Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
31
Kópavogskirkja.
Hátíðar-
messa í Kópa-
vogskirkju
SÉRSTÖK hátíðarmessa verður
haldin í Kópavogskirkju, sunnu-
daginn 7. október, í tilefni þess
að þá verður lokið uppsetningu
altaristöflu í kirkjunni.
Á safnaðarfundi Kópavogs-
prestakalls árið 1971 var samþykkt
að koma upp altaristöflu í Kópa-
vogskirkju. Þannig að málefnið á
sér nokkuð langan aðdraganda.
Að undangenginni samkeppni
sem lauk 15. febrúar sl. var Stein-
unn Þórarinsdóttir, myndlistarmað-
ur, ráðin til að gera altaristöfluna
og er hún gerð af steini og gleri.
Við hátíðarmessuna prédikar
biskup íslands hr. Ólafur Skúlason
og sérstakir listamenn koma fram
í söng og hljóðfæraleik.
Þess er vænst að Kópavogsbúar
fjölmenni til kirkju sinnar við þetta
tækifæri og allir eru velkomnir.
(Fróttatilkynning)
Leiðréttíng
Vegna fréttar í Morgunblaðinu
28.9. um umboð Flugleiða á Suður-
eyri, skal tekið fram að Gísli Jóns-
son verður áfram umboðsmaður
Flugleiða þar.
FESTINGAJÁRN
FYRIR BURÐARVIRKI
FLESTAR GERÐIRTIL Á LAGER.
GETUM AFGREITT SÉRPANTANIR
MEÐ STUTTUM FYRIRVARA.
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
...er líti5 og handhægt tækl, sem
gefur þér skilaboð, Jiurfi einhver
að ná sambandi við þig.
Símboðinn pípir og símanumerið
sem þú átt ao hringja í birtist á
skjá hans.
Verb abeins
16.990,-eí»a
Dagnr frímerkisins
1990 og ný frímerki
Frímerki
NORDJUNEX
90
5.-7.10.1990
fnMERKEUISTlUJNG
Jón Aðalsteinn Jónsson
Dagur frímerkisins verður hér á
landi 9. þ.m. Samtímis verður hann
haldinn hátíðlegur um önnur Norð-
urlönd, einkum þó að ég ætla með
norskum og sænskum frímerkja-
söfnurum. Jafnframt eru í þessum
löndum oft haldnar smásýningar
og í sambandi við
þær flutt
fræðsluerindi um
frímerkjasöfnun.
Ekki verður sagt,
að íslenzkir
frímerkjasafnarar feti í fótspor
„kollega" sinna á Norðurlöndum,'
því að segja verður eins og er —
því miður -, að hvorki Landssam-
band ísl. frímerkjasafnara né önnur
samtök innan Sambandsins sýna
þessum degi þann sóma, sem hann
á skilið. í fyrra var Félag frímerkja-
safnara raunar með nokkra sýning-
arramma í Kringlunni. Skýrðu fé-
lagsmenn það efni, sem sýnt var,
og kynntu um ieið frímerkjasöfnun
almennt. Að þessu sinni mun verða
opið hús þriðjudaginn 9. okt. hjá
FF í Síðumúla 17 kl. 20—22. Þar
verða m.a. sýndir stimplar frá Degi
frímerkisins hér á landi, en um leið
verður starf félagsins kynnt. Er
þess að vænta, að margir leggi
leið sína þangað þetta kvöld. Þá
mun ætlunin að koma einhveiju
kynningarefni um frímerkjasöfnun
upp á pósthúsum borgarinnar.
Vonandi vekur þetta framtak ein-
hverja athygli, enda er hér ekki
síður þörf en víða annars staðar
að minna almenning og þá alveg
sérstaklega unglinga á þessa
skemmtilegu og hollu tómstunda-
iðju, frímerkjasöfnun. Ekki gerist
þess síður þörf, þar sem alls konar
annað afþreyingarefni (og ekki.allt
hollt) sækir mjög á æsku landsins.
Á Degi frímerkisins er boðuð
útgáfa annarrar smáarkar í tilefni
frímerkjasýningarinnar NORDIU
91, sem haldin verður hér í
Reykjavík dagana 27.—30. júní
1991. Ráunar á hún ekkert skylt
við sjálfan daginn sem slíkan, eins
og þeir vita bezt, sem fylgjast með
þessum málum. Myndefnið er sem
áður hluti af því fræga landabréfi
af Norðurlöndum (Carta Marina)
eftir sænska kirkjuhöfðingjann og
erkibiskupinn Olaus Magnus. Á
þessari örk sést syðsti hluti Skand-
inavíu og suður á Danmörku og
svo allt austur á Eystrasaltslöndin.
Höfundur koitsins kallar það sjó-
kort, en það er samt einkum landa-
kort. Nær það yfir svæðið allt frá
Bretlandseyjum og suðurströnd
Eystrasalts og norður að heim-
skauti. Úr vestri nær það frá Græn-
landi og svo austur á sléttur Rúss-
lands. Kortið er skreytt fjölda
prýðilegra mynda, en það kom út
í Feneyjum 1539.
I þessari smáörk eru þijú
frímerki, hvert að verðgildi 40 kr.
Hins vegar er söluverð arkarinnar
170 kr. Mismunurinn, 50 kr., renn-
ur í sjóð til styrktar NORDIU 91,
svo sem var með yfirverð arkarinn-
ar í fyrra, en það var 40 kr. Þröst-
ur Magnússon hefur teiknað eða
hannað þessa nýju örk sem og hina
fýrri og Czeslaw Slania grafið hana
í stálstungu. Prentuð er örkin hjá
Joh. Enschedé en Zonen í HQllandi
bæði með stálstungu- og offset-
aðferð.
