Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 25

Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5J OKTÓBER 1990 25 Skortur og lögleysa ein- kenna daglegt líf í Kúvæt Saddam Hussein heimsækir innrásarliðið í fyrsta sinn Nikósíu, New York, London. Reuter. ÍRASKA sjónvarpið sýndi á mið- vikudag myndir frá fyrstu heim- sókn Saddams Husseins forseta til Kúvæts eftir innrásina 2. ágúst. Forsetinn, sem var í ein- kennisklæðum, heimsótti liðs- menn í vélbyssuhreiðrum og sagði við hermenn er grófu skot- grafir: „Guð blessi ykkur, haldið áfram að grafa.“ Hann heilsaði hermönnum með handabandi en þeir hétu að láta líf sitt fyrir forsetann kæmi til átaka. Opin- bera fréttastofan INA sagði að Kúvæt, sem nú hefur verið gert að 19. fylki íraks, virtist „blómstra eftir að hafa verið sameinað móðurlandinu." Sjón- varpið í Bagdad sýndi Saddam á ferð um götur Kúvæt-borgar er virtist gjörsamlega yfirgefin, hvorki bílar á breiðgötum henn- ar né fólk á gangstéttum. Alþjóðlegu mannréttindasam- tökin Amnesty International hafa sakað íraska herinn um gróf mann- Ævintýralegur flótti: Komust frá Irak á björgunarbáti Dhahran. Reuter. ÞRÍR breskir verkfræðingar flúðu frá írak á tíu feta löngum björgunar- báti ásamt tveim frönskum starfsbræðrum sínum á mánudag og kom- ust til Saudi-Arabíu. Ferðin tók 25 stundir og ölduhæð var allt að þrír metrar. Bretarnir sögðu að tekið hefði einn dag að skipuleggja flót- tann en mánuð að öðlast nægilegt hugrekki til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. þegar varðbáturinn varð var við farkostinn. Að sögn Barkworths voru birgðirnar einkum viskí og bjór og gekk hið fýrrnefnda fljótt til þurrðar. Mennirnir rákust á varðbát frá Saudi-Arabíu um 40 km undan strönd landsins og voru fiuttir til landamæraborgarinnar Khafji en síðar til Dharhan. Þar ræddu Bret- amir; Keith Barkworth, Mike Tees- dale og Ivan Manning, á aldrinum 36 ára til 44 ára, við fréttamenn eftir að hafa gefið breskum stjórn- arerindrekum skýrslu um ferðina. Frakkarnir tveir, Amedee Mercier Du Paty og Janel de Buriane, ákváðu að tjá sig ekki við ijölmiðla. Bretarnir sögðu að aðbúnaður þeirra hefði verið ágætur í írak, nægur matur, en þeir hefðu óttast um sinn hag ef til átaka kæmi. „Ég treysti ekki mörgum írökum," sagði Teesdale. Mennirnir sögðust hafa haft samskipti við Iraka en þeir hefðu lítið viljað ræða við útlending- ana. Aðrir vestrænir starfsmenn á staðnum vildu ekki taka áhættuna, fannst þrátt fyrir allt öruggara að halda kyrru fyrir. Fimmmenningarnir lögðu af stað á helgidegi, fæðingardegi Múha- meðs spámanns, og sigldu niður Shatt-al Arab vatnaleiðina, „krus- uðu“ eins og það er kallað. Þeir hugðust reyna að finna saudi- arabískan dráttarbát á hafsvæðinu sunnan við vatnaleiðina. Sú áætlun brást enda siglingatækin aðeins áttaviti. „Stefnumörkunin byggðist á eintómri tilviljun og við vorum snarvilltir. Við vorum með gömul kort og ýmis mannvirki voru ekki sýnd á þeim,“ sagði Manning. Hann sagði þá hafa verið „himinlifandi“ fyrir almenning þar sem saga Þýskalands er reifuð í máli og myndum. í dag flyst þing sameinaðs Þýskalands svo til Bonn þar sem verður aðsetur þess um sinn að minnsta kosti. Þingið á enn eftir að ákveða hvort það flyst til Berlínar, sem er höfuðborg Þýska- lands frá og með 3. október. Þrátt fyrir óvissuna hafa embættismenn í Bonn eytt miklum fjármunum í að búa þingmönnum Austur- Þýskalands, 144 að tölu, sæmilega skrifstofhaðstöðu. Sjálfir verða þingmennirnir að borga íbúðar- húsnæði. Mikill húsnæðiskortur er í Bonn og hafa verið pöntuð hótel- herbergi fyrir þingmennina. Austur-þýsku þingmennirnir hækka verulega í launum við sam- eininguna; þeir fá nú 9.700 mörk á mánuði (350.000 ÍSK) og 5.400 mörk (195.000 ÍSK) í dagpeninga í stað 5.900 marka (214.000 ÍSK) í heildarlaun á mánuði áður. Þar við bætast ókeypis flug- og lestar- miðar. Þrengsli í þinghúsinu í Bonn valda því að ekki geta allir nýju þingmennirnir sest innan um 519 vestur-þýska þingmenn. 