Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 settar rúmlega 90 þúsund plöntur í reitinn. Á hveiju vori í 40 ár hafa ferðafé- lagsmenn vitjað spildu sinnar á Heiðmörk til gróðursetningar, grisj- unar og áburðargjafar. Þessi rækt- arsemi hefur borið þann árangur, að vorið 1985 veitti skógræktarfé- lagið ferðafélaginu sérstaka viður- kenningu fyrir fegursta reit Heið- merkur. Starf ferðafélagsins á Heiðmörk hefur fyrst og fremst verið leitt af tveimur mönnum. Jóhannes Kol- beinsson, trésmiður, stjórnaði land- græðslunni í 26 ár eða til 1976. Sinnti hann skógræktinni með slíkum ágætum, að Skógræktarfé- lag íslands veitti honum sérstaka viðurkenningu árið 1960. Jóhannes sat í 35 ár í stjórn ferðafélagsins og^var heiðursfélagi þess. I göngunni á sunnudaginn mun eirplata með nafni Jóhannesar Kol- beinssonar verða fest á stein á Heiðmörkinni. Félagið vill með þessum hætti þakka handtök hans við þennan skógarreit. Við forystu af Jóhánnesi tók Sveinn Ólafsson, myndskeri. Hann á nú þegar 14 ára farsælan verk- stjórnarferil að baki. Með ferðum sínum í Heiðmörk' vill ferðafélagið vekja athygli á því ágæta útivistarsvæði sem er við bæjardyr meirihluta íslendinga. Það er hægt að fara á Heiðmörk á hvaða tíma árs sem er og nánast hvernig sem viðrar. Þeir göngustígar, sem lagðir hafa verið um svæðið, eru í skjóli trjáa svo nepjan þarf ekki að hijá göngumanninn. Þarna spretta grös og blóm úr jörðu á vori, þarna er litskrúðugt sumarland og þarna er land beija og sveppa á haustin. Að vetrarlagi festist snjór á göngustígana svo skíðagöngumað- urinn á þarna brautir þótt jörð sé auð annars staðar. Það var happ þeirra er yndi hafa af útiveru, að borgarstjórn Reykjavíkur skyldi gera Heiðmörk að ffiðlandi. Það var farsæl ákvörð- un að fela Skógræktarfélagi Reykjavíkur að stýra því land- græðsluátaki, sem þarna hefur ver- ið unnið sameiginlega af fjölda fé- laga og einstaklinga. Ferðafélag ísland hefur sérstaka ástæðu til að þakka Skógræktarfélagi íslands og starfsmönnum þess fyrir leiðsögn og samstarf í 40 ár. nýtt símamOmer auglýsingadbldn^ RAUÐI KROSS ÍSLANDS EFNIR TIL EFTIRFARANDI NÁMSKEIÐA FYRIR EINSTAKLINGA OG HÓPA HAUSTIÐ 1990 — Skyndihjálp — Aðhlynning aldraðra og sjúkra - Starfslok - Rauðakrossstarf og Rauði kross íslands — Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp — Endurmenntun fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp — Slys á börnum - forvarnir — Námskeið fyrir foreldra ungra barna - Sjúkraflutninganámskeið - Alnæmi - ólíkt fólk — ólík viðbrögð - Grunnnámskeið fyrir Rauðakrossfélaga — Húshópur — námskeið fyrir húshóp Rauðakrosshússins Á næstu dögum sendir Fræðslumiðstöð RKÍ út bækling til ýmissa stofnana og fyrirtækja með frekari upplýsingum um námskeiðin, efni þeirra og tímasetningu. Einnig liggur bæklingurinn frammi á aðalskrifstofu RKÍ og hjá Rk-deildum, þar sem allar frekari upplýsingar eru góðfúslega veittar. Forráðamenn fyrirtækja og stofnana athugið: Fræðslumiðstöð RKÍ aðstoðar við að útvega leiðbeinendur og námsgögn m.a. fyrir námskeið í skyndihjálp. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722 NÝR DAGUR SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.