Rétt þykir mér að endurtaka hér
þá ábendingu, sem ég gaf
frímerkjasöfnurum og öðrum les-
endum þessara þátta, þegar fyrsta
NORDIU-örkin kom út. Þar gat ég
þess, að söfnurum og öðrum við-
skiptavinum póstþjónustunnar
hefði aldrei verið bent nægilega á
það af póstyfirvöldum, að nota
megi frímerki þessara arka ein sér
eða saman á póstsendingar til burð-
argjalds. Auðvitað borga menn 50
kr. til viðbótar, en sú fjárhæð fer
til styrktar góðu málefni. Reyndin
mun samt oftast verða sú, að
frímerkjasafnarar og — kaupmenn
kaupa mest af þessum örkum fyrir
sjáifa sig til skipta og sölu á erlend-
um vettvangi. Þá vil ég enn benda
á, að umslög með þessum frímerkj-
um á geta orðið skemmtilegir og
góðir safngripir, en þó einungis,
ef þess er gætt að burðargjaldið sé
í samræmi við taxta póststjómar-
innar. í fyrra var nafnverð
frímerkjanna 30 kr., en því miður
hentaði það ekki undir neinn ákveð-
inn taxta. Að þessu sinni er nafn-
verðið 40 kr., og það má t.d. nota
eitt sér undir almennt bréf til
Ameríku fram að 1. nóv. nk. — eða
í tæpan mánuð. Þess vegna geta
slík umslög orðið eftirsótt, þegar
fram líða stundir.
NORDIA 91
Eins og fram hefur komið hér á
undan, verður næsta samnorræna
frímerkjasýningin haldin hér á
landi dagana 27.—30. júní 1991.
Nefnist hún NORDIA 91. Allur
undirbúningur undir þessa sýningu
hefur farið fremur hljótt, en ekki
efa ég, að jafnötulir menn og beita
sér fyrir henni núna, vinni stöðugt
að framgangi hennar. Vissulega
bera margir engu að síður nokkurn
ugg í bijósti, því að tíminn líður
óðfluga og ekki eru nema rúmir
níu mánuðir, þar til sýningin verður
opnuð almenningi fimmtudaginn
27. júní 1991 í Laugardalshöllinni.
Ekki neita ég því heldur, að mér
fmnst einhvem veginn, að ekki sé
nú sami samstarfsvilji milli safnara
og var 1984, þegar NORDIA 84
var haldin hér í Reykjavík. Undar-
legt má það t.d. þykja, hversu spör
sýningarnefndin er á að tilkynna
óbreyttum söfnurum og eins þeim,
sem skrifa um frímerki í blöðin,
hvað verið sé að gera hverju sinni.
Eins þykir mörgum sem fyrr hefði
mátt auglýsa sýninguna og betur,
bæði hérlendis sem erlendis. Ég
hef t. d. frétt á spýtum, að sérstak-
ur maður hafi verið valinn til að
kynna sýninguna á NORÐIU 90 í
Lundi snemma í ágúst. Mun hann
hafa haft með sér Kynningarrit
NORDIU nr. 2 til dreifingar þar
ásamt nokkrum öðrum upplýsing-
um. En hvað veldur því svo, að
félagar innan Landssambandsins
fá ekki þetta rit í hendur fýrr en
í lok september? Slíkt seinlæti e.r
engan veginn afsakanlegt.
NORDJUNEX 90
Haldin verður norræn unglinga-
sýning í Ósló 5.-7. þ. m. í tengsl-
um við Dag frímerkisins þar í landi.
Tveir ísl. unglingar sýna þar mót-
ífsöfn sín. Haraldur Guðnason safn
um flugvélar og Jón Einar Jónsson
safn um fugla á norðlægum slóð-
um. Þarna verður einnig spurning-
arkeppni milli unglinga frá öllum
Norðurlöndum og spurt um íþróttir
á Norðurlandafrímerkjum. Fyrir
íslands hönd keppa Sveinn Brynj-
ólfsson frá Dalvík og Jón Einar
Jónsson og Magnús Helgason frá
FF í Reykjavík. Liðsstjóri er Kjart-
an Þórðarson. Umboðsmaður sýn-
ingarinnarerGuðni F. Gunnarsson.
ef tilkynnt er um innlausn með 60 daga fyrirvara.
Kaupþing hefur enn á ný komið
til móts við sparifjáreigendur sem
velja örugga ávöxtun í Eininga-
bréfum 1, 2 og 3.
Innlausnargjáld af Einingabréfum
1 og 3 lækkar niður í 1,8% og af
Einingabréfum 2 niður í 0,5% sé
tilkynnt um innlausn með engum
fyrirt'ara. Innlausnargjald af
Einingabréfum 1 og 3 lækkar niður
í 0,9% ef tilkynnt er um innlausn
með 30 daga fyrirvara.
Innlausnargjald af
Einingabréfum 1, 2 og 3
er felll niður ineð öllu
ef tilkynnt er um innlausn
með 60 daga fyrirvara.
KAUPÞING HF
Kringlunnt 5, stmi 91-689080
Kaupþmg hf er í eigu Búnabarbankans, níu sparisjóða og Lánastofnunar sparisjóðanna hf.