Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 30

Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Ráðstefna um atvinnu- og byggðamál; Rætt um framþróun í norðlensku atvinnulífí Landssamband iðnaðarmanna og Svæðisskrifstofa iðnaðarins á Norðurlandi efna til ráðstefnu um atvinnu- og byggðamál á Akur- eyri laugardaginn 20. október næstkomandi. Á ráðstefnunni verður farið ofan i saumana á norðlensku atvinn- ulífi, hugsanlega framtíðarþróun og kosti þess og galla að reka fyrir- tæki á landsbyggðinni. Er fjar- lægðin frá Reykjavík kostur eða hindrun?, er meðal þess sem rætt verður um auk möguleika á auknu samstarfi fyrirtækja, eða fyrir- tækjaneti, menntun stjórnenda og möguleika á auknu samstarfi iðn- aðar og sjávarútvegs við þróun véla og tæknibúnaðar. Ráðstefnan verður haldinn í Al- þýðuhúsinu og ber að tilkynna þátttöku til Landssambandsins eða svæðisskrifstofunnar. Ólafsfjarðarmúlagöng opnuð umferð í desember: Gerð ganganna kostar 1,1 -1,2 milljarðakr. Áætlaður kostnaður við Vestfjarða- göng þrír til fjórir milljarðar Heildarkostnaður við jarð- göng í Ólafsfjarðarmúla er 1,100-1,200 milljónir króna, að sögn Hreins Haraldssonar hjá Vegagerð ríkisins. Hreinn segir að kostnaður við -^göngin sé svipaður og áætlað var. „Kostnaðurinn er innan þeirra fjárveitinga, sem hafa verið ætlað- ar til þessa verks. Vatnsleki í göngunum er mun meiri en reikn- að var með og það hefur þýtt tölu- vert mikinn aukakostnað, sem hefur étið upp þann gróða, sem við héldum að fengist af hagstæðu tilboði." tilbúnir á næstu vikum,“ segir Hreinn Haraldsson, hjá Vegagerð ríkisins. Morgunblaðið/Rúnar Þór MeðAuðhumlu og mjaltastúlkunni Börnin á dagheimilinu Flúðum brugðu sér af bæ í gær og héldu í kynnisför um Mjólkursamlag KEA. Þar voru þau leidd í allan sannleik um fer- il mjólkurinnar og til að svala þorsta sínum bergðu þau á Blöndu. Að lokum brugðu þau á leik við höggmyndina af Auðhumlu og mjaltastúlkunni sem prýðir lóð samlagsins. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hvetur atvinnumálanefiid til aðgerða í ferðaþjónustu: Settar fram hugmyndir um ráðstefnu- og heilsumiðstöð Yrði að mestu fjármagnað af útlendingum, segir Þorleifur Þór Jónsson ferðamálafulltrúi ÞORLEIFUR Þór Jónsson ferðamálafulltrúi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hefur sent atvinnumálanefnd erindi er varðar stór- verkefni í ferðaþjónustu og segir hann í minnisblaði sínu til nefnd- arinnar að nú ætti að vera lag að ná fram aðstoð frá ríkisvaldinu við könnun og útfærslu hugmynda um að reist verði á Akureyri eða nágrenni annars vegar stór ráðstefnumiðstöð og hins vegar heilsumiðstöð. í báðum tilfellum er um að ræða verkefni sem eru af þeirri stærðargráðu að þau yrðu að Iangmestu leyti fjármögn- uð af útlendingum. Hreinn Haraldsson segir að göngin í Olafsfjarðarmúla verði opnuð fyrir almennri umferð í síðari hluta nóvember eða desem- ber næstkomandi. Hann segir að nú sé verið að vinna við hönnun á Vestfjarða- göngum. „Reiknað er með að forv- alsgögn verði send út í lok þessa mánaðar og göngin verði boðin út eftir áramótin en framkvæmdir eiga að hefjast næsta sumar,“ segir Hreinn Haraldsson. Hann upplýsir að áætlaður kostnaður við Vestfjarðagöngin sé 3-4 milljarðar króna. Stefnt er að því að fram- kvæmdum við þau þau verði lokið í árslok 1995. „Þá erum við að vinna að nýjum arðsemisútreikningum vegna Hvalfjarðarganga og þeir verða Hvað fyrri hugmyndina varðar, segir að þeir aðilar sem unnið hafi að þessum málum vilji meina að á íslandi vanti stóra ráðstefnuaðstöðu sem gæti verið sjálfstæð eining. Þar þyrftu að vera öll aðstaða og tæki til að halda fjölþjóðlegar ráðstefnur fyrir 3-500 þátttakendur. Slík að- staða sé ekki fyrir hendi á íslandi og dæmi þess að aðilar sem halda vilja svo stórar ráðstefnur hafi þurft að taka með sér tækjabúnað fyrir tugmilljónir. Þorleifur segir að í hugmynd sinni sé lögð áhersla á ráðstefnuaðstöðuna og í tengslum við hana yrði byggt u.