem er aftur sestur vió hljóónemann eftir flakk í fjölmiðla- heimi, rífjar upp lióna sjónvarpsdaga og ræóir um framtíó AFTIETH útvarps FRAMT ✓ II M eftir Kristínu Marju Baldursdóttur/mynd Einar Falur ÞAÐ HLAUT að koma að því að Helgi færi að starfa í húsinu við Aðalstræti 16, svo oft hafði það komið við sögu hjá honum. Þarna hafði hann unnið við fornleifauppgröft á lóðinni eitt suma- rið, í einu herbergi hússins æft söng og spil ásamt félögum sínum í Ríótríói, og eitt sinn komið í erindagjörðum blaðamanns og átt tal við eldri konu er bjó á loftinu. Nú situr hann sem útvarpssljóri í þessu húsi, sem sumir sérfræðingar segja vera hið elsta í Reykja- vík, og kann vel við sig. „Ég var hér aleinn fram á nótt í gær og leið vel þrátt fyrir brak og bresti. Annars er ég nú frekar myrkfæl- inn,“ bætir hann hugsi við. E' I kki einungis húsið er gamalt heldur starfið líka því Helgi Pétursson nýráðinn útvarps- stjóri Aðalstöðvarinn ar og fyrrver- andi sjónvarpsmaður, hefur svosem áður setið við hljóðnemann. Hann er kominn hringinn eftir flakk í fjöl- miðlaheiminum, og ég spyr hann hvort það hafi ekki annars verið ætlunin í upphafi að verða kennari? „Blaðamaðurinn blundaði nú allt- af í mér,“ segir Helgi. „Ég ólst upp við hliðina á Andrési Kristjánssyni ritstjóra Tímans, og fannst þetta afar spennandi heimur sem hann lifði í. Og þegar ég var átján ára vann ég Iétta útvarpsþætti með Jóni Þór Hannessyni og kynntist þá fyrst þessum rafeindamiðli. Annars kenndi ég í tvo og hálfan vetur eftir að ég útskrifaðist sem kennari, þá rúmlega tvítugur. Elstu nemendurnir voru sextán ára, ég kenndi um 50 til 60 tíma á viku og var jafnframt að spila með Ríó á þessum árum. Nú þama voru margir litríkir karekterar sem tóku bæði tíma og orku, og ég bæði kenndi og spilaði yfir mig, en þegar ég, lít til baka þá finnst mér þetta hafa verið nokkuð skemmtiíegur tími. Hins vegar hef ég oft spurt sjálfan mig hvort ég sé. meiri tónlistar- maður eða fjöl- miðlamaður, á stundum í vandræðum með að skil- greina það. Lengst hef ég þó unnið sam- fellt hjá merkri stofnum sem verður 25 ára í haust. Það er Ríótríóið,“ segir Helgi og brosir breitt. Þegar Helgi hætti að kenna fór hann í nám í þjóðfélags- fræðum í Danmörku, og síð- ar til Washington þar sem hann lauk BA-prófí í fjölmiðla fræðum, en hefur annars starfað við flestar tegundir fjölmiðla. Hann hefur ver- ið lausamaður hjá norska útvarpinu, unnið að þáttgerð hjá því íslenska, unnið sem sumarmaður á Tímanum, verið blaðamaður á Dagblaðinu, rit- stjóri Vikunnar, fréttamaður á fréttastofu RUV, verið stuttan en örlagaríkan tíma ritstjþri Nútímáns, verið blaðafulltrúi SÍS, og síðast fréttamaður og dagskrárgerðar- h íssí andlifslausi há mkaupmant w ætlar aó revna ai bjargafyrirtækii w maður á Stöð 2. — Hvar heldurðu að þú hafir nú lært mest? spyr ég hann. „Án efa á fréttastofu Ríkisút- varpsins í kringum 1980 þegar ég vann með Margréti Indriðadóttur og Kára Jónassyni. Þarna voru þeir einnig Friðrik Páll Jónsson, Stefán Jón Hafstein, Helgi H. Jónsson, Hermann Gunn- arsson og fleiri. Á þessum tíma var fréttaflutningur að breytast í það form sem hann er núna. Ég lærði t.a.m. að skrifa fyrir útvarp og þar með sjónvarp líka, lærði atriðaröð, þ.e. vægi mála og atriða í frásögn, og síðast en ekki síst lærði ég að virða afl þessa fjölmiðils. Húmorinn þarna var nú reyndar eins og á hersjúkrahúsi í styijöld og maður varð að taka því sem að höndum bar. Kannski einn á kvöld- vakt og 97% þjóðarinnar við út- varpstækið. Ég efast um að ég hafi unnið undir annarri eins pressu hvorki fyrr né síðar. Manni leyfðist ekki mörg mistök.“ — Ætlarðu að setjast aftur við hljóðnemann hérna á Aðalstöðinni? „Ekki alveg strax. Ég byrja á því að skoða málin, einkum þau er varða kynningu á stöðinni. Við höfum ekki tekið þátt í hlustunar- könnunum, en erum reiðubúnir til þess þegar um hlustendur á aldrinum 25 ára og eldri er að ræða, og sem eru á hlustunarsvæði Aðalstöðvarinn- ar. En ég verð var við mikil áhrif og viðbrögð hlustenda. Á þessari útvarpsstöð er verið að gera hlutina öðruvísi, og það er, auk kunningsskapar míns við Ólaf Laufdal, eina ástæðan fyrir því að ég kom hér inn. Talmálsþættimir á kvöldin eru dálítið sérstakir, og það er bara vitleysa þegar menn halda því fram að það sé ekki hægt að keppa við sjónvarpið á kvöldin. Aðalstöðin á ekki að burðast við að vera með fréttir, heldur gera aðra hluti. Látum stóru ijölmiðlana vera „í tékkinu“. Við erum með viðtöl í hádeginu og milli kl. 5 og 7 síðdegis, og höfum lagt sérstaka áherslu á tónlistina. Erum ekki með dægurlagalista, en leikum bjtlalög, vísnalög, sveitatónlistaf, tónlist Helgi P.: Ég hef alltaf verið raulandi, raula þar sem ég á ekki að raula.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.