100 þingmenn verða að koma sér fyrir í áhorfendastúkunni. Síðast þegar Bonn-búar þurftu að grípa til sérstakra ráðstafana vegna óvæntrar „innrásar þing- manna“ var árið 1949 þegar Sam- bandslýðveldið var stofnað. Að- búnaður var þá öllu fábrotnari en nú. Fyrstu fundir sambandsþings- ins voru haldnir í menntaskóla og leigðu þingmenn sér herbergi á einkaheimilum. Árið áður, í sept- ember 1948, kom stjórnarskrárráð hins tilvonandi Vestur-Þýskalands saman í einu byggingunni sem þótti nógu virðuleg af þeim sem uppi stóðu, náttúrugripasafni borgarinnar. Þar voru grundvall- arlög ríkisins samin undir ströngu eftirliti uppstoppaðra fíla, gíraffa og nashyrninga! réttindabrot í Kúvæt. Segir í skýrslu samtakanna að írakar steli persónulegum eigum fólks auk op- inberra verðmæta, fólk sé fangels- að án dóms og laga og pyntað; allmargir óbreyttir borgarar hafi verið drepnir. Bandarískar sjónvarpsstöðin CBS fékk einnig í hendur bréf sem smyglað hafði verið frá Kúvæt en ekki var upplýst með hvaða hætti. Þar kvað við annan tón en hjá írök- um. „Á hveijum degi heyrum við að svo og svo margir hafi verið drepnir . .. skotnir fyrir framan foreldra sína, við húsdyrnar. Við þekktum flest þetta fólk og ætt- ingja þess. Reykjarbólstrar sjást um alla borgina. Stórmarkaðir og aðrar verslanir eru úr sögunni, búið er að bijóta allt og bramla. .. Ég er búinn að fara fjórum sinnum síðan í gær með börnunum mínum í bakarí til að reyna að kaupa brauð en það er alltaf lokað. Það er búið að fjarlægja öll tæki úr bakaríinu, stela þeim. Vörubílar, hlaðnir alls konar varningi, halda til Iraks og koma aftur til að ná í meira.“ í bréfinu er sagt að and- spyrnuhreyfing Kúvæta reyni að gera írökum ýmsar skráveifur en liðsmenn hennar séu illa búnir vopnum. Reuter Saddam Hussein íraksforseti (annar frá hægri) heilsar íröskum her- manni í Kúvæt á miðvikudag. Macintosh fyrir byrjendur © <%> Works - ritvinn'sla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á , 15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. <%> % Tölvu- og verkfrœöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu * Irakai' una sér vel í breskum herklæðum London. Reuter. BRESKIR hermenn við Persaf- lóa verða að sætta sig við að klæðast þungum felubúningum í eyðimerkursvækjunni en írösk- um andstæðingum þeirra líður mun betur — þeir eru í léttum eyðimerkurbúningum sem saumaðir voru í Bretlandi. Bretar seldu Irökum allar birgðir sínar af eyðimerkurbúningum her- manna fyrir fjórum árum, að sögn varnarmálaráðuneytisins í London. „Sala búninganna var hefðbundin aðgerð til að minnka birgðir," sagði talsmaður ráðuneytisins. „Enginn sá fyrir að hermenn yrðu sendir til Persaflóa.“ Verið er að framleiða nýja búninga handa breska liðinu. Einnig bætir úr skák að nú fer vetur í hönd og verður þá veðurfar við Persaflóa svipað og á góðum sumardegi sunnarlega í Vestur- Evrópu en ekki 40 - 50 gráðu hiti á celsius í skugganum eins og ver- ið hefur undanfarna mánuði. Nýkommr anstwrrískar húfur frá Otalmargir litir Kr. 2.900r Kr. 2.600 Kr. 2.400,- Kr. 2.700,- Kr. 2.600,- Kr. 2.700,- HKIH útiuf: SffllTI Glæsibæ - Sími 82922

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.