þ.b. 300 her- bergja hótel, sem að öllu leyti yrði sjálfstæð eining. Um hina hugmyndina, byggingu heilsumiðstöðvar, segir í minnis- blaði Þorleifs, að í tengslum við jarðvarma væri góður möguleiki á að setja upp aðstöðu þar sem tekið yrði á móti gestum hvaðanæva úr heiminum. Umfangið yrði um 2-300 gestir í einu og yrði læknisfræðileg þjónusta í hæsta gæðaflokki í tengslum við ákveðna sjúkrameð- ferð, t.d. vegna gigtar. Til afþrey- ingar yrði boðið upp á ferðir um nágrennið. Mikinn fjölda menntaðs fólks þyrfti til annast heilbriðgis- hliðina. Um framkvæmdina segir Þorleif- ur að útfæri þyrfti hugmyndina heima í héraði, en eftir að línur hafa verið lagðar þyrfti ríkisvaldið, t.d. iðnaðarráðuneytið að taka mál- ið upp og fjármagna gerð „sölu- pakka“ þar sem hugmyndin yrði sett fram á aðgengilegan og seljan- legan hátt. Þegar slíkur pakki lægi fyrir þyrfti að leita rekstraraðila bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þorleifur segir að góðar líkur séu á að aðili sé til staðar sem tilbúinn væri að fara út í þetta, en kynna þurfi málið á faglegan hátt. Fyrsta skrefið yrði að sannfæra stjómvöld og afla málinu fylgis. Reynist fyrir því áhugi væri eðlilegt að sett yrði á fót eins konar „stór- iðjunefnd“ í ferðamálum og henni fengið nægjanlegt fjármagn til að hinda verkinu í framkvæmd. í hérð- aði þurfi að vera fyrir hendi sam- hugur og vilji til að leggja fram fé og vinnu til að vinna málinu braut- argengi. „Ég geri mér fulla grein fyrir að hugmyndin er stórhuga, en menn verða að horfa hátt því annars ná þeir aldrei flugi," sagði Þorleifur Þór. Fundað um sameiningu líf- eyrissj*óða á Norðurlandi ÞRÍR fundir verða á næstunni um stofnun sameiginlegs lífeyris- sjóðs fyrir Norðurland auk ráðstefnu um sama málefni. Stefnt er að því að stofna slíkan lífeyrissjóð á þingi Alþýðusambands Norðurlands næsta haust og miðað við að hann taki til starfa 1. janúar 1992. Kári Arnór Kárason formaður undirbúningsnefndar vegna sam- einingar lífeyrissjóða á Norður- landi sagði að málið væri hugsað þannig, að allir þeir launþegar sem samning gerðu við ASÍ mynd- uðu með sér sameiginlegan lífeyr- issjóð, en hugmyndin væri einnig að bjóða öðrum, t.d. bæjarstarfs- mönnum að vera aðilar að sjóðn- um. Verið er að kynna málið og í því skyni hefur verið boðað til þriggja funda. Sá fyrsti verður haldinn á Kópaskeri 14. október, síðan verður fundað á Blönduósi 20. og á Akureyri 21. Þá verður haldinn ráðstefna á Akureyri 3. október um sameiningu lífeyris- sjóðanna þar sem m.a. verður kynnt skýsla um ýmsa þætti er málið varða og sagði Kári að þar með teldi undirbúningsnefnd að hún hefði fullkynnt þetta mál. Stefnt er að því að stofna hinn sameiginlega lífeyrissjóð á næsta þingi Alþýðusambands Norður- lands sem haldið verður haustið 1991 og að hann taki til starfa 1. janúar 1992. Mikið var fjallað um málefni lífeyrissjóða á síðasta þingi AN í fyrrahaust og þar var stofnað til áðurnefndrar undir- búningsnefndar, en fram kom á þinginu að lífeyrisgreiðslur laun- þega á Norðurlandi sem flyttust beint suður til Reykjavíkur næmu um einum milljarði króna. Hljómsveitin Gal í Leó. ■ Á FÖSTUDAG og laugardag 5. og 6. október mun hljómsveitin Gal í Leó skemmta í Sjallanum, Akureyri. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð að undanförnu á pöbb- um og samkomuhúsum Reykjavík- ur. Hljómsveitina skipa; Rafn Jóns- son, Hjörtur Howser, Örn Hjálm- arsson, Baldvin Sigurðarson og Sævar Sverrisson. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.