Morgunblaðið - 05.10.1990, Side 18

Morgunblaðið - 05.10.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Ég held að smásex fyrir leik skaði ekkert. Arnór Guðjónsen. Ekki ég, heldur ríkis- stjórnin. Þórður Friðjónsson, stjórnarformaður Framkvæmdasjóðs Milljónir hladast upp í bankanum. Borgaraflokkurinn Limurinn og ógæfa Grettis. Óttar Guðmundsson um sjúkdóma og fólk Sölumenn dauðans. Jón Óttar Ragnarsson Sneisofullt blað af slú... H Á slóðum Ferðafélags Islands: Heiðmörk - Friðland Reykvíkinga í 40 ár Liðin eru 40 ár frá stofnun frið- lands á Heiðmörk. Ferðafélag ís- lands hefur í tilefni tímamóta skipu- lagt sjö ferðir í Heiðmörk á þessu ári. Fyrsta ferðin var farin í jan- úar. Þá var Hólmsborgin skoðuð — skemmtileg og vel hlaðin fjárborg — og gengið um skógarstíga. Mun þátttakendum seint líða úr minni þegar gengið var úr rosanum, sem næddi um akveginn, inn í skjól trjánna. Ferð Göngudags FÍ var um Heið- mörk í lok maí. Þátttakendur, 303 að tölu, skoðuðu vorgróðurinn og í lok göngunnar snæddu þeir nesti sitt, sungu og fóru í leiki, glatt fólk á góðum degi. I júní voru þrjár skógræktarferð- ir farnar. Að þessu sinni var lögð áhersla á að grisja skóginn í því skyni að mynda ijóður og ryðja leið- ir svo fara mætti um slóðir utan göngubrautanna. Á sunnudaginn kemur, 7. októ- ber, verður sjötta Heiðmerkurferðin farin. Þá verður Heiðmerkurganga til að minnast 40 ára afmælis frið- landsins og ekki síður til þess að minnast að liðin eru 40 ár frá því að ferðafélagið hóf landgræðslu- starf sitt í Skógarhlíðakrikanum en þar hafði félaginu verið úthlutuð spiida til skógræktar. Friðlandið á Heiðmörk varð til fyrir ötula baráttu Skógræktarfé- lags Reykjavíkur og verður ekki vefengt að Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, var þar drýgstur liðs- manna. Sigurður Nordal, prófessor, gaf friðlandinu nafn. Rökstuddi hann nafngiftina með þessum orð- um: „Heiðmörk er fornt heiti á einu fylkinu í Upplöndum í Noregi. Mörk er skógur. Allir finna, . hversu vel það fer í nöfnum eins og Þórsmörk og Þelamörk. Því er fólginn draumur vor um að klæða landið aftur íturvöxnum tijágróðri. Heiður er bjartur og Heiðmörk, hið bjarta skóglendi, er heiti sem vel mun fara þessu friðsæla landi með tæru lofti og litum.“ Borgarstjórn Reykjavíkur fól skógræktarfélaginu stjórn land- varnarstarfs á Heiðmörk og þann 3. mars 1950 voru reglur settar um landnám og skógrækt á Heiðmörk. Sama ár voru samningar gerðir milli. skógræktarfélagsins og ferða- félagsins um reitinn í Skógarhlíða- krikanum — 20 ha. að stærð. í samningi þessum er ferðafélagið nefndur „landnemi". Félagið lofar að leggja stund á skógrækt á spild- unni og gert ráð fyrir að hún verði fullplöntuð á 20 árum. Ef félagið óskaði að reisa sér skála skyldi það afla byggingarleyfis hjá bæjarráði en stærð og gerð skálans yrði einn- ig háð samþykki skógræktarfélags- ins. I almennu reglunum um land- nám á Heiðmörk voru ákvæði þess efnis að allar gróðurnytjar falli til Heiðmerkur. Ferðafélagsmenn hófust strax handa við gróðursetningu tijáa og settu á fyrsta ári niður um 3.000 plöntur. Alls hafa nú verið gróður- Ljósm. Páll Jónsson. Einar E. Sæmundsen með fyrstu plöntuna sem gróðursett var í reit FÍ í Heiðmörk (1950). Úr skógarreit ferðafélagsins í Heiðmörk. „Glanstímantin“ - verðugt lesefni í Þióðarbókhlöðu? eftirírisi Erlingsdóttur Fyrir skömmu birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Robin Cook, próf- essor við Háskóia íslands. Þykir höf- undinum bygging Þjóðarbókhlöðunn- ar vestur á Melum ganga heldur hægt og leggur hann nokkuð hæðnis- lega til að byggingunni verði breytt í einhvers konar tómstunda- eða skemmtihús sem auk ýmissa afþrey- ingar- og skemmtitækja mætti fylla af íslenskum tímaritum sem höfund- ur nafngreinir. Hér er ekki ætlunin að fjalla um hvað best er að gera