Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
Fyrsta grein
ÉG er staddur í
Xían í Mið- Kína,
rétt lagður af stað
í ferðalag eftir hin-
um forna Silkivegi.
Að vísu ætla ég
ekki að fylgja hon-
um lengra en til
Pakistans, en
vegna óróa ýmissa
þjóðernisbrota við
landamærin og eins
vegna ólgu milli
múslíma og hindúa
í Kasmír skammt
sunnan landamæ-
ranna, er alls óvíst
hversu langt ég
kemst.
Her ódauðleikans — átti að fylkja keisaranum Qin Shihuang inn í ódauðleikann.
Ilt frá annarri öld f.Kr. fetuðu mikl-
ar kaupmannalestir eftir Silki-
veginum um einhver hin óvinsam-
Iegustu landssvæði sem um get-
ur. Meðfram röndum eyðimarka
þar sem sandurinn var svo heit-
ur á sumrin að vart var hægt
að ganga á honum og þar sem
vindurinn var svo kaldur á
veturna að holdið fraus; niður í
dali sem liggja undir sjávarmáli og
yfir mörg þúsund metra há fjalla-
skörð. Sandstormar, snjöblinda og
hæðarveiki þjökuðu menn og skepn-
ur og auk þess léku ræningjar kaup-
mennina grátt. Dauði fylgdi var á
hælum hvers leiðangurs. Leiðin lá
frá Xían um Hexi-göngin til Duuhu-
angs. Þaðan ýmist norður eða suður
fyrir Taklamakan-eyðimörkina til
Kaskars. Og þaðan yfir Pamír-fjöII
til Merv. Frá Merv tók við auðveld-
ara ferðalag alla leið til aus'tur-
strandar Miðjarðarhafsins.
í aldanna rás áttu viðskiptin um
Silkiveginn eftir að hafa djúp og
varanleg áhrif jafnt á austræna sem
vestræna menningu. Frá Kína kom
fyrst silkið, en síðar komu m.a.
rósir, kamelíur, krýsantíur, postul-
ín, byssupúður, pappírinn og nýj-
ungar í prentlistinni. Frá vestrinu
komu berjavín og glergerðarlist.
Frá Mið-Asíu gúrkur og laukur og
úrvals hestakyn. Og frá Indlandi
bómull og pipar. Silkivegurinn
kynnti Kínverjum einnig fyrir búd-
disma, íslam og nestorisma.
Blómaskeið Silkivegarins var á
tímum Han-keisaraættarinnar, en
einnig þrifust viðskipti um hann vel
á tímum Sui-keisaraættarinnar og
Tang-keisaraættarinnar. Inn á milli
voru vinjarnar á Taklamakan-eyði-
mörkinni og ijallaskörðin á Pamír-
fjöllum á valdi tyrkneskra og tíbet-
skra hirðingja sem með skattlagn-
ingu, ránum og ófriði hindruðu við-
skiptin. í lok 8. aldar voru siglinga-
leiðimar frá Kanton í Suður-Kína
til mið-austurlanda þegar þekktar
og drógu úr mikilvægi landleiðar-
innar.
Xían var höfuðborg kínverska
keisaraveldisins á ýmsum tímabil-
um í samanlagt 1100 ár og á tímum
Tang-keisaraættarinnar var hún
glæsilegasta borg Asíu, jafnvel alls
heimsins. Á þeim tíma voru hinar
miklu hallir hennar fagurlega
skreyttar, margir klæddust silki-
klæðum, hestvagnar voru slegnir
Stefán Úlfars-
son, fréttaritari
okkar í Kína, er
á faraldsfæti
eftir einhverri
frægustu þjóð-
leið allra tíma
gulli og silfri. Innan borgarveggj-
anna bjó milljón manna: hirðfólk,
kaupmenn, erlendir viðskiptamenn,
hermenn, listafólk, skemmtikraftar
og prestar margrst trúarbragða.
Utan veggja bjó jafnvel önnur millj-
ón. Þarna var upphafspunktur Silki-
vegarins og skipaskurðir tengdu
borgina við stórfljót landsins og
hafið og auk þess voru vegir lagðir
í allar áttir — stjórnun landsins og
innheimta skatta gekk því auðveld-
lega fyrir sig og samskipti við önn-
ur menningrríki þrifust vel. í lok
8. aldar byijuðu völd Tang-keisara-
ættarinnar að dvína, hún missti
yfirráð yfír samgöngukerfinu og
neyddist loks til að láta af völdum
— höfuðborgin fluttist frá Xían fyr-
ir fullt og allt.
Eins og oft hendir útlendinga í
Kína var ég þegar umkringdur
miklum ijölda smá-bissnissmanna
er ég steig út úr lestarstöðinni í
Xían. Átti ég að kaupa hin margv-
íslegustu kort, leigja hótelherbegi
þar en ekki hér, taka japanskan
leigubíl fremur en Lödu-druslu og
faraí skoðunarferðir vítt og breitt.
Eftir að hafa hlustað á þessi köll
um stund ákvað ég að'taka tilboði