við Þjóðarbókhlöðuna en að öllu háði slepptu lýsir þessi tillaga prófessors- ins nokkurri lítilsvirðingu á íslensk tímarit. Það er merkilget hvað íslensk tímaritaútgáfa fer í taugarnar á sumu fólki. Sérstaklega virðast íslensk tímarit pirra þá sem álíta sig á einhvern hátt vera „menningar- lega“ sinnaða, ef svo klisjulega má að orði komast. Þeir kalla þau gjarn- an „glanstímarit“ eða - einhveijum óvirðulegum nöfnum og finna þeim flest til foráttu. Þar sem mér er tímaritaútgáfa nokkuð skyld, hef ég ve't fyrir mér hver sé ástæða þessarar fyrirlitning- ar á íslenskum tímaritum. Ég starfa hjá fyrirtæki sem gefur út stóran hluta þeirra íslensku „glanstímarita" sem á markaðnum eru og er því sæmilega kunnug innihaldi þeirra sem í allflestum tilvikum er unnið að vandvirkum blaðamönnum og snýst yfirleitt um menn og málefni íris Erlingsdóttir „Þá gætum við lesið um danska kóngaslektið í Alt for damerne, eldað eftir uppskriftum úr Hjemmet, lesið um Hollywood-stjörnurnar í Vogue eða Cosmo- politan og gluggað í fjármálagreinarnar í Forbes. Er þetta ekki upplagt lesefni í Iestr- arstofu Þjóðarbókhlöð- unnar?“ líðandi stundar. í fljótu bragði hefur mér veist erfitt að komast að því hvað það nákvæmlega er í þessum tímaritum sem pirrar svo marga af sjálfskipuð- um menningarboðberum íslensku þjóðarinnar. Þó skjóta hugsanlegar ástæður stundum upp kollinum. Það hefur hvarflað að mér hvort þeir séu eitthvað svekktir yfir að vera ekki í sviðsijósinu og fá birt við sig viðtal með myndum í „glanstímaritun- um“ .. . Hver veit? Viðtöl ýmis konar vekja áhuga fólks. Islendingar hafa nefnilega, ekki síður en aðrar þjóðir, áhuga á náunganum. Það er ósköp mannlegt og nauðsynlegt að láta sig annað fólk varða, í hófi að sjálf- sögðu. Því eru oft í títt nefndum tímaritum viðtöl við fólk sem eitthvað hefur unnið sér til ágætis eða frægð- ar, eða hefur lent í einhverri lífsreynslu sem það vill deila með öðrum. Lesefni af þessu tagi finnst þó þeim sem af góðsemi sinni bera andlega velferð þjóðarinnar fyrir bijósti, vera einstök lágmenning. Orðið „glanstímarit" er, eins og þegar hefur komið fram, notað í niðr- aðndi merkingu og það hefur gefið mér tilefni til nokkurra vangaveltna. Það er geysileg vinna að gefa út tímarit og við berum virðingu fyrir þeirri vinnu og þeim tíma sem í þau er lögð. Sum tímarit byggjast að stórum hluta til á fallegum og list- rænum ljósmyndum og þykir því mikilvægt að þær fái að njóta sín sem allra best. Þess vegna er kosið að vinna tímaritin á vandaðan pappír. Við reynum auðvitað að velja sem fallegastar eða áhugaverðastar myndir á forsíðu tímaritanna. Þeir sem bera eitthvert agnar skynbragð á ljósmyndir (sem sagt ekki menn- ingarvinirnir) geta strax ímyndað sér hversu miklu fallegri myndirnar eru á pappír sem glansar heldur en á möttum pappír. Hér enim við komin að merg málsins, því það er nefnilega þessi glans sem mörgum þykir svo taugaertandi. Eins og fyrr segir hef ég verið að reyna að gera mér grein fyrir hvers vegna svo er, og eina skynsamlega niðurstaðan sem ég kemst að, er sú að fólk með þennan glanspirring hafi eitthvað allt annað fegurðarskyn en við sem vinnum þessi tímarit og glansáferðin trufli það því verulega, t.d. þegar það sér blöðin í bókabúðum. Ljóst er af ofansögðu að mér hef- ur ekki tekist að finna fullnægjandi svar við þessu séríslenska glans- vandamáli. Kannski ættum við bara að hætta þessu útgáfubröltf og hverfa nokkra áratugi aftur í tímann. Þá gætum við lesið um danska kóngaslektið í Alt for damerne, eldað eftir uppskriftum úr Hjemmet, lesið um Hollywood-stjörnurnar i Vogue eða Cosmopolitan og gluggað í fjár- málagreinarnar í Forbes. Er þetta ekki upplagt lesefni í lestrarstofu Þjóðarbókhlöðunnar? Höfundurstarfarhjá Fróða hf. sem ritstjóri Gestgjafnns. -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.